Dagur - 07.02.1968, Blaðsíða 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Lausaskuldum bænda verði
breytt í föst lán
SEX Framsóknarmenn fly tja á Al-
þingi frumvarp um breytingu á
lausaskuldum bænda í föst lán. Seg-
ir þar, að veðdeikl Búnaðarbankáns
skuli heimilt að gefa út bankavaxtar
bréf er notuð skuli til þess „að
breyta í föst lán lausaskuldum
bænda, sem ekki hafa fengið nægi-
leg lán til hæfilegs tíma til fram-
kvæmda, sem þeir hafi ráðizt í á
jörðum sínum 1960—1967, svo og
lausaskuldum vegna véla- og fóður-
kaupa á sama tíma, að báðum árum
meðtöldum, og ennfremur til lán-
veitinga handa fyrirtækjum, er á
fyrrnefndu tímabili hafa komið upp
vinnslustöðvum fyrir landbúnaðar-
afurðir, en ekki fengið nægilegt fjár
magn til langs tíma til þeirra fram-
kvæmda.“ Ásgeir Bjamason er fram-
sögumaður þessa máls.
í 2., 3. og 4. gr. frv. er mælt fyrir
um lánskjörin. I»ar segir svo um
lausaskuldalánin:
„Lán skulu veitt ... gegn veði í
bújörðum bænda, ásamt mannvirkj-
um, sem á jörðunum eru, vélum og
vinnslustöðvum landbúnaðarins.
Lánstími skal vera allt að 20 árum
gegn veði í fasteign og allt að 10 ár-
um gegn veði í vélum. Vaxtakjör
skulu ákveðin af stjóm veðdeildar-
innar að höfðu samráði við ráð-
herra, en þó séu vextirnir ekki hærri
en 6.5% á ári. Lán ... að viðbætt-
um veðskuldum þeim, sem hvíla á
fyrri veðréttum, skal ekki nema
liærri fjárhæð en 80% af ntatsverði
veðsins, en matsverð skal ákveðið af
dómkvöddum mönnum á þann hátt,
sent tíðkast hefur vegna lántöku í
veðdeild Búnaðarbankans. Seðla-
bankinn kaupir bankavaxtarbréfin
— fyrir nafnverð.“
Lög um breytingu lausaskulda í
föst lán voru sett árið 1962 og náðu
til lausaskulda, er myndazt höfðu á
árunum 1956—1960. Síðan hafa
lausaskuldir aukizt mjög. í greinar-
gerð þingmannanna, sem nú flytja
málið á Alþingi, eru taldar fram
margar þær ástæður, sem orsakað
hafa lausaskuldasöfnunina. Meðal
þeirra em þær, að stofnlán hafa ekki
hækkað en dýrtíð farið mjög vax-
andi. Lánstíminn er of stuttur og
styttri en áður og vaxtakjör mun
lakari en áður var. Lagður er á bænd
ur sérstakur skattur, sem rýrir tekj-
ur þeirra, en tryggir þeim ekki lán
sem skyldi. Ungt fólk fær hvergi lán
til bústofns- og vélakaupa og rekstr-
arlán landbúnaðarins liafa ekki
hækkað þótt krónan hafi minnkað.
Þá er verð btivara of Iágt og komið
úr samhengi við annað verðlag í
landinu og fleira er fram tekið. □
ÞÓRARINN BJÖRNSSON
SKOLAMEISTARI
Fæddur 19. desember 1905 - Dáinn 28
HANN var fæddur að Víkinga-
vatni í Kelduhverfi og ólst þar
upp. Víkingavatn er fomt stór-
býli. Utsýn þaðan er stórbrotin
og fögur og umhverfið fjöl-
breytt og litríkt. Þar er gott
fyrir gáfað barn að alast upp,
enda unni Þórarinn alla ævi
æskustöðvunum, hvarf oft á
svipulum frístundum í faðm
þeirra og hvíldist hvergi betur
en þar.
Foreldrar Þórarins voru Guð
rún Hallgrímsdóttir, bónda í
Austur-Görðum í Kelduhverfi,
og Björn Þórarinsson, bóndi á
Víkingavatni. Þórarinn var elzt
ur fjögra systkina. Eldri bróðir
hans, Benedikt, gjörvulegur og
gáfaður, fékk ungur lömunar-
veiki og andaðist fyrir aldur
fram. Önnur systkini hans eru:
Sveinn, bóndi á Víkingavatni,
kvæntur Guðrúnu Jakobsdótt-
ur, prests í Holti undir Eyja-
fjöllum, og Jónína, búsett á
Víkingavatni.
Af föður Þórarins hafði ég
ekki mikil kynni. En ógleym-
anleg er mér kvöldstund fyrir
þrjátíu og fimm árum, er ég sat
við hvíluna hans, en hann var
þá farinn að heilsu og rúmfast-
ur. Hann sagði mér frá stór-
hríð, aftaka fjárskaðaveðri á
ofanverðri síðustu öld. Ég þyk-
ist. aldrei hafa heyrt betur sagt
frá. Málið var rammislenzkt, og
hljómur þess, myndauðgi og
kynngikraftur svo furðulegur,
að mér fundust hamfarir bylj-
anna brotna á bænum. Þórar-
inn átti ekki langt að sækja
óbrigðula ást á íslenzkri tungu
og norrænni menningu. Hún
var ættararfur.
Móður Þórarins, náfrænku
minni, kynntist ég nokkru
meira. Hún var greind og góð
kona, mild og hlý í viðmóti.
Hún unni Þórami hugástum og
hann henni, eins og títt er um
góðar mæður og gáfaða sonu.
Þórarinn stundaði nám við
gamla Gagnfræðaskólann á
Akureyri og las síðan utan-
skóla undir stúdentspróf. Ég
var herbergisfélagi hans og
bekkjarbróðir um skeið. Mörg-
um afburða námsmörmum hefi
ég kynnzt um ævina, en mjög
dreg ég í efa, að nokkur þein-a
hafi staðið Þórami framar, þótt
auðvitað sé vanddæmt um slíkt.
Allt nám virtist honum léttur
leikur. í völundarhúsum stærð-
fræði og latínu stóðu honum
jafnt allar dyr opnar. Vorið
1927 fói'um við nokkrir, er lesið
höfðum hér utanskóla, en notið
kennslu hjá kennurum Gagn-
fræðaskólans, suður til að
þreyta utanskóla stúdentspróf
við Menntaskólann í Reykja-
vík. Skyldi það vera eins konar
prófsteinn á það, hvort skólinn
hér væri fær um að annast
stúdentakennslu, og áttu af-
burða hæfileikar og þekking
Þórarins áreiðanlega mikinn
þátt í því, að hér reis mennta-
skóli þegar næsta haust.
Menntaskólinn á Akureyri átti
snemma Þórami Bjömssyni
mikið að þakka og þó margfalt
meira síðar.
Að stúdentsprófi loknu stund
aði Þórarinn nám við Sor-
bonne-háskólann í París og
lauk þaðan prófi (li-cénce-és-
lettres) í frönsku (bókmennt-
um og málfræði), latínu og upp
eldisfræði.
í janúar 1933 réðst Þórarinn
kennari að Menntaskólanum á
Akureyri og gat sér þegar mik-
inn orðstír og fágætar vinsæld-
ir. Hann var skipaður skóla-
meistari 1. jan. 1948 og gegndi
því umsvifamikla ábyrgðar-
starfi þar til heilsan brast í
ágúst 1966. Fékk hann þó um
skeið nokkurn bata og hvarf að
störfum síðastliðið haust, þar til
nýtt áfall reið að í nóvember.
Um skólameistarann Þórar-
inn Björnsson er reyndar óþarft
að ræða. Þúsundir manna um
endilangt ísland þekkja hann
og störf hans, virða hann og
unna honum af alhug. Margt
bar til þess, að Þórarinn var á
réttri hillu við stjóm stórrar
menntastofnunar. Eitt af því
var það, hvað hann var ótrú-
lega mannglöggur. Þegar í byrj
un hvers skólaárs virtist hann
ekki aðems þekkja hvern nem-
anda með nafni, heldur vita
náin deili á aðstandendum
þeirra, ætt og umhverfi. Hitt
skipti þó auðvitað meira máli,
hve annt hann lét sér um stofn
unina og allt, er varðaði hana.
Velgengni hvers einasta nem-
anda var gleði hans og gæfa.
Áhyggjur þeirra og mistök
voru honum vonbrigði og harm
ur. í návist Þórarins fannst mér
ég skilja spakmælið foma og
fræga: Að skilja er að fyrirgefa.
Þess vegna gleymir honum eng
inn, sem átti því láni að fagna
að kynnast honum og njóta
handleiðslu hans.
í örfáum minningarorðum, er
ég mælti „á sal“ við lát hans,
sagði ég m. a.:
Persónulegar slóðir eru hálar
og vandfarnar, en um Þórarin
Bjömsson get ég sagt af heilum
huga: Hann er sennilega auð-
ugasti maðurinn, sem ég hefi
kynnzt um ævina. Ekki af gulli
og silfri, heldui- því, sem er dýr
ara öllum gjaldmiðli: gáfum,
mannkostum og drengskap. Og
þessum undra auði miðlaði
hann ævilangt. Hann gaf skól-
anum dýrustu gjöfina, sem
nokkur dauðlegur getur gefið:
sjálfan sig heilan og óskiptan.
Hann var allra manna örlát-
astur á eigið fé, en yfir fjár-
munum og hag stofnunarinnar,
sem honum vai' trúað fyrir,
vakti hann af dæmafárri alúð
og fágætri samvizkusemi. Hann
vann löngum langt fram á nótt
við eftirlit og reikningshald til
þess að spara skólanum útgjöld
við aðkeypta vinnu, þótt leyfi
til þeirra hefði verið auðfengið.
Á hverju ári fór hann nokkr-
ar ferðir til höfuðstaðarins í
erindum skólans án þess nokk-
umtíma að reikna ferðakostnað
eða dagpeninga. Það taldi hann
ekki rétt af því, að ríkið veitti
honum, eins og öðrum í líkum.
stöðum, lítilfjörlegan bílstyrk.
Suðræn þjóðsögn hefir orðið
mér minnisstæð. Tveir menn
voru lokaðir inni í fangelsi ævi
langt. Ekiu sinni fengu þeir að
líta andartak út um dyrnar. Er
hurðin luktist aftur að baki
þeim, sögðu þeir hvor öðrum
frá því, er þeir höfðu séð. Ann-
ar sá iðjagræna jörðina og ann-
að ekki. Hinn sá heiðan himin
og tindrandi stjömur. Þórárinn
Björnsson sá hvort tveggja.
Hann unni gróandi jörð og
ungu lífi, en 'hann gleymdi ekki,
að himininn er hár og stjöm-
urnar bjartar.
Þórarinn kvæntist 22. júní
1946 Margréti Eiríksdóttur,
Hjartarsonar, rafvirkjameist-
. janúar 1968
ara, gáfaðri og listrænni konu,
er numið hafði píanóleik og
hljómlist í Englandi. Ég veit
vel, að af mörgum góðum gjöf-
um, sem örlátt lífið hafði gefið
Þórarni, taldi hann hana bezta.
Hún settist í vandasamt sæti og
virðulegt og skipaði það með
ágætum. Þessi listræna og hrif-
næma kona gerðist mikih hús-
móðir og átti ríka.n þátt í að
skapa fagurt og menningarlegt
heimili, þar sem glaðværð og
gestrisni sátu í öndvegi. Munu
fáh’ af óteljandi gestum, er þar
bar að garði, gleyma andríkinu
og listinni, sem alltaf vakti þar
innan dyra.
Frú Margrét tók mikinn og
góðan þátt í erfiðum störfum
manns síns. Vandamál hans og
hugðarefni voru líka hennar
eign. En bezt sýndi hún, hver
hún var, er heilsa Þórarins
brast. Af kvenlegum næmleik
og varfærni hjúkraði hún hon-
um til hinztu stundar. Og í
sumar, er stundarbati hafði gef
izt, ók hún daglega með hann
út úr bænum, út í sumarmilda,
eyfirzka náttúru. Þessara
stunda naut Þórarinn og minnt
ist þeirra oft, og ég veit líka, að
þær hafa aukið á minningasjóð
frú Margrétar. Við hann er gott
að una, þegar kvöldar og skugg
arnir þyngjast.
Skólameistarahjónunum varð
auðið tveggja efnilegra óska-
barna: Guðrúnar, stúdents og
kennaraskólanema, og Björns,
nemanda í fimmta bekk í M. A.
Það er víst undralangt síðan,
og þó finnst mér það hafa verið
í gær, sem við sáumst í fyrsta
sinn. Það var uppi á Suðurvist-
um. Aprílsólin, heit og björt,
skein inn um gluggann á gamla
skólanum okkar. Jörðin var
græn, heiðið blátt og vorgyðjan
með fangið fullt af óráðnum
æskudraumum. Það var yndis-
legt að lifa, njóta og unna.
Árin hafa liðið. Ég er að
kveðja — í síðasta sinn. Þú
varst einn af beztu félögunum
og tryggustu vinunum, sem ég
hefi átt um ævina. Við vorum
herbergisfélagar, deildum gleði
og gamni, önnum og áhyggjum.
í hálfan fjórða áratug unnum
við saman, hlýddum kalli
gömlu skólaklukkunnar til
skyldunnar dag eftir dag og ár
eftir ár. Og þegar hún kvaddi
mig „á sal“ til að tilkynna látið
þitt, fundust mér ómar hennar
þrungnir djúpum trega og mun
ljúfum minningum.
Ég og fjölskylda mín heima
og erlendis kveðjum þig hug-
heilum vinakveðjum og þökk-
um þér allt, sem þú hefir verið
okkur fyrr og siðar: Glaðar
æskustundir, gneistandi and-
ríki, óbrigðulan drengskap og
ævarandi tryggð.
Þessi fátæklegu orð mín eru
líka innileg samúðarkveðja til
konu þinnar, bama og systkina.
Ekki aðeins þau, heldur landið
allt hefh’ mikils misst, en guði
sé lof fyrir liðna tíð.
Góði vinur, vertu sæll.
Brynjólfur Sveinsson.
ÞVÍ fór víðsfjarri, að okkur
óraði fyrir því, sem vorum
stödd á heimili Þórai'ins Björns
sonar skólameistara á sextugs-
afmæli hans fyrir aðeins rúm-
um tveimur árum, að svo
skammt yrði til þess, að við
stæðum yfir moldum hans.
Hann var þá svo glaður og sæll
í návist vina sinna, fullur af
stai'fsgleði og starfsþrótti og
mátti vissulega finna til fagn-
aðar af óvenjulegri farsæld og
vinsældum í starfi sínu í þágu
þess, sem 'honum var flestu
kærara, skóla síns og æsku
þessa lands.
O’kkur óraði heldur ekki fyr-
ir því í haust, er hann hóf starf
við skólann á ný, jafnvel þótt
dauðinn hefði þá þegar gert boð
á undan sér, að svo skammt
yrði til þessa dags. Hann virtist
svo líkur sjálfum sér, var svo
fullur af lífi, fullur fagnaðar og
þakklætis fyrir það að eiga þess
enn kost að starfa og finna enn
leggja á móti sér andblæ af vin
áttu frá ungum, opnum hugum.
— Ég hef engum manni kynnzt,
sem var jafnlagið að skapa slíkt
andrúmsloft í kringum sig. Það
stafaði umfrarn allt af því,
hvers einlægur og opinskár
hans eigin hugur var. Hann gaf
svo fúslega af sjálfum sér, og
þar fór saman mikil auðlegð og
mikið örlæti. Gáfur hans voru
miklar og fjölhæfar. Það gat
ekki leynzt fyrir neinum, sem
átti tal við hann. Hitt er mér þó
enn ríkara í huga, hve góður
maður hann var. — Daginn,
sem hann dó, hitti ég gamlan
mann, sem ég þekki, og talið
barst að láti hans. „Hann hlýt-
ur að hafa verið góður maður,“
sagði hann. „Ég þekkti hann að
vísu ekki neitt. Við áttum víst
aldrei tal saman, en hann brosti
samt alltaf svo hlýtt til mín, í
hvert sinn sem við mættumst.11
— Þannig var Þórarinn Bjöms-
son. Það lagði ljóma af gáfum
hans og yl frá mannúð hans,
hvar sem hann fór. Hann
stjórnaði ekki skóla sínum með
valdi, heldur með ástúð og um-
hyggju, sem fæstir nemenda
hans gátu hugsað til að ‘brjóta
af sér.
Hjá lítilli þjóð eins og okkur
íslendingum er mikið skarð
ófullt og opið eftir slíkan mann.
Allt landið stendur í þakkar-
skuld við hann. Sem skólamað-
- Heimsókn frá
(Framhald af blaðsíðu 8).
Deildarstjórinn majór Guð-
finna Jóhannesdóttir og æsku-
lýðsforinginn kapt. Sölvi
Aasoldsen aðstoða við heim-
sóknina. Lesið auglýsingu á
öðrum stað í blaðinu. Veitið at-
ur átti hann fáa sína líka. Sæti
hans í Menntaskólanum á Ak-
ureyri verður vandfyllt, og bær
inn okkar drjúpír við fráfall
hans. Við sendum ástvinum
hans innilega samúðarkveðju.
Þótt missirinn sé sár, má það
þó vera nokkur harmabót að
finna nú betur en nokkru sinni,
hve mikils virði það var að eiga
hann, slíkur sem hann vai’.
Árni Kristjánsson.
„Dáinn, horfinn! Harmafregn!
Hvílíkt orð mig yfir dynur!
En ég veit að látinn lifir,
það er huggun 'harmi gegn.“
Það setti margan hljóðan á
sunnudaginn, þegar það fréttist
að Þórarinn Bjömsson, skóla-
meistari, hefði látizt um nóttina.
Hann var vinmargur hér í bæn
um og naut mikils trausts.
Hjartahlýr og gáfaður skóla-
maður hefur horfið frá miklu
hlutverki. Göfugur mannvinur
hefur kvatt þennan heim.
Ég átti því lána að fagna að
kynnast Þórami Björnssyni og
mat hann mikils. Viðmót ’hans
og bros var alltaf svo einstak-
lega hlýtt. Ég kynntist vel í
fræðsluráði Akureyrar hve til-
lögugóður hann var, og þakka
samvinnuna þar um tíu ára
skeið við uppbyggingu Oddeyr-
arskólans.
Oft leituðu bindindismenn til
Þórarins til að flytja ræður við
ýmis tækifæri. Hann studdi
bindindismálið af heilum 'hug.
Hann kynntist því í skóla sín-
um, að það er eitt af okkar
mestu vandamálum.
Hann var einn af leiðandi
mönnum stúkunnar Sigurfán-
ans á Akureyri, meðan hún
starfaði við Menntaskólann, og
æðsti templar um skeiði Saga
þeirrar stúku var björt, en því
miður of stutt. Ég flyt þakkir
frá bindindissamtökunum á
þessum vegamótum.
Þá flyt ég ástvinum Þórarins
Björnssonar mnilega samúðar-
kveðju frá okkur hjónunum við
fráfall hans.
Noregi
hygli að æskulýðsvikan hefst
sunnudag 11. febrúai’. Barna-
samkomur verða haldnar á
hverjum degi þessa viku.
Verið hjartanlega velkomin á
þessar samkomur.
(Fréttatilkynning)
Eiríkur Sigurðsson.
MINNING
ÞÓRARINN BjÖRNSSON
SKÓLAMEISTARI
Frá Tónlistarfélagi Akureyrar
i.
1 dag fer svalur andblær
um akur rauðra rósa,
sem réttu fyrr blóm sín
mót yl skærra ljósa.
í sumar undu þær frelsi,
úti sem inni,
opnuðu bikarblöð og krónur,
rauðar, hvítar, bleikar.
Horfðu hátt til sólar.
En liöfuð til foldar
þær hneigðu
ein eftir aðra,
í haustsins kulda.
Einnig síðasta rauða rósin,
felldi tár, sem frusu.
Því feigð bjó í Iofti,
grunur um stjörnuhrap,
á nýju ári.
Samt eiga þær eftir
að vakna á ný,
úr vetrardvala,
og bera okkur ihn
hinna björtu daga.
Á morgun, í vetur,
finnum við aðeins
angan bleikra blóma
og brostinn streng,
sem hrökk í sundur
og ómar þó enn,
mun ætíð hljóma
í okkar brjósti.
II.
En kliður samhljómanna
í liörpu Norðurlands
hljóðnaði.
Og reisn hins norðlenzka
anda og snilli,
hnýpir, sem fugl fjöðrum sviptur.
Þjóðin öll syrgir
menningarfrömuð og mætan dreng,
mann með viðkvæmt,
göfugt hjarta.
Hinn fagri samhljómur
hefir misst sinn dýpsta tón.
— Undirölduna, sem lyptir til hæða
og lætur það ekki aftur falla
í öldudal, sem ber hún á brjósti:
TIGN, AFL og ALMÆTTI,
sem stjómar hnattamergð,
á himnabrautum.
III.
ÞANNIG VAR ÞÓRARINN:
Boðberi hugsjóna.
Við innsýn og áhrif æðri heima,
urðu orð hans og meitlaðar setningar,
sem gullkom á sendinni strönd.
Á skilnaðarstundum, við skólaslit,
eins og ghnsteinar,
sem berast
með bergvatnsins flaum
og skolast á land,
við árósa.
IV.
Mannvits er þörf,
menntun undirstaða
meiri framfara.
En þó er manngæzka og mildi
meira virði.
Ofar öllu.
Þessi orð em aðeins
. örlítið brot,
skoðana hans og skilnings á lífinu.
V.
Nafn þitt ÞÓRARINN,
samherji, vinur og ráðgjafi
í tólf manna hópi tónlistarunnenda,
hefir verið greypt á silfurskjöld,
á saknaðar- og skilnaðarstund,
með þessu eina orði: ÞÖKK.
Orði, sem þú valdir við svipaðar aðstæður.
Það segir allt.
STEFÁN ÁGÚST.
i
^..... ................ ...................... =--------->
Fyrir niokkru barst mér and-
látsfregn vinar míns, fyrrver-
andi bæjarverkstjóra á Akur-
eyri Júníusar Jónssonar. Þykir
mér hlýða að minnast þessa
mæta manns og kynna minna
af heimili hans með nokkrum
orðum.
Júníus Jónsson var fæddur
14. júní 1885 að Þórustöðum í
Grímsnesi. Foreldrar hans voru
Jón Jóhannsson frá Kotfei-ju
og kona hans Rannveig Sveins-
dóttir smiðs á Þórustöðum.
Sex ára gamall missti Júníus
föður sinn og fluttist þá ásamt
móður sinni að Apavatni og var
þar um nokkur ár. Þá gerðist
hann vinnumaður um skeið og
var þá sjómaður á kútterum 8
vetrarvertíðir. í Flensborgar-
skólann fór hann 23 ára gam-
all og lauk þar námi 1910. Þá
gerðist hann kennari vestur í
Snæfellsness- og Hnappadals-
sýslu nokkra vetur, en vann að
vega- og brúagerð þar vestra á
sumrum.
Vorið 1913 réðst hann sem
verkstjóri norður í Ej^jafjörð
við vega- og brúagerð og vann
þar þrjú sumur, síðan fór hann
vestur í Skagafjörð og vann þar
að byggingu Héraðsvetna-
brúnna. Þá var hann. og verk-
stjóri við byggingú Hólmaveg-
ar og fyrsta kafla Vaðlaheiðar-
vegar. Einnig gegndi hann verk
stjórnarstörfum við virkjun
Glerár. Árið 1927 réðst hann
verkstjóri hjá Akureyrarbæ og
gegndi því starfi til 1952, að
hann lét af því starfi að nokkru
leyti vegna vanheiísu, er hafði
þjáð hann um margra ára
skeið. Fyrstu vetuma eftir að
haim fluttist norður, var hann
heimiliskennari á Akureyri. En
eftir að hann staðfesti ráð sitt,
stundaði hann búskap um nokk
urra ára skeið og naut þar að-
stoðar tengdaforeldra sinna Jó-
hanns og Helgu ,er eyddu hjá
honum ævikvöldinu.
Konuefni sínu, Soffíu Jó-
hannsdóttur, kynntist Júníus á
vegagerðarárum sínum í Eyja-
firði. Þau gengu í hjónaband 3.
nóvember 1916 og stofnuðu þá
heimili á Akureyri og hafa bú-
ið þar síðan. Þau eignuðust 3
börn. Elztur var Björgvin, vask
ur maður og skíðagarpur mik-
ill á yngri árum, nú starísmað-
ur hjá Flugfélagi íslands á Ak-
ureyri. Þá eignuðust þau stúlku
er þau misstu á fyrsta ári.
Þriðja bamið var stúlka, Helga
Rannveig að nafni. Hana misstu
þau uppkomna og nýlega gifta.
Var þá þungur harmur kveðinn
að heimili þeirra. En það létti
þeim harminn, að sannfæringin
um það ,að látinn lifir og að
endurfundir myndu takast síð-
ar meir. Dótturdóttur sína unga
tóku þau að sér og hafa alið
upp síðan móðirin féll frá. Þá
misstu þau einnig tengdadóttur
sína frá ungum bömum og hafa
reynzt syni sínum og heimili
hans ómetanleg stoð um mörg
ár.
Þessi eru helztu æviatriði
Júníusar Jónssonar í fám orð-
um sögð. En með þeim er þó
ekki mikið sagt um manninn
sjálfan, er stóð að baki þeim
marhgáttuðu verkum og trúnað
arstörfum, er honum voru falin,
og skal það nú að nokkru gert.
Vorið 1913 hófust kynni okk-
ar. Ég hafði ásamt fleiri skóla-
piltum ráðið mig til brúa- og
vegagerðar í Eyjafh'ði rnn sum-
arið. Bar fundum okkar saman
að Grund, þegar Júníus kom
þangað til að hefja vinnuna.
Mér leizt maðurinn þegar hinn
vörpulegasti, og þegar vinnan
hófst næsta dag, varð ég þess
var, að honum var annt um, að
verkið ynnist sem greiðlegast,
og á bak við hið glettna og góð-
lega yfirbragð leyndist brenn-
andi áhugi fyrir því að láta sér
farast alla stjórn sem bezt úr
hendi. Og þegar hann gekk að
verki með okkur, voru þar eng-
in vettlingatök á ferðinni — oft
unnið í spretti. En aldrei var
rekið eftir. Svo komu kvöldin,
og þá ræddi þessi maður við
okkur eins og jafningja og fé-
laga, sagði skrýtlur og lét
spausyrði fjúka, svo að allir
urðu glaðir í skapi. Þetta voru
viðbrigði fyrir mig, því að
sumarið áður hafði ég unnið í
vegagerð, og þá hafði verk-
stjórinn aldrei ávarpað mig að
nauðsjmjalausu. Mér fór að
þykja vænt um þennan mann,
og sú velvild hefir aldrei kuln-
að hjá mér, nema síður sé. Ég
fann að þessi maður vildi okk-
ur allt hið bezta.
Auðséð var, að hann hafði
tileinkað sér dyggðimar skyldu
rækni og trúmennsku í störfum
en á slíku vill oft verða mis-
brestur, einkurn ef hið opin-
bera á í hlut.
Alls vann ég hjá Júníusi
heitnum í þrjú sumur, og mun
óhætt að segja, að við vorum
þá orðnir nánir vinir. Þá skildu
leiðir. En jafnan var þar til
vina að leita, sem Júníus var
og heimili hans fyrir mig og
fjölskjddu mína, ef við komum
til Akureyx-ar, eða ég þurfti
eitthvað til hans að leita. Og
götu mína greiddi hann ótrú-
lega oft og stundum án þess ég
vissi fyrri en eftir á. Greiðvikni
hans og góðvild í garð annarra
verður bezt lýst með hans eigin
orðum. Ég var þá, sem oftar,
staddur heima hjá honum. Kom
hann þá heim í seinna lagi,
þreyttur eftir ei’ilsaman dag í
þöi’fum bæjarins. Sagðist haixn
hafa tafizt nokkuð eftir vinnu-
tíma vegna smágreiða, er hann
hefði gert einhverjum manni,
og bætti við: „Það er ákaflega
gaman að geta gert öðrum
gi’eiða, en það er minna gamarx
að þiggja hann.“ Enda var það
ríkt í eðli hans að standa á
eigin fótum með atoi’ku og'
framsýni, og hörð lífsbarátta á
yngri árum hafði einnig kennt
honum það.
Annað einkenni á Júníusi
Jónssjmi var glettni hans og
gamansemi. Ollum, sem ég hefi
rætt það við, ber saman um, að
harrn hafi verið óvenju skemmti
legur og fyndhm og haft sér-
stakt lag á því að koma mönn-
um til að brosa án hávaða eða
(Framhald á blaðsíðu 7).