Dagur - 06.06.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 06.06.1967, Blaðsíða 2
2 VÍÐ hittum nýlega að máli á / Dalvík Jóhann Asttonsson, skrif stofumann. Jóhann hefur í fyrsta skipti kosningarétt við Alþingiskosningar nú í vor. Hann ætlar að svara hér nokkr- um spurniíigum. i — Þú ert Dalvíkingur að upp runa, Jóhann? — Já. 'Ég tók stúdentspróf frá M. A. 1986 eða fyrir ári síðaníjg kom svo hingað til áð vinna á hreppsskrifstofunni í fyrra- haust, og hef verið starfandi þar síðan. — Viltu ekki segja okkur eitthvað af félagslífi Dalvík- inga? — Erfiðar aðstæður hafa háð félagslífinu hjá okkur lengi, en það breytist nokkuð þegar nýja íþróttahúsið verður tekið í notkun. Ætlunin er að vígja það 17. júní nú. Þetta hús hefur ver ið nokkur ár í byggingu. Ung- mennafélag Svarfdæla, sem starfar hér á Dalvík, hefur hald ið uppi talsverðri starfsemi seinni árin, og m. a. staðið fyrir íþróttaæfingum. Æfð hefur ver- ið knattspyrna, frjáfsar íþróttir og sund, þó að laugin sé raunar í 5 km. fjarlægð, frammi í Laugahlíð. íþróttavöll vantar okkur tiLfinnanlega. — Svo hefur verið talsverð leikstarfsemi? — Ungmennafélagið og Leik félag Dalvíkur hafa starfað sam an í vetur og sýnt tvo leiki. Ráðskona Bakkabræðra var sýnd um og eftir jól, alis sjö sýningar. -Svo sýndum við Skugga-Svein, og voru sýning- arnar alls 13, en áhorfendur um 2000. Leikstjóri okkar er nú Steingrímur Þorsteinsson. Þetta er í þriðja skiptið sem Skugga- Sveinn hefur verið sýndur hér. Formaður ungmennafélagsins er Heimir Kristinsson, en for- maður leikfélagsins Rúnar Þor- leifsson. — Þið hafið ekki stórt sam- komuhús? — Nei, í því rúmast ekki nema 160 manns í sæti, og það er auðvitað alltof lítið. Það ar búið að tala um það á hverj u ári Jóhann Antonsson. í aldarfjórðung að byggja félags heimili, en ekkert hefur enn orðið úr framkvæmdum. Ef til vill myndi félagsheimilið frem- ur rísa, ef farið yrði að sameina hreppa, eins og nú er talað um, og Dalvíkurhreppur og Svarf- aðardalshreppur yrðu sameinað ir. Svarfdælinga vantar einmitt líka félagsheimili. Nefna má, að Þjóðleikhúsið hefur oft komið hér við í leikförum, en fsr víst um garð nú í sumar, því að þeir vilja_auðvitað sýna í beztu hús- unum. Svo vantar hér líka hótel. — Hér fjölgar frekar fólkinu núna? — Já, það er óhætt að segja, hér búa nú 1000 manns, þ. e. álíka margir eða ekki færri en í kaupstaðnum í Ólafsfirði. í hreppsnefndinni sitja sjö menn og Framsóknarmenn hafa þrjá en Alþýðubandalagið tvo, hinir flokkarnir sinn manninn hvor. Reyndar voru flestir listarnir í fyrra kallaðir óháðir. — Hvemig lízt þér svo á kosn ingarnar núna? — Hlutfallið milli flokkanna er svo sem ekki mjög breytilegt. Þó virðist mér nú dauft yfir ^*^*^*^*^*^*^*^*£«£«& stjórnarliðum, og Sjálfstæðis- menn segjast munu tapa, en kannski er það til að vekja at- hygli á Magnúsi Jónssyni. Hér á Dalvík töpuðu raunar Sjálf- stæðismenn í fyrra, og helzt er að sjá að þeir muni halda því áfram. Dagur þakkar Jóhanni Antonssyni fyrir viðtalið. Bj. T. Framsóknarflokkurirm er sferkasfi íhaldsand- sfæðingurinn. Og hann er eini flokkurinn, sem nú er vaxandi. Kári Ámason, lengst til hægri, skorar hér eina mark Akureyringa í leik ÍBA og Fram síðastliðinn sunnudag. Örin bendir á knött- inn, en markvörður Fram gerir árangurslausa tilraun til að verja. (Ljósmynd: H. T.). Kiiattspyrnumót Islands, I. deild: Akiireyriiigar tö fvrir Frain 1:2 Léleg knattspyrna og danfir áhorfendur KL. 5 SL. SUNNUDAG hófst fyrsti knattspyrmuleikur sum- arsins á Akureyri. Veður var mjög gott til knattspymu- keppni og áhorfendur fjölmarg ir. Dómari var Baldur Þórðar- son og dæmdi vel, línuverðir Karl Jóhannsson og -Bjöm Kristjánsson, allir úr Keykja- vík. Akureyrarliðið var eins skipað og í leiktiutn við Kefia- vík um sl. helgi. Ekki er hægt að segja að heppni hafi verið með Akureyr ingum í þessum leik, því þeir léku báða hálfleikina á móti vindi. í fyrri hálfleik var sunn- angola, en í þeim síðari norðan gola. — Þá áttu þeir gullið tæki færi til að jafna leikinn á 26. mín. síðari hálfleiks, er Kári skaut í þverslá fyrir opnu marki. FYKRI HÁLFLEIKUK Það kom strax í Ijós í byrjun leiks, að Fram var sterkari að- ilinn. Þeir voru hreyfanlegri og náðu betur saman, og eru þeh' auðsjáanlega í betri æfingu en ÍBA-liðið, sem kemur reyndar engum á óvart. í fyrri hálfleik áttu Akureyr- ingar ekki umtalsverð tækifæri, ein 4 skot á mark og öll langt utan yið.' — Aftur á móti léku Frammarar all-vel og á 24. mín. skoruðu þeir tnark og var Helgi Númason þar að verki. Þarna var vörn ÍBA illa á verði. Á 32. mín. var dæmd aukaspyrna á ÍBA, rétt utan vítateigs. Spyrn an - var vel framkvæmd, en Samúel kpm út úr markinu, og Fram-leikmaður skallaði yfir hann og í mark. Þetta var ódýrt mark fyrir Fram. StÐARI HÁLFLEIKUR í síðari hálfleik komu Akur- eyringar ákveðnari til leiks, og náðu nokkrum tökum á leikn- um. Á 10. mínútu bjarga Fram- arar á Iínu, en á 16. mínútu skorar Kári fallegasta mark leiksins með þrumuskoti rétt innan vítateigs. Færðist nú mik ið líf í ÍBA-Iiðið, og eins áhorf- endur, sem hvöttu liðið lítið fyrri hálfleik. Á 22. mínútu er enn hætta við mark Fram og á 26. mínútu áttu svo Akureyr- ingar sitt bezta tækifæri í leikn um, er Kári spymti í þverslá fyrir opnu marki. Þar fór gott tækifæri illa og sennilega ann- að stigið. Daufir áhorfendur. Framarar áttu líka tækifæri í síðari hálfieik, en flest hættu- lítil, utan eitt, er tekin var auka spyrna rétt utan vítateigs og Samúel hljóp úr markinu eins og í fyrri hálfleik. Ekki var knattspyrnan í þess um fyrsta leik sumarsins upp á marga fiska, enda vart við því að búast í byrjun keppnistíma- bilsins. Fram-liðið náði betur saman heldur en ÍBA-liðið, enda miklu betur búið undir keppni en okkar lið. Framarar eru bún ir að leika marga æfingaleiki í vor, og auk þess nokkra leiki í Reykjavíkurmóti. Um ÍBA-liðið er lítið að segja. Beztir fundust mér Pétur og' Ævar í vörn, en Kári og Skúli í framlínunni. Eitt var áberandi, að liðið náði aldrei neinum verulegum tökum á miðjunni, eins og það hefur gert undanfarin ár. Jón Stefánsson varð að yfirgefa völlinn snemma í fyrri hálfleik, en inn kom Gunnar Austfjörð, og stóð hann sig vel. Væri ekki skynsamlegt að reyna fleiri yngri leikmenn? Vallargestir voru óvenju dauf ir í þessum fyrsta leik sumars- ins, en meiri ástæða er til að hvetja strákana vel þegar illa gengur, en þegar vel gengur. Vonandi hvetja áhorfendur ÍBA liðið betur í næsta leik hér á íþróttavellinum, en samkvæmt mótaskrá verður hann 25. júní við Akurnesinga. MISTÖK Það er undarlegt að Akureyr ingar skuli ár eftir ár þurfa að leika fyrstu leikina í íslands- mótinu, meðan lið eins og KR leika ekki. Nú hafa Akureyr- ingar lokið 2 leikjum sínum ea KR engum og Valur og Frans einum. Það er engin afsökun fyrir þá syðra, að fresta leikj- um Islandsmótsins vegna Reykjavíkurmóts. Þetta mál þarf að taka til athugunar. Það munar um hverja vikuna, sem líður á vorin, til æfinga, ekki sízt fyrir ÍBA-Iiðið, sem allir vita að hefur verri aðstöðu til æfinga en liðin syðra. Nú á að ljúka mestum hluta íslandsmóts ins í júní og júlí, en í ágúst er ekkert leikið. Sv. O.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.