Dagur - 20.03.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 20.03.1968, Blaðsíða 1
EFNAVERKSMIOJAN SJOFN Dagur LI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 20. marz 1968 — 11. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Simi 12771 • P.O. Box 397 SéRVERZLUN: LJÓSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING $krú(kæ!gi bræðir ekki klaka Gunnarsstöðum 19. marz. Hér eru harðindi og í dag versta veður með hörku frosti. Hlák- urnar um daginn náðu ekki nægilega til okkar. Það voru að byrja að koma blettir á túnum upp úr snjónum. Meira var það nú ekki og þótti okkur skrítið hjá ráðunautum okkar að segja, að allsstaðar væri komin góð beitarjörð, kalhætta horfin, enda svellin farin o. s. frv. Skrúðmælgi bræðir ekki klak- ann. Og nú er kominn mikill nýr snjór. Frost mun komið dýpra í jörð en mörg undan- farin ár. Það segja frosnar vatnsleiðslur til um. O. G. SÍÐUSTU SÝNINGAR Á „GÍSL" L. A. HEFUR sýnt sjónleikinn Gísl ellefu sinnum. Síðustu sýn ingar verða um næstu helgi. FJALLA-EYVINDUR LEIKFÉLAG Dalvíkur og Ung mennafélag Svarfdæla frum- sýna Fjalla-Eyvind eftir Jó- hann Sigurjónsson hinn 30. marz. Leikstjóri er Steingrímur Þorsteinsson en leiktjöld mál- aði Brirnar Sigurjónsson. Á ýms an hátt er mjög til sýninga vandað. Má þar nefna aukin tæki í ljósabúnaði. Vinna hófst hér í dag, eftir verkfallið. Er verið að skipa 40 tonnum af fiski úr Björgúlfi og á morgun. landar Björgvin 30— 40 tonnum fiskjar. Dalvík 19. marz. J. H. t l { Dr. Kristján Þ. Eldjárn verour í fram-1 boSi við forselðkjör 30. júní n.k. I | i F.i. Þessi leikur, með Eyvind Erlendsson sem leikstjóra og Arnar Jónsson í aðalhlutverki, hefur valdið nokkru umróti, a. m. k. óvenju miklu umtali með- al þeirra, er séð hafa. Margir ljúka lofsorði á sýningu þessa, aðrir ekki. Hinar bitru ádeilur í margar áttir falla fólki mis- jafnlega í geð, svo og umhverf- ið. En eitt munu flestir sam- mála um og það er, að sjónleik- urinn Gísl komi flestum á óvart svo sem nýtt leikhús væri kom- ið í bæinn. Margir eru þeir, sem enn eiga eftir að sjá Gísl. Óhætt mun að segja, að þetta leikhús- verk Brendan Behan hins írska í uppsetningu L. A. haldi mönn um vakandi og veiti nokkurt umhugsunarefni að sýningu lok inni. Leikfélag Akureyrar er nú að hefja æfingar á nýjum sjónleik, er nefnist Óvænt heimsókn. Leikstjóri er Gísli Halldórsson. Leikendur eru sjö. □ | I & e> I £ | * & i I- t i I I l | i í ALLSTÓR hópur manna úr ýmsum stéttum og úr öllum stjórnmólaflokkum, gekk ný lega á fund dr. Kristjáns Þ. Eldjárns þjóðminjavarðar og skoraði á hann að gefa kost á sér í framboð til forseta- kjörs, sem frarn á að fara síðasta sunnudag í júní í sumar. Dr. kristján hefur nú gefið jákvætt svar, svo sem frá var sagt í útvarpi sl. sunnudagskvöld. Dr. Kristján Þ. Eldjám lauk menntaskólanámi á Ak ureyri 1936, sigldi þá til Hafnar og lagði stund á forn leifafræði, fór á þeim tíma námsför til Grænlands og vann við uppgröft undir handleiðslu Aage Roussel sumarlangt, lauk síðar há- skólaprófi í norrænum fræð um við Háskóla íslands, varð aðstoðarniaður Matt- híasar Þórðarsonar þjóð- minjavarðar og tók síðar við starfi hans og hefur gegnt því síðan. Dr. Kristján hefur skrifað Doktor Kristján Þ. Eldjárn, þjóðminjavörður. margar bækur og hlaut hann doktorstitil fyrir eina þeirra, ennfremur fjölda greina í blöð og tímarit, innlend og erlend. Hann er og kunnur útvarps- og sjónvarpsmað- ur. Kona hans er ættuð frá t | f f 1 1 t ísafirði, Halldóra Ingólfs- dóttir, og eiga þau fjögur börn. Fréttin um hið nýja for- setaefni, og það fyrsta, sem um er vitað með vissu, virð- ist mælast mjög vel fyrir. □ % % % % <3 t | f I | f Í Í | ± í verkföllum hérlendis lokið FYRIR hádegi á mánudaginn náðist samkomulag í kjaradeilu ASÍ og atvinnurekenda og voru samningar þá undirskrifaðir með venjulegum fyrirvara, og síðan samþykktir hjá hinum ýmsu félögum. Þar með var víð tækustu verkföllum, sem orðið hafa hér á landi, lokið. Verkföllin hófust 4. marz og höfðu því staðið hálfan mánuð. Yfir 50 verkalýðsfélög tóku þátt í þeim og mörg önnur höfðu boðað vinnustöðvun er samningar loks tókust. Almenn ingur hefur margt fengið að heyra um samningafundi, langa og stranga og miklar vökur. Um hitt hefur minna verið rætt, hvað það hfeur kostað þjóðina, að setjast þá fyrst að samninga- borði, þegar verkföllin voru Egilsstöðum 19. marz. Hér var ágætis veðrátta, snjór horfinn og svellin að mestu leyti. En um helgina skipti um og rauk hann upp með austan og síðan norð- an hríð. Töluverður snjór er kominn og allir fjallvegir eru skollin á. Reykjavík varð nær mjólkurlaus borg, benzínlaus og með lítt starfhæf sjúkrahús. Flutningaskipunum fjölgaði í höfnum landsins og biðu losun- ar, tveir olíufarmar rússneskra skipa fengust ekki fluttir í land og bændur urðu að hella niður mjólk í Árnes- og Rangórvalla- sýslu fyrir millj. krónur á dag vegna vinnustöðvunar í Mjólk- urbúi Flóamanna. En þorskur- inn synti áhyggjuminni á mið- unum, á miðri vetrarvertíð, en oftast áður, í stað þess að þjóna því hlutverki, sem fslendingum TVEIR Akureyrartogarar seldu erlendis í gær, en þeir hafa afl- mestu framhjá, einhver vöru- skortur varð þó og hafa hús- mæðurnar sparað þar nokkrar krónur. Flugvöllurinn% er ófær vegna snjóa og ekki farið að fljúga V. S. er mikið kærara. Hér á Akureyri voru Eining, Iðja og Bílstjórafélagið í verk- falli, ennfremur prentarar, einir iðnaðarmanna. Mjólk var hér næg en skólum lengur lokað en á öðrum stöðum. Kjarabarátta verkalýðsfélag- anna var í því fólgin að ná aftur rétti til vísitölubóta á kaup, sem fyrr í vetur var af þeim tekið með lögum. Helztu atriði samninganna voru þessi: Frá gildistöku sam- komulagsins til maíloka n. k. á að greiða 3% verðlagsuppbót á að fyrir erlendan markað á meðan verkföll stóðu. Kaldbakur seldi í Grimsby 128 tonn fyrir 5745 pund. Harðbakur seldi einnig er- lendis í gær, í Aberdeen, 176 tonn á 8417 pund. Svalbakur fór á veiðar á sunnudaginn. Sléttbakur landaði 190 tonn- um í heimahöfn í gær. Aflinn var að mestu ufsi. Ógæftir hafa torveldað. aUa sjósókn undanfarið. □ grunnlaunin í stað 5.34%, sem væri full verðlagsuppbót. Eftir það greiðist útreiknuð verðlags uppbót á hverjum tíma, að frá- dregnum 2.34%. Á mánaðar- tekjur allt að 10 þús. kr. greið- GÍSLI ÓLAFSSON yfirlög- regluþjónn á Akureyri skýrði blaðinu frá því á mánudaginn, að mikið hefði verið um inn- brot og þjófnaði undanfamar vikur og jafnvel mánuði. Brot- ist var inn á þessa staði m. a.: Fatahreinsun Vigfúsar og Árna, Mjólkursamlag KEA, Ferða- skrifstofuna Sögu tvisvar sinn- um, heildverzlun Tómasar Stein grímssonar, Eimskip, þvottahús ið Mjöll, almenningssalernin, verzlunina Rún, Nýlenduvöru- deild KEA og Stefni. Mál þessi hafa verið í hönd- um lögreglunnar og eru þau upplýst. Tveir unglingar 14—17 ára hafa játað á sig 12 ólöglega verknaði af þessu tagi. Auk þessa hefur lögreglan upplýst 2 eldri innbrot og enn eru nokkur í rannsókn. Viðriðn ir þessi mál öll eru alls fimm ungir menn, allir innan við tvítoj^. ist sú verðlagsuppbót, sem hér er nefnd en helmingi minni upp bót á 10—17 þús. mánðarlauna- tekjur og engin á þá, sem þar er framyfir. (Framhald á blaðsíðu 5) Þrátt fyrir öll þessi innbrot og óknytti af líku tagi, sem hér verða ekki fleiri talin, hefur enginn stórþjófnaður verið framinn, vegna þess, að í skrif- stofum og verzlunum, þar sem einkum hefur verið brotizt inn, hafa ekki verið geymdir miklir fjármunir. □ Bændaklúbbsfundur verður að Hótel KF.A fimmtu- dagskvöldið 21. þ. m. Rætt verð ur um vandamálin við jarðrækt ina og hefur Jónas Jónsson ráðunautur Búnaðarfélags Is- lands framsögu. Búið var að ákveða fundinn sl. mánudagskvöld, en vegna verkfallsins varð að fresta hon- una. □ nú ófærir. Verkfallið fór að ennþá. Fjallvegir austanlands eru ófærir Akureyrartogarar seldu í gær Mörg innbrot á Akureyri upplýst Framin af mönnum innan tvítugsaldurs

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.