Dagur - 30.05.1967, Page 2

Dagur - 30.05.1967, Page 2
Öflugt félagslíf er nú í inpuitaskólauum EINN þeirra ungu maiuta, sem fá kosningaréíi á þessu ári, er Jóa A. Baldvinsson frá Kangá í Köldukiun. Hauu er fæddur 17. júní 1946 og hefði því haft kosningarétt í vor, e£ kosið hefði verið á lögboðnutn tíma, en kosningum ekki flýtt til óhag- ræðis fyrir fólkið úti um land. Við hittum Jón nú í vikunni, er hann var í prófurn upp úr 5. bekk í MA og hann ætlar meðal annars að segja tíðindi úr félags lífinu í menntaskólammi, en hann var í vetur formaður mál- fundafélagsins þar. —- Hvað viltu segja okkur at síaríæmi méHíundaíélaésins Hug ins í vetur? — Til gamans má geta þess, að þar hefur farið með völd stjórn skipuð Þingeyingum að meirihluta, eða 3 á móti 2. Að- alstarfið hefur byggzt á málfund- um eins og undanfarin ár, en undirdeildir hafa líka starfað af krafti. Ég held að málfundirnir hafi verið einir 10. Allvel er nú búið að félagsstarfseminni hjá okkur, því að málfundafélagið fær árgjald kr. 200,00 af hverj- unl nemanda, sem verður alls um 100.000,00 kr. Vegna bætts fjárhags fengum við nú óvenju marga utanaðkomandi menn á fundi eða til fyrirlestrahalds. — Um hvað fjölluðuð þið svo helzt á tundunumt ,> — Við héldum fyrsta opjnbera málfundinn á vegum Hugins í Sjálfstæðishúsinu í febrúar, og höfðu þar tveir nemendur fram- sögu um æskulýðsmál. Við buð- um ýmsum æskulýðsleiðtogum til þessa fundar og íengum fullt hús, enda heppnaðist fundurinn mjög vel. Aðrir fúndir hafa yfir- leitt verið haldnir í hinni vistlegu setustofu í norðurenda Heima- vistarinnar. Rætt var um nútíma ljóðlist, rauða varðliða, skóla- mál og kvenréttindi, svo að nokkuð sé nefnt. Séra Benjamín Kristjánsson kom á fund um trú- mál, var það allharður fundur og skemmtilegur. Þá fengum við fulltrúa frá fjórum dagblöðum x Raykjavík til að hafa framsögu um sjálfvalið efni. Tómas Karls- son frá Tímanum ræddi um ís- lenzk utanríkismál, Magnús Kjart ansson frá Þjóðviljanum um það að vera Islendingur, Styrmir Gunnarsson frá Morgimblaðinu um nýja tíma í Evxópu, og Jón Á. Héðinsson frá Alþýðublaðinu um öflun og sölu sjávarafurða. Þessir fundir þóttu yfirleitt heppnast vel. Einnig kom Ævar Kvaran og hafði framsögu um mælt mál, og vilcji hann að kennt yrði í skólunum að.Iesa og skrifa „standard" íslenzku. Sá fundur var á skólatíma, þar eð Ævar iinsson, fiangá, Kiian gat ekki komið annars. — Svo voru haldnar þrjár vel heppnað- ar kvöldvökur. — Eru undirdeildir H ugins margar starfandi nú? — Þrjár auk bókasafnsnefnd- ar. Bókmenntadeild fékk Árna Bergmann til að halda fyrirlest- Jón A. Baldvinsson. ur um rússneskar bókmenntir, Jóhann Hjálmarsson til að tala um ljóðaþýðingar Magnúsar Ás- geirssonar og Þorgeir Þorgeirs- son flutti erindi um ísienzka menningu í spennitreyju. Enn- fremur kom Olafur Jónsson og talaði um íslenzkar nútímabók- menntir. Formaður bókmennta- deildar var Einar Karl Haralds- son.—- Tónlistardeild fékk Philip Jenkins til að halda tónleika í skólanum, og einnig voru plötu- kynningar og fleira á vegum þeirrar deildar, en henni veitti Atli Rafn Kristinsson forstöðu. — Þá er áð nefna raunvísinda- deild, sem Helgi Bergs yngri stýrði. Sú d.eiid fékk Egil Egils- so'n til að tala um landarek og Wegners-kenninguna, Jóhannes Sigvaldason um jarðvegsfræði og eðlis- og efnafræði, Gylfa Ás- mundsson um sálarfræði og Sveinbjorn Björnsson um sól- bletti og sólgos, og annan fyrir- lestur flutti Sveinbjörn, um jarð- hita. Þá gaf raunvísindadeild út blað í fyrsta sinn, og heitir það Fróði. -— Var ekki blaðaútgáía að öðru leyti fjörug í vetur? — Skólabiaðið Muninn kom út fjórum sinnum eins og venju- léga, en það er tiltölulega hefð- bundið blað, og njótum við góðr- ar fyrirgreiðslu í POB að því er varðar prentun þess. Þá kom rót- tækara blaðið, Gambri, sem nú er orðinn fastur liður í skólalíf- inu einnig út nokkrum sinnum. Ennfremur kom út nýtt blað, Grýta, sem nokkrir sjöttubekk- ingar o. fl. stóðu að, og fjallaði það meira um ýmis dægurmál. Ritstjóri Munins var Jósep. Blön- dal. — Bókasafnið er nú komið í ný húsakynni? — Já, í nóvember s.l. var bóka- safnið opnað á 2. hæð í norður- álmu Heimavistarinnar. Formað- ur bókasafnsnefndar Hugins var Jakob Hermannsson. — Nokkpy kennsla fór svo fram í rúmgóð- um húsakynnum bókasafnsins í vetur. — Hvað um aðra félagsstarf- semi í skólanum? — Það yrði of langt upp að telja. íþróttafélagið starfaði að venju. Leikfélagið sýndi Bieder- mann og brennuvargana bæði á Akureyri, Húsavík og i Reykja- vík. Nemendaskipti voru við hina þrjá menntaskólana. Ég kom þá m. a. í Hamrahlíðarskólann nýja í Reykjavík og leizt einkar vel á hann. Guðmundur Arnlaugsson rektor þar benti okkur á að mun nauðsynlegra myndi að hafa kennaraskipti en nemendaskipti milli skólanna. — Sú hugmynd lannst okkur athyglisverð. — Þú hefur væntanlega unnið við ýmislegt á sumrin, Jón? — Yfirleitt hef ég unnið við vegagerð í Þingeyjarsýslu, en í sumar verð ég við akstur milli Akureyrar og Mývatnssveitar. — Hvernir lízt þér svo á horf- ur í stjórnmálunum? — Ég vona, að Framsóknar- mönnum verði vel ágengt, og ég held að engin fjarstæða sé að koma Jónasi Jónssyni á þing nú, ef vel er að unnið í kosningun- um, segir Jón Baldvinsson að lokum. Við þökkum honum fyrir við- talið og óskum honum og öðrum fimmtubekkingum góðrar ferðar til írlands, en þangað héldu þeir í bekkjaríerð að prófum loknum nú á sunnudagsmorgunirm. Stutt viðtal við Svein Stefánsson, bónda á Vatnsenda í Ólafsfirði í ÓLAFSFIRÐI hittum "við að máli Svein Stefánsson, bónda á Vatnsenda, sem er fjónan kíló- metrum innah við kaupstaðinn. Sveinu er 27 ára gamall, og í fyrra kvæntist hann og tók við búi föður síns. — Hvað eru bæirnir í Ólafs- firði margir? — Nú eru eitthvað 15 bæir í byggð í sveitinni. Búin eru yfir leitt heldur í minna lagi, enda ræktunarskilyrði erfið, melar og móar skiptast nokkuð á. Stærsta túnið, á Kvíabekk, er rúmlega 17 ha. Við á Vatnsenda höfum þó getað nýtt engjar og blautt land, sam er töðugæft. Flestír búa bæði með kindur og kýr, og yfirleitt framleiðum við nóga mjólk fy.rir kaupstaðinn. — Hvernig unir imga fólkið í sveitimni? — Það unir betur. nú en var um tíma, enda eru allmargir bændanna tiltölulega ungir. Þó fór ein jörð rétt út við kaup- staðinn í evði í fyrra, og er hún í eigu manna í kaupstaðnum, sem nýta veiðiréttinn. Félagslíf er að vísu ekki mikið, en þó er starfandi ungmennafélag í Kvíabekkjarsókn, og búnaðar- félagið er innan vébanda Bún- aðarsambands Eyjafjarðar. — Er talsverð veiði í Ólafs- fjarðarvatni? — Þar er þó nokkuL' sjóbirt- ingur. Vatnið er litlu hærra en yfirborð sjávar og ósalt. Nýlega var endurvakið fiskiræktarfélag hjá okkur, og vonum við, að við getum aukið gengdina í vatnið og Fjarðará, sem rennur í vatnið. Allir bæirnir hafa veiði möguleika í vatninu eða ánni, nema þrír þeir fremstu, því að þar eru flúðir í ánni. Kaupstað- urinn á líka hagsmuna að gæta í þessu efni, enda á hann land að vatninu. Jarðirnar eru ailar Sveirxn Stefánsson. nema tvær í eigu ábúenda, svo að hér er auðvitað um beina hagsmuni að ræða. — Hvernig finnst þár að byrja búskap nú? — Það er mjög erfitt vegna lánsfjárskortsins. Þau lán, sem mér hefur tekizt að fá, eru með afar óhagstæðum kjörum. Ég tel bændur nú vera afskipta að þessu leyti. Ég þyrfti til dæmis að byggja íbúðarhús á jörðinni, (Framhald á blaðsíðu 7) - KVISTIR - MÍKIL kosningaloforð er nú að finna í íhaldsblaðinu á Ak- ureyri. Meðal annars er talað ura Norðurlandsáætlunina, og á allt það umtal að friða þá, sertl óánægðir eru með þá stefnu Sjálfstæðisflokksins að veita fjármagni og vinnuafli þjóðar- innar í enn auknum mæli suð- ur á bóginn, og þá til stóriðju á vegum erlendra auðhringa. Betur myndi Norðlendingutn geðjast að því, að eitthvað færi að sjást af framkvæmd áætlun- arinnar, en liðin eru tvö ár síð'- an farið var að hampa loforð- um um að hún væri á næsta leiti. Sjálf áætlunin hefur þó alls ekki litið dagsins ljós enn- þá, en atvinnuástand er hins vegar slæmt víðs vegar um Norðurland. Eftir að íslendingur varð upp vís að beinum ósannindum varð andi lánamál ísl. stúdenta í næstsíðasta blaði, reynir hann nú síðast enn að klóra í bakk- ann í staðinn fyrir að viður- kenna blekkingar sínar og van- þekkingu um þessi efni. Nú er sagt, að Björn Teitsson hafi átt sæti í „úthlutunarnefnd lána- sjóðsins“. Þetta er rétt að því leyti, að hann hefur átt sæti í úthlutunarnefndinni við Há- skóla íslands, sem er allt ann- ar og valdaminni aðili en stjórn Lánasjóðs ísl. námsmanna, en hins vegar fer blaðið rangt með hversu lengi hann hefur átt sæti þar, og koma þær rang- færslur raunar ekki á óvart. Þá fjölyrðir blaðið um hækk- un námslána og styrkja. Það rétta er, að lögin um skólakostn að, sem samþykkt voru í vor, að, er samþykkt voru í vor, hafá ekki áhrif til þess að hækka upp hæðir lánanna, á meðan vísi- tala hækkar og stúdentafjöldi eykst meira en sem nemur hækkuðum fjárveitingum. A. m. k. verður ekki séð að lánveit ingar til einstakra stúdenta við Háskóla íslands eigi að hækka í bili, þó að þessi lög séu kom- in til. Væri nú ekki ráð, að ís- lendingur hætti að gaspra um hluti án þess að hafa áður aflað sér hlutlausra upplýsinga? í VIÐTÖLUM við ungt fólk í síðasta blaði íslendings er þetta fólk látið halda því fram til skiptis, að Framsóknarflokkur- inn hafi enga ste'fnu og að stefna hans sé haftastefna. Ekki þarf mikla athyglisgáfu til að sjá þverstæðuna, sem í þessu felst. Sannleikurinn er sá, að hvorugt er rétt. Framsóknar- flokkurinn er frjálslyndur um- (Framhald á blaðsíðu 7)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.