Dagur - 17.01.1968, Blaðsíða 5

Dagur - 17.01.1968, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hJ. Hræddur um stólinn sinn RÍKISÚTVARPIÐ bauð nýlega þeim Bjama Benediktssyni forsætis- ráðlierra og Eysteini Jónssyni for- manni Framsóknarflokksins að gera grein fyrir ástæðum, sem fyrir liendi þyrftu að vera til að ríkisstjóm beri að segja af sér. Hefur trúlega verið ætlunin að gefa Bjarna Ben. tæki- færi til að sýna lærdónt sinn í stjóm- lagafræði, en liann var um tíma prófessor í þeirri grein lögfræðinn- ar. Af því varð þó ekki, því umræð- urnar snérust nær einvörðungu um ríkisstjóm þá, er liann sjálfur veitir forstöðu. Eysteinn hóf sem sé við- talið með því umræðuefni, og sagði það, sem oft hefur áður verið sagt af honum og öðrum, að skýrsla stjóm- arinnar um ástandið í landinu, sem gefin var fyrri hluta ársins 1967, hefði ekki byggzt á staðreyndum, og að stjómin liefði eftir kosningar ekki framkvæmt þá stefnu, sem hún hefði talið sig hafa fyrir kosningar. I>ess vegna væri sá meirihluti, sem stjóm- in hlaut í kosningunum, ekki vel fenginn, þar sem hann hefði verið veittur annarri stjórnarstefnu en framkvæmd væri. Stjóminni hefði því borið að biðjast lausnar með þeim rökstuðningi, að hún gæti ekki framkvæmt þá stefnu, •sem kjósetid- ur liefðu ætlað henni að framkvæma, enda mætti gera ráð fyrir að kjós- endameirihluti henni til handa, væri ekki lengur til. Bjami Benediktsson fór um það mörgum orðum og endurtók oftar en einu sinni, hvílíkur hæfileika- maður Eysteinn væri og vel að sér um hin vandasömustu þjóðmál. Samt kvað liann Eystein ekki skilja þau vandamál, sem nú væru efst á baugi. A þessu skilningsleysi væri torfundnar skýringar. Eina skýr- ingu kvað hann þó raunar liggja í augum uppi að sínu viti. Eystein og fleiri stjórnarandstæðinga væri farið að langa svo mjög í ráðherrastóla, að óþolinmæði utan stjórnar hlyti að glepja þeim sýn. Sannleikurinn er sá, að fáum mun þykja ráðherrastóll Bjama Bene- diktssonar eða stólar samráðlierra hans eftirsóknarverðir, eins og nú er komið þjóðmálum, eftir margra ára mistök og umkomuleysi jreirra þrá- setumanna, sem þá skipa nú. En þrá- setumaðurinn Bjarni Ben. er sí- hræddur um stólinn sinn og skilur ekki annað en aðra hljóti að langa í þennan stól, sem honum sjálfum virðist svo dýrmætur, að liann situr þar lengur en sætt er. Honum finnst allt það bera vott um skilningsleysi, sem fer í bága við setu hans. Hitt virðist ekki hvarfla að honum, að menn óttast nú um þjóðarhag undir stjóm hans og félaga hans. □ UM „ÞORRABLÓT” ÞAÐ hefir verið mjög áberandi hina síðari vetur, að þegar liðið hefir að þorra, hafa verið lát- lausar auglýsingar í blöðum og útvarpi um „þorrablót", það er „þorrablót" hér, og það er „þorrablót“ þar, og virðist þetta stöðugt fara í vöxt. Ekki er ég svo fróður að ég viti hvernig þessi þorrablótstízka hefir myndazt, eða hvað vakað hefir fyrir þeim, sem kornu þeim af stað, en næst er mér að halda, að það hafi verið dulbúin að- ferð til að koma af stað drykkju veizlum. Enda mun það hafa verið svo, að aðal„skemmtun“ hinna fyrstu „þorrablóta“ hafa verið brennivínsdrykkja og hangikjötsát. En nafnið verið valið til þess að fólk áliti, að hér stæði eitthvað „þjóðlegt“ á bak við. Sem betur fer mun nú hafa orðið allmikil breyting á þessum samkvæmum, þannig að víða munu nú margar teg- undir af gömlum íslenzkum mat fram bornar, og ýmis skemmtiatriði um hönd höfð. En því miður mun það þó vera svo, að enn skipi vínið allveru- legan sess á þessum samkom- um, og varla munu þær þykja ná tilgangi sínum, ef vín er þar ekki meira og minna um hönd haft. En nafnið, sem þessum sam- komum er valið, hvaða tilgangi þjónar það? Eru það einhver þjóðleg verðmæti, sem þar standa á bak við, og verið er að bjarga frá glötun, eða er það fegurð nafnsins, sem verið er að sækjast eftir? Spyr sá, er ekk'i. veit. Skoðum þetta nú ofurlítið nánar. Nafnið „þorrablót“ er sótt alla leið aftur í heiðni. Þá var það siður að „blóta“ á þess- um tíma árs „til árs og friðar“, eins og það var kallað. „Blótið“, eða sú athöfn, sem þetta nafn er tengt, var eins og kunnugt er, í því innifalið, að fórnað var dýrum, eða mönnum, eftir því hversu mikið þótti við liggja hverju sinni, eða hvaða venja var á hverjum stað. Ekki hefir nú þessi siður verið tekinn upp við nútíma „þorrablót", og verð ur sjálfsagt ekki. En hvað er þá eftir af „þjóðlegheitunum" í sambandi við þessar samkom- ur? Jú, nafnið. En er það þá svo fagurt að nauðsyn beri til að halda því við, eða hefir það eittlivert menningargildi? Ég held, að flestir munu svara þess um spumingum neitandi. Það er Ijótt, og í fyllsta máta óviður kvæmilegt, og á að hverfa. Mér er nær að halda, að allt þetta „þorrablóta“-fargan sé á misskilningi byggt, og api þar hver eftir öðrum í hugsunar- leysi. Athöfnin á ekkert skylt við hin gömlu „þorrablót", og það verður ekki séð, að nokkur ástæða sé til að halda minningu þeirra á lofti. Þeim var þannig háttað, að við þau eru engar hugljúfar minningar tengdar, sem ástæða sé til að minna á, og halda á lofti. Ég er ekki á móti þessum sam komum í sjálfu sér. Það er ekk ert á móti því, og meira að segja vel til fallið, og ágæt tilbreytni að koma saman einu sinni á vetri til borðhalds, þar sem framreiddur er sá gamli ís- lenzki matur, sem áður var eftirsóttur, og í afhaldi, en nú sézt sjaldan á matborðum. Gætu menn svo haft ýmislegt til skemmtunar í sambandi við þetta, eftir því sem aðstaða er til, og föng eru á. Vínið á að sjálfsögðu að hverfa, svo og nafnið ,,þorrablót“. En vilji menn hafa á þessum samkom- um eitthvert sérstakt nafn, þá er til annað nafn frá fyrri tíð, sem ætti hér mjög vel við, en það er nafnið „sprengikvöld“, en þessar samkomur eru ein- mitt hliðstæð við þau, eða svara til þeirra. Þá var fram borið allt það bezta úr búri og eldhúsi, og ekkert til sparað, svo sem nafn ið bendir til. Til þess mun og ætlast á þessum nútíma hófum, að vel sé framborið, og vel til matar tekið. Mætti þá með nokkrum rétti kalla þessar sam komur „þjóðlegar", þar sem hvorttveggja væri gert, halda við kunnáttu í að verka, mat- reiða og eta hinn gamla ís- lenzka mat, sem nú er svo mjög sjaldgæfur orðinn, en áður skipaði öndvegi á matborði þjóðarinnar. Og þá einnig að minna á gamlan íslenzkan sið, sem eitt sinn mun hafa verið almennur. Hvort samkomur þessar yrðu hafðar á sprengi- kvöldinu sjálfu, eða ekki, skipt- ir í rauninni litlu máli, en vel mætti svo vera. Ég vil með línum þessum skora á alla þá, sem beitt hafa sér fyrir hinum svokölluðu „þorrablótum“ undanfarið, og kunna að vilja halda svipuðum samkomum áfram, að strika liið Ijóta nafn „þorrablót“ alveg út, og láta það hvorki sjást né heyr ast framar, sem samkomuheiti. Það er algjörlega út í hött, og óraunhæft. eins og sýnt hefir verið fram á hér að framan, auk ljótleikans, og þeii-ra atburða, sem því eru tengdir. Ég hefi stungið upp á að láta nafnið „sprengikvöld“ koma í staðinn, þar sem aðaluppistaðan í sam- komum þessum virðist mjög svara til þeirra. En auðvitað gætu fleiri nöfn komið til greina. Stefán Kr. Vigfússon. Forsefaspjall í Reykjavíkurblaði Til Helga Valtýssonar níræðs Himinvegu hefja flug 'heim á slóðir þinar, þakkir ofnar hlýjuhug, hjartans kveðjur mínar. Richard Beck. EINS og kunnugt er á kosning forseta fslands að fara fram síð asta sunnudag júnímánaðar í sumar, og núverandi forseti hef ur lýst yfir því, að hann verði ekki í kjöri. Samkvæmt lögum auglýsir forsætisráðherra kosn inguna eigi síðar en þrem mán- uðum fyrir kjördag og „tiltekna hámarks- og lágmarkstölu með mælenda forsetaefnis úr lands- fjórðungi hverjum í réttu hlut- falli við kjósendatölu'þar.“ En á landinu öllu má meðmælenda tala forsetaefnis vera lægst 1500 en hæst 3000. Framboðum ber að skila eigi síðar en fimm vik- um fyrir kjördag. í Alþýðublaðinu 9. jan. er all löng fréttagrein um forseta- - KREFST NIÐURSKURÐAR A NÆSTA VORI (Framhald af blaðsíðu 8). mælum til Búnaðarþings og Stéttarsambands bænda að vinna að því við ríkisstjórn og Alþingi að tryggja þeim, sem verzla með fóðurvörur, olíu og aðrar helztu lífsnauðsynjar við þær hafnir, sem hætta er á að hafís geti lokað, rekstrarlán, sem geri þeim mögulegt að hafa a. m. k. fjögurra mánaða birgð- ir um hver áramót.“ „Fulltniarfundur Búnaðar- sambands Eyjafjarðar haldinn á Akureyri 15. jan. 1968 sam- þykkir eftirfarandi tillögur varðandi búfjársjúkdóminn hringskyrfi: 1. Fundurinn skorar á hæst- virtan landbúnaðarráðherra að fyrirskipa nú þegar ýtarlega at hugun á búfjárstofninum í ná- grenni við hin sýktu svæði, svo að fyrir liggi með vordögum hversu mikilli útbreiðslu veik- in hefur náð. 2. Fundurinn skorar á Bún- aðarþing 1968 að taka mál þetta - ERFITT TIMABIL I LANDBUNAÐINUM (Framhald af blaðsíðu 1). Kjami 24.241 smál. Þrígildur áburður N.P.K. í hlutföllum 22:11:11 11.030. Kalkammon- saltp. 404 smál. Þrifosfat 9.018 smál. Klórsúrt kalí 4.150 smál. Brennisteinssúrt kalí 742 smál. Blandaður gai'ðáburður 3.685 smál. Aðrar tegundir 819 smál. Töðufengur var með minnsta móti, þegar litið er yfir landið í heild, en nýting heyja var yfirleitt ágæt. Forðagæzlu- skýrslur hafa nú margar borizt til Búnaðai'félags fslands, en þó vantar svo margar enn, að ekki er hægt að segja nákvæmlega hve miklu minni heyin eru nú en í fyrra. Tala búfjár sett á vetur haust ið 1966 og í raun og veru tala búfjár í ársbyrjun 1967, var samkvæmt niðurstöðum forða- gæzluskýrslna: Nautgripir 54.530, þar af kýr 38.918, sauð- fé 847.337, þar af 714.170 ær, hross 35.490, geitur 163, svín fullorðin 446, hænsni 120.262 og endur og gæsir 688. Nautgrip- um hafði fækkað um 5.013 eða 8.4%, en kúm 7.8%, sauðfé fjölg aði um 633 kindur, en ánum fjölgaði þó um 15.532, en hross- um fjölgaði um 1.401 eða 4.1%. Hænsnum fjölgaði um 28%, stafar það líklega að einhverju leyti af betra framtali. Samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráð landbúnaðarins var imivegin mjólk til mjólkur samlaga fyrstu 11 mánuði árs- ins 1967 94.615.375 kg. eða 1% minna magn en á sama tímabili 1966. Samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði var slátrað í sláturhúsum haustið 1967, 858,773 kindum. Slátrað var nú um 3000 ám fleira en haustið 1966. Bendir það til þess að fé hafi ekki fækk að verulega í ár. Heildarmagn kindakjöts, sem barst til slátur húsanna er samkvæmt bráða- birgðayfirlit Framleiðsluráðs 12.594 smálestir, sem er 749 smá lestum meira en 1966 eða 6.3%. Þetta er veruleg framleiðslu- aukning, og mun aðeins að litlu leyti orsakast af fjárfækkun. Ekki liggur þó enn fyrir, hve mikil fækkun er. Meðalfallþungi dilka á land- inu í heild var nú 14.13 kg. og er það 0.54 kg. meiri meðalfall- þungi en 1966. □ Afmæliskveðja JÓHANNES ÁRNASON frá Þórisstöðum á Svalbarðsströnd fékk þessa kveðju á áttræðis- afmæli sínu 10. janúar sl. frá Grími frá Jökulsá: „Áttræðum þér óska eg ástar guðs og dísa 'blíðu, og þínum skála um þveran veg í Þórisstaða túni prúðu.“ Afmælisbarnið kvittar með eftirfarandi orðum: fyrir Ofangreinda kveðju með- tekna á afmælisdaginn kvitta ég hér með fyrir með ástúðar- kveðju til höfundar og allra kunningja nær og fjær. □ til meðferðar og létta ekki bar- áttu sinni fyrir útrýmingu sjúk dómsms, fyrr en fullur sigur er unninn. 3. Að gefnu tilefni skorar fundurinn ennfremur á yfir- dýralækni og Búnaðarþing 1968 að hlutast til um, að aukið eftir lit með útlendingum, sem ráða sig til landbúnaðarstarfa vegna smithættu á búfjársjúkdóm- um.“ Tillögum þessum fylgdi eftir- farandi greinargerð: „Þar sem búfjársjúkdómur- inn „hringskyrfi“ hefur nú ver- ið úrskurðaður á einum bæ ut- an varnargirðinga í Hrafnagils hreppi, er augljóst að taka verð ur fastari tökum á aðgerðum þeim, sem miða eiga að útrým- ingu hans. Er það álit fundar- ins, að varnir gegn útbreiðsl- unni hafi hrapalega mistekizt og að geymsla sjúkdómsins í ófullnægjandi girðingarhólfum, ásamt slælegu eftirliti sumar- langt, hafi verið hin mesta yfir- sjón. Eftir þessa reynslu á vörn unum telur fundui'inn, að örugg asta leiðin sé niðurskurður hins sýkta kúastofns á næsta vori, enda sú braut þegar rudd með niðurskurði á sauðfé og hross- um á sl. hausti." Um verðlagsmál land- búnaðarins. „Aukafundur í Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar haldinn á Akureyri 15. jan. 1968 undrast það seinlæti yfimefndar að ákveða verðlagsgrundvöll land- búnaðarins eins og átti sér stað á sl. ári. Þá mótmælir fundurinn harð lega, úrskurði meirihluta yfir- nefn'dár', þar sem verðlagsgrund völlur sá, sem ákveðinn er, get- ur á engan hátt veitt bændum tekjur, er séu sambærilegar við tekjur annarra vinnandi stétta. Er með því lítilsvirtur löghelg- aður réttur bænda, enda lögin sniðgengin með úrskurðinum. Fundurinn krefst þess, að ríkis sjóður greiði að fullu saman- lagt fjárhagstjón, að upphæþ 45—50 millj. kr. sem hlaust af því, að verðlagning landbúnað- arvara var ákveðin þremur mánuðum síðar en lög ákveða. Ennfremur, að landbúnaðurinn njóti svipaðra hliðarráðstafana og hann naut við verðlagningu haustið 1966. Felur fundurinn Stéttarsambandinu að vinna að framgangi málsins og gera ríkis valdinu Ijóst, að bændur uni ekki við jafn skarðan hlut í verðlagsmálum sínum og þeim er nú búinn. Loks telur fund- urinn, að nauðsynlegt sé að setja skorður við því, að sama öngþveitið í verðlagsmálum og á síðasta hausti endurtalist.“ Allar tillögurnar voru sam- þykktar samhljóða. Engin mót- atkvæði. □ kjörið. Eru þar nefndir með nafni margir menn, sem blaðið segir að „nefndir hafi verið for- setaefni manna á meðal meira og minna." Um suma þeirra lætur blaðið að því liggja, að aldur þeirra sé hærri en æski- legt sé í þessu sam'bandi og eru þó allir yngri en Frakklands- forseti, sem hefur þó miklu meiri völd og ábyrgð en forseti hins íslenzka lýðveldis, sem raunar er „ábyrgðarlaus í stjórnarathöfnum" samkvæmt stjórnarskránni. Svo er að skilja á Alþýðublaðinu, að ekki muni skortur á hæfum mönn- um í þetta virðulega embætti. Er það og ekki ólíklegt, því þeg ar á tímum hins forna þjóð- veldis þóttu íslenzkir menn kunna sig vel meðal þjóðhöfð- ingja og gáfu stundum konung um ráð, sem vel dugðu. Alþýðublaðið segir, að mest hafi verið talað um Gunnar Thoroddsen. Blaðið segir um þetta: „Langt er síðan helztu stuðningsmenn Gunnars tóku að undirbúa framboð hans. Þótti hann sem stjórnmálamað- ur líklegt forsetaefni og hefur aukið hróður sinn sem sendi- herra í Kaupmannahöfn.11 En áður var Gunnar fjármálaráð- herra í viðreisnarstjórninni. Og Alþýðublaðið segir enn: „Aug- ljóst er þó, að veruleg andstaða er gegn Gunnari. Stafar hún sumpart af pólitískum rótum en sumpart af því, að Gunnar er tengdasonur núverandi for- seta, þótt eiginkonan sé honum til mikils sóma.“ Sennilega á blaðið hér við það, að ekki sé talið æskilegt að skapa fordæmi fyrir því, að hið íslenzka þjóð- höfðingjaembætti gangi í arf til afkomenda eða venzlamanna. • Þó að forSétaefnalisti Alþýðu blaðsins sé á ýmsan hátt at- hyglisverður, þykir ekki ástæða til að birta hann hér, enda munu fleiri mælast við um þessi efni eii Reykvíkingar. Ef það er rétt hjá Alþýðu- blaðinu að svo „pólitískur" mað ur sem Gunnar Thoroddsen hef ur verið til skamms tíma, verði í kjöri, má sennilega búast við, að um fleiri slíka verði að velja, enda eru nokkur þjóðkunn pólitísk nöfn á umræðulista Al- þýðublaðsins 9. þ. m. Ýmsir eru þó sjálfsagt þeirrar skoðunar, að reyna beri að koma á þjóðar einingu um mann, sem ekki hefur staðið styr um. □ - „Nú árið er liðið“ (Framhald af blaðsíðu 8). að ljúka við vísuna. Margir gerðu það. Steingrímur í Nesi sagði: Eftir sumar stutt og stirt starir á blómlaust hauður hélustakki haustsins girt himinn líknarsnauður. Og Hermann á Bakka sendi: Eftir sumar stutt og stirt stælist þjóðar kraftur. Það hefur fyrr og svartar syrt samt hefur birt upp aftur. Og við skulum vona að svo verði enn. Fyrir Laxárdal varð síðast- liðið ár mesta örlagaár, þar sem Rafveita Akureyrar og ríkis- stjórn ákváðu vegna raforku- framkvæmda við Laxá að leggja byggðma í eyði innan fárra ára. Ekki mun þýða að deila við dómarann í þessu máli, en ekki virðist réttur ein staklingsins mikill. Ekki hafa menn enn ráðið, hvað gert verð ur í framtíðinni. G. G. SJÖTUGUR: Jón Kr. Níelsson kaupmaður MAÐUR hirekkur við þegar samferðamennirnir eiga stór- afmæli. Það minnir óvægilega á, hversu tíminn flýgur og fer, hve ævihjólið snýst með misk- unnarlausum hraða, sem ber lífsfleyið óðfluga að hinni fyrir heitnu strönd. Jafnframt minn- umst við þó um leið hinna góðu, gömlu daga, meðan við vorum enn ung og sáum framtíðina í bláma glæstra vona og fagurra framtíðardrauma. Og þó þessir endar nái auðvitað aldrei sam- an, er notalegt að eygja þá báða í senn. Það minnir á hringrás- ina, óendanleikann, og hjálpar manni til að sætta sig við hið óhjákvæmilega: að þokast áfram, en aldrei til baka.... JÓN KRISTJÁN NÍELSSON, kaupmaður, Grænugötu 12 á Akureyri, er sjötugur. í .dag. Hann er Árskcgsstrendingur og sleit ekki aðeins barnsskónum þar ytra, en lifði þar og starfaði sem bóndi og sjósóknari fram á efri ár. Eftir að hann fluttist til Akureyrar, sneri hann sér að verzlunarstörfum. Stofnsetti hann, ásamt Magnúsi Sigurjóns syni, húsgagnaverzlunina KJARNA, og er orðinn Akur- eyringum og nærsveitamönn- um að góðu kunnur í því starfi og unir því vel. Fyrir fjórum áratugum stofn aði Jón, í félagi við Gunnar, 'bróður sinn, nýbýlið BRIM- NES, og bjó þar þangað til hann fluttist í kaupstaðinn 1948. Tók Jón mjög virkan þátt í félags- málum sveitar sinnar, starfaði áreiðanlega í öllum félögum, sem þar voru til, nema líklega ekki kvenfélaginu. í stjórn umf. Reynis var hann lengi og fórn- aði því miklu af tíma sínum, einkum við leiklist og söng- málastörf. Jón var ágætlega lið tækur á fundum, því að honum var létt um málflutning og gat orðið harðsnúinn, hvort heldui' var til sóknar eða vamar, eins og við á um áhugamenn. Jón hefur verið einstakur lukkunnar pamfíll í hjónabandi sínu. Hann er giftur hinni ágæt ustu konu, Petreu Jónsdóttur (frá Stærra-Árskógi) og eiga þau fimm, uppkomin og mann- vænleg börn — og mörg barna- börn. Þessi greinarstúfur átti ekki að vera nein æviskrá og enn síður eftirmæli, því að vonandi á Jón enn mörg æviár fram- undan. Ég vildi einrmgis kvitta fyrir löng og ágæt kynni, marg an góðan greiða og ánægjulegt samstarf fyrr og síðar. Óska ég þeim hjónum og öllu þeirra skylduliði gæfu og gengis um ókomin ár. 13. janúar 1968. Jólianncs ÓIi Sæmundsson. NORRÆN MYNDLISTARKEPPNI ÆSKULÝÐSRÁÐ Vásterás hef ur boðið vinabæjum sínum á Norðurlöndunum að taka þátt í Norrænni myndlistarkeppni fyrir unglinga á aldrinum 16— 20 ára. Hér á Akureyri mun Einar Helgason, kennari, annast fram kvæmd mjmdlistarkeppninnar f. h. æskulýðsráðs og eru þeir sem hafa hug á þátttöku beðnir að snúa sér til hans. Hér fara á eftir reglur fyrir þátttöku í hinni Norrænu mynd listarkeppni: 1. Æskulýðsráð Vásterás stendur fyrir keppninni. 2. Þátttakendur skulu vera á aldinum 16—20 ára frá nor- rænu vinabæjunum Akureyri, Lahti, Randers, Álesund og Vásterás. 3. Efni myndar skal vera „Ungli-ngar í starfi“. 4. Þátttakendum er heimilt að teikna eða mála með hverju því efni og með þeim aðferðum, sem þeim finnst henta. Málverk eða teikningar skulu settar á þykkan karton og ekki í' ramma. Stærsta leyfileg stærð er 42x35 cm. — Nafn, heimili, fæðingardagur og ár þátttak- anda skal rita aftan á viðkom- andi mynd. 5. Keppnistímabili lýkur 15. apríl 1968, og skulu þá verkin vera komin til viðkomandi dóm nefndar. (Dómnefnd hér á Ak- ureyri verður tilkynnt síðar). 6. í hverjum vinabæjanna á að tilnefna dómnefnd, sem tek- ur á móti verkunum. Velur hún alls 20 myndir sem senda skal til Vásterás í síðasta lagi 1. maí 1968. Dómnefnd í Vásterás vel- ur þann sem hlýtur 1. og 2. verðlaun frá hverjum stað. Urslitin verða tilkynnt í síðasta lagi 15. maí 1968. 7. Fyrstu-verðlaunahafar í hverjum vinabæjanna fá ókeyp is vikudvöl á norrænu æsku- lýðsleiðtogaviku vinabæjanna, sem haldin verður í Vásterás í sumar. Þar að auki verða veitt 5 fyrstu verðlaun að upphæð kr. 3.300.00 (ísl. kr.) hver, og 5 önnur verðlaun að upphæð kr. 1.550.00 hver. 8. f Vásterás verður efnt til sýningar á verkunum frá hin- um 5 aðilum. Sýningin verður opnuð og verðlaun afhent í sam bandi við norrænu æskulýðs- leiðtogavikuna. Frá æskulýðsráði. Fréttabréf úr Reykjadal ] Laugum 12. jan. Tíð hefur verið óstöðug um jól og áramót, hríð- arveður með hörðu frosti þrjá fyrstu daga ársins. Komu nem- enda í Laugaskóla seinkaði um einn dag vegna ófærðar og mjólkurflutningar trufluðust. Ýtur og vegheflar hafa átt ann- ríkt við að ryðja snjó af vegin- um til Húsavíkur. Haglítið hef- ur verið í vetur og fénaður gjafafrekur og kemur það sér illa eftir lélegt heyskaparsumar. Lítið hefur verið um félagslíf þennan tíma nema jólatrés- skemmtun fyrir börn á þrett- ándanum. En fólk fór í heim- sóknir. Hinn 30. des. var jarðsett að Einarsstöðum frú Helga Jakobsdóttir húsfreyja að Laugavöllum hér í sveit. Hún andaðist í Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri fyrir jól, 67 ára að aldri og hefur um árabil átt við sjúkleika að stríða. Helga var fædd að Hólum í Reykja- dal, lærði hjúkrun og vann mikið líknarstörf í héraðinu í lömunarvei-kifaraldri árið 1924 og í Laugaskóla þegar misling- ar gengu þar veturinn 1950—« 1951. Eftirlifandi manni sínum, Aðalsteini Aðalgeirssyni, giftist Helga 1929 og reistu þau ný-. býlið Laugavelli í landi Stóru- lauga. Eignuðust þau hjón fjög- ur börn, sem öll eru á lífi. Hinn 3. jan. átti hálfsystir Helgu, Unnur Jakobsdóttir, átt ræðisafmæli. Hún lauk gagn- fræðaprófi á Akureyri 1911, hef ur lagt fyrir sig kennslu og hef- ur kennt víða um land, en lengst í heimasveit sinni, einnig skrifstofustörf í Reykjavík og Akureyri. Nú býr hún ásamt systur sinni, Ka-istinu, fyrrv. kennslukonu við Húsmæðra- skólann á Laugum, í húsi, sem þær létu reisa sér í túni Hóla þegar þær höfðu látið af störf- um fyrir aldurs sakir. Hinn 26. des. sl. voru gefin saman í hjónaband í Grenjaðar staðakirkju af séra Sigurði Guð mundssyni prófasti, ungfrú Elín Inga Jónsdóttir, Helluvaði, Mý- vatnssveit og Jón A. Jónsson, Hömrum, Reykjadal. Fyrst um sinn eru þau búsett að Hvíta- felli í Reykjadal. G. G. VINNINGAR í happdrætti Framsóhnarflokksins DREGIÐ var í happdrætti Framsóknarflokksins á Þorláks messu, en þar sem ekki höfðu borizt skil, hefur ekki verið hægt að birta vinningsnúmerin fyrr en nú. Vinningarnir eru eitt hundrað talsins, allir hinir girnilegustu, og fara vinnings- númerin hér á eftir í 'númera- röð: 704 Myndabókin ísland 1188 Svefnpoki 1323 Veiðisett 1640 Veiðisett 1804 Hrærivél 2377 Veiðisett 2501 Frönskunámskeið 2944 Myndabókin ísland 3655 Myndastytta 3686 Bifreið 3716 Myndabókin ísland 3930 Bakpoki 3933 Myndavél 4187 Veiðisett 4501 Myndabókin ísland 4505 Myndabókin ísland 4511 Veiðisett 4516 Bakpoki 4545 Málverk 4567 Ferðahúsgögn 4645 Myndabókin Island 5328 Myndavél & sýningarvél 5444 Myndabókin ísland 5469 Hárþurrka 8026 Myndabókin ísland 8046 Myndabókin ísland 8149 Rafmagnsritvél 8153 Rafmagnsritvél 8346 Myndastytta 8374 Myndavél 8900 Myndastytta 8996 Myndavél 10237 Myndastytta 10239 Myndastytta 10340 Sjónauki 10708 Myndavél & sýningarvél 11072 Ryksuga 11146 Myndabókin ísland 11148 Myndabókin ísland 11982 Sjónauki 12344 Kvikmjmdavél 12471 Veiðisett 13144 Sjónauki 14044 Veiðisett 14591 Tjald og viðleguútbún, 14998 Kvikmyndavél 15244 Myndavél ] 15369 Myndabókin ísland 16006 Myndastytta 16168 Ferðaritvél i 16486 Enskunámskeið 16847 Sjónauki i 17442 Saumavél 17546 Sjónauki 17610 Myndastytta 17692 Myndavél 17804 Málverk 18096 Tjald 18119 Kvikm.vél & sýningarvél 18183 Dönskunámskeið 18493 Þýzkunámskeið 18595 Myndastytta 18711 Sjónauki | 19104 Bakpoki 19708 Myndabókin ísland '| 19870 Saumavél 19886 Málverk ) 19911 ítölskunámskeið ) 20543 Myndastytta 20722 Ferðaritvél t 22283 Bakpoki 22422 Froskmannsbúningur j 22530 Málverk | 22533 Veiðiáhöld 2256L Veiðisett 22719 Spönskunámskeið 22791 Píanó 23823 Myndastytta ) 24487 Sjónauki 24933 Veiðisett 'j 25002 Myndastytta i 25373 Myndastytta ’) 28293 ísskápur 29166 Þvottavél, sjálfvirk i 30050 Myndabókin ísland | 30076 Svefnpoki 30501 Sjónauki 'j 31108 Myndastytta 31161 Veiðisett 31320 Tjald 33282 Kvikm.vél & sýningarvél 33362 Sjónauki 33505 Myndastytta 33707 Prjónavél 33778 Sjónauki 33871 Kvikmyndavél 34386 Hrærivél 34561 Bakpoki 34614 Myndabókin fsland 34798 Ferðahúsgögn Birt án ábyrgðar, í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.