Dagur - 17.01.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 17.01.1968, Blaðsíða 8
 SMÁTT OG STÓRT Bánaðarsambandið kreíst niðurskurðar næsta vor BÚNAÐARSAMBAND Eyja- íjarðar hélt aukafund mánudag inn 15. þ. m. að Hótel KEA á Akureyri til þess að ræða um málefni sambandsins og ýmis vandamál bændastéttarinnar. Fundinn sóttu fulltrúar frá 14 búnaðarfélögum af 16, sem eru í sambandinu, ennfremur stjórn sambandsins, ráðunaut- ar þess, stjórn 'SNE, ráðunaut- ar þess og nokkrir fl. gestir, þ. á. m. einn þingmanna kjör- dæmisins og tveir menn úr stjórn Búnaðarsambands S.- Þing. Ármann Dalmannsson for- maður sambandsins setti fund- inn, skýrði tilefni hans og lýsti dagskrá. Fundarstjórar voru kjörnir Ármann Dalmannsson og Egg- ert Davíðsson og fundarritarar Amsteinn Stéfánsson og Daníel Pálmason. Miklar umræður urðu á fund inum, einkum um búfjársjúk- dóminn hringskyrfi og verðlags ÞRÍR MENN TÝNDIR LEIT að þremur týndum mönn um úr Reykjavík og Hafnar- firði, hafði enn ekki borið árangur í gærkveldi, og er mjög óttast, að þeir hafi á ein- hvern hátt farizt. □ SLASAÐUR HESTUR SÍÐDEGIS í gær er reiðmenn héldu norður úr Glerárhverfi, varð ungur hestur, sem teymd- ur var, fyrir bifreið, er kom að norðan. Hesturinn slasaðist svo mjög að honum var lógað á staðnum og bíllinn skemmdist mjög mikið. Nokkur vandkvæði fylgja því jafnan í umferðinni, þar sem hestar og bílar deila með sér sama vegi. □ mál iandbúnaðarins. Var full- trúum skipt í nefndir til að fjalla um þau mál að loknum umi-æðum og var svo gefið fund arhlé meðan nefndimar störf- uðu. Er fundur hófst að nýju voru tillögur nefndanna lagðar fram og yoru þær samþykktar sam- liljóða. Eftirfarandi samþykktir voru gerðar á aukafundi Búnaðar- samibands Eyjafjarðar að Hótel KEA á Akureyri mánudaginn 15. þ. m. þar sem mættir voru fulltrúar frá 14 búnaðarfélög- um af 16, sem eru í samband- inu: „Fundurinn skorar á ríkis- stjórn og Alþingi að verja fé úr ríkissjóði til þess að greiða, að verulegu leyti, skuldahækkan- ir, sem orðið hafa við gengis- fellinguna á lánum þeim úr Stofnlánadeild landbúnaðarins, sem háð voru gengistryggingu.“ „Fundurinn beinir þeim til— (Framhald á blaðsíðu 5) ASKENAZY KAUPIR HUS Þórunn og Askenazy liafa nú fest kaup á 170 ferm. íbúðar- húsi í Reykjavík og líklegt, að þau muni eiga hér heima í fram tíðinni. Munu margir fagna því, þótt þau lijón setjist naumast í lielgan stein fyrst um sinn, en munu lialda áfram að ferðast víða um heim í þágu tónlistar- innar. Hið nýkeypta hús þeirra Þórv-nnar og Askenazy kostaði á fjórðu milljón að sögn Ekstra blaðsins fyrr í þessum mánuði. VESTUR-fSLENDINGAR Verið er að imdirbúa hópferð Vestur-íslendinga, sem fyrir- huguð er á næsta sumri. Er rúm fyrir 100 manns í för þess- ari og miðast þátttaka við þjóð ræknisfélagið. Formaður ferða- nefndar er séra Philip M. Pét- ursson. KÆRUSTUR Á GÖTUNNI Sagt er, að liundruð • stúlkur grænlenzkar ráfi um götur Kaupmannahafnar, eftir að danskir ástmenn þeirra og eig- inmenn, sem dvalið höfðu á Grænlandi, höfðu svikið þær. Allar þessar stúlkur eru sagðar hafa flutt til Hafnar til að búa þar með mönnum þeim, er þær gáfu ást sína í heimalandinu. Heilbrigðismálaráðsíefna á Húsavík Húsavík 15. jan. Stjórn Sjúkra- hússins,á Húsavík og bæjar- stjóm Húsavíkur efndu til ráð- stefnu um heilbrigðismál laug- ardaginn 13. janúar. Ráðstefn- una sátu: Oddvitar nálægra Sveita og forráðamenn sjúkra- samlaga, læknarnir á Húsa-vík og Breiðumýri, bæjarstjórn Húsavíkur o. fl. Fundarstjóri var Jóhann Skaptason sýslu- maður og fundai-ritari Sigur- jón Jóhannesson skciastjóri. Jóhanni Hafstein heilbrigðis- málaráðherra var boðið á fund inn, en hann gat ekiki komið vegna anna. Framsöguarindi á ráðstefn- unni fluttu: Gísli Auðunsson læknir, um skipulag læknaþjón ustu, Ásgeir Höskuldsson bygg ingameistari, um sjúkrahús- byggingu, Áskell Einarsson, um sjúkrahúsrekstur, Björn Frið- finnsson bæjarstjóri, um heilsu verndarstöð, Hjörtur Tryggva- son bæjargjaldkeri, um sjúkra- samlög. Einnig flutti erindi Þór oddur Jónasson læknir á Breiðumýri, um læknaþjónustu í sveitum. Nokkrar ályktanir voru gerð ar og mun þeirra e. t. v. verða getið síðar. Karlakórinn Þrymur hélt samsöng í samkomuhúsinu á Húsavík sl. laugardagskvöld fyrir fullu húsi og við mikinn fögnuð áheyrenda. Söngstjórar kórsins eru tveir: Sigurður Sig- urjónsson og Ingimundur Jóns- son. Við hljóðfærið var Reynir Jónasson og einsöngvari var Guðmundur Gunnlaugsson. — Fyrr í vetur efndi Þrymur til samsöngs fyrir nemendur Gagn fræðaskóla Húsavíkur og kom þá í ljós, að unga fólkið kunni vel að meta góðan söng. Þ. J. TS Þetta þykja erfið mál úrlausn- ar, ekki sízt vegna þess, að stúlkur þessar hafna öllu sam- neyti við ættflokk sinn. RÖKRÆÐUR Rökræður þeirra Eysteins og Bjama Ben. um „forsendur stjómarskipta“ vöktu að von- um mikla athygli. Um málflutn inginn sjálfann er óþarft að fjöl yrða, svo ólíkur var hann og þess vegna eftirminnilegur. Og mönnum er enn ljósara en áð- ur, að verðstöðvunarstefnan svonefnda, yfirlýsingar um traustan grunn atvinnuveganna og batnandi lífskjör voru ein- berar blekkirtgar. Þótt stjórnar flokkamir næðu óvéfengjanleg- um meirihluta, var liann samt sem áður feginn með svikum og siðferðilegur réttur til stjórhar- setu því brostinn. HVERS VEGNA... . ? Hvers vegna vann Alþýðuflokk urinn á í síðustu kosningum? þessa liafa margir spurt um leið og þeir hafa í hitga, að Sjálf- stæðisflokkurinn tapaði 10% atkvæða á síðasta vori. Svarið, sem flestum finnst fullnægjandi er þetta: í fyrravetur neitaði Alþýðuflokkurinn að lýsa yfir aðild. að ríkisstjórn eftir kosn- ingar, en Sjálfstæðismenn tjáðu sig óðfúsa. EKKI SKALTU FREISTA. . . . Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, sagði á nýársdag: „Ekki skaltu freista drottins guðs þíns og þá ekki heldur þjóðar þinnar með þrásetu.“ Hvernig væri að letra þessi vit- urlegu orð á vegg í forsætis- ráðimeydnu? FLUGFELAGISLANDS FLUTTIYF- IR 180 ÞÚSUND FARÞEGA S.L. ÁR „NÚ ÁRIÐ ER LIÐIÐ í ALDANNA SK AUT“ Kasthvammi 5. jan. En það kem ur ekki til baka, enda myndu fáir óska þess því það hefur verið óhagstætt til lands og sjávar, og hið nýbyrjaða ár spá ir engu góðu. Stórhríð með 15 —17 stiga frosti var hér annan og þriðja mánaðarins og er kom MYVETNINGAR MOTMÆLA HÆGRI AKSTRI í MÝVATNSSVEIT hafa 170 manns skrifað undir ályktun, ■sem felur í sér mótmæli gegn fyrirhugaðri hægri handar um- ferð og krafist er þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið, í stað (þess að láta lögin taka gildi í vor. Þeir telja (breytinguna ónauðsynlega með öllu, einnig undirbúning ófullnægjandi. — Samkvæmt tölu þeirra, sem mótmælt hafa umferðarbreyt- ingunni, má segja að þorri Mý- vetninga hafi í þessu máli kveðið upp samhljóða álit. Mikill snjór er í Mývatns- sveit um þessar mundir, þó jeppum fært um sveitina en ófært heim að bæjum. Haglaust er með öllu. Snjór og djúpt krap er á Mývatni og er það því ófært bifreiðum. □ inn mikill snjór og einkum stór fenni, en snjógrunnt á köflum. En yfir öllu er klakastorka og alveg jarðlaust og búið að vera það síðan 20. desember. Fé er búið að vera 10 vikui- í húsi og þar af hefur verið alveg innistaða í mánuð. Það þarf mikla hlóku til að gagn verði að. Vegurinn var fær fram að áramótum en nú er farið á drátt arvélum og út á Gljúfur, en þau eru ófær. Síðasta vetur var 13 vikna innistaða og gáfust hey upp. Spretta var seint á ferð í sumar og heyskapur byrjaði seinna en ég man eftir áður. Fyrir 29 árum birtist um haustið í félagsiblaði KÞ, Boð- beranum, upphaf á vísu, svo- hljóðandi: „Eftir sumar stutt og stirt“, ög bað ritstjórinn, Karl Kristjánsson, Þingeyingá (Framhald á blaðsíðu 5). ÞÓTT endanlegar tölur liggji ekki fyrir um farþegaflutninga Flugfélags íslands árið 1967, er samt augljóst að með flugvélum félagsins voru fluttir yfir 180.000 faiþegar. Mikil aukn- ing hefur orðið í farþegaflutn- ingum milli landa, svo og vöru- flutningum og póstflutningum á flestöllum flugleiðum. Millilandaflug. Farþegar Flugfélags íslands í áætlunarflugi milli landa voru á síðastliðnu ári 59.600, en voru 48.604 í fyrra. Aukning er 22.6%. Vöruflutningar milli landa námu 752 lestum á móti 614 síðastliðið ár. Aukning 22.5%. Póstflutningar milli landa námu 182 lestum, en 149 lestum árið áður. Aukning 22%. Innanlandsflug. Farþegar félagsins í áætlun- arflugi innanlands voru síðast- liðið ár 117.778, en voru 111.052 árið áður. Aukning er rúmlega 6%. Vöruflutningar innanlands jukust hins vegar verulega. Fluttar voru 2656 lestir, á móti 1925 ái-ið áður. Aukning 38%. PPóstflutningar námu 428 lest- um á móti 351 lest árið áður. Aukning 22%. Flugið í heild. Samanlagður fjöldi farþega Flugfélags íslands á áætlunar- flugleiðum innanlands og milli landa árið 1967 var því 177.380. Auk þess nokkuð á fimmta þús und faiþegaa- í leiguflugferð- um, þannig að samanlagt fluttu flugvélar Flugfélags íslands árið 1967 yfir 180.000 farþega. LANVEITINGAR Á ÁRINU 1967 afgreiddi Hús- næðismálastofnun ríkisins 2519 lán samtals að upphæð kr. 391.452.000.00. Er þetta hæsta lánveiting sem fram hefur farið á vegum stofnunarinnar. Lánveitingar fóru fram vorið og haustið 1967. Voru veitt bæði byrjunarlán og viðbótar- lán. Veitt voru ný lán til 1070 íbúða og 1449 viðbótarlán eða alls 2519 lán. Auk þess fór fram á árinu veiting lánsloforða er koma til greiðslu eftir 1. maí á þessu ári. Eru lánsloforð þessi 531 talsins, samtals að upphæð kr. 93.245.000.00. Loks veitti Húsnæðismálastofnun bráða- birgðalán á árinu til bygginga- framkvæmda FB í Breiðholti. Nam sú lánveiting samtals kr. 86.380.000.00. Um næslu lánveitingu Hús- næðismálástofnunarinnar vísast til auglýsingar, er birtist um þessar mundir í blöðum og út- varpi. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.