Dagur - 06.06.1967, Blaðsíða 7

Dagur - 06.06.1967, Blaðsíða 7
7 SÍLDARFRÉTTIR -Framhald af blaðsíðu 1). þeir með frá 200 upp í 250 toíin hver. RAUFARHÖFN. Síldarverksmiðja ríkisins á Rauf- arhöfn er tilbúin að taka á móti síld og er verið að ljúka við að ganga frá löndunarbryggjunni og koma fyrir löndunartækjum, en viðgerð hefur nú farið fram á bryggjunni. — Afköst verksmiðj- unnar eru um 840 tonn á sólar- hring, eftir breytingar, sem gerð- ar voru á henni i fyrra vetur, og þróarrými er um 9800 tonn. S ÞÓRSHÖFN. Verksmiðjan á Þórshöfn var til- búin til þess að taka á móti síld fyrir tæpum mánuði, en þangað hefur engin sild borizt ennþá. — Verksmiðjan afkastar 500 tonn- um á sólarhring. VOPNAFJÖRÐUR. Vopnafjarðarverksmiðjan er bú- in að biða tilbúin til síldarmót- töku í hálfan mánuð, en þangað hefur ekkert skip komið ennþá. Eitt skip, Brettingur, hefur til- kynnt komu sína til Vopnafjarð- ar og er hann væntanlegur þang- að á hádegi á morgun með 200 tonn. — Afköst síldarverksmiðj- unnar á Vopnafirði eru um 700 tonn á sólarhring og geymslu- rými er 7000 tonn. — Reikna má með, að olíubirgðir þrjóti fljótt, ef síldarflotinn fer að streyma austur fyrir alvöru, enda bætist ekkert í olíutankana á meðan á verkfalli yfirmanna á farskipun- um stendur. BORGARFJÖRÐUR EYSTRI. Olíuleysi stendur í vegi fyrir því að síldarverksmiðjan á Borgar- firði eystra geti tekið á móti síld í dag, enda þótt verksmiðjan sé að öðru leyti tilbúin. Yfirmanna- verkfallið á farskipunum hefur látið segja til sín á þessu sviði, eins og öðrum, en farið hefur verið fram á undanþágu, en svar er ekki komið enn. — Sólar- hringsafköstin hjá verksmiðjunni eru milli 160 og 190 tonn og þró- arrýmið er um 1050 tonn. SEYÐISFJÖRÐUR. Fyrstu sild sumarsins kom Harpa með til Seyðisfjarðár, 265 tonn, á laugardaginn. Þá hefur SR þar tekið á móti síld frá tveim öðr- um bátum, Ólafi Magnússyni, 186 tonnum, og Asgeiri, 320 tonnum. SR verður sett í gang eftir þrjá daga, en hin síldarverk- smiðjan á staðnum er ekki tilbú- in til mótttöku enn. — Samam lögð afköst verksmiðjanna (2) á Seyðisfirði var í fyrra um og yf- ir 980 tonn á sólarhring, en í vetur hafa átt sér stað ýmsar breytingar í SR, svo að gera má ráð fyrir að heildarafköst verði eitthvað meíri í sumar. Heildar- þróarrýmið er rúmlega 13000 tonn. NORÐFJÖRÐUR. Til Norðfjarðar komu þrjú skip — Ánægjulegir fundir (Framhald af blaðsíðu 8) Ungir Framsóknarmenn efndu til skemmtunar í Skúla- garði í Kelduhverfi laugardag- inn 27. maí. Þar fluttu ávörp Jónas Jónsson, Bjöm Teitsson og Sigurður Jóhannesson. — Jóhann Konráðsson söng við undirleik Áskels Jónssonar, og Póló og Bjarki léku og sungu fyrir dansi. Kynnir var Aðal- steinn Karlsson. Samkoma þessi var ekki ýkja fjölmenn, enda stóð þá sauðburður enn sem hæst um sveitir Norður-Þing- eyjarsýslu og vegir voru mjög slæmir. Q með síld um helgina. Bjartur með 210 tonn, Barði með 160 tonn og Vörður með 70 tonn. Síldin er ákaflega horuð, að sögn verk- smiðjustjórans á staðnum. Ekki var búið að fituprófa hana, en talið líklegt, að hún væri um 10%. Verksmiðjan er ekki enn byrjuð að bræða, og búizt við, að hún verði ekki sett í gang fyrr en upp úr miðri viku, þegar nokkurt meira magn af síld hef- ur borizt á land. — Sólarhrings- afköstin í Neskaupstað eru 700 til 900 tonn qg þróarrýmið er 5500 tonn. ESKIFJÖRÐUR. Tvö skip komu með síld til Eskifjarðar um helgina. Reykja- borgin kom með 250 tonn og Sel- ey með 230 tonn. Verksmiðjan var sett í gang í morgun, en síld- in er heldur léleg. Hefur hún verið fituprófuð og reyndist að- eins 7% .feit, en hún er aftur á móti nokkuð stór. — Afköst verksmiðjunnar eru um 700 tonn á sólarhring og þróarrýmið er 2800 tonn. Bátarnir á Eskifirði eru nú sem óðast að búa sig á síldveið- ar, og taka líklega næturnar í dag. REYÐARFJÖRÐUR. A Reyðarfirði er beðið í ofvæni eftir fyrstu sildinni, enda er hún þegar komin á næstu firði þar fyrir norðan. Verksmiðjan hefur verið tilbúin til síldarmóttöku síðustu þrjár vikurnar. — Þar eru sólarhringsafköstin 420 tonn og þróarrýmið 2800 tonn. FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR. Verksmiðjan á Fáskrúðsfirði er tilbúin til þess að taka á móti síld, en þar eru afköstin 250 tonn á sólarhring og þróarrýmið 2800 tonn. STÖÐVARFJÖRÐUR. Á Stöðvarfirði er allt tilbúið til síldarmóttöku, en engin síld hef- ur borizt enn. Verksmiðjan bræð- ir um 135 tonn á sólarhring að meðaltali, og þróarrými er um 1200 tonn. I sumar er í ráði að byggja þar nýjan lýsisgeymi, en aðrar framkvæmdir eru ekki fyr- irhugaðar í sambandi við síldar- yerksmiðjuna. i Enginn síldarbátur er gerður út frá Stöðvárfirði í sumár,'þár sem Heimir hefur verið seldur þaðan til Hnífsdals. Hins vegar er skip í smíðum, 440 tonn, í Noregi fyrir Varðarútgerðina, r átti Heimi en ekki er von á hinu nýja skipi fyrr en í september í haust. BREIÐDALSVÍK. Síldarverksmiðjan á Breiðdalsvík er enn ekki tilbúin að taka á móti síld, og er ástæðan sú, að stykki vantar í verksmiðjuna og LEIÐRÉTTING f GREIN um Ólafsfjörð í síðasta blaði var missögn varðandi það, hve lengi Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi farið með meiri- hlutavöld þar í bæ. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur haft meirihlut ann í 13 ár. — Því má svo bæta við, að ritstjóri fslendings tekur missögnina upp óbreytta í síð- asta blað sitt og leggur út af henni, eins og hans var von og vísa. Má benda honum á, að hitaveitan í Ólafsfirði er eldri en jafnvel bæjarstjóraaldur Ás- gríms Hartmannssonar. Q hafa þau verið í smíðum í Héðni í Reykjavík. Verkfall yfirmanna á farskipunum hefur komið í veg fyrir, að hægt væri að flytja stykkin austur, og bíða menn nú óþreyjufullir eftir að því létti, eða hægt verði að flytja stykkin með bílum yfir Möðrudalsöræf- in, en vegurinn hefur verið ófær til þessa. Ekki mun taka nema fáeina daga að koma verksmiðj- unni í gang, eftir að stykkin eru komin til Breiðdalsvíkur. — Af- köst síldarverksmiðjunnar eru 140 tonn á sólarhring. DJÚPIVOGUR. Á Djúpavogi eru menn tilbúnir til þess að taka á móti síld. Þar eru sólarhringsafköstin 150 tonn og þróarrými 1200 tonn. Q - SMÁTT 0G STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). þess vegna ekki komið við leið- réttingu nema með kæru. Geta má þess að bæjarstjór- inn, sem er Alþýðuflokksmað- ur, taldi eðlilegt, að kjörskráin yrði leiðrétt, eins og farið var fram á, en flokksbræður hans gerðu ekkert með hans álit, og er hann þó lögfræðingur. ORÐ FRAMBJÓÐANDANS MARKLAUS Af þessari frásögu geta allir séð hvílík markleysa orð Guð- mundar Hákonarsonar voru. Úlfaþytur hans hefur verið sprottinn af gremju yfir því að fá ekki að hafa rangt við til framdráttar lista sínum, því auðvitað á fólk þetta að neyta atkvæðisréttar síns í Reykja- vík, eins og aðrir, sem tekið hafa sér þar bólfestu, — og það getur kært sig þar inn á kjör- skrá. En livernig G. Hákonarson getur fengið út úr því óvin- semd til dreifbýlisins af hálfu Framsóknarmanna, að Alþýðu- flokksmanni, sem fluttur er til Reykjavíkur, er ekki leyft að kjósa hann til Alþingis heldur vísað til Gylfa — það er skemmtilega skopleg krossgáta. TIL SKÁTANNA Halldór Jónsson, Gili, Glerár- hverfi, sendi Akureyrarskátum þessa kveðju á sunnudaginn: Alls hins bezta óska vil, upp með fánans merki. Nú er fagurt Glerárgil. Guð er með í verki. Gangið hægt um gleðidyr gæfu öðrum veitið. Verið ávallt viðbúnir, verndið skátaheitið. I I I i & Vinum minum, nœr og fjœr, votta ég innilegt þakk- lœti fyrir auðsýnda. vinsemd á sjötugsafmœli minu hinn.31. mai siðastliðinn. BJÖRN HARALDSSON. | f | f I VERÐ EKKI A STOFU ÞESSA VIKU. Baldur Jónsson gegnir fyrir mig. Halldór Halldórs- son, læknir. NONNAHÚS verður opið laug- ardaga og sunnudaga fram að 17. júní, kl. 2—4. Síðan dag- lega á sama tíma. GJÖF til Fjórðungssjúkrahúss- ins frá Kristínu Ólafsdóttur og Jóni Pálssyni, til minning- ar um tengdason þeirra, Björn Sigurðsson, húsgagnasmið, Fjólugötu 20, Akureyri, kr, 10.000,00. — Með þökkum móttekið. — G. Karl. Péturs- son. ÞANN 14. maí voru gefin sam- an í hjónaband í Akureyrarkirkj u ungfrú Margrét Guðmundsdóttir, verzlunarmær á Akureyri, og hr. Kristinn Hólm Þorleifsson, hús- gagnasmiður á Akureyri. Norðurflug eykur hlutafé sitt STJÓRN Norðurflugs hi. ákvað á fundi sínum í gær, 4. júní 1967, að nota heimild í lögum félagsins um aukningu ■hlutafjár. Á stofnfundi félagsins 24. febrúar 1967, var stofnfé ákveð ið 7 milljónir króna. Á stofn- fundinum söfnuðust 5.3 milljón ir króna. Hlutafjárloforð hafa þegar fengizt fyrir því sem á vantaði, eða 1.7 milljón króna. Á f undinum f gær var ákveð- ið að auka hlutaféð um þrjár milljónir króna, eða samtals í 10 milljónir króna. Verður söfn un hlutafjár haldið áfram á öll- um sömu stöðum og áður á Norðurlandi, og í Reykjavík hjá Samvinnubankanum. Irinköllun hlutafjár er hafin. Nauðsynleg leyfi til kaupa á hinni fyrirhuguðu skrúfuþotu af gerðinni NORD 262 hafa enn ekki fengizt, en stjórnin gerir sér vonir um að þau mál leys- - Vegleg hátíð skáta (Framhald af blaðsíðu 1). ar og ýmsir fulltrúar eldri skáta komu fram og fluttu ávörp, m. a. Viggo Öfjord stofnandi skáta félagsins. Að lokum var komið fyrir sjálflýsandi stöfum „50 ára“ í klettabelti ofan við há- tíðarsvæðið og 50 flugeldum var skotið á loft. Kvöldsöngur skáta var sunginn og leikinn á horn. Á Akureyri eru um 400 skát- ar. Þeir njóta trausts og vin- sælda í bænum. Hátíð þeirra í Glerárgili fór svo vel fram, að til sjaldgæfrar fyrirmyndar má teljast. Hafi þeir bæði heiður og þökk. Q ist það tímanlega, að hin nýja skrúfuþota komi fyrir næsta vor. Fyrirhugað er að Norðurflug reisi nýtt verkstæðishús á Ak- ureyrarflugvelli á þessu ári, og er undirbúningur þegar hafinn. Fréttatilkynning nr. 2, 5. júní 1967 frá stjórn Norðurflugs h.f. - „UNDIRSTAÐA OG YFIRLÖGMÁL“ (Framhald af blaðsíðu 4) Hún leyfði á sitt eindæmi uppbyggingu herskipastöðv- ar í Hvalfirði. Hún samdi við erlendan auðhring um að liann byggi og reki álverksmiðju, sem staðsett er þar sem verst gegn ir vegna byggðaþróunar í landinu. Veitti auðhringn- um ýmiskonar fríðindi fram- yfir það, sem íslenzkir aðilar hafa að lögum. Og samdi um að erlendur gerðadómur mætti skera úr ágreiningi, e£ til kæmi milli Islendinga og auðhringsins. Minnir það á utanstefnur á ánauðartím- um horfinna alda. Utankjörstaðakosn- ing er hafin í STUÐNINGSFÓLK Fram- j ;; sóknarflokksins, sem ekki ■! verður heima á kjördegi er:! ;! eindregið hvatt til að kjósa!! !! sem allra fyrst. Listi Fram- ; !; sóknarflokksins er B-Iistinn.;; !; Samtaka fram til sigurs, xB. ;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.