Dagur - 21.02.1968, Blaðsíða 1
FILMU HÚSIÐ
Hafnarstræti 104 Akureyri
Sími 12771 • P.O. Box 397
SÉRVERZLUN:
LJÓSMYNDAVÖRUR
FRAMKÖLLUN - KOPIERING
LÖIIG INNISTÁÐÁ Á FJÖLLUM
Grímsstöðum 19. febrúar. Hér
hafa verið töluverðar frosthörk
ur, allt upp í 25 stig og alger-
lega jarðlaust fyrir sauðfé síðan
20. desember. Snjór er ekki
óvenju mikill, en undir er harð
fenni og ná skepnur ekki til
jarðar. Hross voru tekin í hús á
mið-þorra og var þá einnig hag
laust fyrir þau. í fyrra, sem tal-
inn var harður vetur, tók aldrei
fyrir hestajörð, því þá var
mjúkt við rótina.
Samgöngur eru litlar. Póst-
ferðir hafa verið famar á snjó-
sleða. En hann bilaði, og í dag
kastaði Tryggvi Helgason, sem
var í ferð til Vopnafjarðar, nið-
ur til olíkar póstinum. Póstpok
inn kom niður rétt við hlað-
varpann. Og snjóbíll úr Mý-
vatnssveit er nú að renna í hlað
ið, sé ég. Annars er ósköp ró-
legt hjá okkur. Við reynum að
spara heyin og gefum mikið
kraftfóður. Við vorum ekki of
vel heyjaðir í haust. K. S.
lófur heima við bæi í Þisfflfirði
Þessi hross eru í góðum haga og eru bæði full og feit. (Ljósm.: E. D.)
RaSstefna vegna sfóðhrossa í Skagafirði
Gunnarsstöðum, Þistilfirði 19.
febrúar. 1 gær fóru þeir Ari
Aðalbjörnsson í Hvammi og
Aðalbjörn flugvallarstjóri, faðir
hans á snjósleða til að huga að
tófum. Fundu þeir strax tófu-
slóð heima við tún á Gunnars-
stöðum, röktu slóðina og skutu
dýrið skammt frá. Tófuslóð sáu
þeir einnig hjá Holti, fylgdu
henni og skutu tófuna við Lamb
hól, sem er um 10 km. frá bæn-
um. Og enn rákust þeir á slóð
vestur á Álandstungu og skutu
þriðju tófuna en héldu heim að
því búnu og þóttust vel hafa
veitt. Ekki var þó dagurinn lið-
Bjarni Einarsson, bæjarstjóri.
Kvöldverðarfundur
hjá F.U.F.
NK. FÖSTUDAG, 23. febrúar,
kl. 7.30 e. h., verður kvöldverð-
arfundur hjá ungum Framsckn
armönnum á Akureyri í Iiótel
Varðborg.
Fri mmælandi verður
BJARNI EINARSSON,
bæjarstjóri.
Áríðandi er að félagsmenn
fjölmenni og taki með sér nýja
féíaga. 1 □
Bændaklúbbsfundur
verður að Hótel KEA mánu-
dagskvöldið 26. þ. m. og hefst
hann að venju kl. 9.
Umræðuefni verður: Skipu-
lag á framleiðslu landbúnaðar-
afurða. Framsögu hefur Kristj-
án Karlsson erindreki Stéttar-
sambands bænda. □
inn. Þegar heim kom fréttu þeir
af tófu í Hafralónsárgljúfri, sem
önnur refaskytta hafði orðið var
við þar. Ari og Arnar Aðalgeirs
synir fóru þegar af stað,
fundu rebba og skutu hann.
Alls hafa 11 tófur verið skotnar
hér síðan um áramót. Þar af
hefur Kristján Ásgeirsson á
Þórshöfn banað 6.
Það bar við á föstudagsmorg-
uninn í Tunguseli, að Marinó
Jóhannsson sá mink uppi á fjár
húsmæni. Síðar um daginn fór
hann að gefa hænsnum sínum
og lágu þau þá öll dauð. Hafði
minkurinn verið þar að verki.
í gamla bænum varð svo minks
ins vart, en hann slapp í gegn-
um skorstein. Næsta morgun er
opnuð var bílskúrshurð, var
minkurinn þar og féll fyrir
skoti.
Þrjú hreindýr sáust um dag-
inn milli byggða innst í
Brekknaheiði, en þau hurfu
fljótlega þaðan.
Frostin fara upp undir 20 stig
um nætur. Fjörðurinn er allur
krapaður og muna menn ekki
slíkt áður. Ó. H.
LEIKFÉLAG Akureyrar mun
ætla að frumsýna sjónleikinn
Gísl 25. febrúar. Leikstjóri er
Eyvindur Erlendsson og Arnar
Jónsson leikur gíslinn, en Una
Collins annast teikningar leik-
myndar og búninga.
Höfundur þessa venks er ír-
inn Brendan Behan, upprunn-
inn í fátækrahverfi Dublin-
borgar, fæddur 1923, hann varð
skammlífur, reyndi margt á
stuttri ævi, m. a. fangavist
langtímum saman og samdi að-
NÝLEGA boðaði sýslumaður
Skagfirðinga, Jóhann Salberg
Guðmundsson, oddvita sýslunn
ar og stjórn Búnaðarsambands
ins á sinn fund, að gefnu til-
efni. Fundarefnið var ásetn-
ingur bænda, einkum með til-
liti til stóðhrossanna, sem nú
hafa lítinn haga eða jafnvel
BÚNAÐARÞING, hið fimmtug
asta í röðinni, var sett á mánu-
daginn í Bændahöllinni. Við-
staddur var forseti íslands,
herra Ásgeir Ásgeirsson, marg-
ir alþingismenn og ýmsir aðrir
gestir.
Þorsteinn Sigurðsson bóndi í
Vatnsleysu og formaður Bún-
aðarfélags íslands setti þingið
með skörulegri ræðu. Ingólfur
eins tvö leikrit, og er annað
þeirra Gísl, eða The Hostage.
Leikurinn gerist á írlandi. —
Hann var sýndur í Þjóðleik-
húsinu árið 1963.
Leikstjórinn, Eyvindur Er-
lendsson, er nýlega kominn
heim frá námi og starfi ytra og
setti m. a. leikrit á svið í
Moskvu. Una Collins er írsk.
Arnar Jónsson þarf ekki að
kynna á Akureyri. Hann er
Akureyringur — leikari — sem
hyggst gera leiklistina að ævi-
engan, þar sem verst er.
Niðurstaða fundarins varð
sú, að oddvitar skyldu láta
fram fara aukaskoðun, eða end-
urmat á fóðurforða, ennfremur
athugun á hrossum og jafnvel
talningu, ef þurfa þætti.
Sýslumaður sagði í viðtali
við blaðið, að víða væri orðið
Jónsson landbúnaðafráð'herra
ávarpaði þingið. Menn ætla, að
þing þetta standi þrjár vikur
eða lengur því mörg málefni og
ýms þeirra mikilvæg, liggja
fyrir þessu Búnaðarþingi.
Fulltrúar þingsins eru 25.
Búnaðarþing er ráðgefandi
samkoma þings og ríkisstjómar
og hefur undirbúið öll meiri-
háttar lög, sem landbúnað varð
ar á umliðnum árum. Eru verk-
efni þess því ætíð þýðingarmikil
svo að störf þeirra skipta miklu
máli, ekki aðeins fyrir bænda-
stéttina, heldur þjóðina alla. □
MÖRG verkalýðsfélög landsins
og flest eða öll þau stærstu,
hafa nú veitt stjórnum sínum
og trúnaðarráðum heimild til
að boða til vinnustöðvunar ef
nauðsynlegt þykir, til að knýja
fram launabætur 1. marz. Mest
áherzla er lögð á vísitöluupp-
starfi, og hefur vissulega farið
vel af stað og oft hlotið góða
dóma syðra. Hann lék m. a.
gíslinn í Þjóðleikhúsinu, 1963,
sem er titilhlutverk leiksins.
Leikendur eru alls 18 og
margir þeirra æfðustu leikai’ar
bæjarins. Meðal þeirra, sem
með veigamikil hlutverk fara,
auk Arnars, eru t. d. Jón Krist-
insson, Kristjana Jónsdóttir,
Guðlaug Hermannsdóttir og
Þráinn Karlsson. □
mjög haglítið og ástandið hið
alvarlegasta. Oddvitar myndu
nú, eftir skoðun, láta stjóm
Búnaðarsambandsins vita um
niðurstöður, en síðan yrðu tekn
ar ákvarðanir um fóðuröflun ef
með þyrfti. Víðast væri hross-
um nú gefið út, þ. e. stóðhross-
unum. Enn væru til miklir
hrossabændur í Skagafirði —
ættu upp í 60—70. Fóðurþörfin
væri því mjög mikil ef harðindi
héldu áfram. Ennfremur þyrfti
að fylgjast með, ef vanrækt
væri að hjúkra þeim hrossum,
sem þess þyrftu með.
Á Skagaströnd er víða orðið
algerlega jarðlaust. Hestar hafa
mjög sótt heim að húsum í
Höfðakaupstað til að leita að
einhverju ætilegu. Sveitarstjór
inn í Höfðahreppi hefur látið
þau boð út ganga, að eigendur
taki stóðhross sín hið bráð-
asta. Hann sagði í viðtali við
blaðið, að menn væru nú að
taka hrossin, að minnsta kosti
fækkaði þeim dag frá degi, er
ráfuðu um götumar. Þer vestra
(Framhald á blaðsíðu 5).
bætur á laun, sem áður voru
afnumdar. □
Tveir bræður
fórust
f FYRRADAG fórust tveir
bræður er flugvél þeirra
hlekktist á í flugtaki á
Reykjavíkurflugvelli. Menn-
irnir sem fórust voru: Júlíus
Tómasson flugstjóri hjá Loft
leiðum og Gísli Tómasson
flugnemi. Ekki var í gær
vitað hver orsök slyssins
var. □
MIKIÐ EFNI
verður 'enn að bíða. Þótt blað-
inu séu aðsendar greinar mjög
kærkomnar, harmar blaðið,
vegna færri útkomudaga en
áður, að þurfa að láta margar
greinar bíða birtingar. □
Báfnr frá Súðavík fórst og
með honum fjórir menn
TRAUSTI ÍS 54 frá Súða-
vík, 40 lestir að stærð, fórst
í fiskiróðri. Var hans sakn-
að s.I. miðvikudag, en síð-
ast var haft samband við
hann um kl. 16,30 þann dag
og var liann þá, ásamt fleiri
bátum, um 30 sjómílur út af
Rit.
Víðtæk leit bar ekki ár-
angur. Á bátnu-m voru: Jón
Magnússon, fsafirði, formað-
ur, Jón Ólafsson, Garðsstöð-
um, Ögurlireppi, Halldór
Júlíusson, Svarthamri, Álfta
firði, og Eðvarð Guðleifsson,
Kleifum, Súðavík. □
Sjónleikurinn „Gísl" Irumsýndur 25,
BúnaðarÞing sett sl. mánudsg