Dagur - 09.05.1967, Blaðsíða 8
8
T ^ - "„jí < -...........-,r,..a
BALDUR HALLDÓRSSON, bóndi á Hlíðarenda við Akureyri, er einn þeirra, sem leggur
gjörva hönd á niargt, enda skipasmiður að iðn og hefur smíðað marga báta heima hjá sér. Á
laugardaginn var þessi þriggja tonna trilla sjósett í fyrsta sinn og er hún létt á sjónum í
réynsluferðinni. Baldur smiðaði trilluna, en eigandi er Hannes Guðmundsson í Grímsey.
AFLI OG ATVINNA GLÆÐIST
SMÁTT OG STÓRT
Hrísey 8. maí. Skólauppsögn fór
fram í Hrísey í gær. Rúmlega
fimmtíu nemendur voru i skól-
anum. Skólastjóri er Alexander
Jóhannsson, og kennari er Guð-
jón Björnsson. Auk hans eru
nokkrir stundakennarar við
skólann. Hæstu einkunn, 9.42,
fékk Borghildur Sigurðardóttir,
en hún tók nú fullnaðarpróf.
Kennarar og nemendur munu
koma ,með Hríseyjarferjunni í
skemmtiferð til Akureyrar nú í
dag.
Góður afli hefur verið á línu
að undanförnu. Hafa Grenvík-
ingar fiskað á línu að undan-
föinu og landað aflanum í Hrís-
ey. Færabátar úr Hrísey hafa
einnig fengið ágætan afla annað
slagið. Auðunn er alltaf með net
og Haförninn var syðra á línu,
og er nú kominn með net. Fisk-
ar hann aðallega austur við
Langanes, og er búinn að koma
þaðan einu sinni með 15 tonn.
Hofsósi 8. maí. Mikið aflaleysi
hefur verið hjá Hofsóssbátum í
vetur. Fimm bátar eru gerðir
héðan út, og eru þeir bæði með
línu og net, en hafa lítið aflað.
Atvinna er af þessum sökum
iéleg, þar sem hún byggist á
því, hversu mikið bátarnir afla.
Vonir standa til, að eitthvað
verði unnið við höfnina á Hofs-
Uppgripa afii
Dalvíkurbðfa
Dalvík 8. maí. Uppgripa grá-
sleppuafli hefur verið hér að
undanförnu, en markaðurinn er
lítill fyrir hrognin, og búið er
að afla langt upp í þann mark-
að, sem tiltækur er.
Hér er búið að leika Skugga-
Svein ellefu sinnum, og ekkert
lát er á aðsókninni. Þegar síð-
ast var leikið, komust ekki
einu sinni allir í húsið, sem
vildu. J. H.
Næg atvinna er í Hrísey. Skóla-
fólk, sem hefur verið annars
staðar í vetur, er sem óðast að
koma heim.
Snæfellið er búið að leggja
hér upp 100 tonn af fiski.
Húsavík 8. maí. Aðalfundur
sýslunefndar Suður-Þingeyjar-
sýslu var haldinn í Húsavík dag
ana 24. til 26. apríl sl. Á fund-
inum gerðist m. a. það, að sam-
þykkt var að hefja á þessu vori
byggingu safnhúss í Húsavík,
er sýslan og Húsavíkurbær
ætla að reisa í sameiningu yfir
söfn héraðsins, bókasafn,
byggðanáttúrugripasafn og
væntanlegt sjóminjasafn og
listasafn. Byggt verður eftir
.teikningu Þorvalds S. Þorvalds
sonar arkitekts í Reykjavík. Til
byggingarinnar verður m. a. leit
ósi í sumar, en engar endanleg-
ar ákvarðanir hafa verið teknar
ennþá, um það hvenær það
verk verður hafið. N. H.
Finnur Guðmundsson fugla-
fræðingur er kominn til Hrís-
eyjar og með honum fjórir
menn, og hyggjast þeir halda
áfram rannsóknum á lifnaðar-
háttum rjúpunnar. S. F.
að frjálsra framlaga frá vel-
unnurum héraðsins.
Samþykkt var að heimila
byggingu kennarabústaðar við
kvennaskólann að Laugum.
Álagt sýslusjóðsgjald er kr.
1.344 millj. Helztu fjárveitingar
(Framhald á blaðsíðu 4)
Vopnafirði 8. maí. Hér hefur
verið mesta kuldatíð að undan-
förnu og allmikill snjór er enn
í norðanverðri sveitinni, og
hvergi gróðurnál að sjá. Hey-
birgðir eru bjarglegar ennþá,
þrátt fyrir allt, og ætti ekki að
koma til neinna vandræða úr
þessu.
Vegurinn yfir Sandvíkurheiði
var ruddur fyrir skömmu, og
SURTSEY
Pálsbær heitir skúr einn, sem
fluttur var til Surtseyjar. Þar
hafa tveir menn dvalið síðan í
aprílbyrjun. Þeir rannsaka
fugla, annað dýralíf og gróður.
Stöðugur hraunstraumur er
úr gígnum til sjávar eftir jarð-
göngum. Talið er að aldrei fyrr
hafi slíkar rannsóknir verið
gerðar á eyju á meðan hún er
enn að myndast af eldgosi.
HÆFILEG REFSING
f kosningabaráttunni 1959
flutti Alþýðublaðið þennan boð
skap: „Þjóðin verður að refsa
verðbólguflokkunum með fylgis
tapi. Hvert nýtt atkvæði sem
Alþýðuflokkurinn fær, er krafa
um að kveða niður verðbólgu-
drauginn, krafa um heilbrigt
efnahagslíf“. Hafi hugur Al-
þýðuflokksms fylgt þessu máli,
ættu fylgjendur hans að finna
það nú, hverjum ber að refsa,
og á hvern hátt.
STJÓRNIN GEFUR
HRYSSUR
Á föstudaginn voru blaðamönn-
um sýndar liryssur tvær, sem
ríkisstjórnin hefur ákveðið að
færa Margréti Danaprinsessu
og heitmanni hennar í brúðar-
gjöf. Er þetta talin þjóðargjöf
íslendinga og með henni endur-
vakinn sá forni siður norrænna
manna að gefa hesta. En slíkar
gjafir þóttu liinar virðulegustu.
AÐEINS TVÖ GÓÐ ÁR
Fiskifræðingar frá mörgum
löndum rannsaka göngur fiski-
um síðustu helgi, þ. e. á laugar-
daginn kom hingað Leikfélag
Þistilfjarðar og sýndi hér Ráðs-
konu Bakkabræðra við góðar
undirtektir áhorfenda. Leikfé-
lag er starfandi hér í Vopna-
firði en hefur ekki sýnt neitt
leikrit í vetur. Vopnfirðingar
njóta hins vegar góðs af leik-
starfseminni í nærliggjandi
byggðarlögum, eins og fyrr
getur. Þ. Þ.
stofna og segja fyrir um magn
þeirra á tilteknum veiðisvæð-
um, fram í tímann. Álit þeirra
er, að síldarmiðin í hafinu aust-
an við land gefi aðeins tvö góð
síldveiðiár, cn síðan verður
stofninn of veikur til að gefa
mikla veiði. Allar veiðar í sjó
umhverfis landið, er einhliða og
ekkert látið í staðinn. Eflaust
eigum við eftir að rækta fisk í
fjörðum og flóum. Á meðan það
er ekki gert mun friðun vissra
hrygningarsvæða geta gefið
góðan árangur.
HÆGRI UMFERÐ
Síðan lögin um hægri umferð
gengu í gildi, hefur smám sam-
an verið að magnast andúð á
breytingunni. Fjölmennir fund-
ir hafa verið haldnir víða um
land og þessi breyting á um-
ferðarlögum átt sér færri for-
mælendur en menn höfðu gert
ráð fyrir. Þá hafa blöð rætt mál
ið af kappi og útvarpið hefur
lielgað þessum málum nokkurn
tíma. Scnnilegt er, að ef þjóð-
aratkvæðagreiðsla færi fram
um breytingu úr vinstri um-
ferð til hægri umferðar, myndu
hin nýlegu lög um breytinguna
fá harðan dóm.
TVÍSÖNGUR
Jóhann Ilafstein ráðherra sagði
á landsfundi Sjálfstæðismanna,
að „sú ríkisstjóm sem með völd
fer eftir alþingiskosningarnar í
sumar gæti ekki haft það verk-
efni að reisa við fjárhag og at-
vinnulíf, sliks þyrfti ekki við,
því að atvinnuvegimir stæðu á
traustum grunni viðreisnarinn-
ar“. Magnús Jónsson fjármála-
ráðherra sagði hins vegar að
verðstöðvunin „sem ekki getur
staðið til frambúðar í þessu
formi“, væri skynsamlegt úr-
ræði. Næstu mánuði þyrfti að
nota til þess að koma upp verð-
jöfnunarkerfi. Þetta tvennt væri
forsenda þess að liægt væri að
leysa vandamál efnahagskerfis-
ins. „Hvort það tekst skal engu
um spáð“, sagði ráðherrann til
vonar og vara.
UNGFRÚRí ÖKUFERÐ
Það bar til á Akureyri nýlega,
að heimasæta fékk lánaðan bíl
föður síns til þess að skreppa í
bæinn, ásamt vinkonu sinni. En
það, að skreppa í bæinn, getur
líka þýtt, að skreppa til Reykja
víkur. Á miðri þeirri leið varð
bíllinn bensínlaus og góðir
menn lijálpuðu liinmn ungu
konum lieiin á leið, og höfðu
þær þá ekið hálfa leiðina til
Reykjavíkur.
KJÓSENDUR FÁ EKKI
AÐ TALA
Lausafregnir herma, að Sjálf-
stæðismenn vilji ekki fallast á
tilmæli Framsóknarmanna hér
í kjördæminu um 10 sameigin-
lega framboðsfundi, nema að
þeir verði liespaðir af á þrem
döguin og kjósendur, aðrir en
þeir, sem á framboðslistum eru,
hafi ekki málfrelsi. Alþýðu-
flokksmenn eru litlu skárri í
(Framhald á blaðsíðu 7.)
'1
HINN EINI OG SANNI HÁFTÁFLOKKUR
VILJI menn fræðast um um og nefndum. Sjálfstæðis- þegar hann telur þá, sem
hann ber fyrir brjósti, eiga
hægast með að græða á því,
og þá stjórnar hann höftun-
um, svo að þeir græði reglu-
lega á þeim. Hann losar dá-
lítið um höftin, þegar hann
telur þá geta grætt enn
meira á því, t. d. með því að
fá frjálsan innflutning þegar
erlendur gjaldeyrir er næg-
ur vegna erlendra fjárgjafa
og algjört frelsi til að byggja
á þennan innflutning. En
■hann heldur í öll þau höft,
sem hann telur skjólstæð-
inga sína enn geta grætt á.“
Svo mörg eVu þau orð. □
það, hvaða flokkur hérlend-
is sé mestur haftaflokkur,
ættu þeir að kynna sér það
sem Gylfi Þ. Gíslason sagði
um þetta efni í Alþýðublað-
inu árið 1953. Þar segir:
„Öllu haftakerfinu, sem
hér var byggt upp, aðailega
á síðasta áratug, hefur því
verið komið á af ríkisstjórn-
um, þar sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur verið sterk
asti aðilinn í skjóli þess, að
hann væri stærsti þingflokk
urinn. Stjórn haftakerfisins
hefur verið falin ýmsum ráð
flokkurinn hefur ávallt haft
þar sterkasta aðstöðu svo
sem við var að búast. Hann
ber því höfuðábyrðina á
hvernig þessu tæki hefur
verið beitt. Hann ber höfuð-
ábyrgðina á sukkinu, rangs-
leitninni og braskinu, sem
því hefur verið samfara. —
Þarf í rauninni að segja
meira til þess að það verði
ljóst, hversu dæmalaust lýð-
skrum felst í skrifum um ást
Sjálfstæðisflokksins á frjáls-
um viðskiptum? Sjálfstæðis-
flokkurinn fylgir höftum
L
Unnið við Hofsóshöfn i sumar?
Safnahús verður byggt á Húsavík
Hvergi gróðurnál