Dagur - 17.01.1968, Síða 1

Dagur - 17.01.1968, Síða 1
STÓRBRUN!Á RAUFÁRHÖFN Raufarhöfn 13. jan. Hraðfrysti- húsið Frosti á Raufarhöfn, eign kaúpfélagsins 'þar, brann til kaldra kola sl. fimmtudags- kvöld. Eldsins varð fyrst vart kl. 8.30 og magnaðist hann brátt svo húsið varð alelda á skammri stund. Fannfergi tafði slökkvistarf fyrst í stað. Húsið féll' að mestu niður og gjör- eyðilagðist, en áfast sláturhús tókst að verja. Eldurinn náði lítið sem ekki vélum í steypt- um einangruðum klefa. Og fryst síld og heilfrystur fiskui’, sem í húsinu var, er talið óskemmt að mestu og verður reynt að flytja þær vörur til Kópaskers og verður vegurinn opnaður í því skyni. Þrjár öflugar dælur voru notaðar við slökkvistarfið, og er mikils virði, úr því sem kom ið var, að takast skyldi að stöðva eldinn. Tjónið í eldsvoða þessum mun talið í milljónum króna. II. II. MENNTASKÓLALEIKURINN „HALLÓ D0LLÝ“ AÐ UNDANFÖRNU hafa stað- ið yfir æfingar hjá Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri. Hef ur verið æft af kappi og er verk efnþð í ár, gamanleikurinn „Halló Dollý“, eftir Thornton Wilder. Þetta er bráðfjörugur og smellinn gamanleikur, sem sýndur var í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum og hlaut Iþar ágætar viðtökur. í ár verður óvenju mikið vandað til sýningar og hefur hinn landsþekkti leikari, Arnar Jónsson, stýrt æfingum og sett leikinn á svið. Sviðsmynd og búninga gerir hin þekkta lista- kona, Una Collins, sem starfað hefur hjá Þjóðleikhúsinu að DAVÍÐSHÚS verður opið kl. 2—4 e. h. á laug ardag og sunnudag, 20. og 21. janúar. En liinn 21. janúar er fæðingardagur þjóðskáldsins. Aðgangur er ókeypis. □ undanförnu, og hlotið sérstakt lof fyrir verk sin þar, en eink- um ber á einfaldleik, fegurð og smekkvísi í sviðs- og búnings- gerð hennar. Þessa dagana vinna fjölmarg ir menntaskólanemar að undir- búningi fyrir frumsýningu, sem fyrirhuguð er um 20. janúar. Að loknum sýningum á Akur- eyri, er ætlunin að fara með leikinn til einhverra nágranna- bæja, en ekki hefur enn verið ákveðið hvert 'farið verðm’. Leikendur eru 15 talsins. Segja má með sanni, að bæði sé fróðlegt og skemmtilegt að sjá, hvað Leikfélag Mennta- skólans á Akureyri hefur fram að færa í þetta sinn, sem oft áður. Stjórn félagsins skipa: Sverr- ir Páll Erlendsson, formaður, Birgir Guðjónsson, gjaldkeri, Þorbjörn Ámason, ritari og meðstjórnendur: Sigurgeir Hilmar, Brynja Grétarsdóttir og Jón Árni Jónsson, kennari. ERFITT TÍMABIL í f BÚNAÐARÞÆTTI dr. Hall- dórs Pálssonar búnaðarmála- stjóra, sem hann flutti í útvarp fyrir skömmu, taldi hann útlit ískyggilegt í landbúnaðarmál- um. Hann sagði m. a., að bændur hefðu verið furðu bjartsýnir í Dr. Halldór Pálsson. ’haust, þrátt fyrir hart árferði. Mikil verðlækkun á kjarnfóðri sl. vetur og lítilsháttar verð- lækkun á áburði, samhliða verð stöðvun, sem heitið var, hefði aukið bjartsýni bænda á meðan verðbólgudraugurinn lá kyrr. Heyleysi margra í haust hefði þó verið hinn mikli skuggi. Um tvennt hefði verið að velja: Stórkostlega bústofnsskerðingu eða gífurleg kjarnfóðurkaup. Allir útreikningar sýndu, að hagfelldara var að halda bú- stofninum með kjarnfóðurkaup um og varð sú stefna ráðandi. En gengislækkunin og sú verð- hækkunaralda, sem reis hefur breytt öllu til hins verra og mun Harðærisnefnd aftur taka til starfa og ræða þessi nýju viðhorf. Gengislækkunin mun því miður valda landbúnaðiniun erfiðleikum í fleiru, sagði bún- aðarmálastjóri. Öll óhófsþensla er íslenzkum landbúnaði hættu leg eins og öllu þjóðfélaginu. Þegar verð búvöru fer lækk- andi um heim, þá er hart að þurfa að búa við stórhækkað verð á rekstranvörum landbún- aðarins hér, ekki sízt vegna þess að bændur 'hafa orðið af- HRÁÐFRYSTIHÚSIN HEFJA EKKISTÖRF AUKAFUNDUR Sölumiðstöðv ar hraðfrystiliúsarma sam- þykkti á fimmtudag, að áfram skyldi gilda fyrri samþykkt um, að frystihúsin hæfu ekki starf- semi fyrr en rekstrargrundvöll ur væri tryggður. Var jafn- framt ályktað að þau frystihús, sem hefðu hafið starfsemi skyldu stöðva hana innan 10 daga. Skal nýr fundur kallaður saman ef stjórn SH telur þess þurfa. skiptir í tekjum undanfarin ár og eiga því örðugra en aðrir að mæta enn áföllum í atvinnu- rekstrinum. Þá sagði dr. Halldór, að gengisfellingarnar væru ekkert annað en kvittun fyrir lélega fjármálastjórn, þótt bændur hefðu öðrum fremur tregðazt við að játa, að heilbrigt efna- hagslíf væri vonlaust. Búnaðarmálastjóri hvatti bændur til að forast skulda- söfnun vegna óarðbærra fram- kvæmda, en fyrir yrðu að sitja ræktunarframkvæmdir, hlöðu- byggingar, súgþurrkyn og raf- væðingin. Mesta öryggið í bú- í framsöguerindi gei’ðu Bjöm Halldórsson, framkvæmda- stjóri, og Árni Finnbjörnsson, sölustjóri, grein fyrir sölu- og markaðsmálum, en Einar Kvar an, framkvæmdastjóri, skýrði frá framleiðslumálum og Eyjólf ur ísfeld Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri, ræddi um starf- semi yfirnefndar verðlagsráðs- ins nú að undanfömu og um rekstrargrundvöll frystihús- anna. skapnum væri heyfyrningar og bændur yrðu nú að leyta allra ráða til að komast áfallalaust yfir erfitt tímabil. í opinberum skýrslum er m. a. þetta sagt: Ábui’ðarverksmiðjan í Gufu- nesi framleiddi á árinu 1967 23.895 smálestir af Kjai’na eða 1.175 smál. meira en 1966. Er það 5.1% aukning. Áburðarsalan seldi alls á ár- inu 55.882 smál. af áburði eða 2.538 smál. meira en 1966. Magn einstakra tegunda af seldum ábui’ði var sem hér segir: (Framhald á blaðsíðu 4). Að loknum umræðum var samþykkt svohljóðandi álykt- un: „Með skírskotun til samþykkt ar aukafundar SH, sem haldinn var 23. október 1967, staðfestir aukafundur SH 11. janúar 1968, ákvörðun stjórnar Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna um að hefja ekki rekstur fyrr en viðunandi starfsgrundvöllur hef ur fengizt. Jafnframt beinir fundurinn þeim tilmælum til þeirra hraðfrystihúsa, sem þeg- ar hafa byrjað fiskmóttöku, að þau stöðvi rekstur eigi síðar en innan 10 daiga, 'hafi stai’fsgrund völlur ekki fengizt innan þess tíma.“ Aukafundinum var ekki slit- ið, en stjórn SH falið að boða til framhalds aukafundar, ef hún sæi ástæðu til. □ FUNDIR ALÞINGIS Á NÝ FUNDIR hófust á Alþingi á ný á þriðjudaginn. Lesið var upp forsetabi’éf um það efni. Mætt- ir voru þessir varamenn: Jón Kjartansson, Tómas Ámason, Hjalti Hai’aldsson og Karl Sig- urbergsson. Lögð voru fram nokkur stjórnai'frumvörp, m. a. um toll heimtu og tolleftirlit. Lúðvík Jósepsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og ræddi um atvinnuleysi það, er hann taldi nú vera á ýmsum stöðum á landinu og spurði um fyrir- ætlanir ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. Bjai’ni Benedikts- son og Jóhann Hafstein urðu fyrir svörum. □ ■ --.—— .... '■ .......-..- a FISKVERÐ LOKSINS ÁKVEÐIÐ YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur nú ákveð- ið lágmarksverð á fiski 1968. Hækkar það að meðaltali um 10% frá árinu 1967 — að meðtaldri þeirri verðbót, sem á fiskverðið var greidd af opinberri liálíu það ár. Samkonuilag náðist ekki og réði atkvæði oddamanns, Jónasar Haraldz, úrslitum. Sjómenn kröfðust 20% hækkunar en hraðfrysti- liúsin 25% lækkunar og útvegsmenn 14% hækkunar frá. fyrra ári. Útvegsmenn tjá sig nú fúsa til róðra, en frystihús- in telja ekki vinnslugrundvöll fyrir hendi. Ósamið er milli sjómanna og útgerðarmanna. □ LANDBÚNAÐINUM

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.