Dagur - 21.02.1968, Blaðsíða 5

Dagur - 21.02.1968, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Gullin loforð og varnaðarorð í KRAFTI þeiiTar kenningar, að gullin loforð stjórnmálamanna séu líklegri til fylgis en vamaðarorð, gáfu núverandi stjórnarflokkar fyr- irheit um atvinnuöryggi, uppbygg- ingu atvinnuveganna, enn aukið frelsi í viðskiptum og bætt lífskjör, ef fólkið í landinu fæli þeim áfram forystu í þjóðmálum. Framsóknar- flokkurinn varaði við og taldi margs konar erfiðleika yfirvofandi með óbreyttri stjórnarstefnu. Stjórnar- flokkarnir liéldu meiri hluta sínum og stjórna enn. fc Síðan hefur það sannazt, að stjórnarflokkarnir gáfu rangar upp- lýsingar um efnahagsástandið í land- inu og fengu sinn meirihluta í kosn- ingunum á fölskum forsendum. En það sem gerzt hefur síðan og liggur alveg ljóst fyrir er þetta m. a.: Þegar þing kom saman í haust voru 400 millj. kr. sóttar á matborð almenn- ings. Kaupgjaldsvísitalan var tekin úr sambandi. Verðlagning landbún- aðarvara var dregin fram undir jól. Þá voru bændur, með yfirnefndarúr- skurði sviptir rétti til sömu tekna og aðrar vinnustéttir. Þá var og framkvæmd gengisfell- ing. Litlu síðar tilkynnt, þrátt fyrir „hina fullkomnu gengisskráningu“, að sjávarútvegurinn þurfti nokkur hundmð millj. kr. styrki. Stjórnin lofaði stórfelldum tollalækkunum fyrir jól, en sveik það loforð að hálfu eftir áramótin. Gjaldeyrisvarasjóður inn horfinn. Atvinnuleysi orðið verulegt strax um áramótin og liefur farið vaxandi. íbúðalánakerfið van- megnugt að sinna lögboðnu hlut- verki sínu. Frystihúsin lokuð í lengri tíma, vinnustöðvanir vofa nú yfir. Bændur þinga um þau augljósu rétt- arbrot, sem á þeim hafa verið fram- in. Framannefnd dæmi ættu að vera nægilega mörg og skýr til að gefa nokkra lieildarmynd af loforðum og efndum. Verðfall afurða var skollið á fyrir kosningar, aflabrögð vom lélegri en þau hafa mest verið en vetrarvertíðinni var lokið þegar stjómarflokkarnir raupuðu af því, að gjaldeyrisvarasjóðurinn stæðist mikil áföll og allt væri í hinu bezta lagi. Fólkið í landinu hefur orðið fyrir sámm vonbrigðum af vanefnd- um og stjórnleysi. Ríkisstjómin nýt- ur ekki lengur trausts. Stefna lienn- ar, ef stefnu skyldi kalla, liefur geng- ið sér til húðarinnar. Ritgerðasamkeppni um álengismá FÉLAG áfengisvarnanefnda í S,- Þingeyjarsýslu austan Ljósa- vatnsskarðs efndi í fyrravetur til ritgerðasamkeppni í barna- og unglingaskólum á félagssvæðinu. Þátttakendur voru nemendur í tveim efstu bekkjum barnaskól- anna annars vegar og í unglinga- skólunum hins vegar. Efni og heiti ritgerðanna var: „Ungur skyldi varast vín“. Sam- keþpnin var sett fyrir sem heima- verkefni í íslenzkum stíl í febrú- ar, tengd og studd þeirri bind- indisfræðslu, sem veitt var 1. febr. í skólunum. Kennarar skól- anna fóru yfir ritgerðirnar og sendu 5—6, er þeir töldu beztar í sinum skóla til dómnefndar, en hana skipuðu: sr. Friðrik A. Frið- riktsson á Hálsi og Hlöðver Þ. Hlöðversson á Björgum. Þátt- taka í keppninni var mikil og mátti lesa margt athyglisvert út úr ritgerðunum. Svo var til hag- að, að í hvern skóla komu ein- hver verðlaun. I. verðlaun í eldra flokki hlaut Þorkell Björnsson, Gagnfræða- skóla Húsavíkur, íslenzka orða- bók útgefna af Menningarsjóði. II. verðlaun Hjörvar Jónsson í Laugaskóla, 100 ár í þjóðminja- safni, III. verðlaun hlutu Ingi- björg Arnkelsdóttir í Laugaskóla og Svanborg Jónsdóttir í Hús- mæðraskólanum á Laugum. I. verðlaun í yngra flokki hlaut Ragnheiður Sigurðardóttir í Aðaldal, II. verðlaun Jónína Sigurðardóttir á Húsavík — hin sömu og I. og II. verðlaun eldra flokks. III. verðlaun í yngri flokki hlutu: Guðmundur Gunn- arsson Flatey, Kristbjörg Stein- grímsdóttir Tjörnesi, Fanney Oskarsdóttir Reykjahverfi, Þóra Þóroddsdóttir Reykjadal, Steinn Jóhann Jónsson Bárðardal og Arni Jónsson Ljósavatnshreppi. Oll voru verðlaunin eigulegar bækur. (Aðsent.) Ungur má varast vín I. VERÐLAUN, YNGRI FL. Ég fór að hugsa um hvað það hlýtur að vera voðalegt að vera drukkinn. Ég hef séð ungling vera drukkinn og það var ófögur sjón. Hann reikaði um skítugur og ræfilslegur til fara. Þeir sem drukknir eru missa stjórn á sjálf- um sér og gera oft ýmislegt, sem þeir skammast sín fyrir á eftir. Foreldrarnir hugsa um börnin sín og vona að þau verði góðir og nýtir menn. Þeir sem byrja að drekka á- fengi geta oftast ekki hætt og svo þegar þeir stofna heimili, þá verður þetta heimilinu til skaða. Það er mikill munur á þeim sem oft eru drukknir og þeim sem aldrei drekka áfengi. Þeir sem ekki drekka vín geta stundað margs konar tómstundastarfsemi. Sumir eru í íþróttafélögum eða klúbbum. Aðrir safna frímerkj- um, eru skátar og starfa að marg- víslegum skátastörfum. Aðrir taka þátt í æskulýðsstarfi kirkj- unnar, og það stöðugt fleiri. Það er margt um að velja. Þeir sem eru drykkjumenn geta ekki unnið mikið. Þeir missa allan líkamsþrótt. Afengisneyzla leiðir oft til stöðugrar löngunar í áfengi, en því lýkur venjulega þannig, að menn verða áfengis- sjúklingar. Mörg slys hafa orðið og mörg af þeim af því að öku- maðurinn hefur neytt áfengis. Mörgum unglingi finnst erfitt að segja nei, þegar áfengi er boðið, finnst að hann eigi að gera það af því að félagar hans gera það. En við verðum að hugsa um af- leiðingarnar áður en við gerum það. Bezt er að taka aldrei fyrsta sopann. Það er mikið eitur í á- fenginu og þess vegna missir margur maðurinn heilsuna á því að drekka áfengi og verður að aumingja. Sá, sem lætur undan löngun sinni eða beiðni félaga sinna um að neyta áfengis, en veit þó að hann á ekki að gera það, er veiklyndur. Og hætt er við að hann verði ekki sjálfstæð- ur maður til lengdar. Ollum unglingum er hollast að byrja aldrei á þeim óvana að drekka vín. Heldur skyldi allt ungt fólk varast þá hættu og sinna heldur hollum og skemmti- legum verkefnum. En nóg er til af þeim. Sá sem er bindindissam- ur er traustari og skemmtilegri í öllu lífi sínu og ánægjulegra er að sjá hann, svipurinn glaðlegri og hann allur hirðusamari. Sá sem drekkur áfengi eyðir líka peningum sínum illa. Hugsar ekki um hvað margt væri hægt að kaupa fyrir þá peninga. Allt mælir með því að ungur skal varast vín. Ragnheiður Sigurðardóttir Grenjaðarstað. Ungur skyldi varast vín III. VERÐLAUN, ELDRI FL. Það eru skiptar skoðanir um það mál, eins og önnur. Ef menn hafa ánægju af því að drekka sig fulla, hvers vegna þá að neita sér um það? Það er sunnudagsnótt út í sveit. Klukkan er rúmlega tvö. Hljómsveitin hefur spilað síðasta lag kvöldsins og fólkið tínist út úr salnum. I gulum Saab, sem keyrir í átt frá félagsheimilinu er maður að halda heilmikla bindindisræðu: ■ • ■ ■ og eins og ég sagði, er skyn- samlegast að smakka það aldrei, og áfengisneyzla barna og ung- linga er . . . . — Blessaður hættu, þú kemur okkur úr öllu stuði með þessari þvælu. — Maðurinn heldur áfram: Þeir sem aka bil undir áhrifum áfengis, stofna sjálfum sér og öðrum í lífsháska. Og þeim peningum, sem maður- inn eyðir fyrir áfengi, þeim bein- línis stelur hann frá sjálfum sér, frá fjölskyldu sinni og .... — Já, maður kannast við það, næst er það liklega sagan um mann- inn, sem keypti sófasett fyrir brennivínspeningana sína. —' — Þögn. Þetta var nú annars allra sæmi- legasta skrall, ætlið þið heim strax krakkar, Ég fer heim, segir bindindis- postulinn. Bílstjórinn hlær og dregur flösku upp úr vasa sínum: Fáðu þér einn að skilnaði. — Maður- inn svarar ekki, en fer út úr bíln- um. — Hvað svona menn geta verið leiðinlegir, segir ein stúlk- an, þeir eru næstum verri en drykkjumennirnir. Eins og það sé nokkuð hættulegt, þó menn detti í það einstöku sinnum. Hon- um gremst kannski að aðrir skuli eiga fyrir bokku, en ekki hann sjálfur. Skyldi kerlingin geyma peningana fyrir hann. Konfúsius sagði, nei það var víst Sókrates. Hver andskotinn var það sem hann sagði? Hvað er það, sem er brúnt á litinn og hangir uppi í tré? Það lækkar í flöskunni og samræðurnar í bílnum verða fjörugri. Eigum við að syngja krakkar? Framundan er hættuleg beygja á veginum. Fólkið í bílnum syng- ur: Mér er alveg sama hvað aðrir segja, ég elska lífið og vil ei deyja .... í austri er sólin að koma upp, en samt er eins og allt sofi. Ohugnanleg kyrrð yfir öllu. Ingibjörg Arnkelsdóttir. Enn um „gljúfrabúa rr í LESBOK MBL. 24. janúar s.l. tekur Ámi Óla rithöfundur sér fyrir hendur að sanna það, að „Dalvísa“ Jónasar Hallgríms- sonar muni ort um Fljótshlíð- ina og „Gljúfrabúi“ heiti foss undir Eyjafjöllum. Árni heldur því fram, að Bjami amtmaður Thorarensen á Möðruvöllum hafi fengið Jónas til að yrkja kvæðið fyrir sig eins og „Gunn- arshólma11. Nú hefur Bemharð Stefáns- son fyrv. alþm. tekið upp hanzkann fyrir Öxnadal, fæð- ingarsveit skáldsins, og ritað grein í Dag, þar sem hann dregur fram allar líkur fyrir því, að æskustöðvarnar séu uppistaða kvæðisins. Ég get vissulega tekið undir rök og álit Bernharðs í þessu máli, en mig langar til að benda hér á fáein atriði, sem mér virðist Ámi Óla ganga fram'hjá, vilj — andi eða óviljandi. Oft fer það svo þegar menn ætla sér að sanna eitthvað, að þeir gleyma gagnrökum, en tíunda það eitt, sem hentar þekra haldi og til- gangi. Ég vil aðeins benda á eftir- farandi: 1. Eiginhandrit J. H. sannar (að svo miklu leyti, sem nokk- uð verður sannað í svona máli) að hann yrkir „Dalvísu" úti í Sórey á Sjálandi, hinn 19. jan. 1844, en þar dvaldist hann ár- langt hjá vini sínum og sam- stacfsmanni, prófessor Steen- strup. Þá voru þeir báðir Húsgögn frá Stáliðn í hinu veglega félagsheiinili í Vannalilíð. GóSur auglýsingabæklingur frá StáliSn komnir undir græna torfu, Bjami amtmaður og séra Tóm- as Sæmundsson á Breiðaból- stað, og Jónas búinn að mæla eftir 'þá, svo sem lengi verður munað. 2. J. H. kveður ekki um neinn foss, sem heitir Gljúfrabúi. Hann kallar aðeins hvítan foss „gljúfrabúa". Þetta er leikur skáldsins að orðum og líking- um. Alveg á sama máta talar hann um „flóatetur", „fífusund“ og „sæludal". (Hví þá ekki að leita uppi sérnafnið: Sæludal- ur?) 3. í „Dalvísu“ fyrirfinnast engin sémöfn. Þar af leiðir, að Jónas staðfærir ekki Ijóðið. Það er og á að vera rómantísk stemning. Hann biður líka fé- laga sinn, Brynj. Pétursson, að láta gera lag við vísurnar, „því annars komist þær aldrei inn hjá alþýðu“. Hér er alveg ljóst hvað Jónas er að fara. Dalvísa hans á að vera söngur allra dalabarna. Hún hefur líka orð- ið það. — Hitt ættu flestir að geta getið sér um, hvort höf- undurinn muni fremur hafa beint hugarsjónum sínum heim í dalinn sinn þegar 'hann var að leita að orðum og hugmyndum í „Dalvísu“, en inn til Fljóts- hlíðar eða undir Eyjafjöll, sem hvorugt er eða heitir dalur. Og að endingu þetta: Þjónar það nokkrum tilgangi, að reyna að staðfæra ljóð löngu liðins skálds, þegar ljóðið er hafið yf- (Framhald á blaðsíðu 7). UNGT fyrirtæki á Akureyri, Stáliðn h.f., hefur sent frá sér myndarlegan auglýsingabækl- ing, með myndum og öðrum upplýsingum um framleiðslu sína. En Stáliðn framleiðir stál- húsgögn, sem eru nylonhúðu-3 'og er nylonhúðin ótrúlega sterk og húsgögnin sýnast einnig smekkleg. Er þar um að ræða stálliúsgögn fyrir heimili, vinnu staði, samkomuhús, sjúkrahús, skóla og skip. Þessi húsgögn hafa vakið at- hygli, en hafa lítið verið aug- lýst ennþá. Með auglýsinga- Finnastöðum 100 ára Á FÖSTUDAGINN, 23. febrúar . eru 100 ár liðin frá fæðingu þess sveins í Hringverskoti í Ólafsfirði, sem síðan var skírð- ur Guðjón og varð virtur og vinsæll bóndi í Eyjafirði — á síðari árum kenndur við Finna- staði í Hrafnagilshreppi. Synir Guðjóns eru þeir Ketill góðbóndi á Finnastöðum og Þorvaldur, kunnur brúarsmið- ur. Þriðji bróðirinn, Þórir, vin- sæll leikari og málarameistari á Akuryri, er látinn. Kona Guðjóns hét Andrea Margrét Arnardóttir, fóstur- dóttir Ketils Sigurðssonar í Miklagarði. Þau giftu sig 1893 og bjuggu á ýmsum stöðum. — Hún andaðist 1928. Eftir það hefur Guðjón löngum dvalið hjá Katli syni sínum á Finna- stöðum og Hóknfríði Pálsdótt- ur konu hans, er er nú í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri, hefur löngum fótavist, en er orðinn sjóndapur. Enn gengur hann teinréttur og ber það með sér, að þar fer karlmenni. Guðjón á Finnastöðum, eins og hann löngum er nefndur á síðari árum, er Jónsson, bónda á Hi'ingverskoti í Ólafsfirði Jónssonar, en móðir hans var eyfirzk, Þórdís Hallgrímsdóttir, þá vinnukona Jóns þessa, sem var kvæntur og átti 18 börn, auk Guðjóns. Guðjón hefur því kannski ekki verið öllum vel- kominn í heiminn á þeirri tíð. En ekki hef ég neitt urn það heyrt, að mönnum þyki honum ofaukið í kirkjubókum, svo sem ýmsum þótti fyrrum um þá, sem fæddust utan hjónabands. Og líklegra þykir mér,' að það sé engum fjötur um fót, heldur hið gagnstæða, að vera honum skyldur, og koma þar til mann- kostir, þrek og skapgerð hins aldna heiðursmanns. Sár fátækt, umkomuleysi í uppvextinum og margir örðug- leikar framan af árum beygðu aldrei piltinn frá Ólafsfirði, og á efri árum, efth' annasaman starfsdag, varð hugurinn heið- ur og gaman og alvara eru enn að tvinna æfidag öldungsins með litríkum blæbrigðum þess skapgerðarmanns, sém aldrei lét sér á sama standa og jafnan gekk heill til leiks. Guðjón á Finnastöðum hef- ur verið félagsmaður í KEA í 74 ár og í Framsóknarflokkinn gekk hann, er hann var stofn- aður. Ekki verður æviferiU Guðjóns hér rakinn. Sjálfur kynntist ég honum aðeins af viðræðum, er hann var gamall maður orðinn og fannst hann vera kjamakvistur, sem í senn naut skjóls í sonargarði og var þó einnig veitandi. Dagur sendir Guðjóni Jóns- syni á Finnastöðum hinai' beztu ámaðaróskir í tilefni af 100 ára afmælinu á föstudaginn. E. D. Stóðhross í Skagafirði (Framhald af blaðsíðu 1). er ekki mikið um reiðhesta, en margir eiga stórhryssur og tryppi. Ekki taldi sveitarstjór- inn, Þorfinnur Bjamason, hey- skort yfirvofandi. Hrossin yrðu þó þung á fóðrum ef ekki brygði til betri veðráttu. Mikil ísa- og snjóalög eru á Skaga um þessar mundh'. í Eyjafjarðarsýslu er víða algei'lega haglaust talið, en ekki hefur blaðið haft fregnir af af- skiptum yfirvalda af málefnum hrossaeigenda. Hrossum, sem ekki eru notuð, er nú víðast gefið út, í stað þess að hafa þau í húsi, svo sem áður var sið- ur. □ bæklingnum, sem sendur verð- ur útsölustöðum fyrirtækisins, getur fólk valið sér húsgögnin eftir númerum. Þessa dagana er Stáliðn h.f. að ganga frá nokkr- um tilboðum í allstór verkefni. En stærsta Verkefni fyrir sam- komuhús, var smíði 'húsgagna í Miðgarð, hið stórmyndarlega félagsheimili Skagfirðinga í Varmahlíð. Þá annast Stáliðn yfirbygg- ingu margra hinna stóru vöru- flutningabíla, byggir hús yfir jeppabifreiðir og annast húðun margra hluta úr jámi og stáli. Fyrirtækið Stáliðn h.f. var stofnað 30. apríl 1966. Þar vinna nú sex af eigendunum. Verkstjórar eru Níels Erlings- son og Guðmundur Magnússon. Verkefni eru næg, en eitthvað munu erfiðleikar í lánamálum segja þar til sín, eins og hjá flestum öðrum fyrirtækjum. □ HVERT STEFNIR? Það virðist gegna mikilli furðu hjá þessari vísitölustiga- þjóð, að innstæður sparifjár- eigenda í lánastofnum þjóð- arinnar, skuli hafa verið snið- gengnar að þessu leyti. Hvers áttu sparifjáreigendur að gjalda? Mennimir, sem leggja ekki hvað minnstan skerf til reksturs þjóðarbúsins. Mundi ekki starfsemi lánastofnananna skerðast að miklum mun, ef sparifjáreigendur hlypu til og tækju allt innstæðufé sitt út og settu það undir lás og slá heima hjá sér? Slíkt gæti þó komið til mála, ef beita á sama óréttlæti við sparifjáreigendur sem hing- að til. Eða telst það nokkurt réttlæti, að á meðan vísitalan fer stöðugt hækkandi til framfærslu, kaups og húsaleigu, þá síminnkar kaupmáttur þeirra fjárhæðar, sem ráðdeildarmenn og böm hafa saman sparað á löngu liðn um árum? Segja má, að vinn- andi stéttir, sem nú eru starf- andi, finni ekki mjög mikið til þess tvö til þrjú árin eftir t. d. að vísitalan stæði á 100, en ekki er ólíklegt, að þeim brygði í brún, þegar stigin væru orðin 200, og allt annað, sem máli skiptir lífsafkomu manna, hefði hækkað að sama skapi, en inn- stæða sparifjáreigenda, sem þrátt fyrir viðlagða vexti, lækk aði sífellt í gildi. Hvað mættu þeir þá ekki segjá, sem hafa orðið fyrir þeim búsifjum að hafa séð og reynt vísitöluna hækka um fjögur hundruð hundraðshluta. Lítillega hefir verið talað um vísitölutryggðar innstæður ekki alls fyrir löngu, en því fyrirkomulagi hefir lítt verið á loft haldið, og því mörgum ókunnugt um. Er það að vísu skiljanlegt, því að stofn anir þær, sem sparifjárins gæta, munu síður en svo ginkeyptar fyrir slíku. Menn virðast margir hvei-jir, miða lífið við ásælni meir en réttlæti. Taka má dæmi þessu til staðfestingar. Fyrir 20-—25 árum mátti fá góða íbúð fyrir 100 þús. krónur. Nú eru -sams konar íbúðir ekki fáanlegar fyr ir minna en eina milljón, .áður en fasteignamat húsa var sex- faldað. Jafnvel heil hús voru fáanleg á 100 þús. kr. Hér er að vísu um söluverð að ræða, sem allajafna er töluvert hærra en matsverð. Hitt dylst þó fáum, að því hærra sem matsverð er og því fleiri krónur, sem hús- eigandi þarf að greiða af eign sinni, þess fleiri krónur finnst honum sanngjamt að leigulið- inn greiði. En leigjandinn getur ekki greitt hækkaða húsaleigu, nema með hækkandi launum og launin er auðvelt að fá hækk uð í góðæri, eða þegar verðgildi framleiðslunnar er megnugt að 'bregðast við kröfunum. Búast má við því, þegar .fast- eignamat hefir verið enn hækk- að um helming fyrri hækkunar eða um 50 hundraðshluta, að söluverð 'hækki að sama skapi. Hvernig stendur þá sparifjár- eigandinn sig til samanburðar? 100 þúsund krónurnar hans, sem hann hefði getað keypt sér að minnsta kosti góða íbúð, jafnvel orðið skuldlaus húseig- andi fyrir 20—25 árum, hefir aukið innstæðu sína að viðlögð um vöxtum upp í 5—600 þús. kr. Setjum svo að sparifjáreig- andinn vildi annað hvort kaupa sér íbúð eða einbýlishús, skort- ir hann allmikið fjármagn til FORSKÓLÍ í JÁRNIÐNAÐI TEKINN er til starfa verkleg kennsla í járniðnaði á vegum Iðnskólans á Akureyri og þar með stigið spor í rétta átt. Mætti þar með ljúka sjálfs- menntunaraðferð þeirri, er of lengi hefur þrifizt á því sviði. Fyrir nokkru leit sá, er þessi orð rita inn þar sem fyrrgreind starfsemi fer fram, það er í gamalli smiðju að Glerárgötu 2. Þrátt fyrir að hér er ekki um nein nýtízku húsakynni að ræða, virðist hafa verið lögð alúð við að gera þau sem vist- legust úr garði. í suðurenda hússins hefur verið komið fyrir vinnuborðum með skrúfstykkjum á, en á spjöldum baka til á þeim hanga ýmis handverkfæri. Um þvert húsið er skilveggur, en norðan hans eru rafsuðu og logsuðu- tæki. Til gamans skal þess getið að þar sem suðutækin eru nú, stóð áður afl og steðji Stefáns Stef- ánssonar jámsmiðs, sem á voru smíðaðar lamir þær er prýða kirkjuhurð Akureyrar. Þar lof- ar verkið meistarann. Nú vil ég beina orðum mín- um til ykkar, iðnnemar góðir, sem hér eigið hlut að máli. Fyrir ári eða svo var látin í ljósi, ekki að ófyrirsynju, óánægja með iðn nám almennt, en í tilsvörum gagnvart því fór þannig að þar hjó sá er hlífa skildi. Með deild Iðnskólans eða For skólans, hvort heldur sem nefna skal, sem nú er að taka til starfa ætti að vera komið til móts við óskir iðnnema- með bætta iðnmenntun. Það er að vísu rétt, að mikið vantar á að með þessu sé leyst sú þörf á verklegri menntun sem koma verður. Hér er aðeins um undir stöðuatriði að ræða, en á þeim veltur oft mikið. Því vil ég vekja athygli ykkai' á nokkrum atriðum, sem þama eiga sér stað. Eins og áður er getið, eru við vinnuborðin ýmis verkfæri, sem lítið láta yfir sér. Nú er það grunur minn að suðutækin, sem eru hinumegin við vegginn munu heilla ykkur meira og vissulega má ekki forsmá þau. En gætið vel að. Ef þið lærið að þekkja og beita þeim áhöldum, sem hér um ræðir, öðlist þið lykilaðstöðuna varðandi full- komnari tækni við mikil og vandasöm verk. Því hvet ég alla járniðnaðar- nema, hvað áliðið sem kann að vera með námsamning, til að notfæra sér þá þekkingu, sem þama er að fá og láta ekki sjálfs birgingshátt verða þess vald- andi að þið gangið fram hjá þeim hlutum, sem örugglega eru mikilvægir. Og víst er það, að sá er þessi orð segir og marg ir aðrir, sem löngu hafa lokið námi samkvæmt námsamningi, ættu þama erindi í sama til- gangi og þið. Þá er það sú almenna hlið, sem að málum þessum snýr og alla snertir, því enginn er sá nútímamaður, sem tækni og iðn væðing er óviðkomandi. Hér er því ekki um einstakl- ingsbundið hagsmunamál að ræða, heldur eina af undirstöð- um almennrar velmegunar. Það er því nauðsyn að hlynnt verði að þessari verklegu kennslu og hún aukin og bætt til jafnvægis við aðra fræðslu. Nokkrir aðilar ■ hafa þegar sýnt skilning og góð an vilja á þessu máli, en meira þarf ef duga skal, og væri því eðlilegt og sanngjarnt að ríkið legði fram, bæði fljótt og vel, það sem hér vantar á, því fátt mun líklegra til að skila mikl- um arði en góð verkkunnátta. Verksvið þessa skóla eða deildar þarf fyrst og fremst að vera, að kenna væntanle^um iðnnemum fyrstu handtökin varðandi jámiðnað og meta að verðleikum hæfni þeirra, og jafnframt að vísa þeim frá iðn- námi, sem ekki standast lág- marks verldega kunnáttu, enda er engurn gott gert með því að leiða ’hann inn á þær brautir, sem honum eru ofvaxnar eða fjarstæðar. Til þess að svo megi verða, sem hér er ráð fyrir gert, þarf breytingar á löggjöfinni og þyrfti hún að gera að skilyrði, að þeir einir gætu hafið iðnnám sem lokið hafa slíkum prófum sem fyrr segir. Þar sem Forskólinn er nú á undan löggjöfinni ætti það að vera metnaðarmál þeirra, sem iðnnema taka til kennslu, að taka ekki aðra en þá sem viður kenningu skólans hafa lilotið. Slikt yrði öllum til hagsbóta. Að gefnu tilefni vil ég leið- í'étta missögn, sem vart hefur (Framhald á blaðsíðu 7). viðbótar innstæðu sinni. Vei'ða engar tölur nefndar, aðeins bent á hversu þeir eru leiknir, sem hvattir hafa verið til að spara og hafa hlýðnazt því. » Að spara er gott og blessað á sína vísu, og alls ekki last- vert. En með svona aðbúnaði við sparifjáreigendur, er fólkið í landinu hvatt til að eyða' sem mestu. Þess vegna er því veitt leyfi til að byrgja sig upp af tollfrjálsum innflutningi, sem kunnugt er, svo sem fatnaði og fleiru, þótt það skaði bæði ríki og innlenda framleiðslu. Er óþarft að fara um það fleiri orð um. Þetta er alkunna, hversu lengi sem sú óhæfa verður lát-, in viðgangast. Það er viðurkennt, að stjóim- endur geti gert skyssur, en ef að þeir sjá það, er talið sjálf- sagt, að þeir ráði bót á þeim eins fljótt og því verður við komið. Er næsta athyglisvert að engin ríkisstjórn héi'lendis skuli hafa komið auga á, að meira en lítið er bogið við þessa neikvæðu þróun í efnahags- málum sparifjáreigenda. En það' er ekki nóg að finna að. Sam- tímis er skylt að benda á ráð til réttlætingar hverju því mál- efni, sem fyrir gagnrýni eða aðfinnslum verður. Annað er tómt mál, þótt oft sé beitt. Það, sem átti að gera, þegar vísitalan var lögleidd, var að greiða vísitölu til hækkunar á sparifé landsmanna samkvæmti hækkun annarra vísitölu háðra tegunda, svo sem framfærslu og kaups. Sparifjáreigendur áttu að telja allar eignir fram til skatts, og greiða af allri eign lögboðin gjöld. Sömuleiðis allar tekjur, einnig vaxtatekjur, svo sem viðgengst af stofnsjóðum og verzlunarreikningainnstæð- um. Við hver áramót átti síðan að reikna út meðalvísitölu und- angengins árs og leggja við höf- uðstól sparifjáreigenda ásamt ársvöxtum. Með slíkri tilhögun hefði fengizt rétt hlutfall á milli allra eigna landsmanna, 'hvort heldur sem það kallaðist fast- eign eða peningar saman spar- aðir. Annars væri ekki ófróð- legt að vita, hversu háar fjár- hæðir ríkissjóður, að ekki sé minnzt á þá sem harðast hafa verið leiknir, hefir orðið af mecJ síðastliðin 20—25 ár, vegna þess að sá háttur var ekki hafður á, Sem leidd er hugsrrn að hér að framan. Telja má víst, að það skipti mörgum tugum milljóna, ef ekki tughundruðum milljóna. Auk þess mundi það hafa orðið hemill á verðbólgu, eyðslu og siðferðisbrek. Væri ekki íhug- unarvert á tímamótum þessarar okkar miklu velgengni, að láta verða þáttaskil einnig í þessu efni? Það mundi verða affara- sælla fyrir þjóðina, en síhækk- andi mat fasteigna í bæ og byggð. Það ætti að vera jafn- auðvelt að skipta um tölustafi á sparifé eins og fasteign, sem hækkuð er í mati, án þess að nokkur grundvöllur sé fyrir því, að hún sé seljanleg á mats- verði. Eða er hægt að setja lög um hvaðeina, eftir því sem vind urinn blæs, hverju sinni. þótfj engin skynsamleg rök 'hnigi að því, að byggt sé á traustum. grundvelli? Sé svo, fer þá ekki að rýrna gildi þessara orð'a? Vai-ðar mest til allra orða, og þá líka gjörða, að undirstaðan sé réttlig fundin? En þegar svo er komið málum, virðist örstutt ofan af fossbrúninni. ,, Byi-jað í nóv. 1967. E. G. Ó. ,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.