Dagur - 06.06.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 06.06.1967, Blaðsíða 1
HOTEL H"b"*' pantamr. F«rða- skriistoian Túngötu 1. Akurtyrl. Sími H475 Dagub L. árgangur — Akureyri, þriðjudaginh G. júní 1967 — 46. tölublað r * I "f 1 t Túngötu 1. Feroasknfsfofan «- ««« Skipuloggium ódýrustu fer'ðirnar til annarra landa. Glerá skipti hátíðasvæðinu í tvennt, en skátar settu göngubrú á ána og umferð var þar mikil. (Ljósmynd: E. D.). <S*$><$k^3>3*S><$>3>3x$><S^^ IÐAR HAFNAR AUSTANIAND OG BRÆÐSLURNAR BÚA SIG UNDIR AÐ TAKA Á MÓTI AFLANUM SUMARSÍLDVEroARNAR eru nú hafnar, og fyrsta síld- in hefur borizt á land. Harpa RE kom með fyrstu síldina, og landaði henni á Seyðis- firði, 265 tonnum. Hún veidd ist sl. föstudag. Alls hafa átta bátar komið með síld að landi, samtals um 1690 tonn, til Seyðisfjarðar, Eskifjarðar og Norðfjarðar. Afköst síldar verksmiðjanna á Austfjörð- um eru um 6000 tonn á sól- arhring, en þróarrými er fyr- ir um 50.000 tonn. Flestar verksmiðjurnar eru nú til- búnar til þess að taka á móti síld, en sums staðar er hætta á að olíuskortur kunni að gera vart við sig, ef ekki ræt- ist úr verkfalli yfirmanna á farskipunum mjög fljótlega. Dagur hafði samband við síldarradíóið á Neskaupstað síðdegis í dag, mánudag, og fékk þær upplýsingar, að um 20 skip væru komin á veiðar. Skipin veiða aðallega um 360 mílur undan landi, austur og suður af Jan Mayen. Veður hefur verið gott, en síldin er nokkuð stygg. Þykir sjómönn unum langt og erfitt að þurfa að sækja þetta langt frá landi, enda eru bátarnir rúma 30 tíma á leið í land af miðunum. í dag var vitað um fimm báta, sem voru á leið í land með síldina, og voru (Framhald á blaðsíðu 7) ^SX$^$S$X^$^>^>^>^^><$><$^H$K$^^ Vegleg hátíð skáta í Glerárgili MORG ÞÚSUND MANNS úr bæ og nágrenni söfnuðust saman á hátíðarsvæði Akureyrarskátanna við Glerá á sunnudaginn. En þar var minnst hálfrar aldar afmælis skátastarfs á Akureyri. Og svo virtist, sem flestir bílar bæjarbúa væru í nágrenni þessa staðar. Veður var hlýtt og kyrrt og fólk undi sér vel meðal skáta, sem gerðu daginn ógleymanlegan. Sennilega hefur fáum bæjar- búum dottið það í hug áður, að Glerárgil væri eins ákjósanlegt hátíðarsvæði og raun ber vitni. En skátarnir opnuðu augu al- mennings að þessu leyti. Og nú geta menn hugleitt hvernig bezt má auka yndi staðarins með trjárækt, vegalagningu o. fl. Glerá skipti hátíðarsvæðinu í tvennt, en skátar settu á hana myndarlega göngubrú og var umferð um hana mjög mikil. Allt var hátíðarsvæðið fánum og flöggum prýtt, mörg hlið sett upp svo og tjaldbúðir. Sjálfir voru skátar hvarvetna að störf- um, stjórnuðu umferðinni, sem öll gekk greiðlega og höfðu auk þess ótalmargt að sýna sam- komugestunum, bæði ungum og gömlum. Hér skal nú drepið á það helzta sem fram fór á hátíð skát anna: Flokkakeppni í skáta- íþróttum, sýning á skátastörfum fyrri tíma og nú, sýndar voru bækur um málefni skáta frá ýmsum löndum, ennfremur munir fi-á skátastarfinu í bæn- um, útbýtt var bæklingi um al- menn skátastörf, minjagripasala fór fram, einnig veitingasala, sumt bakað í opnum hlóðum og allt selt við vægu verði. Mikill auglýsingaturn hafði verið reist ur og dýrasýningu komið upp. Krakkar fengu að koma á hest- bak og sitja í gamalli ókukerru. Settur var upp bamaleikvöllur með gæzlu, sandkössum og leik tækjum, ennfremur íþróttavöll- ur fyrir knattleiki. Enn má nefna skotbakka og cirkustjald, myndastofu og draugahús. Að kvöldi enduðu hátíðahöld in með flutningi bundins máls um stofnun skátafélaga í bæn- um og störf skáta og auk þess var sagan rakin í óbundnu máli. Á milli voru sungnir skátasöngv (Framhald á blaðsíðu 7) Hver vill gefa Sjálf- sfæðisflokknum um- boð til að endurprenta skömmtunarseðil sinn frá 1950? Styrjölti itiillð flraba og ísraelsmanna í FRÉTTUM frá Tel Aviv segir að egypzkir skriðdrekar og flu-g vélar hafi ráðizt inn í suður- iiluta ísraels. Útvarpið í ísrael segir, að í birtingu hafi skrið- drekasveitir frá Egyptalandi sótt fram til Negev, samtímis hafi sézt í ratsjá, að egypzkar flugvélar væru að nálgast strönd ísraels og Negev. Útvarp ið í Kairó hefur ekki staðfest að barizt sé í Negev-eyðimörkinni, hins vegar segir útvarpið, að í morgun hafi ísraelskar flugvél- ar ráðizt á Kairó og aðrar egypzkar borgir og hafi 70 ísraelskar flugvélar verið skotn ar niður yfir landinu. . Fréttaritari frönsku frétta- stof unnar AFP í Kairó segir, að sprengingar hafi heyrzt í borg- inni í morgun, skömmu síðar hafi verið gefið loftvarnar- merki. í morgun birti útvarpið í ísrael á arabísku tilkynningu um, að 150 egyzkar flugvélar 'hafi verið eyðilagðar í herstöð- inni hjá Al Aris á Sínaískaga. ísraelsmenn segja að bardagar hafi hafizt á Sínaí, þegar ísraels menn hafi séð egyzkar flugvél- ar í ratsjá og þær hefðu verið að nálgast ísraelst yfirráða- svæði. ísraelskar flugvélár hafi ráðizt gegn þeim. Barizt er á landamærum ísraels og Jórdaníu í Jerúsalem. Þar er teflt fram stórskotaliði og hávaðinn frá sprengjuvörp- um og vélbyssum heyrðist í borginni. Víða mun hafa kvikn- að í. Útvarpið í Kairó tilkynnti í morgun, að ísraelskar flugvélar hefðu ráðizt á flugstöðina í mynni Akabaflóa. Frá þessari stöð er hægt að ráða siglingum um Akabaflóa. Árið 1956 tóku ísraelsmenn Sharem el shake en þeir fóru þaðan með því skil yrði, að S. Þ. tryggðu frjálsar siglingar um flóann. Öryggisráð S. Þ. hefur verið kallað saman til sérstaks fundar kl. 13.30 að íslenzkum tíma í dag, vegna ófriðarins í löndunum við botn Miðjarðarhafs. Talið er víst, að skorað verði á báða aðila, að hætta vopnaviðskiptum. Snemma í morgun hófu U Thant og formaður Öryggisráðs ins viðræður við fulltrúa í ráð- inu. Gert er ráð fyrir, að Örygg isráðið geri strax ráðstafanir til þess að .stöðva bardagana miDi Egypta og ísraelsmanna. Sam- kvaemt sáttmála S. Þ. hefur ráð ið rétt til þess að gefa fyrirskip- un um að bardagar verði stöðv- aðir. Fulltrúar Egyptalands og ísraels hjá S. Þ. 'hafa báðir talað við U Thant. Fulltrúi ísraels sagði, að Egyptar hefðu ráðizt inn í ísrael, og ísraelskir her- menn reyndu að halda þeim í skefjum. Hann sagði að ekkert væri satt í fréttum Kairó-út- varpsins um að flugvélar frá ísrael hefðu gert loftárásir á Kairó. Levi Eskol forsætisráðherra ísrael flutti ávarp til þjóðarinn- ar í morgun, og sagði, að ísra- elskir hermenn hefðu fengið fyrirmæli um, að forðast að gera óbreyttum borgurum mein, þeir mundu aðeins ráðast gegn þeim, sem ráðust á þá. Land- varnarráðherra landsins flutti (Framhald á blaðsíðu 6). Vill þjóðin halda áfram að greiða milljónatöp ævinfýramanna og braskara?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.