Dagur - 04.01.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 04.01.1968, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT Ráðhúsíorg á Akureyri. (Ljósni.: E. D.) X&yittiíibiMiwxSiSHlt 'UIlarvörur ivrir 200 til Sovétríkiaima 111 SEINT í desembsr sl. var geng ið frá samningi við V/O Razno ejcport í Moskvu um kaup á 68.500 Heklu-prjónapeysum og 35.400 Gefjunar-ullarteppum til afgreiðslu á árinu 1968. And- virði varanna nemur rúmlega 35 milljónum króna. Samninga gerð önnuðust Hai'ry Frederik- sén framkvæmdastjóri Iðnaðar deildar Sambands ísl. samvinnu félaga og Ægir Ólafsson fram- kvæmdastjóri Mars Trading Co. Þegar unnar hafa verið þess- ar vörur hafa þessar verksmiðj ur unnið teppi og peysur fyrir þennan markað — fyrir 200 milljónir króna frá 1981. Vörur þær, sem Rússar kaupa hér, peysurnar og teppin eru úr ís- lenzkri ull án allrar íblöndunar. Starfsfólk Gefjunar og Heklu ’ónir er nú á fjórða hundrað. Fram- leiðsla sú, sem að framan grein ir og Sovétmenn kaupa, er að sjálfsögðu aðeins einn þáttur af mörgum framleiðsluþáttum þessara verksmiðja. Q MIKLIR VIÐSKIPTA- SAMNINGAR Fyrir síðustu áramót voru gerð ir tveir miklir viðskiptasamn- ingar við iðnaðarmenn á Akur- eyri. Samið var við Slippstöð- ina h.f. um smíði tveggja þús- und lesta strandferðaskipa á vegum Skipaútgerðar ríkisins og munu bæði skipin kosta um 114 milljónir króna. Um svipað leyti sömdu Sovétmenn við Gefjun og Heklu á Akureyri um kaup á teppum og peysum fyrir 35 millj. kr. Báðir eru samningar þessir bæjarbúum mikilsverðir og mjög kær- komnir. HOLGRAFIÐ EFNAITAGS- KERFI Á nýliðnu ári var því mjög á lofti baldið, að fslendingar byggju við liærri þjóöartekjur pr. íbúa en fles'.ir aðrir á þess- ari jörð, og lífskjör myndu fara RÚSSAR hafa ekki alltaf staðið við gerða samninga um að flytja olíur til landsins á réttum tíma. Við borð hefur legið, oftar en einu sinni, að landið yrði olíulaust af þessum sökum. En samkvæmt samningi eiga Rúss ar bæði að selja og flytja olíu til íslands. Þannig brást 11 þús. tonna sending seint á síðasta ári, en Olíufélaginu tókst þá að kaupa farm í Belgíu og fá leiguskip, Haförninn, til að flytja olíu til landsins. Kom sá farmur til Norðurlands og hér á Akur- eyri voru losaðar tvö þúsund lestir af húsaolíu. Mun þessi sl enn í olsu lil landsins forði endast fram í febrúar og eru þetta allt of litlar birgðir, eins og á stendur þar sem ís ógnar siglingu við Norðurland og getur lokað skipaleiðum hvenær sem fer. Af jarðolíu eru litlar birgðir ihér á Akureyri, einnig sökum vanefnda Eif Rússa hálfu. Haförninn kemur til landsins með annan olíufarm í næstu viku, einnig frá Belgíu og standa vonir til að olían verði sett á land hér. Vanefndir á olíuflutningum til landsins geta haft hinar alvarlegustu afleiðingar í för með sér. Q NÚGiST LÁKDIÐ VEÐURSTOFAN gaf blað- inu eftirfarandi uppl. í gær: Langá tilkynnti í morgun, að samfelld ísspöng, víða all breið, væri frá Gjögurtá og út í norður frá landinu eins langt og augað eygði. Lausir jakar beggja vegna er sjást illa í radar og sigling við austanverðan ' Eyjafjörð hættuleg í myrkri. Nokkurt ísrek við Gríms- ey. Á Mánárbakka rak dá- lítið af jökum í land í nótt og í morgun. Frá Siglunesi: Jakaburð- ur á fjörur, hefur aukizt frá því í gær, nokkuð af ís rekið inn Siglufjörð. Jakahraungl við Hraun á Skaga. Vestur undir Hornj er nokkuð sam- felldur ís frá norðri til aust- urs, djúpt á siglingaleið. Sam felld spöng á siglingaleið frá Hornbjargi og austur að Óðinsboða og þaðan vestur um og suður fyrir Rit er jakastangl. Syðst er ísinn út af Önundarfirði 10—12 míl- ur undan landi. í heild liggur ísinn nærri landi og enn er norðanátt. Síðasta dag ársins, er far- ið var ískönnunarflug, var aðalísinn 14 mílur norður af Grímsey, 24 mílur norður af Kögri á Vestfjörðum, en ís- hraflið náði þá 11 mílur undan Horni, um Grímsey og inn undir Lundey á Skjálfanda, upp undir Snartastaðanúp og tvær míl ur undan Rauðanúp, og þaðan austur undir Hraun- hafnartanga. Eftir þetta síðasta ískönn- unarflug hefur ísinn nálgazt land og sjókuldi farið vax- andi. Veðurstofan spáir norð anátt enn. Segja má því, að ísinn ógni nú'Norðurlandi og Vestfjörðum. Q Stórkostlegur íþróttaviíburður: Pólskt handknattleikslið leikur í íþróttaskemmunni á Akureyri ójnia, eiksli kemur til Ákureyrar ÁKVEÐIÐ er nú að eitt bezta bandknattleikslið Póllands, SPÓJNIA, kemur til Akureyr- ar og leikur tvo leiki í íþrótta- skemmunni á Gleráreyrum. Pólverjamir koma hingað til lands i boði knattspymufél. Hauka frá Hafnarfirði, en til Akureyrar koma þeir á vegum Handknattleiksráðs Akureyrar. Það er áreiðanlegt að þetta er einn merkasti íþróttaviðburður hér á Akureyri um árabil og í fyrsta sinn, sein erlent hand- knattleikslið kemur í beimsókn til bæjarins og fagna íþrótta- unnendur því vafalaust, að fá tækifæri til að sjá jafn gott lið og Spójnia er, leika. Tilkoma íþróttaskemmunnar gerir það kleift að úr slíkri beimsókn sem þessari getur orðið, þó rúmar áhorfendasvæði hússins það fáa, að nauðsvnlegt er að hús- fyllir verði bæði Ieikkvöldin til að endar náist saman fjárhags- lega. Tilhögun heimsóknarinnar. Polverjarnir koma til Akur- eyrar á mánudagsmorgun 8. jan. ásamt Haukum og leika við þá á mánudagskvöldið kl. 8.15 í íþróttaskemmunni. Á þriðjudag verður farið með liðsmenn Spójnia um bæinn og heimsótt iðnfyrirtæki eftir því sem tími vinnst til. Þá býður ÍBA til kaffidrykkju að Hótel Varðborg. Á þriðjudagskvöld kl. 8.15 leika svo Pólverjamir síðari leik sinn á Akureyri og þá við styrkt lið ÍBA. Á undan leik Spójnia og ÍBA sýna knattspyrnumenn ÍBA innanhúss-knattspymu. Það er von Handknattleiks- ráðs Akureyrar, að íþróttaunn- endur í bæ og nágrenni noti vel þessa fyrstu heimsókn erlends handknattleiksliðs til Akur- eyrar, því ekki er hægt að bú- (Framhald á blaðsíðu 2). Verður hægri umferð frestað íii ársins 1969? DAGINN fyrir þingfrestun var útbýtt á Alþingi lagafrumvarpi fimm alþingismanna um að nú- gildandi ákvæði um „hægri hándar umferð" komi ekki til framkvæmda fyrr en vorið 1969 og þó því aðeins, að breyt- ingin hafi áður verið samþykkt við þjóðaratkvæðagreiðslu. — Flutningsmenn frumvarpsins eru: Steingrímur Pálsson, Þór- arinn Þórarinsson, Jónas Árna son, Ágúst Þorvaldsson og Stefán Valgeirsson. Segja þeir í greinargerð, að borizt hafi þúsundir undir- skrifta til að mótmæla hægri handar umferð og telja „vafa- batnandi. Áður en árið rann í aldanna skaut var búið að félla krónuna, taka nýtt „hallæris- lán“ erlendis, eyða gjaldeyris- varasjóðnum að mestu og viður kenna opinberlega (skýrslur Hagstofunnar) að engin nálæg þjóð er fjær því en íslendingar að geta dregið fram lífið af dag- vinnutekjum. Svo lágt er kaup- ið og í æpandi mótsögn við lág- marksþarfir heimilanna og hið liáa verðlag helztu nauðsynja- vara. Efnahagskerfið var orðið holgrafið. HVENÆR VAKNA BÆNDUR TIL FULLS? í desembermánuði hafði hring- ormaveikin (hringskyrfi) Iagt undir sig tíunda fjósið í Eyja- firði. Þar með var veiki þessi komin út úr vamargirðingum þeim, sem upp voru settar kringum áður-sýkta bæi. Yfir- völdin brugðu skjótt við og fyr- irskipuðu að skera fé bónda en lá'.a sjúka gripi lifa. Slátrunin fór fram einn síðasta dag árs- ins og var 180 fjár leitt á blóð- völlinn. Bændur gera sér ef- laust ljósa þá hættu, sem nú vofir yfir, eftir að sýnt er, að lækningar og varnir liafa brugð izt. En eru þeir vaknaðir til fulls? Ætla þeir að láta bjóða sér til Iengdar þær fánýtu að- gerðir, sem yfirvöld landsins hafa viðhaft til þessa? 400 FARÞEGAR Kl. 6 síðdegis í gær biðu 400 manns flugfars frá Akureyri, og þá var fyrsta flugvélin af 6 áætluðum að koma hér inn yfir bæinn. Ætlunin var, ef veður leyfði, að flytja þessa farþega alla héðan, en flestir ætluðu til Reykjavíkur. Allar ferðir hafa ; (Framhald á blaðsíðu 5). mál að nokkurt ópólitískt mál hafi um áratuga skeið valdið svo almennri og harðri mót- stöðu“. Þá skýra þeir frá því, að stofnað hafi verið „Félag ís- lenzkra vegfarenda" og sé það andvígt hægri handar umferð. Samkv þessu munu umræður um H-umferðina hefjast á ný. Nýr útvarpsstjóri: ANDRÉS BJÖRNSSON UM ÁRAMÓTIN tók Andrés Björnsson lektor við embætti útvai-psstjóra í stað Vilhjálms Þ. Gíslasonar, sem lét af því starfi vegna aldurs. Andrés hef ur verið starfsmaður Ríkisút- varpsins um 20 ára skeið og út- varpshlustendum að góðu kunn ur. Hann var skipaður dagskrár stjóri 1958, en hefur nú í fcvö og hálft ár kennt við Háskóla íslands. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.