Dagur - 31.01.1968, Side 5

Dagur - 31.01.1968, Side 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hl. Kosningafróðleikur í NÝÚTKOMNUM skýrslum frá Hagstofu íslands er margs konar tölulegur fróðleikur um aljiingis- kosningarnar 11. júní 1967. Kemur Jiar ýmislegt fram, sem almenningi var ekki áður kunnugt, t. d. kosn- ingaþátttaka í hverjum hreþþi um land allt, svo og ýmsir nýir útreikn- ingar, sem Hagstofan liefur gert. Þar kemur fram, að kjósendur eru hlut- fallslega færri nú en fyrr miðað við íbúatölu, og stafar það af Jm, hve fjölmennir Jieir árgangar eru, sem fæddir eru síðustu tvo áratugina. Arið 1946 var kjósendatalan 59% af íbúatölu í landinu í heikl en árið 1967 ekki nema 54%. En alls voru kjósendur í síðustu aljnngiskosning- um rúmlega 107 þúsundir. Atkvæði greiddu tæp 98 þúsund. Kosninga- Jjátttaka að meðaltali var 91.4%. Vorið 1963 var kosningaJ)átttakan 91.1% og liaustið 1959 var hún 90.4%. í Norðurlandskjördæmum báðum og í Reykjaneskjördæmi var kosn- ingarþátttakan 91%, í Vestfjarðar- kjördæmi 90,1% og var minnst J>ar. í Austurlandskjördæmi 91,2%, í Reykjayík 91,2% en mest í Suður- landskjördæmi og Vesturlandskjör- dæmi 92,5%. Til skýringar má geta þess, að ef kosninga})átttakan liér í Norður- landskjördæmi eystra Iiefði verið jafn mikil og þar sem liún var mest, liefði J>að munað 175 atkvæðum í kjördæminu. Hér í þessu kjördæmi voru 11646 kjósendur á kjörskrá, en 10593 greiddu atkvæði hér og 995 utan kjör staðar. Kosningu neyttu 91%. Mest var þátttakan í Kelduneshrepþi í N.-Þing., 98.3%. Ekki var J)að J)ó landsmet J)ví að í Hvammshreppi í Dalasýslu kusu 98.4%, í Geithellna- lireppi í S.-Múl. og Sandvíkurhreppi í Árnessýslu 98.5%. Og í Þingvalla- sveit í Árnessýslu og í Álftaveri í V.- Skaft. 100%. í kaupstöðunum þremur hér í kjördæminu var mest þátttakan í Ólafsfirði 93.6%, en á Akureyri 90.8% og á Húsavík 91%. I Eyjafjarðarsýslu kusu 90.5%, í S.-Þing. 90.4% og í N.-Þing 91.9%. Framsóknarflokkurinn hafði mest fylgi í 5 kjördæmum og Sjálfstæðis- flokkurinn í þremur. I landinu í lieild hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 37.5% atkvæða en Framsóknarflokk urinn 28.1%. í landinu utan höfuð- borgarinnar hlaut Framsóknarflokk urinn nokkru meira atkvæðamagn en Sjálfstæðisflokkurinn. Mest hlut- fallslega var fylgi Framsóknarmanna í Austurlandskjördæmi 53.6%, í (Framhald á blaðsíðu 7). ENN NOKKUR ORD UH „GRUNDARORMINN Mykjudreifarinn GUFFEN, „gamla gerðm,“ sem liefir verið notuð og er notuð hér á landi. þarf búið við MIKIÐ er nú búið að rita og ræða um kvilla þann, sem hefur herjað hér á nokkrum bæjum sl. ár og nú síðast hlotið það virðu- lega nafn „Grundarormur“. Allt, sem hingað til hefur sézt á prenti um þetta mál, hnígur mjög í sömu átt: að ásaka ráða- menn og heimta skilyrðislaust niðurskurð á öllu kviku á þessum bæjum. Oft hef ég furðað mig á, að enginn skuli hafa látið til sin heyra í öðrum „dúr“. Það er nú svo, að það er oftast fleiri en ein hlið á hverju máli, og hefur löng- um verið talið heilbrigðara að líta á málin frá sem flestum hlið- um." • Nú langar mig til að segja nokkur orð frá mínum bæjardyr- um séð „fyrst allir aðrir þegja“. Það var að vonum, að nokkr- um óhug sló á fólk, þegar þessi nýi búfjársjúkdómur barst til landsins í fyrra haust. Verst var, að dýralaeknar virtust furðu fá- fróðir og virtust sem minnst vilja fullyrða um það, hvernig veikin hagaði sér. En svo fóru að mynd- ast alls konar furðusögur um þennan nýja „voðasjúkdóm“. Enginn vissi hvar þær áttu upp- tök, en þær gengu frá manni til manns. Já flugu eins og eldur í sinu og mögnuðust og margföld- uðust, svo segja mátti, að þar væri ein fjöður orðin að fimm hænum eins og í sögunni forð- um. Og enn eftir rúmt ár er fólk, sem maður hittir oft að kvarta um, að verst sé að vita ekki, hvað sé satt og hvað logið í þessu máli. Eg er viss um, að afstaða almennings væri önnur en hún er, ef dýralæknar hefðu strax skrifað í blöð og tímarit og skýrt frá því, sem þeir vissu um veik- ina, og svo fylgst með gangi hennar og alltaf sagt frá því, sem var að gerast. Ein af fyrstu fyrirskipunum dýralæknis um meðferð og varn- ir var bann við að bursta og klippa kýrnar, til að reyna þann- ig að koma í veg fyrir smitun. Einn bóndinn braut þetta bann og það varð til þess, að hjá hon- um gekk þetta yfir á nokkrum mánuðum, gripirnir voru allir lausir við það í vor og til reynslu var aðkomugripur látinn í fjósið og er hann heilbrigður enn. Þetta finnst manni benda til, að veikin „liggi ekki niðri“ eftir að gripir eru lausir við hana. — Á hinum bæjunum flestum var reynt að fara eftir læknisráði og bera á hvern blett um leið og vart varð við þá og hefur það vafalaust tafið fyrir smitun, einnig forðast að klippa og bursta. Mjög er misjafnt, hvað grip- irnir eru lengi með útbrotin og- einnig misjafnt, hvað blettirnir verða margir og stórir. Reynslan hefur sýnt, að ef gripirnir eru vel fóðraðir og í alla staði alheil- brigðir, verður lítið úr þessu og blettirnir hverfa fljótt. En ef ein- hver krankleiki er í þeim verða blettirnir meiri og þrálátari. En engan grip hef ég séð jafn mikið útsteyptan og útlenda nautkálf- inn, sem annað slagið hafa birzt myndir af í blöðum og nú síðast í hinum virðulegasta félagsskap. En eðlilegra hefði mér fundizt, að ritstjórinn hefði brugðið sér með myndavélina í eitthvert fjósið á sýkta svæðinu, svo hann gæti sýnt og sannað hvað hér var að gerast. Venjulegasti tíminn, sem gripimir voru með þetta var um tveir mánuðir, stundum stj'ttra en varla yfir þrjá. Enginn, að einum bóndanum undanskild- um, hefur orðið var við nokkur veikindi í nokkurri skepnu, varla hægt að sjá, að þær klæi í blett- unum og aíurðatjón er alls ekki til. Þeir menn, sem ekki vilja trúa því, ættu að grennslast um mjólkurinnlegg þessara bænda síðastliðið ár og bera saman við næstu ár á undan. Þá töldu dýralæknar, að reynsla erlendis af þessari veiki væri sú, að gripir, sem búnir væru að fá hana, yrðu ónæmir fyrir henni á eftir. Og reynslan, sem fengin er af henni hér, á þessu eina ári virðist líka styðja það, því að ekki er vitað, að nokkur gripur hafi fengið hana nema einu sinni. — Þá er vill- andi sagt frá í einni blaðagrein, þar sem sagt var, „að lækning hefði ekki tekizt nema á einum bænum“. Okunnugir gætu haldið, að á hinum bæjunum væri allt fársjúkt af „kaunum og graftrar- kýlum“. Hitt mun það sanna í málinu, að veikin sé að fullu gengin yfir á flestum eða öllum bæjunum þar sem hún kom upp i fyrra og engin ný tilfelli á þeim bæjum í vetur. Þá kom það í ljós í sumar, að kvígum, sem lágu úti og aldrei var borið á, batnaði eins fljótt og hinum, sem alltaf var passað að bera á. Og það mun vera óhætt að taka dýpra í árinni en Sæmundur Friðriksson, þegar hann hafði sagt, að stund- •um batnaði veikin af sjálfu sér. Hún mundi alltat batna at sjállu sér. Þá varð ekki vart við, að veikin bærist með fólki eða dauðum hlutum milli gripa. Á sumum bæjunum hagaði þannig til, að kvígur voru hýstar annars staðar en i fjósi og sömu menn gengu á milli við hirðingu, oft á dag, en hún barst þó ekki í kvig- urnar fyrr en þær komu út og í beina snertingu við gripi, sem ekki voru lausir við þetta. Og svo er hert á baráttunni. Heimtaður niðurskurður allra gripa á þessu svæði, þegar þeir eru orðnir alheilbrigðir og ónæm- ir fyrir veikinni. Það finnst mér að væri að bjóða hættunni heim, ef um það væri að ræða, að orm- urinn gæti einhvers staðar legið í leyni. Og þá er það frumvarpið, sem lagt var fram, þar sem ríkissjóði var heimilað að leggja fram allt að 10 milljónum kr. til að bæta þessum bændum niðurskurðl! — Mjólkurinnlegg þessara bænda flestra mun vera frá 70 til á ann- að hundrað þúsund lítrar á ári og þá getur hver sem vill reikn- að, hvað sú mjólk gerir.Þá mundi hrökkva skammt það, sem grip- irnir gerðu á blóðvelli til að kaupa nýja í staðinn, fyrir utan það, að 2—4 hundruð jafngóðir gripir yrðu ekki auðfengnir og verð mundi margfaldast við eft- irspurnina. Ætli það yrðu ekki liðugar 10 milljónir, sem það kostaði að bæta þessum bænd- um að íullu svo þeir skö&uðust ekki? Og hvenær svo sem er hægt að bæta ngkkrum bónda „að fullu", ef bústofn hans allur, sem hann hefur lagt ævistarf sitt í að rækta og bæta, er brytjaður niður? Og hvernig á að fara með jarðirnar þegar ekki má nytja þær? Það þýðir lítið að heyja, þegar ekki má selja tuggu af heyi út af svæðinu og ekki má taka nýjan bústofn fyrr en eftir ein- hver ár. Allir, sem nálægt jarð- rækt hafa komið, vita hvernig ræktað land fer; ef ekki er borið á það og það nytjað. Sýnist þá ekki annað fyrir hendi en að bera á og heyja og brenna svo heyið. — Það sjá allir, sem ekki eru steinblindir af æsingum, að ef niðurskurður nær fram að ganga, er það sama og að leggja í auðn allar þessar góðjarðir í einu bezta og blómlegasta land- búnaðarhéraði landsins, a. m. k. um árabil. Oll bændasamtök líta með ugg á flóttann úr sveitunum og telja, að ekkert megi til spara að hefta hann. En nú skera þau upp herör um undirskriftir til að heimta niðurskurð. Þeir heimta blóð og meira blóð. Það mátti búast við því þegar ráðist var á féð og hrossin í haust, þegar nið- urskurður var á annað borð haf- inn, að heimtaðar yrðu stærri fórnir — nautgripirnir líka. — Ef hér hefði verið um að ræða lífshættulegan sjúkdóm eða veik- indi, sem sköpuðu afurðatjón hefði vitanlega ekki mátt horfa í neinar fórnir, en þar sem varla er hægt að kalla þetta annað en leiðan kvilla eru engar blóðfórnir hans vegna réttlætanlegar, en auðvitað er sjálfsagt að reyna eftir megni að hefta útbreiðslu hans. Þetta síðasta, sem næstum hlaut að verða (og þó vonum seinna) þar sem jafnstutt er í Ytrafell þar sem veikin var og jafn stöðugur samgangur á milli. En þó svo, að niðurskurður hafist i gegn, getum við verið ör- ugg um að vera alveg laus við Grundarorminn með það? Rekur hann ekki upp hausinn eins og selurinn á Fróðá einhvers staðar þar sem hans er sízt von? Ekki hefur enn verið minnzt á að taka úr umferð allt fólkið, sem búið er að vera með kvillapn, enda er það búið víða við að koma. En ef þetta getur lifað utan við lik- ami manna og dýra, er ekki ólik- legt að það geti leynst einhvers staðar í híbýlum fólks, sem hefur verið með það, ef það á að geta lifað í heyi og grasi. Og þá gæti maður látið hvarfla að sér, úr því sannað er að hross geta feng- ið snert af þessu, að eitthvað af þeim tugum flækingshrossa, sem skörkuðu um sömu hnjótana og sýktu kvígurnar á Grund II í fyrravetur, hefðu kannske náð í eitthvað af þessu og þá getað breitt það út, því þessi hross voru víðs vegar að. Og blettirnir, sem komu á tryppin mín í sum- ar voru svo lítilfjörlegir, að ekki hefði verið eftir þeim tekið nema fyrir það, að þau voru undir næstum daglegu eftirliti og allir blettirnir voru horfnir og hárgað- ir eftir mánuð. Vel gæti því fjöldi af þeim hrossum, sem ganga úti og sjaldan er litið á, verið búin að vera með þetta, án þess að nokkur hefði hugmynd um. Þá hef ég talað við nokkra danska fjósamenn og spurt þá, hvernig þeir bregðist við þessum sjúkdómi þar í landi. Þeim hef- ur öllum borið saman um, að þar sem þeir hafi verið hafi hreint ekkert verið við honum gert. Þar sé þetta aðallega talin kálfaveiki og ekki sé borið á þá, heldur lát- ið batna af sjálfu sér. UIu heilli var hafinn niður- skurður í haust á sauðfé og hross- um, en þó tel ég síðari villuna verri hinni fyrri, ef niðurskurðar- mönnum tekst að láta fella kúa- stofninn lika og leggja þannig í auðn nokkurn hluta af Hrafna- gilshreppi, sem í fyrra var tekju- hæstur á landinu. Holtseli, 16. janúar 1968. Svanhildur Eggertsdóttir. Við undirritaðir búendur á þeim bæjum, sem hin svonefnda veiki „hringskyrfi“ náði fótfestu fyrir rúmu ári síðan og var ríkj- andi í nautgripum okkar fram á síðasta haust, erum að öllu leyti sammála því, sem fram kemur í grein Svanhildar Eggertsdóttur húsfreyju í Holtseli í Hrafnagils- hreppi, um nefnda veiki — og birtast mun í dagblöðum Reykja- víkur nú á næstunni. Reynsla okkar af þessari veiki, fram á þennan dag, og sú staðreynd að enginn nautgripur gengur lengur með sýnileg merki hennar, styð- ur þá skoðun okkar, að alls enga nauðsyn beri til að niðurskurði verði beitt, eins og nú horfir, heldur verði varnir efldar um hin sýktu svæði og séð hvort ekki tekst að ráða niðurlögum veik- innar, án mjög róttækra ráðstaf- ana. Ketill S. Guðjónsson Finnastöð- um, Ketill Helgason s. st„ Smári Helgason Árbæ, Reynir H. Schiött Hólshúsum, Helgi H. Schiöth s. st„ Gísli Björnsson Grund I, Ingvar Kristinsson Möðrufelli, Kristján Stefánsson Grýtubakka II, Magnús Snæ- bjarnarson Syðri-Grund, Sævar Magnússon, Syðri-Grund, EgiII Halldórsson Holtseli. Nokkrar athugasemdir 1. Frúin talar um „furðusög- ur“. Slíkar sögur frá Grundar- plássinu eru margar og eflaust fleiri en ég hefi heyrt. En þær furðulegustu eru sannar og vott- fastar, sumar liggja hjá sýslu- manni. Þær snerta mjög þá að- ila, sem nú láta birta nöfn sín undir grein frúarinnar. Ef eitt- hvað er „furðulegt" í þessu sam- bandi þá er það e. t. v. það, að bændur í Grundarplássi skuli minna á þessa hlið málsins. 2. Þá talar frúin um „fáfræði“ dýralækna og þögn þeirra. Hún bætir vel úr þessu í grein sinni og bændur hjálpa til með því að gefa kúm sínum heilbrigðisvott- orð í lokin! 3. Enn fullyrðir frúin, að „af- urðatjón sé alls ekki til“, vegna hringormaveikinnar. Ríkið er bú- ið að greiða nokkrar milljónir króna í lækningar og girðingar vegna veikinnar. Eflaust gleymdu bændur ekki þessu lítilræði, ef þeir hefðu þurft að greiða úr eig- in vasa., 4. Frúin í Holtseli óttast eyð- ingu byggðar vegna niðurskurð- ar. Þar yrði um tímabundna erf- iðleika að ræða. En hvað þá um allar aðrar byggðir, sem vissu- lega eru í hættu? 5. Frúin harmar niðurskurð sauðfjár og hesta. Þar liggja leið- ir okkar saman í skoðunum, hvað sauðféð snertir, enda var það heilbrigt. Það hefðu ein- hvern tíma þótt tíðindi, ef kýr hefðu verið skornar til að útrýma mæðiveiki í sauðfé, enda var það ekki gert. Nú er hins vegar sauðfé lógað til að útrýma kúa- sjúkdómi. Auðvitað átti að byrja á því að lóga hinum sýkta stofni, þ. e. kúnum, og svo öðrum bú- peningi í varúðarskyni. Með því móti voru, að áliti allra dýra-,., lækna, sem ég hefi talað við,^ mestar likur á, að tækist að út- ' rýma veikinni. Nýr innfluttur bú- fjársjúkdómur er ekkert einka- mál þeirra bænda, sem nú er bú- ið að setja í girðingar með sjúk- um gripum, heldur bændastétt- arinnar allrar. 6. Greinarhöfundur telur í sinni sjúkdómsgreiningu, að kýrnar læknist á u. þ. b. tveim mánuðum. — Héraðsdýralæknir lýsti því yfir í blaðaviðtali eftir eins árs lækningatilraunir sínar, að nautgripir á aðeins 3 bæjum af 9 væru læknaðir. 7. Þá skopast frúin að umræð- um á Alþingi um 10 milljón kr. heimild til að mæta tapi bænda ef til niðurskurðar kæmi á hring- ormasjúkum gripum. Slíkt ætti hún að gera með gát og ætti ekki að þurfa lengri orðræður um það atriði. 8. Þá segir frúin, að bænda- samtök skeri nú upp herör og heimti blóð og meira blóð. Þetta væri betur orðað svo, að bænda- samtökunum væri nú loks ljós hættan af hringorminum og vildu nú forða allri landsbyggð frá því böli, sem hrjáð hefur fénað og fólk á nokkrum bæjum. 9. Greinarhöfundur segir, að „þetta síðasta, að veikin kom upp í Möðrufelli, var ekki ann- að en það, sem næstum hlaut að verða (og þó vonjim seinna), þar sem jafn stutt er í Ytrafell þar sem veikin var og jafn stöðugur samgangur á milli.“ Ekki ber okkur Svanhildi mikið á milli hér um það, hvernig varnirnar eru framkvæmdar, en það mál hefi ég vítt opinberlega. 10. I grein frú Svanhildar seg- ir, að vel gæti fjöldi hrossa hafa tekið veikina, án þess menn vissu. Þessu er hér með vísað til þeirra, sem með eiga að fara. Og að síðustu segir hún frá áliti danskra fjósamanna. En þar er sýki þessi algerlega landlæg. I Noregi aftur á móti, er reynt af fremsta megni og til þess varið stórfé, að verja hin ósýktu svæði. Norskur dýralæknir segir, að bændur, sem búi við þessa veiki verði fyrir miklu fjárhagslegu, árlegu tjóni. Yfirdýralæknir, einnig norskur, tekur í sama streng. Hann bendir ennfremur á, hve örðugt sé að ráða fólk í sláturhúsvinnu á sýktum svæð- um, vegna þess hve margt af því veikist og sumt alvarlega. I öllu ber grein frú Svanhildar það með sér, að hún og menn hennar óttast niðurskurð vegna eigin hags. Ekkert dreg ég úr al- vöru hinna róttækustu að- gerða. I þessu efni eiga margir að bæta fáum að fullu það tjón er þeir yrðu fyrir. —- Og hin þrengstu sjónarmið eiga ekki annan rétt þegar um jafn þýð- ingarmikið þjóðfélagsmál er að ræða. E. D. FALLHÆTT ER FRAMHLEYPNI Nýlega hefir talað maður, sem er alveg vitlaus á móti því, að láta morgundaginn koma á undan deginum í dag. Það sem liggur á bak við þessa prédik- un postulans, er andúð hans á rétti annarra, en ekki sínum eigin. Það sem þessi hugsigl- ingamaður Sjálfstæðisflokksins skriplar á, er rauna skata hans eigin innrætis; en hann kallar svo, að það séu kröfur bezt launuðu stéttanna. Þær séu svo miklar og fjarri allri sannsýni, að þvílíkast sé, að sem krafist væri morgundagsins á undan deginum í dag. Nú vill svo vel til að nefndur postuli tilheyrir þeim flokki manna, sem á sínum tíma taldi Jónas frá Hriflu vera að heimta morgundaginn á undan degin- um í dag. Allir vita um það er áætluð laugardaginn 3. febr. kl. 2 e. h. á Krókeyrinni við Akureyri. Lið frá Skautafélagi Akureyr a,r og Skautafélagi Reykjavík- ur hafa tvisvar áður keppt í íshockey, fyrst hér á Akureyri í fyrravetur og í Reykjavík fyrr á þessum vetri. Skautafélag Akureyrar sigr- aði í báðum þessum keppnum, með nokkrum markamun. Þar sem íshockey er tiltölu- lega lítið þekkt sem keppnis- íþrótt hér á landi, þá verður reynt að lýsa leikreglum og dómum jafnóðum og leikurinn fer fram, til hagræðis fyrir áhorfendur. íshockéy býður tvímælalaust upp á góða skemmtun fyrir áhorfendur, því að leikurinn er Margs STORFIN eru mörg og sækjast misjafnlega. Þó er mjög um breytt, hve margt vinnst nú ljett- ar og betur en áður var, búvjel- arnar og tæknin veldur þar mestu um. Stærst er hvað hey- skapurinn vinnst nú ljettar en áð- ur. Á einu sviði vorverkanna gengur þó heldur dræmt að bæta vinnutæknina svo að vel sje. Það að koma búfjáráburðinum ingar, sem Framsóknarflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn eins og hann var þá, gerðu. Við skul um bara hugsa okkur hvernig unrhorfs hefði verið í þjóðfélag inu, ef þessir flokkar hefðu aldrei stai-fað neitt. Þeir skópu nýja dagrenningu, nýjan dag, á réttri stund og á eftir þeim fyrsta degi kom annar nýr dag ur jafn góður, og margir fleiri, unz völdin voru tekin af Fram- sóknarflokknum og Alþýðu- flokkurinn sveikst undan merkj um. Lýsir það ekki betur en nokkuð annað, að Sjálfstæðis- maður skuli kalla réttan dag á réttri stund morgundag á und- an deginum í dag. Lýsir það ekki, segi ég, betur en nokkuð annað, því innræti og þeim hug sem Sjálfstæðisflokkuiinn hefir alltaf sýnt öllum réttum sjónar miðum í réttindabaráttu þjóðar innar? Lýsir það ekki einungis því, að dagurinn í dag á að vera bæði hraður og spennandi, ef jöfn lið leika saman. Við hvetjum því Akureyr- inga eindregið til að fjölmenna á Krókeyrina á laugardaginn og hvetja lið sitt. - Kosningar (Framhald af blaðsíðu 5). Norðurlandsk jördæmi eystra 43.3%, í Norðurlands kjördæmi vestra 40.2%, í Vestfjarðakjördæmi 38.2%, í Vesturlandskjördæmi 38%, í Suðurlandskjördæmi 35.9%, í Reykjaneskjör- dæmi 23.7% og í Reykjavík 16.7%. □ úr haughúsi á völl, eða í flög. Enn þykir það erfitt verk, og það sem verra er heldur ófýsi- legt. En þetta er verk sem verð- ur að vinnast. Það talar sínu máli, er fram koma hinar fárán- legustu tillögur um þessa 'nluti, svo sem að „losa sig við“ mykj- una með þvi að veita henni í baejarlækinn eða ána. Slíkt hef- ir heyrst, og það jafnvel á ólík- eins og Sjálfstæðisflokknum þóknast, vera-dagur Sjálfstæðis flokksins. En dagurinn á morg- un á að vera dagur allra hiiina. Og hann má alls ekki koma á undan deginum í dag. — Dagurinn í dag er þó nefni- lega dagur allra stétta sem vinna ærlegt handtak, þ. e. meg inhluti þjóðarinnar. Sjálfstæðis flokkurinn hefir snúið þessu þannig við, að hann hefir látið sinn dag, sem vitanlega á að vera hinn síðari í röðinni, koma á undan deginum í dag. Svo var það fyrst og fremst við gengis- fellinguna síðustu. Svo hefir það alltaf verið þau kjörtíma- bil öll, sem Sjálfstæðisflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn hafa starfað saman. Dagur braskara með bíla, kökubotna, glingur, og dýr ferðalög, hefir alltaf ver ið látinn konicp-á undan degi nauðsynja, betri kjara, meira kaupi, (sem þó nær aldrei há- laununum), og sem, sökum þess að vera nauðsynjadagur meiri- hluta þjóðarinnar og með lök- ustu aðstendumar, ætti að vera sá dagur sem á undan gengur. Það er alveg frámunalegt hvað heimskir menn og illgjam ir grafa sjálfum sér djúpar grafir, með óráðshjali sínu. Maður skyldi ætla að þeir vildu leyna sem fastast þessum daga- skiptum sínum undanfarið, sem ég hefi lýst hér. En, nei og ónei! Þessu þurfa þeir endilega að hafa orð á. Asnast til að velja sitt eigið dæmi, til að snúa útúr fyrir þeim sem þeir eru að nýð- ast á. Sannast hér hið marg- þekkta: Upp koma svik um síð- ir. — Og þessi nýjasta reynsla bætir nokkru við. Nefnilega: það þarf ekki að bíða svo lengi, eftir því, að svikin vekji athygli á sér af sjálfsdáðum. — Snýst vopn í hendi, þegar óskamm- feilnin brýst út í hlakkandi lýgi. S. D. legustu stöðum. Um þetta þarf ekki að ræða. Fjöldi bænda hefir þó komist upp á allgóða tækni við að koma búfjáráburðinum út. Er fljótt að nefna traktorskóíluna. Með trak- tor sem búinn er traktorskóflu er mykjunni mokað í mykjudreif- ara, í honum er mykjunni ekið á völlinn og henni dreift um leið, og við það er traktorinn líka not- aður bæði við drátt og dreifingu. Hin síðari ár er völ á mykjudreif- urum sem henta allvel við hvort tveggja, mikilvirkan flutning og dreifingu. En mikið vill meira, meiri tækni, ljettari verk og þrifalegri. FYRRI GREIN Hjer ber margt til, og er sjer- staklega að nefna nýja bygging- arhætti og annarlega frá því sem verið hefir algengast undanfarið. Nú verður margur bóndinn að miða tæknitök sin við mykjuna við það sem koma skal fremur en við það sem nú þykir allgott. Um þetta skrifaði jeg nokkuð, í brjefum um Búvjelar, sem brjefa- skóli SÍS og ASÍ tók í notkun í ársbyrjun 1966. Þau brjef munu ekki koma nema mjög fáum bændum í hendur, held jeg að því sje ekki fjarri lagi að taka hjer upp aftur sumt af því sem í hlutaðeigandi brjefi segir um þetta. „ÞAÐ SEM KOMA SKAL. Af því, sem nú skeður út um löndin á sviði búnaðar, sjerstak- lega þvi er kemur til bygginga yfir mjólkurkýr og, aðra naut- gripi, má gera ráð fyrir miklum breytingum varðandi hirðingu á- burðar, flutning hans úr áburðar- geymslu á völl og meðferð alla. Er stefnt að því tvennu, að gera fjósverkin sem einföldust og fyr- irhafnarminnst og um leið þrifa- leg, og að beita fullkomnustu tækni við flutning og dreifingu áburðar. Stefnt er að því að gera mykju og hland, hæfilega blandað vatni, að fljótandi áburði, sem geymist í lokuðum mykjuhúsum eða þróm. Ur þessum geymslum er hinum fljótandi áburði dælt í belgvagna til útkeyrslu. Belg- vagnarnir eru oft búnir mikil- virkum dreifitækjum, sem alla jafna eru knúin frá tengidrifi traktorsins, sem dregur vagninn. Margvíslegar tilraunir og rann- sóknir eru nú gerðar til þess að móta þessa aðferð við hirðingu, geymslu og notkun áburðar, og tækni við framkvæmdir og vinnu þar að lútandi. Sjerstaklega standa Svíar framarlega í því að þjoöfelagslega atriði til menn- Fyrsta bæjakeppnin í islioekey milli Akureyrar og Reykjavíkur taka þetta allt föstum rannsókn- artökum. En ekki getur þessi tækni talist fullmótuð enn sem komið er. Hið einfaldasta og ódýrasta að stofnkostnaði mun vera að hafa afkastamikla forardælu við á- burðargeymsluna — haughúsfor- ina. Með henni er hinum fljót- andi áburði dælt i belgvagninn, sem er útbúinn með „venjuleg- um“ forardreifara, sem vjer könnumst við frá eldri einfaldari tækni, venjulega einskonar speldisdreifara. Gallinn við þenn- an vjelbúnað er, að dreifibreidd- in er litil og að dreifingin vill verða ójöfn. Magnið, sem dreif- ist á hvern lengdarmetra, sem ekið er, minnltar eftir því sem minnkar í belgvagninum. En við þetta má þó una, ef ekki er mik- ið í efni. Aðalvandinn er þá að velja sjer forardælu, sem dælir jafnt nokkuð þykku sem þunnu. Næsta stig er að búa forar- vagninn - belgvagninn - dreifi- tækjum, sem eru vjelvirk og í aflsambandi við tengidrif trakt- orsins, venjulega tæki af mið- flóttaaflsgerð, sem dreifa hinum fljótandi áburði vítt og vel. En þó vill hið sama loða við, að magnið sem dreifist á flatarein- ingu hverja verður minna þegar lækkar í belgvagninum. Samt eru þetta mikil og góð vinnubrögð. Loks er að nefna hina fyllstu tækni og um leið dýrustu að stofnkostnaði: Belgvagninn er búinn dælu, sem gerir hvort tveggja, að dæla úr haughúsfor- inni upp í belgvagninn heima við og dæla hinum fljótandi áburði. úr belgvagninum með miklu afli og þrýstingi gegnum dreifitæki., þegar út á túnið eða akurinn er komið. Eigi dreg jeg í efa, að ný bygg- ingartáekni, miðuð við notkun fljótandi áburðar, og hin nýju tæki til þess að koma áburðin- um á völl, verði tekin upp hjer é landi senn hvað líður, sjerstak- lega á stærri búum, og jafnvel einnig þar sem bú eru minni, enda verði þar um samstarf og nágranna-samvinnu að ræða. Enn er fullsnemmt að benda á ákveðnar búvjelar í þessu sam- bandi, en það eru dælur og belg- vagnar og tæki til þess að hræra áburðinn í þrónum, svo að hann verði sem jafnastur til dæling- ar. Mál þetta er að miklu leyti byggingarfræðilegt og þannig ut- an við svið og takmörk þessara búvjelabrjefa. Enginn bóndi ætti að ráðast í framkvæmdir á þessu sviði, nema að undangenginni athugun og að fengnum haldgóðum upp- lýsingum. En það er áreiðanlega kominn tími til þess að ráða- menn afli slíkra upplýsinga, stað- hæfi þær við aðstæður hjer á landi, hagi bænda og ræktunar- hætti. Að því fengnu mun ekki standa á framgjörnum bændum að ráðast í framkvæmdir og not- færa sjer þau vinnufríðindi, sem hin nýja tækni má veita. Frumatriði hinnar nýju tækni er að blanda nægilega miklu, en ekki of miklu, af vatni í mykju- una, og að fá dælur sem duga við að dæla fljótandi mykju. En vel má hugsa sjer að nota hinar stærri gerðir mykjudreifara af Guffen- (og ,,Rotaspreader“), gerð, til að aka fljótandi mykju á völl, í stað dýrari belgvagna. Eins er að minnast í þessu sambandi, þar eð það á einnig við þá tækni, sem bændur eru farnir að nota sjer við búfjár- áburðinn. Þótt það sje óneitan- lega hagkvæmt og girnilegt að nota sem stórvirkust tæki við þessi áburðarstörí, við að bera á tún og vinna á þeim, getur þess verið þörf að gæta hófs um stærð og þunga tækjanna, sem tekin eru í notkun. Taka verður tillit til þess, að tún þola oft illa þunga umferð á vorin, og geta (Framliald á blaðsíðu 2)'

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.