Dagur - 07.02.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 07.02.1968, Blaðsíða 1
FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 - P.O. Box 397 SERVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Snjóffóð fór inn í hús á Siglufirði Siglufirði 6. febrúar. Snemma á sunnudagsmorgun féll snjóflóS á Siglufirði á annað af tveim ný lega byggðum húsum ofan við Suðurgötu. Féll flóðið á nyrðra húsið, þar sem Þórir Björnsson rafvirkji býr ásamt konu og börnum. Hafði það dreif sér og var því ekki rnjög kraftmikið. Braut það sig þó inn í húsið og fyllti það brekkumegin. Lyftist og þak hússins og skemmdist mjög. Svo heppilega vildi til, að stúlka sem hafði herbergi í hús inu að vestan, var ekki heima, en annað fólk dvaldi í austur- herbergjum og sakaði það ekki. Hús það, er hér um ræðir er Suðurgata 78. Ofsaveður var á sunnudagsnóttina. Fyrrum var talið óráðlegt að byggja á þeim stað, sem um- rætt hús stendur, vegna snjó- flóðahættu. Stóð þar fyrrum kindahús en snjóflóð sópaði því burtu. J. Þ. MANNTJÓN OG SKIPSTAPAR ' FÁRYIÐRI VIÐ ÍSLAND I ÓGURLEGU fárviðri, sem gekk yfir niikinn hluta lands ins og á liafinu umhverfis nú um síðustu helgi, fórust skip, margir týndu lífinu og skemmdir urðu á mannvirkj um á Iandi. Heiðrúnar II. ÍS frá Bol- ungarvík er saknað með sex manna áhöfn. Síðast var liaft samband við skipið xun mið- tiætti á sunnudagskvöld. Leit hafði ekki borið árang- ur er síðast fréttist. Skip þetta er smíðað á Akranesi 19G3, úr eik, 154 lestir að stærð. Eigandi Einar Guð- finnsson útgerðarmaður í Bolungarvík. Um 20 brezkir togarar leit uðu vars í fsafjarðardjiipi í ofverðri þessu. Einn þeirra, Ross Cleveland, fórst þar með allri áhöfn. Og togarinn Notts County strandaði á Snæfjallaströnd. Óðinn bjargaði 18 manns af þeim togara. Og enn strandaði brezkur togari nálægt fsa- firði og annar sökk njrrðra. Frá útför Þórarins Björnssonar skólamcistara. — Sjú opnu. (Ljósm.: G. P. K.) Djúpstæður ágreiningur á þingi AS! ÞRÍTUGASTA þingi Alþýðu- sambands íslands var fram haldið í Reykjavík dagana 29. janúar til 1. febrúar sl. Þetta var aukaþing, og átti eingöngu að fjalla um skipulagsmál ASÍ. Nefnd skipuð 28 manns sem kjörin var á síðasta þingi ASÍ í nóvember 1966, hefur unnið að frumvarpi að lögum fyrir ASÍ, og var þetta frumvarp lagt fyrir aukaþingið. Strax við Tók létlasóllina í óveðrinu á sunnudai SípUSTU sunnudagsnótt bar það við á Hálsi í Kinn, að Þór- hildur Friðriksdóttir, kona Gunnars Marteinssonar á Hálsi, tók léttasótt. Engin ljósmóðir er þar í sveit. Brugðið var við og konan flutt áleiðis til Húsavík- ur á trukkbíl. Veður var hið versta. Þegar kom norður að Ófeigsstöðum var fæðingin í aðsigi og vildi konan ekki fara lengra. Vakið var upp á Rangá, símað til læknis á Húsavík og ráðgast við hann um, hvað gera skyldi. Heimamenn og fylgdar- menn tóku sængur, teppi og hurð og fóru niður á veg, því ófært var af vegi að Rangá, sem er nokkur spölur. Hurðin var höfð fyrir sjúkrabörur og hófst nú erfið ganga heim að bæn- um í slíkum veðurofsa, sem þá var og ófærð að auki. En 'þarna voru vaskir menn að verki, meðal þeirra Baldvin Baldurs- son bóndi á Rangá. Á meðan konan var flutt heim, voru konur heima í bæn- um ekki aðgerðarlausar, og bjuggu allt undir fæðingu, svo sem kostur var á, og höfðu sam ráð við lækni. Hinn verðandi borgari, 13 merka sveinn, vildi ekki lengri aðdranganda og fæddist kl. tæplega fimm um morguninn. Húsmóðirin á Rangá, frú Sigrún Jónsdóttir, tók að sér Ijósmóðurstarfið, en henni til aðstoðar voru tvær aðrar konur, Svanhildur, hús- móðir á Ófeigsstöðum, Baldurs dóttir og Sigrún Aðalsteins- dóttir. Allt gekk að óskum og móður og bami heilsaðist vel. Læknir frá Húsavík braust fram í Kinn og kom þangað tveim og hálfum tíma eftir fæð- (Framhald á blaðsíðu 7). fyrri umræðu um málið kom í ljós djúpstæður ágreiningur um ýmis höfuðatriði í framtíðar- skipulagi ASÍ, svo sem hverjir fengju aðild að ASÍ og kosn- ingafyrirkomulagi til þinga þess. Þegar fyrirsjáanlegt þótti að samstaða rnyndi ekki fást um þessar lagabreytingar, varð það að samkomulagi að kjósa nýja nefnd í málið, sem skila þarf áliti í sumar, svo hægt sé að kynna það öllum félögum ASÍ áður en næsta þing þess kemur saman á næsta hausti. Þá voru atvinnu- og kjara- málin tekin til umræðu einn dag þingsins, og samþykkti þing ið einróma ályktun í þeim efn- um. Segir þar m. a. að löggjöf- in um vísitölubætur fyrir verð- hækkanir hafi verið grundvöll- ur allra kjarasamninga á und- anförnum árum, í senn félags- legt réttlætismál og mikilvægt öryggi fyrir allt launafólk, og alþýðusamtökin munu ekki una því að sá árangur verði tekinn af launþegum með einhliða að- gerðum stjórnarvalda. Er því skorað á öll félög að búa sig undir það að tryggja fullar vísi töluuppbætur á kaup 1. marz n. k., því slíkar vísitölubætur voru forsenda þeirra samninga, sem seinast voru gerðir við at- vinnurekendur. , MAÐUR KOMST LÍFS AF Síðustu fréttir: SÍÐDEGIS í gær bárust þær fréttir að einn af skipverjuni af Ross Clivland væri á lífi. Dreng ur frá Kleifum við Sejrðisfjörð vestvr er var við fjárgæzlu, hitti hann í gærmorgun og leiddi hann til bæjar. Skips- brotsmaðurinn, Harry Eddon, fæddur 1941 og kvæntur, komst í gúmmíbjörgunarbát er skipið Hvað gerist ef ísiim leggst að landinu? | UM áramótin síðustu og fjrrri | hluta janúarmánaðar lá hafís | nærri Norðurlandi og Vest- j fjörðum — svo nærri, að i hann truflaði samgöngur á I sjó. Hin mikla ísbreiða ógn- I aði þá þessum landshlutum. | fsinn gat hvaða dag sem var, I í áfranthaldandi norðanátt, E lokaði öllrn sigAtngaleiðum. I Stakir jakar og íshrafl á í siglingaleiðum og fjörunt alla I leið frá Rauðunúpum og vest- Í ur fyrir Vestfirði skaut mörg- 1 unt skelk í bringu og ckki aö Í ástæðulausu. Um þetta leyti talaði ég við i átta kaupfélagsstjóra á Norð- urlandi og spurðist fyrir um það, hvernig þeir væru undii búnir ef hafís lokaði leiðutn á sjó um lengri tíma. Astaml- ið var í einu orði sagt ískyggi- legt. Á sunnim stöðum var nokkurra daga olíuforði, á öðrum stöðum fárra vikna forði. Kraftfóður var af mjög skomum skammti og á sum- um stöðum nær ekkert. Þetta cru staðrejndir, sem of fáir gera sér nægilega ljós- ar. Og mcnn vilja naumast hugleiða til enda, livað gerast kann á hörðum ísavetri. Óbætt er að fullyrða, að ef ís hefði lagst að landi upp úr síðustu áramótum, sem um tíma leit út fyrir að verða mundi, væri nú þegar orðið neyðarástand á ýmsum stöð- um. I þessu felast hvorki hrakspár eða svartsýni. En menn geta liugleitt hvernig líf það yrði, ef ekki væri unnt að liita upp íbúðarhúsnæði e. t. v. langtímum saman í helj- arkulda þeim, sem liafísnum jafnan fylgir. Og um fóður- vörur og matvörur og aðra þi’ngavöru þarf ekki að ræða í þessu sambandi, svo augljós er voði samgönguleysis síðan liver hætti að búa að sínu, svo sem fyrrum var gert. Kaupfélög landsins annast 1 að mestu leyti verzlun helztu | nauðsynjavara hinna ýmsu j héraða, en olíufélögin að sín- I um hluta. Hin mikla launa- \ kreppa hefur valdið því, að I kaupfélögin hafa ekki getað I kejrpt fyrirfram nægilegar | birgðir þimgavöru. Og þegar I svo er komið er vandamálið \ þjóðfélagslegt vandamál, er AI I þingi og ríkisstj. ber að lejrsa. \ Vonandi hefur nálægð íss- I ins nú í vetur orðið næg við- I vörun til þess, að án tafar j verði leitað þeirra ráða, sem \ finna verður og forðað getur j neyð ef hafís leggst að landi. É 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111? sökk. Tveir menn er með hon- um voru í bátnum létust þar. Vegna símabilana náði blaðið ekki nákvæmari fréttum að vestan í tæka tíð. Maðurinn var fluttur í sjúkrahús á ísafirði. AÐALFUNDUR MIÐSTJÓRNAR AÐALFUNDUR miðstjórnar Framsóknarflokksins hefst í Reykjavík 9. febrúar og verður settur kl. 2 e. li. í Framsóknar- húsinu við Fríkirkjuveg. Fulltrúar þurfa að gera skrif stofu flokksins viðvart, ef þeir geta ekki mætt á aðalfundinum. iiiliiiiliiimiii

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.