Dagur - 07.02.1968, Blaðsíða 7

Dagur - 07.02.1968, Blaðsíða 7
7 TVÆR GÓÐAR GJAFIR TIL SKÓGRÆKTAR Skömmu fyrir jól afhenti Guðlaugur Þorláksson skrif- stofustjóri mér kr. 25.000.00 að gjöf úr dánarbúi Theodórs Johnsons, fyrrum hóteleiganda í Reykjavík, sem verja skyldi til skógræktar. Er þetta aðeins hluti af stærri gjöf úr búi Theodórs, sem væntanleg er síðar. Theodór var mikiil áhuga maður um skógrækt um mörg ár. Meðan hann bjó í Hiarðar- holti í Dölum kom hann upp myndarlegum garði og skóg- arreit. Eftir að hann settist að í Reykjavík, var trjárækt yndi hans og hann studdi Land- græðslusjóð oft með rausnar- legum gjöfum. Frú Helga Jónasdóttir Paul í Móðir okkar, INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR, andaðist á Sjúkrahúsi Akureyrar mánudaginn 5. febr. Lilja Jónsdottir, Stefán Reykjalín. Móðir mín og tengdamóðir, JÓNÍNA ARNESEN, sem andaðist að sjúkrahúsi Hvítabandsins, Reykjavík, 30. janúar, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. febrúar kl. 1.30 e. h. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð. Geir Arnesen, Ása Jónsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANFRÍÐUR J. AUSTMAR, andaðist á Kristnesbæli 2. febrúar. — Jarðarförin er ákveðin frá Akureyrarkirkju laugardaginn 10. febrúar kl. 1.30 e. h. Börnin. Eiginkona mín, dóttir, móðir og tengdamóðir, SIGRÚN BERGVINSDÓTTIR, Helga-magra-stræti 1, Akureyri, andaðist í Landsspítalanum 27. janúar sl. — Jarðar- förin hefur farið fram. — Hjartanlega þökkum við alla samrið og vinarhug. Björn Baldvinsson. Rósa Magnúsdóttir. Anna og Árni Norðfjörð og aðrir ástvinir hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, PÁLS H. JÓNSSONAR. Sérstaklega þökkum við heimilislækni, læknum og starfsliði Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir frá- bæra umönnun og hlýju í hans garð fyrr og síðar. Sveinbjörg K. Pálsdóttir. Sigurlína Pálsdóttir, Einar Magniisson. Jóhanna G. Pálsdóttir, Bjarni J. Gíslason. Valdimar Pálsson, Sigurveig Jónsdóttir og barnabörn. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, ÞÓRBJARGAR VILHJÁLMSDÓTTUR frá Ölduhrygg. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, sem líknuðu henni og hjúkruðu í veikindum hennar. Björn Jónsson., Ásdís Björnsdóttir, Hróðmar Margeirsson. Auður Björnsdóttir, Magnús Stefánsson. Sigrún Friðriksdóttir, Helgi Björnsson. Ingihjörg Björnsdóttir, Árni Óskarsson. Vilhjálmur Björnsson, Svavar Björnsson, barnabörn og aðrir vandamenn. —a.nr' „ Palms í Californíu, systir Sig- urðar heitins Jónassonar for- stjóra, hafur gefið kr. 50.000.00 til skógræktar til minningar um bróður sinn. Hefur Sigur- geir hæstaréttarlögmaður Sig- urjónsson afhent mér þá fjár- hæð fyrir 3 vikum. í bréfi, sem ég fékk frá frú Helgu fyrir nokkrum dögum, óskar hún þess, að gróðursett- ur verði minningarlundur fyrir þessa fjáiJhæð um Sigurð í Haukadal í Biskupstungum, því að það land er eigi fjarri Geysi, er Sigurður keypti á sínum tíma af útlendnigi og gaf ís- lendingum. Sigurður hafði mikinn áhuga fyrir landgræðslu og skógrækt hin síðari ár og ræddi þá hluti oftsinnis við mig. Sakir annrík- is og veraldarvafsturs varð ekki úr að hann aðhefðist neitt á þessu sviði meðan hann lifði, en viðkvæði hans var oft á þá leið er við hittumst, að nú þyrfti hann að fara að kynna sér þessi mál. Af því varð því miður ekki því að andlát hans bar fyrr að en bæði hann og aðra grunáði. Fyrir gjafir þessar ber að minnast þessara heiðursmanna með þakklæti. Reykjavík 29. jan. 1968. Hákon Bjarnason. - Tók léttasóttina . .. (Framhald af blaðsíðu 1). ingu. Sængurkonan stóð sig eins og hetja og hamingjan virð ist hafa verið með í verki þeirra, sem hjálparstarf unnu. Megi gæfan fylgja litla stór- hríðai'drengnum. □ - Gekk frá fé sínu (Framhald af blaðsíðu 8). fé sínu og hafði það 'hrakið all- langan veg, en fimm kindur vantaði. Heimti hann þær dag- inn eftir, eina uppi í fjalli, tvær sunnan og ofan við Krossa, en tvær fann Jón Bjarnason í Há- túni, í Stórra-Árskógsborgum, er hann fór þar um á snjósleða sínum. Þær höfðu þó farið fram hjá Krossum, Engihlíð, Litla- Árskógi og yfir Þorvaldsdalsá. Féð er dálítið eftir sig. □ - MINNINGARORÐ (Framhald af blaðsíðu 5). ærsla. Sjálfur var ‘hann enginn hávaðamaður, en hin létta kímni lék honum á tungu. Stundum sá ég hann að vísu alvarlegan og áhyggjufullan, því að‘ samvizkusemi hans og kapp við störf bökuðu honum tíðum áhyggjur, en þeim leyndi hann oftast í félagsskap ann- arra, svo að þeirra varð lítt vart. Hann átti því láni að fagna, að eignast gjörvilega og ágæta eiginkonu, er stóð við hlið hans á gleði- og örlagastundum um meira en hálfrar aldar skeið og stjórnaði heimili hans með rausn og myndarbrag, og margir munu minnast glað- værðar þeirrar og gestrisni, er jafnan mætti þeim á Eyrar- landsvegi 29 á undanförnum árum. Þegar ég nú, á gamals aldri, renni huganum til hins látna vinar rníns og hugleiði alla þá góðvild, er ég og fjölskylda mín naut á heimili hans um svo mörg ár, er hugur minn fullur saknaðar og þakklætis fyrir þau kynni, og ég vil með línum þessum flytja eftirlifandi konu hans og syni innilegasta þakklæti frá mér og mínum og bið góðan Guð að annast þau um alla framtíð og blessa störf þeirra. Jóhannes Gitðnnuidssbn. I.O.O.F. 149298V2 □ RÚN 5968277 §== Frl .:. MESSAÐ í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur. 9 vikna fastan byrjar. Sálmar nr. 528 — 687 — 141 — 669 — 684. — P. S. LIONS-klúbbur Akur- eyrar og Lionsklúbbur- inn Huginn. — Sameig- inlegur fundur vegna komu umdæmisstjóra, verður í Sjálfstæðishúsinu fimmtu- daginn 8. febrúar kl. 12,00. —- Stjórnin. MESSAÐ verður í Lögmanns- hlíðarkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar nr. 333, 308, 141, 136 og 264. -— Aðalsafn- aðarfundur verður á eftir messu. — Bílferð verður úr Glerárhverfi kl. 1,30. — B. S. AÐALDEILD. Fund- ur verður haldinn í aðaldeild miðvikudag- inn 7. febrúar kl. 8 e. h. — Stjórnin. DREN G JADEILD. Fundur á fimmtudgskvöld kl. 8. Har- aldur Sigurðsson bankagjald- keri sýnir kvikmyndir um heimskunn íþróttaafrek. — Nýir félagar velkomnir. — Stjórnin. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Sunnudaginn 11. febrúar. Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. Öll börn velkomin. Samkoma kl. 8.30 e. h. AJlir hjartanlega velkomnir. ^jez^FUNDIR í YD (yngri ' "f deild) á mánudögum kl. 5.30 e. h. Allir 9—12 ára drengir velkomnir. — Fundir í UD (unglingadeild) á miðvikudögum kl. 8 e. h. — Allir drengir 13'ára og eldri velkomnir. SJÓNARHÆÐ. Opinber sam- koma n. k. sunnudag kl. 5.30. Sunnudagaskóli kl. 1.30 e. h. Drengjafundir á mánudögum kl. 5.30. Saumafundir fyrir stúlkur á fimmtudögum kl. 5.30 og verður myndasýning næst. Unglingafundir fyrir aldurinn 12—15 ára á laugar- dögum kl. 5.30. Verið vel- komi'n. — Sjónarhæðarstarfið BIBLÍUBRÉFASKÓLINN. At- hygli skal vakin á námskeiði biblíubréfaskóla Sjöundadags Aðventista. — Uppl. í síma 21395 eða pósthólfi 666, Akur eyri. AKUREYRINGAR! Heimsókn frá Noregi 12.—15. febrúar. Munið eftir æskulýðssam- komunni n. k. mánudags- kvöld kl. 8,30. Á þriðjudags- kvöld kl. 8,30 verður sérstök samkoma þar sem majór Alf Ajer sýnir kvikmyndir og skuggamyndir frá æskulýðs- starfi Hjálpræðishersins. — Einnig verður opinber sam- koma á miðvikudagskvöld, kl. 8,30. — Hinn mikli æsku- lýðsleiðtogi Hjálpræðishers- ins, majór Alf Ajer frá Nor- egi og deildarstjórinn, majór Guðfinna Jóhannesdóttir, á- samt æskulýðsforingja Sölva Aasoldsen, stjórna þessum samkomum. — Verið allir velkomnir. — Hjálpræðisher- inn. SAMEIGINLEG þ o r r a gleði Húnvetninga og Skagfirðinga verður á Hótel KEA laugar- daginn 24. þ. m. Hefst kl. 8 síðd. Nánar auglýst síðar. ÞINGEYINGAR Akureyri! — Munið árshátíðina í Sjálf- stæðishúsinu n. k. laugardag. Aðgöngumiðasala og borð- pantanir í dag og á morgun á sama stað kl. 8—10 síðd. Allir Þingeyingar og gestir þeirra velkomnir. — Skemmtinefnd in. I.O.G.T. stúkan Brynja nr. 99. Fundur fimmtud. 8. febrúar kl. 8.30 e. h. í Varðborg. Inn- taka nýrra félaga. Skýrslur og reikningar. Önnur mál. Skemmtiatriði eftir fund. —■ Æ.T. MARÍA J ÓHANNESDÓTTIR, Hömrum, Eyjafirði, hefur gef ið Hjarta- og æðaverndunar félagi Akureyrar kr. 1.000.00. Með þökkum móttekið. Eyþór H. Tómasson, gjaldkeri. SKOTFÉLAGAR. Æfing n. k. sunnudag í íþróttaskemm- unni kl. 10 til 11.30 fyrir hád. Mætið vel og stundvíslega. — FUNDUR verður haldinn í Hjúkrunarkvennafélagi Akur eyrar mánudaginn 12. febrúar kl. 21.00 í Systraseli. ÉFRA SJÁLFSBJÖRG. Félagar og aðrir, sem hyggjast sækja árshá- tíð félagsins, eru hér með minntir á að hún er á laugardaginn kemur og hefst með boi'ðhaldi kl. 7 síð- degis. Aðgöngumiðar seldir í Electro Co. MINNINGARSPJÖLD kvenfé- lagsins Hlífar. Öllum ágóða varið til fegrunar við barna- heimilið Pálmholt. Spjöldin fást í Bókabúðinni Huld og hjá Laufeyju Sigurðardóttur Hlíðargötu 3. NÁTTÚRUGRIP AS AFNIÐ. — í vetur verða sýningartímar fyrir almenning að venju á sunnudögum kl. 2—4 síðd. Auk þess verður safnið opið síðdegis á laugardögum, og eru þeir tímar einkum ætlað- ir áhugafólki í náttúrufræði. Áhugamenn, utanbæjarmenn og skólahópar geta fengið að skoða safnið á öðrum tímum eftir nánara samkomulagi. Sími safnsins er 1-29-83 en að jafnaði verður aðeins svar að í hann síðdegis á virkum dögum. Heimasími safnvarð- ar er 6-11-11, Víkurbakki. Bílasala Höskuldar Land Rover, benzín, ’64 v. 120 þús., útb. 60 þús. V. W. ’64, skijjti á ódýrari Jeppi ’42, ógangfær verð 15 þús., útb. 5 þús. Opið 4—6, sími 1-19-09. hefst á föstudaginn Mikil verðlækkun MARKAÐURINN SlMI 1-12-61

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.