Dagur - 27.05.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 27.05.1967, Blaðsíða 1
HOTEL . H»rl>»r«l»- ' pantanir. FarSa-skxiistoian Túngötu 1. AkurcyrL Síml 11475 :/0\ KMí L. árgangur — Akureyri, laugardaginn 27. maí 1967 — 42. tölubl. FerðaskrifstofanIS^» SkÍpuHggJum ódýrustu foröirnar til onnarra landa. Skátahátíð á Akureyri í dag f -DAG, laugardag, eruí liðin 50 ár frá- því að skátastarf hófst hér á Akureyri. Verður þess minnzt á ýmsan hátt á afmælis- daginn. Meðal annars verður reistur stór turn á Ráðhústorgi og verður þar heiðursvörður allan afmælisdaginn og munu koma þangað í heimsókn í'ull- trúar frá ýmsum félagasamtök- um hér í bæ, sem skátarnir hafa átt samstarf við undanfarin ár. .Á Ráðhústorgi verður einnig sölutjald, þar sem seld verða sér stök umslög, sem gefin eru út í sambandi við afmælið. Þar sem aðeins verða seld þennan dag 1000 umslög, öll númeruð. Á Ráðhústorgi verða einnig á boðstólnum ýmsir minjagripir, sém útbúnir hafa verið í sam- bandi við afmælið. En upplag af hyerri gerð er mjög takmarkað. Á laugardagskvöldið munu skátamir ganga fylktu liði frá Gunnarshólma, sem segja má að hafi verið „vagga" skátastarfs- ins hér á Akureyri fyrstu árin, og inn í „Skátahvamm", þar sem nú er verið að reisa fram- tíðarmiðstöð fyrir skátastarfið á Akureyri. Þar verður síðan skátavarðeldur um kvöldið. Ymsir góðir gestir verða við þessi hátíðahöld. Má þar fyrst nefna Viggo Ofjord og frú, sem boðið er frá Danmörku í þessu tilefni. En þau voru frumkvöðl- arnir að stofnun skátafélags hér á Akureyri fyrir 50 árum. Frá Bandalagi ísl. skáta mætir frú Hrefna Tynes, aðstoðarskáta- höfðingi. En aðalhátíðahöldin í sam- bandi við afmælið eru fyrir- huguð sunnudaginn 4. júní n.k. og verður tilhögun þeirra nán- ar getið síðar. Q Síldarstofninn þolir vart meiri sókn en ver- ið hefur síðustn ár NÝLEGA hefur Jakob Jakobs- son fiskifræðingur m. a. sagt: Meginhlutinn af síldinni við Norður- og Austurland er norsk síld, eins og við köllum hana af því hún hrygnir við Noreg í marz—apríl. Hún kem- ur hingað í átuleit á sumrin. Stofninn náði hámarki á síðasta ári og verður örlitlu minni nú en þá. Það var einkennandi fyr- ir síldina í fyrra, hvað hún hafði vaxið mikið. Hún var yfir leitt stærri og þyngri, miðað við aldur, en áður hefur þekkzt, allt að 80 gr. að þyngd. Hún var feitari og því viðkvæmari en áður. Undanfarin ár hefur sjór ver ið óvenjulega kaldur fyrir Norð austurlandi og hindraði kuld- inn síldargöngurnar að austan inn á Norðurlandssvæðið. ís- lenzki síldarstofninn er ekki nema svipur hjá sjón við það sem var, mikið vegna ofveiða og sést það bezt á því að hlutur íslenzku síldarinnar í síldveið- unum norðanlands og austan var í fyrra aðeins 3% en 47% árið 1962. Nú er spurrringin hvort ekki sé farið að ganga á norska stofninn líka. Við teljum, að norski síldar- stofninn sé um 7 milljón tonn og ef ekki er tekið nema 1.5 millj. tonn af honum, eíns og látið hefur nærri sl. ár eða 25— 30% þá þykir það ekki hættu- legt. Ég myndi samt telja heppi legt, að sóknin aukist ekki. Okk ar hlutur í veiðunum er 700 þúsund tonn. Russar eru með mikinn flota, sem eltir norska stofninn, en þeir hafa ekki veitt eins mikið og íslendingarnir, enda mest veitt í reknet og auk (Framhald á blaðsíðu 5). SKATTAR EYSTEINS OG MAGNÚSAR 1958 OG 1967 SÍÐUSTU fjárlögin, sem afgreidd voru í fjármálaráðherratíð Eysteins Jónssonar voru fjárlög ársins 1958. Hér eru tekju- stofnar þeirra fjárhtga bornir saman við tekjustofna fjár- laganna iyrir áríð I9(i7. Fjárlögl958 Fjáriögl967 Tekju- og eignaskattur 118 millj. kr. 603 millj. kr. Aftfhttningsgjöld 300 nitllj. kr. 1829 millj. kr. Gjald af innlendum tollvörum 11 millj. kr. 60 millj. kr. Aukatekjur 13millj. kr. 60 millj. kr. Stunpilgjald 20 millj. kr. 95 millj. kr. Söluskatíur 115millj. kr. 1222 millj. kr. Leyfisgjöld 7 millj. kr. 173 millj. kr. Skattar og tollar alls 623 millj. kr. 4114 millj. kr. Tekjur af rekstri ríkisstofnana 173 millj. kr. 558 millj. kr. Hluti sveitarfélaga al' aðflutningsgjöldum og söluskatti 1967 er ekki meðtalinn. Benzin- og bifreiðaskattur er með- talinn 1958, en rennur mú í Vegasjóð og hefur verið stór- hækkaður. ? Verða Jöklarnir" seldir af landi brotl? TVEIR af „Jöklunum" eru nú komnir á söluskrá og eru það Drangajökull og Langjökull. Þetta eru góð og nýleg skip. Búizt er við, að skip þessi verði seld til Suður-Kóreu. Á sama tíma hefur Eimskip mörg leiguskip, t. d. til fisk- ÍSLENDINGUR ÞARF AÐ LÆRA BETUR SÍÐASTI islendingur ltefur orðið héldiir illa úti, et hann ætlaði að svara frásögn Dags uf kosningapésa ihaldsins með ntyndinni af skömmtunarseðli Ólafs Thors og félaga frá 1950. Fer blaðio að ræða um stjórn- málin á árunum kringum 1950 ¦ eins og-sá sem valdið hefur og vitið, en kemur með því hrapalega upp um fáfræði sína í þeim efnum. íslendingur segir, að Fram- sóknarflokkurinn hafi farið með „yfirstjórn haftamálanna síðustu tvö áiin á fimmta ára- tugnum". Staðreyndirnar segja allt aðra sögu. Þessi ár sat við völdin ríkisstjórn Stef- áns Jóhanns Stef ánssonar. Tveir Framsóknarmenn sátu í þeirri stjórn. Bjarni Ásgeirs- son landbúnaðarráðherra og Eysteinn Jónsson menntamála ráðherra. Þá var hins vegar Kmil nokkur Jónsson við- skiptamálaráðherra og Jóhann Þ. Jósefsson (Sjálfstæðisþing- maður úr Vestmannaeyjum) var fjármálaráðherra. Báru þeir og þó fyrst og fremst Emil hita og þunga dagsins i framkvæmd víðtækustu hafta sem verið hafa við lýði hér- lendis á síðari áratugum að minnsta kosti. Þá eru furðttlegar blekking ar islendings varðandi i'all niinitilihilustjórnar Olafs Thors 1950. Aðalatriðið í efna hagsmálairtini varpi þeirrar stjórnar var gengisbreyttng. Framsóknarmenn börðust fyr ir svonefndum hliðarráðstöf- tiiittni, til að forða þvi að geng islækkunin kæmi eins hart nið ur og annars hefði orðið. Felldu þeir minnihlutastjórn Ólafs vegna þess máls, og síð- an voru hliðarráðstafanirnar samþykktar til viðbótar undir stjórnarforystu Steingrims Steinþórssonar. Minnihluta- sijórnin ætlaði sér aldrei að afnema höft og skömmtitn eins og ísleitdingur virðist álita. Það eru nú einlægar ráð- leggingar til ritstjóra. islend- ings að hann lesi sér bettir til i stjórnmálasögu þjóðarinnar áður en hann reynir að opin- bera þekkingu sina næst. Er rattnar hætt við, að honum muni bregða í brún yið lestur inn, því að hann myndi óhjá- kvæmilega komast að þeirri niðurstöðu, að Sjálfstæðis- f lokkurinn hefur stjórnað mestu höftunum hér á liðnum árunt. ? flutninga. Lítur þetta einkenni- lega út, og virðist þörf á að sam ræma betur en gert hefur verið flutningagetu skipa þeirra, sem eru í eigu landsmanna. Á aðalfundi Eimskipafélags- ins var upplýst, að félagið hefði leigt um 40 skip á sl. ári til ýmiskonar flutninga og var verulegur hluti þeirra útlendur. Mörg þeirra eru mun óheppi- legri til strandferðaflutninga en skip Jökla h.f. Q ¦¦¦ ......¦¦-¦'¦¦ ¦- .¦¦!.¦ I—I— ¦ II I. ¦ .'¦¦'•..— .11—. I P VERKFALL Á FAR- SKIPUM HAFIÐ A MHDNÆTTI í fyrrakvöld hófst verkfall stýrimanna, vél- stjóra og loftskeytamanna á kaupskipunum. Síðasti sátta- fundur var haldinn sl. þriðjudag og annar sáttafundur mun hafa verið boðaður á morgun. En sáttasemjari ríkisins hefur unn- ið að lausn deilunnar. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.