Dagur - 10.06.1967, Page 8
B
JONAS JONSSON, RADUNAUTUR:
Eflurn norðlenzka forystu
SMÁTT OG STÓRT
ÉG vil að lokum þessarar
kosningabaráttu þakka öllu því
góða fólki í Norðurlandskjör-
dæmi eystra, sem veitt hefur
mér beina og margháttaða fyr-
irgreiðslu. Ollum þeim, sem ég
hef hitt að máli á fundum og
á heimilum, þakka ég góða
kynningu. Þau samskipti hafa
öll verið mér ánægjuleg og lær-
dómsrík. A ferðalögum okkar
höfum við mörgu nýju kynnzt,
og vonandi eitthvað lært.
Ég vona, að úrslit kosning-
anna sýni það, að enn er for-
ystu að vænta frá norðlenzku
fólki. Forystu fyrir heilbrigðri
stefnu í efnahags- og atvinnu-
málum þjóðarinnar. Forystu í
félags- og menningarmálum
hennar. Forystu, sem er nógu
sterk til að sýna öllum lands-
mönnum það, að allt tal um
jafnvægismál og viðhald lands-
byggðar sé ekki skrum eitt. Að
það er ekki um „hreppapólitík“
að ræða heldur er það lífs-
spursmál þjóðarinnar.
Jónas Jónsson.
Ég vona, að sem flestir kjós-
endur hér finni það, að Norð-
urland er enn sterkt í landinu
ef það vill og styrkleika sinn
sýnir það bezt með því að efla
Framsóknarflokkinn. Listi hans
hér er undir forystu Gísla Guð-
mundssonar, sem að enginn
getur, eða þorir, hvar í flokki
sem hann stendur, að væna um
óheilindi í þessu máli né neinu
öðru.
Allir sannir stjórnarandstæð-
ingar hér kjósa Framsóknar-
flokkinn. Hvert einasta atkvæði
hans nýtist. Það getur oltið á
einu atkvæði hér, hvort stjórn-
in fellur. Aróður Alþýðubanda-
lagsins um dauðu atkvæðin er
á móti allri skynsemj og lýð-
ræðislegri hugsun. Munið, að
hvert einasta atkvæði B-list-
ans er stuðningur við byggða-
jafnvægisstefnu og er mótmæli
gegn afturhaldsstjórn.
Islendingur fer óplega meS fölur
REKSTRAR- og hagreikningar
Kaupfélafs Eyfirðinga, sem er
bókhaldsöruggasta fyrirtæki
landsins, liafa á augljósan hátt
dregið fram í dagsljósið hvernig
óðaverðhólga og stjórnleysi í
peningamálum liefur lamandi
áhrif á verzhmar- og fram-
leiðslufyrirtæki þjóðarinnar. En
óvenjulega sönn mynd fæst af
|Þeir; sem vilja búa viði
<$> ^
| óstjórn innanlands og
| auðsveipni við erlent |
I vald, kjósa íhaldið.
&
íxS><SxSxSxSxSxS>3xSxí><íxíkS>^^
B-LISTAFUNDUR
Á ÞÓRSHÖFN
MARGMENNUR B-listafundur
var á Þórshöfn á fimmtudaginn.
Ræðumenn af hálfu listans
voru: Gísli Guðmundsson,
Björn Teitsson og Eggert Ólafs
son í Laxárdal. Auk þeirra
tóku til máls á fundinum: Hall-
dór Ólason, Gunnarsstöðum,
Aðalbjörn Arngrímsson, Þórs-
höfn, Þórarinn Kristjánsson,
Holti, Vilhjálmur Sigtryggsson,
Þórshöfn og Jón Jóhannsson,
Þórshöfn og var hann jafn-
framt fundarstjóri. □
Þrír meiddust í bif-
reiðaáreksri
Á SJÖTTA TÍMANUM í fyrra-
dag varð harður bifreiðaárekst-
ur sunnan við Svalbarð á Sval-
barðsströnd. Tvær fólksbifreið-
ar voru að mætast, en sú þriðja,
sem var á leið norður, ók fram
úr í þeim svifum og varð árekst
urinn milli hennar og þeirrar,
sem að norðan kom. Þrennt slas
aðist, einn karlmaðui- og tvær
konur. Sjúkrabíll, læknir og
lögregla komu á staðinn og
voru hinir slösuðu þegar fluttir
í sjúkrahús. Ekki eru meiðslin
talin mjög alvarleg. □
þessum málum í KEA vegna
óvenjulega fjölþættrar starf-
semi félagsins.
Ut af þessari mynd, sem óhjá-
kvæmilega varð dregin upp á
síðasta aðalfundi KEA, ætla
vikapiltar Sjálfstæöismanna að
ærast og ráðast með heift að for
manni félagsins og framkvæmda
stjóra þess. Verður æðið svo
mikið, að þeir gefa sér ekki
tíma til að lesa skýrsluna, sem
birtist í Félagstíðindum, svo að
þeir fara stórlega rangt með töl
ur. Til marks um það segja þess
ir piltar í íslendingi, að eigin
fjármunamyndun KEA hafi á
síðasta ári verið 33 millj. kr. en
hún var 15 millj. kr., svona
ógætilega fara þeir með tölur.
Og víða eru orð formanns og
franikvæmdastjóra rangfærð.
Islendingi finnst það gott
efni til að vekja tortryggni í
garð KEA, að það hafði keypt
skrifstofuáhöld og vélar fyrir
5.8 millj. kr. en ekki greitt arð.
(Framhald á blaðsíðu 7)
NÝ FLUGVÉL TIL NORDURLANDS
í FYRRADAG var undirritaður
samningur á Akureyri um kaup
Norðurflugs hf. á hinni frönsku
skrúfuþotu af gerðinni Nord 262.
Vólin verður afhent 7. apríl 1968.
Kaupverð hennar er um 30 millj.
króna og er þar innifalin þjálfun
flugmanna, flugvirkja og 6 mán-
aða dvöl flugvirkja frá verk-
smiðjunni á Akureyri eftir af-
hendingu vélarinnar svo og vara-
hlutir. Vélin er með tveimur
hverfihreyflum, 1065 ha. hvor,
flughraði 370 km. á klst. Sæti
verða í vélinni fyrir 26 farþsga
og mest getur hún flutt 29 far-
þega. Vélin er sérstaklega gerð
fyrir lendingar á malar- og gras-
völlum, m. a. eru hjól hennar
mjög belgmikil. Hún þarf tiltölu-
lega stutta flugbraut. Samkvæmt
alþjóðareglum þarf hún fullhlað-
in í logni 1050 m. braut eða 20
af hundraði styttri braut en vél-
ar af gerðinni DC 3 við sömu
skilyrði. Hún getur í neyðartil-
felli komizt af með 400—500 m.
braut.
Samninginn undirrituðu af
Framhald á blaðsíðu 7)
VIÐ GETUM FELLT
STJÓRNINA
Kjósendur í Norðurlandskjör-
dæmi eystra geta fellt ríkis-
stjórnina með því að kjósa Jón-
as Jónsson á þing í stað Magnús
ar fjármálaráðherra. Kastið
ekki atkvæðum á sundrað lið
Alþýðubandalagsmanna, enda
Björn Jónsson öruggur um að
komast áfram á þing, heldur
kjósið fjórða Framsóknarmann-
inn. Það er örugg leið til þess að
ríkisstjórnin falli.
HERMÓÐUR í ARNESI
„Haldi stjórnin velli er sjálf-
stæði þjóðarinnar í mikilli
hættu“, sagði Hermóður Guð-
mundsson í Árnesi hér í blað-
inu 3. júní sl. „Ég studdi nú-
verandi ríkisstjórn til valda“,
segir liann einnig, en bætir við.
„Eftir því hef ég séð meira en
flestu öðru. Það, sem mestu
máli skiptir er að fella ríkis-
stjórnina, og því mun ég kjósa
FramsóknarfIokkinn“.
Hin skorinorða grein sem liér
er vitnað til, hefur vakið mikla
athygli. Ilermóður gengur
hreint til verks, svo sem vera
ber í lýðfrjálsu landi og lætur
málefnin ráða.
TALNABLEKKINGAR
í framlialdi af þessu er rétt að
benda á, að auðvitað á hver kjós
andi að styðja þann frambjóð-
anda eða flokk, sem hann treyst
ir bezt, án tillits til þess, sem
aðrir gera. Það eitt samræmist
lýðræðislegum hugmyndum um
frjálsar kosningar. Að láta
hræða sig til annars með talna-
blekkingum er óhæfa. Fólk á
ekki að lóta blekkjast af leik
talnaglaðra manna, sem vilja
hræða eða lokka með „líklegum
tölum“, enda draga þeir sig
fljótt í lilé þegar farið er að
telja upp úr atkvæðakössunum.
Það er lýðræðisleg skylda hvers
og eins að velja sér fulltrúa til
Alþingis eftir beztu samvizku,
án tillits til þess hvað aðrir gera.
ÚTREIKNINGAR
Samkvæmt útreikningum talna
meistara vorra fara öll viðbót-
aratkvæði Framsóknar í glötu-
Kosningaskrifstofa B-listans
á kjördag er á Hóte! KEA, aðalsal, 2. hæð
SÍMAR: 1. og 2. kjördeild: 1-17-05
3. og 4. kjördeild: 1-17-06
5., 6. og 7. kjördeild: 1-17-07
og 1-17-03.
UPPLÝSINCASÍMI B-LISTANS er 1-18-03.
BÍLAAFGREIÐSLA B-LISTANS er að Bifröst í Skipagötu.
Síaiar: 2-14-96 og 1-12-44.
kistuna, segja andstæðingar við
hvert tækifæri. Þetta er ósvífin
fullyrðing og má með jafnmik-
illi talnavísi halda því frarn að
það geti oltið á fáum atkvæð-
um, sém Framsókn fær — jafn-
vel einu atkvæði — hvort stjóm
in fellur. í þessu sambandi er
rétt að hafa í huga að í bæjar-
stjórnarkosningunum í fyrra
bætti Framsóknarflokkurinn
við sig 22% atkvæða í stærstu
kaupstöðum Iandsins. Sterkar
Ííkur benda til þess, að fylgis-
aukning haldi áfram nú og virð
ast allir stjómmálaflokkarnir
gera sér þetta ljóst.
NORÐUÉFLUG H.F.
Verkamaðurinn liefur endur-
tekið rangan fréttaflutning um
afstöðu bæjarstjórnar til Norð-
urflugs li.f. Ingólfur Árnason
kastaði inn tillögu um stuðning
við hið norðlenzka flugfélag og
í túlkun hans vár m. a. úm það
að ræða, að Norðurflug li.f.
fengi hluta af því sérleyfisflugi
milli Reykjavíkur og Akureyr-
ar, sem F. í. hefur nú. Þar sem
yfir stóðu viðræðu-r milli Norð-
urflugs og F. í. um samvinnu
flugfélaganna, samþykkti bæjar
stjórn að fresta afgreiðslu máls-
ins og var það skynsamlegt. Frá
Norðurflugi h.f. liafði bæjar-
stjórninni ekki borizt nein ósk
um þetta mál. Málflutningur
Ingólfs Árnasonar virðist til
þess eins fallinn að spilla fyrir
hinu vinsæla og þarfa Norður-
flugi li.f.
HVERJUM MÁ TREYSTA?
Þjóðin getur ekki treyst þeim
mönnum, sem nú segja, að allt
sé í lagi í þjóðfélaginu og um-
bóta vart þörf, fyrir forgöngu
um nauðsynlegar framfarir
næstu árin. Þeir, sem halda, að
umbóta sé ekki þörf, standa
ekki fyrir framförum.
FELLIR DANÍEL GRÖNDAL?
Fregnir úr Vesturlandskjör-
dæmi benda til þess, að Alþýðu
flokkurinn óttist mjög fylgistap
til Framsóknarflokksins, og
sýna skrif málgagns krata á
Akranesi það glögglega. í Vest-
urlandskjördæmi þurfa Fram-
sóknarmenn aðeins að vinna 100
atkvæði af Alþýðuflokknum til
að Daníel Ágústínusson felli
Benedikt Gröndal.
„SÓKNARHUGUR JAFN-
AÐARMANN A“
AHmargt ungt fólk á Akureyri
sækir jafnan á laugardagskvöld
um dansskemmtanir í Sjálf-
(Framhald á blaðsíðu 6).
LÖGREGLAN
biður þess getið, að á kjörd;
verði gerðar ýmsar ráðstafai:
til að greiða fyrir umferð að i
frá kjörstað, Oddeyrarskóla:
um. Merki verða m. a. sett u]
og þurfa ökumenn að fara ef
þeim, svo að umferð gangi se
bezt. Einnig mun lögregl
sjálf hafa á hendi umferða
stjórn, eftir því sem við verð
komið og þurfa þykir.