Dagur - 24.05.1967, Qupperneq 4
4
S
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
KOSNINGARNAR
Á ALÞINGI íslendinga sitja 60 full-
trúar, 49 kosnir hlutfallskosningum
í 8 kjördæmum landsins, en 11 þing-
menn liljóta til viðbótar rétt til þing-
setu í eins konar happdrætti. Þessir
menn eru oft kallaðir uppbótarþing-
menn. Hér er ráðandi nokkurs kon-
ar uppbótarkerfi, ens og nú tíðkast
í efnahagsmálunum og allir kannast
við, og er stjórnmálaflokkunum út-
hlutað uppbótarsætunum eftir viss-
um og flóknum reglum.
Hér í kjördæminu eru sex þing-
menn kjörnir. Við síðustu alþingis-
kosningar fékk Framsóknarflokkur-
inn 4530 atkvæði, Sjálfstæðisflokkur-
inn 2856 atkvæði, Alþýðubandalagið
1621 atkvæði og Alþýðuflokkurinn
1012 atkvæði. Samkvæmt þessu voru
kjörnir þrír Framsóknarmenn, tveir
Sjálfstæðismenn og einn Alþýðu-
bandalagsmaður. Alþýðuflokkurinn
fékk engan þingmann kjörinn. Þriðji
maður á lista Sjálfstæðisflokksins
vann í uppbótarhappdrættinu og sat
á þingi.
Hversu mál skipast í þessum kosn-
ingum, skal ósagt látið, og geta aðrir
um úrslitin spáð. Hitt hefur engum
dulizt, enda opinskátt um það rætt í
Islendingi, að Sjálfstæðisflokkurinn
er á undanhaldi og spáir sjálfum sér
fylgistapi. Enginn gerir slíkt að
gamni sínu, og ef sá spádómur reyn-
ist réttur mun þriðji maður á lista
þeirra, Bjartmar á Sandi, ekki sitja
næsta þing, hversu sem fer með
Magnús fjármálaráðherra. í umræð-
um og blaðaskrifum virðist sú skoð-
un ríkjandi, að Framsóknarflokkur-
inn sé í örum vexti í kjördæminu,
einkum vegna aukinnar þátttöku
ungra manna og kvenna. Undanfam-
ar kosningar hafa líka sýnt þessa þró-
un. Á sama tíma og Sjálfstæðismenn
afmunstra Bjartmar er Alþýðubanda
lagið upptekið við sín ófriðsömu
heimilismál og þann ágreining, sem
þar ríkir. Hvorki syrgir Dagur eða
fagnar slíkum átökum og nýjum
flokksbrotum. En tæplega getur slíkt
stuðlað að auknu fylgi fólks við Al-
þýðubandalagið. Eðlileg viðbrögð
margra fyrri fylgjenda þess, ef þeir
era íhaldsandstæðingar af heilum
hug, væra þau, að styðja öflugasta
íhaldsandstæðinginn í landinu,
Framsóknarflokkinn. Alþýðuflokkur
inn hefur verið í álögum undanfarin
ár og þjónar íhaldinu af þeirri orku
sem hann má. Sennilega verður hann
samgróinn því, visnar upp og deyr,
ef hann minnist ekki nú í þessum
kosningum uppruna síns og fyrri
baráttu.
Heimsþekktir listamenn skrevta
deild Finnlands á „Expó i67”
í SÝNINGARSKÁLA Norðurlandanna á Heimssýningunni í
Montreal, Expo '67, eiga Finnar mikla og fallega deild. Kjörorð
finnsku deildarinnar er „Hið skapandi Finnland.“ Finmi lieims-
þekktir listamenn sýna þar, hver á sinn hátt, hvernig hversdags-
leg efni eru notuð á hugvitsamlegan og skapandi hátt og með að-
stoð nútímatækni.
Fyrir augu þess, sem inn
kemur í finnsku deildina, ber
fimm veggmyndir, sem rísa á
ská upp frá gólfinu og eru
cfið er með ryjaaðferð af Uhra
Simberg-Ehrström, og að lok-
um er veggmynd úr samlímd-
um viðarþynnum, eftir Tapio
Wirkkala.
Þessi sama saga um hinn skap
andi huga mannsins er sögð á
veggjunum í kring og nú með
því að sýna allskonar iðnaðar-
framleiðslu, eins og hún gerist
sýnis — er komið fyrir með og
innan .um óunnin efni og annað,
sem höfðar til verka listamann-
anna, en á þann veg er undir-
strikuð brúin milli hins skap-
andi hugvits og hagnýtra af-
kasta iðnaðarins. Q
Birger Kaipiainen vinnur að
veggmynd sinni.
hvorki meira né minna en 430
ferfet að stærð. Þær eiga að
tákna sameiningu hugmynda-
flugs, tækni og hópstarfs í iðn-
aðarframleiðslu nútímans. Ein
myndanna er gerð úr bláu
keramiki, og er höfundurinn
Birger Kaipiainen, önnúr er úr
kopar eftir Laila Pullinen og sú
þriðja er búin til úr blásnu
gleri, en hana hefur Timo
Sarpaneva gert. Fjórða vegg-
myndin er úr ullargarni, sem
S20 þúsund |
sjónvörp |
TALA útvarps- og sjón- j
; varpstækja fer stöðugt vax- I
I andi í Finnlandi, en talið er j
: að hún sé þó að nálgast há- j
; mark. í lok síðasta árs voru )
[ útvörp orðin rúmlega j
j 1.600.000 talsins og sjónvörp ;
j in voru 820.000. Á síðustu ár :
j um hefur 85% seldra út- j
j varpa verið framleidd í Finn :
j landi sjálfu, og á síðasta ári j
j voru 20 þúsund finnsk sjón- :
j vörp og útvörp seld úr landi, :
j flest til hinna Norðurland- :
j anna. O :
í dag, tæknilegri framkvæmd
verka og arkitektur.
Byssum, rafmagnsvírum,
sauna-ofnum og mælitækjum
— svo aðeins séu nefndir nokkr
ir þeir hlutir, sem þarna eru til
Norðurlandaskálinn á Expo ’67. Hann liefur lilotið mikið lof allra þeirra, sem hann hafa séð, og fyrir-
komulag innan dyra er einnig talið mjög listrænt og smekklegt.
Sumilenzkir bændur verðlauna
Ungfrú Norðurlönd, Satu Östr-
ing frá Finnlandi sést liér í bún
ingi þeim er þær stúlkur klæð-
ast, sem aðstoða gesti á Norður-
landa-sýningunni á Expo ’67.
Finnskur tízkuteiknari Pi
Sarpaneva hefur teiknað bún-
inginn. Þá sést einnig listaverk
Wirkkala, sem hann hefur gert
úr samlímdum viðarþynnum.
snyrtilega
ALLIR, sem leið eiga um sveit-
ir þessa lands, vita hve ánægju
legt getur verið að líta heim að
reisulegum, vel hirtum og vel
skipulögðum bændabýlum, en
því miður vill stundum verða
misbrestur á, að snyrtimennsk-
an sé höfð í þeim hávegum, sem
rétt væri. Nú hefur Búnaðar-
samband Suðurlands ákveðið
að veita þeim bændum viður-
kenningu, sem bezt og snyrti-
legast ganga um á jörðum sín-
um, í þeim landshluta, og verða
verðlaun afhent á komandi
hausti.
Búnaðarsamband Suðurlands
hefur haft þetta mál til um-
ræðu að undanförnu, og á aðal-
fundi í fyrra var því vísað til
stjórnarinnar, sem tók málið til
nánari athugunar í vetur, en á
síðasta aðalfundi var svo sam-
FINNAR ERU FRÆGIR FYRIR VEFNAÐARVÖRUR
FINNSKAR vefnaðarvörur
hafa notið mikilla vinsælda
utan heimalands síns um langt
árabil, og virðist svo sem þær
vinsældir séu á engu undan-
haldi, því árið 1966 jókst út-
flutningurinn á þessum vörum
um 32% miðað við árið þar á
undan og útflutningsverðmætið
nam 1300 milljónum íslenzkra
króna. Þar með voru vefnaðar-
vörurnar orðnar stærsti út-
flutningsliðurinn á lista yfir út-
flutning finnskra neyzluvara.
Þessi grein iðnaðar í Finnlandi
hefur alltaf verið mjög stór, og
i dag vinna 7% alls iðnverka-
fólks þar við framleiðslu vefn-
aðarvara.
Elzta vefnaðarfyrirtækið í
Fiimlandi hefur starfað óslitið
frá því árið 1738, en mörg yngri
hafa þegar haldið upp á hundr-
að ára afmæli sín. Enda þótt
slík fyrirtæki séu samtals um
300 talsins í landinu eru það
fjögur aðalfyrirtæki, sem fram-
leiða um 90% af öllu ullargami
og efnum, sem framleidd eru
þar, og i baðmullarframleiðsl-
unni eru það 6 fyrirtæki, sem
annast 85% allrar framleiðsl-
unnar. Línframleiðslan fer hins
vegar mest öll fram á vegum
eins fyrirtækis. 60% prjóna-
vöruframleiðslunnar eru fram-
leidd hjá tíu eða jafnvel
færri verksmiðjum. í öllum
þessum greinum hefur Finn-
land yfir að ráða stærstu verk-
smiðjum á Norðurlöndunum.
Ný finnsk vefnaðarmynstur
vöktu fyrst verulega athygli í
bómullarframleiðslu síðustu
ára, og þá bæði í kjólefnum og
húsgagnaáklæði. Þekktustu
nöfn þeirra sem hugmyndirnar
að mynstrunum eiga eru Timo
Sarpaneva, Kirsti Uvessale,
Uhra-Beata Simberb-Ehrström
og Rut Bryk. Aune Gummerus
er þekktust fyrir ullarefni og
þá sérstaklega mismunandi
köflótt efni. Dora Jung er að
lokum sú, sem mest hefur borið
á í línvefnaðinum. Marjatta
Metsovaara og Tonini Jaakkola
hafa báðar unnið verðlaun fyrir
hugmyndaauðgi í gerð og sniði
prjónaðs fatnaðar. Annars hafa
Finnar víða unnið sér viður-
kenningu fyrir vefnaðar- og
fatnaðarvörur sínar, t. d. fóru
34 gullverðlaun til Finnlands
eftir alþjóðlegu vefnaðarsýning
una í Sacramento 1966, eða
fleiri en til nokkurs annars
lands.
í dag eru 15% finnskra vefn-
aðarvara seld úr landi.
Aðalviðskiptalönd Finna eru
á Vesturlöndum. Norðurlöndin
keyptu t. d. 59% af útflutning-
inum á þessum vörum, og er
aðalástæðan sú, hversu nálæg
þau eru Finnlandi, og þekkja
vel framleiðsluvörur Finnanna.
Bandaríkin, Vestur-Þýzkaland,
Bretland, Holland og Sviss
keyptu einnig mjög mikið
magn, og jafnvel Austur-
Evrópulöndin hafa sýnt veru-
legan áhuga á finnskum vörum
síðustu árin.
í finnskri klæðagerð þekkja
allar konur að minnsta kosti
Marimekko og Finn-Flare, en
finnskur fatnaður hefur unnið
mjög á, á erlendum mörkuðum,
sem sannast bezt á því að út-
flutningurinn jókst um 165% á
síðasta ári, miðað við árið þar
á undan, en heildarútflutnings-
verðmæti tilbúins fatnaðar nam
670 milljónum íslenzkra króna.
uiiigeiigm
þykkt tillaga þar sem ráðunaut
um á svæðinu var falið að at-
huga í sumar og gera að því
loknu tillögur um 10 sveitabýli,
sem verði verðlaunuð, eða bú-
endum veitt viðurkenning fyrir
snyrtilega umgengni. Ráðunaut
arnir eiga að vera bunir að
skila tillögum sínum til stjóm-
ar sambandsins fyrir 1. septem-
ber næstkomandi.
Sambandsstjórnin mun þá
setjast á rökstóla um það, á
hvern hátt viðurkenningin verð
ur veitt, en ekki er búið að slá
því föstu hverning viðurkenn-
ingin verður, að því er Stefán
Jasonarson í Vorsabæ sagði
okkur, en hann er í stjórn Bún-
aðarsambandsins.
— Til álita getur komið,
sagði Stefán, hvort veitt verði
ein aðalverðlaun en hinir níu
fái viðurkenningu, eða þrenn
verðlaun og svo viðurkenning-
ar. Við vonum, að þetta geti orð
ið til hvatningar og eigi eftir að
verða öllum til ánægju og hags-
bóta.
— Mér er ekki kunnugt um,
að verðlaun sem þessi, séu veitt
hér á landi um þessar mundir,
Þó veit ég að Búnaðarsamband
Suður-Þingeyinga og Málning-
arverksmiðjan Hai-pa úthlutuðu
verðlaunum fyrir nokkrum ár-
um, og hlaut þau þá Sigurður
Pálsson Skógarhlíð í Reykja-
hverfi.
— Við verðlaunaáfhending-
una verður tekið tillit til alls úti
og inni, svo bæði bóndinn og
húsmóðirin verða að taka til
höndunum. Málningu, húsa-
skipan og heimreið verður sér-
stakur gaumur gefinn, en tillit
verður tekið til aðstæðna, t. d.
ef framkvæmdir standa yfir á
bæjum og því um líkt. Við
byggjum miklar vonir á þessu,
og treystum því, að þetta eigi
eftir að verða mikil hvatning
fyrir menn til að hafa sem
fallegast í kringum sig á bæjun
um, sagði Steíán Jasonarson að
lokum. O
- ACÆTIR FIINDIR
(Framhald af blaðsíðu 8).
var fjölmennari, kom fólk úr
Reykjadal, Aðaldal, Mývatns-
sveit, Bárðardal og Kinn.
Báðir fundirnir voru sæmi-
lega sóttir og vel, miðað við
það, að í öllum þessum sveitum
stendur sauðburður sem hæst,
einmitt um þessar mundir,
þannig að hér er um að ræða
mjög erfiðan tíma til funda-
halda. Q
Hvar er Norðurlandsáætlun?
í JÚNÍBYRJUN 1965 gáfu
ráðherrarnir Bjarni Benedikts
son og Gylfi Þ. Gíslason út,
fyrir hönd ríkisstjórnarinnar,
yfirlýsingu um atvinnumál á
Norðurlandi. Þar segir m. a.
orðrétt:
„Þegar á næsta hausti verði
hafizt handa um heildarat-
hugun á atvinnumálum norð-
anlands og að þeirri athug-
un lokinni undirbúin fram-
kvæmdaáætlun, er miði að
þeirri eflingu atvinnurekstrar
í þessum landshluta, að öllu
vinnufæru fólki þar verði
tryggð viðunandi atvinna.
Verði í senn athugað um
staðsetningu nýrra atvinnu-
fyrirtækja á Norðurlandi, svo
sem í stálskipasmíði, skipa-
viðgerðum, veiðarfæragerð og
fleiri greinum iðnaðar og
kannaður gaumgæfilega hagur
núverandi iðnfyrirtækja og
leitað úrræða til að tryggja
framtið þeirra iðngreina og
vöxt.“
Þetta var sem sé erindis-
bréf um Norðurlandsáætlun.
Nú hefur það loks gerzt, að á
s.l. vetri komu sérfræðingar
í efnahagsmálum norður og
gerðu sínar athuganir. Undir-
búningur framkvæmdaáætlun
arinnar virðist hins vegar
skammt á veg kominn, hvað
þá að framkvæmdir séu hafn-
ar. Augljóst er, að ríkisstjórn-
in hefur dregið málið um of
á langinn.
Norðlendingum líkar ekki
við þessi vinnubrögð, enda
ástandið sums staðar þannig,
að eitthvað hefði þurft að
vera búið að gera. í kosning-
unum fer ekki hjá því, að
þetta mál verði haft í huga,
og virðast vanefndir stjórnar-
flokkanna á ofanrituðum lof-
orðum ekki líklegar til að
afla sömu flokkum vinsælda
nú í vor. Er nú spurt, hvar
hún sé, Norðurlandsáætlun-
Verml uiii íuglana
yfir varptímann
SINUBRUNAR BANNAÐIR Á ÞESSUM TÍMA ÁRS '
STJÓRN Sambands Dýravernd
unarfélaga íslands hefur sent
frá sér fræðslurit um ýmis at-
riði úr lögum þeim og reglu-
gerðum, sem í gildi eru um vel-
ferð fugla. — Fjallar ritið um
sinubrennur og meðferð elds á
víðavangi, greint er frá því
hvaða fuglar séu friðaðir á fs-
landi og livenær og síðasti kafl-
inn heitir „Gæsimar, skotin og
smölunin“.
Bannað er að kveikja í sinu
og brenna sinu innan kaupstaða
eða kauptúna eða í þéttbýli,
nema með sérstöku leyfi yfir-
valda og þurfa þá sérstakar
ástæður að liggja til. í sveitum
er heimilt að brenna sinu, ef
næg aðgát er höfð, en þó aðeins
langvía, stuttnefja, teista og
lundi, og ófriðuð frá 15. október
til 22. desember er rjúpan.
Friðunin, hvort sem hún er
alger eða tímabilsbundin, tekur
ekki aðeins til lífs fugla heldur
einnig eggja og hreiðra þeirra,
nema öðruvísi kveði á í lögum
um fuglaveiðar og fuglafriðrm,
t. d. um eggja- og ungatekju,
þar sem slíkt telst til hefðbund-
inna hlunninda jarða, segir í
fræðsluriti SDÍ. Frá 15. apríl til
14. júlí ár hvert eru öll skot
bönnuð nær friðlýstum æðar-
vörpum en 2 km, nema brýna
nauðsyn beri til.
Um gæsirnar segir:
„Nokkurs misskilnings gætir
um friðun grágæsar. Margir
2. Að fengnu samþykki
menntamálaráðuneytisins og til
lögum fuglafriðunamefndar
geta hreppstjórar fyrir hönd
veiðiréttarhafa aflað leyfa til
veiði grágæsa í umdæminu, þar
sem þær valda miklum og al-
mennum spjöllum á nytja-
gróðri. Rétt er að vekja athygli
á því, að þótt hreppstjóri afli
slíks leyfis fyrir umdæmi sitt,
þá geta handhafar veiðiréttar þ,
e. eigendur lögbýla í umdæm-
inu, sem ekki óska veiða á grá-
gæs, bannað veiði á grágæs í
landareignum sínum.
3. Handhafar veiðiréttar, sem
fengið hafa leyfi til grágæsa-
veiða samkvæmt framanskráðu,
geta með tímabundnu leyfi
á tímabilinu frá 1. desember til
1. mai. Þó má veita leyfi til
brennslu sinu fram til 15. maí
á svæðinu norðan ísafjarðar-
djúps og norðan heiða allt aust-
ur að Fjarðarheiði og Breið-
dalsheiði, ef veðrátta hamlar
þvi, að mati hreppstjóra, að
brenna sé framkvæmd fyrr,
enda mæli sérstakar ástæður
eigi gegn því.
í lögum um sinubruna segir,
að hljótist tjón á eignum manna
af völdum sinubruna, fari bóta-
ábyrgð eftir almennum reglum.
Brot gegn ákvæðum laga þess-
ara varða sektum allt frá 200 í
20 þúsund krónum, sem renni í
ríkissjóð.
Um friðun fugla segir, að
ófriðaðir, séu allt árið kjói,
svartbakur, sílamáfur og hrafn.
Frá 20. ágúst til 15. marz eru
ófriðaðir dílaskarfur, toppskarf
ur, grágæs, heiðagæs, blesgæs
og helsingi. Ófriðaðir frá 1.
september til 19. maí eru álka,
skotglaðir einstaklingar, svo og
hinir svörnu óvinir gæsa, halda,
að nú megi herja á grágæsir
eins og skæðustu óargadýr, sem
mikil landhreinsun sé að út-
rýma að fullu.
En höfuðreglan er sú, að grá-
gæsir njóta friðunar frá 15.
marz til 20. ágúst, (sbr. 8. gr. í
lögunum).
Sú breyting var gerð, að heim
ilt er að taka grágæsaregg (skv.
10. gr. 3.), þ. e. fuglinn nýtur
ekki alfriðunar.
Veiðar á grágæs á framan-
sögðu friðunartímabili eru háð-
ar eftirfarandi takmörkunum,
(sbr. 11. gr. 1. og 2.):
1. Einstakir handhafar fugla-
veiðiréttar, þ. e. eigendur lög-
býla, geta með tímabundnu
leyfi menntamálaráðuneytisins,
að fengnum tillögum fuglafrið-
unarnefndar, veitt grágæsir,
sem valda verulegu tjóni á
ræktuðu landi éða öðrum hlið-
stæðum nytjum.
menntamálaráðuneytisins og
samkvæmt tillögum fuglafriðun
arnefndar, vegna tilfinnanlegs
tjóns grágæsa á nytjagróðri,
veitt grágæsir, meðan þær eru
í sárum, með því að reka þær
í netgirðingar.
Ljóst má öllum vera, að leyfi
til grágæsaveiða á friðunartíma
á ekki að liggja á lausu — og
að smölun gæsa í sárum til
',,slátrunar“ er háð tímabundn-
um leyfum, sem nokkrar höml-
ur eru á að afla.
Almenningur þarf að veita
skotmönnum aðhald og minnast
þess, að engir, nema handhafar
veiðiréttar, geta fengið leyfi til
þess að skjóta grágæsir — og að
slíkt leyfi getur aðeins mennta-
málaráðuneytið veitt.
Stjórn SDÍ skorar eindregið á
allan almenning að láta ekki
viðgangast, að skotmenn brjóti
lög um fuglavernd og fugla-
veiðar. Q
Kosningahandbókin 1967 er komin út
KOSNINGAHANDBÓKIN, al-
þingiskosningamar 1967, er
komin út. í bókinni er fyrst að
finna úrdrátt úr kosningalögum
frá 1959. Listi er þar yfir ráð-
herra og ráðuneyti frá 1904 til
1963 og síðan kemur kafli, sem
nefnist: Að vera í stjóm eða
stjómarandstöðu. Er þar tafla
yfir fjölda mánaða, sem hver
flokkur hefur verið í ríkisstjóm
og í stjómarandstöðu, og tafla
er yfir menntun alþingismánna
á tímabilinu frá 1923 til 1963.
Kosningaúrslit í hverju kjör-
dæmi í alþingiskosningunum
1963 eru birt í bókinni, og er
þar um leið greint frá þvi,
hversu mörg þing hver þing-
maður hefur setið. Þá er
tafla yfir heildarúrslit alþingis-
kosninga frá 1931 til 1963. Kafli
er um sögu kjördæmaskipunar
á íslandi, og atkvæðatölur frá
júní 1959, þegar síðast var kos-
ið í gömlu kjördæmunum.
Úrslit í bæjarstjómarkosning-
unum 1966 er þama einnig að
finna, og sömuleiðis skýrt út
fyrir lesendum, hvemig úrslit
eru reiknuð í kjördæmum, og
reglur um úthlutun uppbótar-
sæta, og tafla yfir það, hvernig
úthlutun uppbótarþingsæta við
alþingiskosningamar 9. júní
1963 fór fram. (Framh. bls. 7),