Dagur - 21.02.1968, Blaðsíða 2

Dagur - 21.02.1968, Blaðsíða 2
íu Ármann, en töp- ÍBA-liðið á eftir þrjá leiki á heimavelli UM SL. HELGI fór handknatt- leUcslið ÍBA síðari ferð sína til Reyikjavíkur og lék við ÍR og Ái-mann. Akureyringar stóðu sig vel í þessum leikjum. Þeir töpuðu að vísu fyrir ÍR með 26:24, eftir jafnan og harðan leik. 1 leibhléi var staðan 15:13 Akureyringum í vil, en í síðari hálfleik tókst ÍR að jafna metin og komast 2 mörk yfir í lok leiksins, og mega ÍR-ingar telj- ast heppnir að fara með sigur af EINMENNINGS- KEPPNI BRIDGE- FÉLAGSINS EINMENNINGSKEPPNI B. A. hófst sl. þriðjudagskvöld. — Keppnin er fjögur kvöld og er keppt í þrem 16 manna riðlum. Meðalárangur er 330 stig. í efsta sæti nú er Stefán Ragnarsson 15 ára. Röð efstu manna er stig 413 407 399 396 386 380 374 372 372 359 359 359 hólmi, að sögn þeirra er sáu leikinn. Á sunnudag léku Akureyr- ingar við Ármann, og var það góður leikur hjá ÍBA-liðinu. Vörnin var góð, einnig mark- varzlan, og fóru leikar svo, að Akureyringar sigruðu með 22:16 mörkum, og kom ÍBA- liðið heim með 2 stig og má það teljast gott. Akureyringar eiga nú eftir 3 leiki í 2. deild og fara þeir allir fram í íþróttaskemmunni. — Næsti leikur verður laugardag- inn 9. marz og koma þá Kefl- víkingar norður. Staðan í 2. deild er nú þannig: ÍR 8 stig (5 leikir), ÍBA 8 stig (7 leikir), Ármann 5 stig (4 leikir), Þróttur 4 stig (4 leikir), ÍBK 3 stig (4 leikir) og ÍBV 0 stig (4 leikir). Körfuknattleiksmót íslands: aði IKF með yíirbifrBum ÍMA sigraði Tindastól frá Sauðárkróki og þar með Norðurlandsriðilinn í 2. deild þessi: 1. Stefán Ragnarsson 2. Adam Ingólfsson 3. Baldur Árnason 4. Zofanías Jónasson 5. Jóhann Helgason 6. Dísa Pétursdóttir 7. Björn Einarsson 8. Stefán Jónsson 9. Baldvin Ólafsson 10. Jóhannes Sigvaldason 11. Sigurbjöm Bjarnason 12. Sigurður Víglundsson SL. LAUGARDAG lék 1. deild arlið Þórs í körfuknattleik við ÍKF í íþróttaskemmunni og fóru leikar svo að Þór sigraði með yfirburðum 69:45 stigum. í hálfleik var staðan 32:16 fyrir Þór. Þórsarar hafa nú lokið 5 leikjum og hlotið 4 stig. — Nk. laugardag leika svo Ármenn- ingar í: íþróttaskemmunni við lið Þórs. Á laugardagskvöld léku svo ÍMA og Tindastóll, Sauðár- króki, í 2. deild og sigraði ÍMA eftir nokkuð jafnan fyrri hálf- leik með 37:23 stigum og hefur þar með borið sigur úr býtum í Norðurlandsriðlinum og kemur til með að leika útslitaleik í 2. deild við sigurvegara úr Suður- landsriðli. r hreindýrðstofninn í hætfy? UM fyrri helgi var skíðamót haltlið í Hlíðarfjalli. Ilúsvíking- um var sérstaklega boðið til keppninnar, sem var svig- og stórsvigskeppni. Veður fyrri keppnisdag, 10. febrúar, var stillt og bjart, en éljagangur síðari daginn. Slóðir grófust nolckuð í hinum ný- fallna snjó. Mótstjóri var Leifur Tómas- son, en hrautarstjóri Reynir Pálmason. í stórsvigi bar Sigþrúður Sig- laugsdóttir sigur úr býtum í hópi 13—15 ára stúlkna. Næst var Barbara Geirsdóttir og svo Sigrún Þófhallsdóttir. í flokki 13—14 ára unglinga sigraði Gunnlaugur Frímanns- son, en næstir urðu Haukur Jóhannsson og Guðmundur Sigurðsson. Örn Þórsson varð hlutskarp- astur í 15—16 ára unglinga- flokki og næstir Guðmundur Frímannsson og Bjami Sveins- son. í B-flokki karla sigraði Bjöm Haraldsson, en næstir honum urðu þeir Bjarni Jensson og Árni Óðinsson. Hlið voru 35 í þessum flokki, brautarlengdin 1500 metrar og fallhæð 280 metrar. í stórsviginu kepptu alls' 47. í svigkeppninni voru 44 kepp endur. Barbara Geirsdóttir sigraði í flokki 13—15 ára, þá Sigþrúður Siglaugsdóttir og þriðja varð Eva Haraldsdóttir. í drengjaflokki 13—14 ára varð Gunnlaugur Frímannsson fljótastur, en næstir Haraldur Haraldsson og Ha-lldór Jóhanns son, og Guðmundur Frímanns- son sigraði í sínum flokki, 15 til 16 ára, en næstur varð Bjarni Sveinsson og þriðji Þorsteinn Vilhelmsson. Þórhallur Bjarnason varð sigursælastur í B-.flokki karla, næstur Ingvi Óðinsson og þriðji Héðinn Stefánsson. Margt manna var í Hlíðar- fjalli um helgina. Frammistaða gestanna vakti athygli og meðal þeirra voru skólapiltar í bæn- um, sem kepptu fyrir sín byggð arlög. □ Á sunnudag léku Tindastóll og KA og bar Tindastóll sigur úr býtum í þeim leik með 42:30 stigum. Þá lék ÍMA við ÍKF á sunnudag og sigraði ÍMA með 55:30 stigum. ÖXNADALSHEÍÐI MOKUÐ ÞEGAR HLÁNAR ÖXNADALSHEIÐI hefur verið ófær um skeið, svo og Holta- vörðuheiði. Telur Vegagerðin sér ekki fært að halda fjallveg- um á suðurleið opnum fyn- en tíð breytist til hins betra. Vegurinn til Húsavíkur er naumast fær nema jeppum en unnið er að því að opna leið frá Húsavík til Mývatnssveitar. Allir vegir hér í sýslu eru færir stórum bílum og jeppum og búið er að opna Svalbarðs- strandarveg. □ (Framhald af blaðsíðu 8). hreindýrastofninum sé nú í eða nálægt byggð. Þau eru alfriðuð síðustu árin, en stundum eru veitt ley.fi til að skjóta ákveðna tölu dýra á haustin. Kjöt þeirra er mjög gott. Flestir eru víst sammála um, að hreindýrin séu hin mesta öræfaprýði. En þau eru ekki öllum jafn kærkomin til byggða, því vissulega spilla þau beitai’jöi'ð bænda, þótt lítið hafi verið undan því kvartað. Og fáir eða engir munu vilja þau feig, svo mjög auðga þau náttúru landsins. En íslendingar hafa aldrei lit ið á hreindýr sem nytjadýr. Þau hafa aldrei verið tamin, aldrei í hús látin og þau hafa sjálf orð ið að sjá sér fai'boi’ða, stundum fallið en fjölgað á ný. íslend- ingar hafa aldrei setið á hrein- dýi’asleða eða di’ukkið hrein- dýi'amjólk. Þeir hafa ekki einu sinni leiðbeint hjöi’ðum til beit- ar. í nyrstu byggðum nágranna- landa okkar eru hreindýrin not uð til mjólkur. og kjötfram- leiðslu og þau eru líka farar- tæki fólksins. Gildir hreindýra- bændur eiga hjarðii’, sem telja þúsundir. Hjá þeim eru hi’ein- dýrin einu ,,húsdýrin“’ þótt þau komi í’aunar aldrei í hús. Þau nýta víðáttur lands, sem ella væru onotaðar. Okkar hreindýr hafa oft fall- ið hundruðum saman á fim'bul- vetrum. Það þekkja bændur á Austurlandi. Stundum hefui' verið í-eynt að hjúki’a aðfram- komnum dýi’um með því að veita þeim húsvdst og hey. En sjaldnast þola þau slíkt „at- læti“. Fyrir nokkrum árum tók bóndi einn eystra nær hoi’fallin hi-eindýr í hús. Einn tai’fur lifði af veturinn. Hann var hafður í hlöðu og valdi sér sjálfur úr heystálinu. En í hlöðunni var lótt úthey. Hann yfii’gaf ekki bæinn upp frá því en varð mannýgur og var hann þá tjóðr aður í túni og var orðinn ákaf- lega feitur um haustið og var þá lógað. Hreindýrin safna fitu á malir og frameftir baki en verða aldrei mörvuð. Nokkrir hrein- kálfar voru fyrir mörgum ár- um fluttir að Þverá í Önguls- staðahreppi og aldir þar upp. Þeir voru teknir nýfæddir frá mæðrum sínum og urðu eyfirzk pelaböx-n, mjög mannelsk og skemmtileg. En er þau náðu rMikilvæg aðstoð við bændur' SJÁLFSTÆÐISMENN gáfu út blað í Ólafsfii’ði, sem þeir nefndu Ólafsfii’ðing, fyrir kosningai’nar á síðastliðnu voi’i. Þar stóð m. a. þetta: „Samkvæmt sérstakri heimild í fjárlögum hefur tekizt fyrir atbeina fjármála ráðherra að fá hingað til Ólafsfjarðar sérstaka rækt- unarstyrki, sem nema allt að 100% til nýrækta og gii’ð- inga til túna upp að 15 ha. að stærð. Styrkur þessi er einnig gi-eiddur út á vinnu bænda sjálfra og véla þeii’ra. Ræktuninni verður að ljúka á næstu þremur árum. Vitað er, að sumir bændur hér fá með þessu móti sérsta'kt tæki færi til þess að stækka túnin. En þau ei’U hér mörg lítil eins og kunnugt er. Meðal túnstærð er rúmlega 10 ha., þannig að þau geta að meðal tali stækkað um einn þriðja, bændum svo til að kostnað- arlausu, með þessari mikils- vei’ðu fyrirgreiðslu." Þetta var sannarlega at- hyglisvei'ð grein. En Ólafs- firðingar þykjast ekkert hafa fengið ennþá af þessum fjár- munum. Má því spyrja: Var Magnús hér að lofa „upp í ermina sína?“ eða eru pen- ingarnir kannski rétt ókomn ir? □ þroska voru þau talin til óþurft ar. Virtu þau hvorki gii’ðingar eða eignarétt. Sum börn voru hrædd við þau. En falleg voru þau á að líta. Ég man, að eitt sinn á skemmtisamkomu í gamla fundai’húsinu á Þverá, voru þau meðal samkomugesta úti fyrir dyrum. Vildu margir við þau gæla en þeim virtist ami að því. Því miður voru dýr þessi ekki tamin til neinna íþrótta. Gaman hefði verið að beita þeim fyrir sleða. Á tímum hinna mörgu tómstunda, sem mai’gt þéttbýlisfólk er í hrein- um vandi’æðum með, mætti ætla, að tamning hreindýra væri ekki óskemmtilegra sport en hvað annað. Helgi Valtýsson skrifaði á sín um tíma bókina „Á hreindýra- slóðum", fallega og skemmti- lega bók, mjög fróðlega og mai’gir aðrir hafa ritað um hreindýrin. Um þessar mundir eru ísalög óvenjulega mikil á Noi’ður. og Norðausturlandi og á mörgum stöðum algei'lega haglaust talið hverri skepnu. Sagt er mér, að flest hi’eindýr muni hafa yfir- gefið hálendið, en séu nú bjarg- ai-lítil í byggð. Óttast er, að þau falli úr hor þar sem svellalögin eru mest, ef svo heldur sem horfir um veðráttuna. Væri það mikil skömm .að láta þau deyja hungurdauða heima við bæi. Þau ei’u að nokki’u leyti undir vernd hins opinbera. Þjóðfélag- ið eða landið á þau, en hvoi’ki Pétur eða Páll öðrum fremur. Til þess er ætlast að þau bjargi sér sjálf í baráttunni við kulda, klaka og hungur. Lengra hefur verndin ekki náð að jafnaði. Af mannúðarástæðum einum þarf nú að grípa til bjargráða, ef þau finnast, og koma dýrunum til hjálpar, ef rétt reynist, sem sögusagnir herma um harðind- in og hagleysið eystra. Senni- lega væri þeim borgið ef hægt væri að koma þeim upp til heiða þar sem svellalög munu minni en í byggð. Sumai’ið 1783 var nokkrum hreindýrum sleppt í Vaðlaheiði við Eyjafjörð. Ekki urðu þau langlíf þar. Víðar námu þau land en hafa hvergi orðið lang- líf nema á Nox’ðausturlandi. Aldrei hefur sú tillaga náð fram að ganga, að fá Lappafjölskyldu eða aðra kunnáttumenn til að kenna íslendingum hreindýra- í’ækt. Sú hugmynd er þó gömul oi’ðin og þess verð að taka hana upp að nýju. Auðvitað eiga fs- lendingar að kunna meðferð þeirra dýra, sem hér lifa og á öðrum stöðum ei’u nytjadýr. Árið 1787 var bannað með lögum að skjóta hreindýr, en ýmsir voru fretkir til veiðanna. Áttu þau lög að gilda í 10 ár. Brot gegn lögum þessum varð- aði 3—5 dala sekt eftir atvikum. En ef skotmenn gátu ekki greitt sektina, átti að hýða þá með tveim vandai’höggum fyrir hvern ógi’eiddan dal. Á sumum tímum voru hreindýrin drepin, miskunnai’laust, jafnvel rekin í sjó fram og skotin á sundi. Öðru ihverju hafa einstöku menn alið þá von í brjósti, að eignast hreindýrahjörð.og hafa af henni not sem slíkri. Af því hefur enn ekki orðið, hvað sem verða kann síðar. E. D. IV * -t- I ? $. I I I GleÖjið eiginkonuna meö Lions-blómum Félagar úr Lionsklúbb Akureyrar koma í heimsókn á ko íudáginn (sunnudaginn 25. þ.m.). Kaupið af þeim fagran blómvönd og styrkið um leið gott málefni. — Sjá nánar í frétt á baksíðu. t ? f ?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.