Dagur - 07.02.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 07.02.1968, Blaðsíða 8
SMÁTT OG STÓRT VEGASKULDIR í vegager'ðarskýrslu fyrir árið 1967 kemur fram, að á þjóðveg- unurn hvíldu í árslok rúmlega 330 millj. kr. í föstum lánum, en þá eru erlendu lánin reiknuð á gamla genginu og mun upp- hæðin nálgast 400 millj. kr. eft- ir gengisbreytinguna. Þetta eru ekki ríkislán, heldur hvíla þau á vegasjóði. Vextir og afborg- anir hafa að einhverju leyti ver ið greidd með vegatollinum á Reykjanesi, en að öðru leyti með nýjum lánum og fjárveit- ingum í vegaáætlun. Umrædd- ar 330 millj. kr. skiptast þannig milli vega: ræðu. Þar er gert ráð fyrir, að tekin verði rikislán til hrað- brauta og þjóðbrauta en lands- brautir gerðar fyrir fé úr vega- sjóði. Tillagan er samin með hliðsjón af ályktun kjördæmis- þings Framsóknarmanna á Laugum haustið 1966. Enn er lítið fram komið um undirtekt- ir á þinginu, en einhver ráð verður að finna til þess að ís- land haldi ekki áfram að vera vanþróað land í vegamálum um ófyrirsjáanlegan tíma. Upplýst var af samgöngumálaráðlierra, að erlend lán myndu fáanleg til vegagerðar hér á landi. Á fundi hjá „Öruggur akstur.“ (Ljósm.: E. D.) KLÚBBURINN Öruggur akst- ur á Akureyri og Eyjáfirði hélt aðalfund sinn að Hótel KEA þriðjudaginn 30. febrúar sl. Formaður setti fundinn, en fundarstjóri var kjörinn Stefán Tryggvason og fundarritari Ágúst Steinsson. Baldvin Þ. Kristjánsson, erindreki Samvinnutrygginga, og Sigmundur Björnsson, deild arstjóri Vátryggingadeildar KEA, afhentu viðurkenningu Samvinnutrygginga fyrir örugg an akstur. Að þessu sinni hlutu 78 viðurkenningu fyrir 5 ára öruggan akstur og 24 verðlaun fyrir að hafa ekki valdið tjóni í 10 ár, en verðlaun þessi er ókeypis trygging í eitt ár. Formaður sagði frá fyrsta fulltrúafundi klúbbanna, sem haldinn var í Reykjavík 22. og 23. nóv. sl. Voru þar mættir um 30 fulltrúar víðsvegar að af landinú og hafði mjög verið vandáð til dagskrár þessa fund ar frá hendi Samvinnutrygg- inga. Stjórn klúbbsins var öll end- urkosin, en hana skipa: Finn- bogi S. Jónasson, formaður, Kristófer Vilhjálmsson, ritari og Árni Magnússon, meðstjórn- andi. Varastjórn skipa þessir menn: Magnús Jónsson, Gísli K. Lor- enzson og Haukur Valtýsson. eyri um Fundar.menn þáðu veitingar í boði Samvinnutrygginga, og undir borðum flutti Pétur Sveinbjarnarson umferðarfull- trúi Reykjavíkurborgar, erindi, er hann nefndi: H-umferð á næsta leiti. Urðu nokkrar um- ræður að loknu erindi hans, og svaraði hann fyrirspurnum, er fram komu. Þrátt fyrir slæmt veður og þunga færð í nágrenni bæjar- ins var fundur þessi vel sóttur. Reykjanesbraut 231.6 millj. kr. Ólafsvíkurvegur 4.5 millj. kr. Heydalsvegur 1.1 millj. kr. Vestfjarðavegur 24.1 millj. kr. Siglufjarðarvegur 51.0 millj. kr. Múlavegur 11.3 millj. kr. Suðurfjarðarvegur 6.5 millj. kr. Eftir gengisbreytinguna hækka þessar upphæðir, a. m. k. sumar mjög verulega í íslenzkum krónum. TÍU ÁRA AÆTLUN Tillaga átta þingmanna úr Framsóknarflokknum, um áð gerð verði áætlun um uppbygg ingu þjóðvegakerfisins á 10 ár- um, var nýlega vísað til nefndar á Alþingi, að lokinni fyrri um- .\ý stúka stoímið Varð að aanaa frá fé sínu fljótlega og lagði svo af stað með hópinn og gekk að venju á undan. Fylgdi féð honum fyrst en svo slitnaði hópurinn. Var þá naumast stætt veður og ákaflega mikið kóf. Fór svo, að hann varð að fara einn til bæj- ar. Kindumar voru blindar orðnar af klaka, sem lagðist fyr ir augu þess, enda beint á móti að sækja. Seinna sama kvöld dró úr veðurofsanum og náði bóndi þá (Framhald á blaðsíðu 7). JÓN GUÐMUNDSSON bóndi á Litlu-Hámundarstöðum á Ár skógsströnd hefur þann hátt á, að hann gengur á undan fé sínu til beitar á vetrum. Og ef það kemur ekki sjálift heim að kveldi, vitjar hann þess, kallar á það og gengur síðan á undan því heim. Þetta er gagnstætt venjunni, en er þó ekki eins- dæmi. Fé Jóns var úti fyrra föstu- dag, og sjálfur var hann að sækja börn í skólann þegar blindbylur skall á. Fékk hann þær fréttir á leið sinni í skól- ann, að börnunum yrði ekki sleppt þaðan nema í öruggri fylgd. Snéri hann þá heim á leið til að sækja féð, sem var skammt frá. Fann hann það Trilla sökk á Húsavík í OFVIÐRINU um helgina sökk rúmlega þriggja. tonna trilla Karls Pálssonar sjómanns. Var í gær unnið að því að ná henni upp. En menn óttast að báturinn sé skemmdur eða ónýtur orðinn. Þá brotnuðu tvær stórar hurðir í kísilskemmunni miklu við Húsavíkurliöfn, en skemm- an var byggð í sumar. Þá skemihdust þök á nokkr- um húsum, rúður brotnuðu, en enginn maður slasaðist. □ NÝ Góðtemplarastúka var stofnuð hér í bænum sl. sunnu- dag, og hlaut hún nafnið Akur- lijan. Framkvæmdanefnd stúk- unnar skipa: Magnús Kristins- son, sími 21328, Hlín Stefáns- dóttir, sími 12158, Rögnvaldur Rögnvaldsson, sími 12158, Eva Aðalsteinsdóttir, sími 12783 og Stefán Halldórsson, sími 11030. Umboðsmaður Stórtemplars er Friðfinnur Árnason. Þeir sem óska eftir að gerast félagar, geta fengið allar upp- lýsingar og inntökubeiðnir hjá hverjum, sem er úr fram- kvæmdanefndinni. Fundarstað- ur og fundartími verður aug- lýstur í vikublöðum bæjarins í næstu viku. Eiríkur Sigurðsson stofnaði stúku þessa í umboði Stór- templars. □ KYNSLOÐASKIPTI íslendingsblað, sem kom að sunnan 23. janúar, var eitthvað að narta í Olaf Grímsson, ung- an mann í Reykjavík, sem rit- að hefur í Tímann um nauðsyn kynslóðaskipta í íslenzkmn stjómmálum. Slík kynslóða- skipti verða jafnan fyrr eða síð ar, en stundum greinir menn á um, hvenær heppilegast sé, að þau eigi sér stað. Er skemmst að minnast kynslóðaskiptanna við íslending. Íslendingur minn ist þess nú, að nefndur Ólafur Grímsson hafi komið til Akur- eyrar í fyrra. Segist blaðinu svo frá, að Ólafur hafi verið „boldangsmikiU“. Enftfremur, að honum „svall hugur,“ og „lét búkinn skipta“. Ekki myndi eldri kynslóðin við íslending hafa komizt svo að orði. Jakob frá Hranastöðum myndi heldur ekki hafa sagt um vindinn, að hann skipti um áttir „frá stu-nd til strandar“. En með nýrri kyn slóð kemur stundum nýtt tungutak. Heimsókn frá Noresri ÞETTA ÁR er alþjóðlegt æsku- lýðsár innan Hjálpræðishersins. Hjálpræðisherinn starfar í 71 landi heims og mun allsstaðar leggja áherzlu á æskulýðsstarf- ið á þessu ári. Æskulýðsstarf Hjálpræðis- hersins er víðast mjög fjöl- breytileg, bæði meðal þeirra æsku, sem vígzt hefur Hjálp- ræðishemum, og einnig meðal ÍÍS5SS5S$55SSS3$5SS3$SSSSS$S5$55SS5$S$SSSSS$SS$SSSSSSS$»$SSSSSSSSSSSSSÍ hins fjölmenna æskulýðs, sem ekki þekkir fagnaðarerindið. Hjálpræðisherinn á íslandi hefur boðið hingað norskum æskulýðsleiðtoga, majór Alf Ajer, sem er einn af yfirmönn- um æskulýðsstarfs Hjálpræðis- hersins í Noregi, m. a. yfirfor- ingi drengjaskátana. Hann hef- ur starfað í Hjálpræðishernum á íslandi. Hann 'kemur hingað til Akureyrar mánudaginn 12. febrúar og heldur sérstakar samkomur. Á mánudagskvöld er æskulýðssamkoma, þriðju- dagskvöldið verður samkoma þar sem hann sýnir kvikmyndir frá skátastarfi Hersins o. f 1., miðvikudagskvöldið verður einnig opinberar samkomur þar sem majórinn stjórnar og talar. (Framhald á blaðsíðu 4). Slysafregnir ræddar í brezka .þinginu HINAR hörmulegu fregnir af brezkum togurum á íslands- miðum eru til umræðu í brezka þinginu. En 3 Hulltogarar hafa með skömmu millibili farizt hér við land. Kröfur um aukið öryggi eru fram komnar, einkum frá sjó- mannskonum, sem eiga um sárt að binda. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.