Dagur - 20.03.1968, Blaðsíða 7

Dagur - 20.03.1968, Blaðsíða 7
7 SMÁTT OG STÓRT ferð þeirra fjármuna, sem m. a. duglegar konur í Glerárhverfi söfnuðu nýlega til vistheimilis vangefinna, sem er í smíðum hér á Akureyri. Er greinin á þann veg skrifuð, að tortryggni hlýtur að vekja, svo framarlega að mark sé á henni tekið. Er ekki annað sýnna, en að forráða menn vistheimilisins verði að veita Alþýðumanninum tilsögn við hæfi. STRÁKSSKAPUR I fjölrituðu „Fréttabréfi“ verk- fallsmanna, útgefnu á Akur- eyri 11. marz, eru ýmsar upp- íýsingar um verkfallsmálin og kaupgjaldsmál. Þar er líka skammarklausa um settan skólameistara, Steindór Stein- dórsson. Án þess að blanda sér í viðskipti þessara aðila eða taka hanzkann upp fyrir skóla- meistara, ber að harma bað, að verkfallsmenn skuli spilla mál- stað sínum með því að setja sig í spor götustráka. DANIR STYRKJA SINN LANDBÚNAÐ Frá því er sagt í Árbók land- búnaðarins, að eftir langar við- ræður bændasamtakanna dönsku við stjórnarvöldin, hafi verið fallizt á að tvöfalda nið'- urgreiðslur til neytenda og upp bætur til bænda, en þær nema 360 millj. kr. dönskum. Er við- bótagreiðslunum dreift á tvö tímabil. Á grundvelli hinna auknu framlaga hafa bændur þegar fallizt á að greiða land- búnaðarverkafólki liærri laun. VÍÐAR ER SMJÖR EN Á ÍSLANDI Smjörbirgðir í Vestur-Evrópu eru miklar og vaxandi. Þann 1. sept. í haust var talið að til væru 371 þús. smál. smjörs í þeim hluta álfunnar og var það mun meira magn en árið áður. ULLIN Á SÉR SKÆÐA KEPPINAUTA Orlonið er skæðasti keppinaut- ur ullarinnar um þessar mund- ir. Ullarframleiðslan í heimin- um var talin 1564 millj. kg árið’ 1966. Ullarframleiðendur hafa orðið fyrir verðfalli á ull, sem kunnugt er, og ekki er útlitið batnandi. í brezkri teppafram- leiðslu, sem notað hefur mikið af ull, hefur ullarnotkunin dreg izt saman, og í fataframleiðsl- unni er hlutur Orlons vaxandi. Stöðugt er að því unnið, að framleiða hin ýmsu svonefnd ullarefni, sem í er ull að megin hluta en „gerfiefnin“ notuð með. ÍSLENZKAR JURTIR f ERLENDRI MOLD Hin miklu kalár undanfarið hafa m. a. sýnt nauðsyn á frost- þolnum plöntum. Stofnar af ís- lenzku vallfoxgrasi eru nú ræktaðir í Noregi til fræsöfn- unar. Talið er, að fræuppskeran af þeim fullnægi þörf landbún- aðarins hér á landi árið 1969. íslenzkur túnvingull er einnig ræktaður erlendis til frætöku í sama skyni. Sumrin liér virðast of stutt og svöl til verulegrar fræræktar þessara tegunda. Sælt er það liús Sýning að Laugarborg n.k. föstudag kl. 21. Síðasta sýning. Laugarborg. Jarðarför JÓNS M. JÓHANNSSONAR, Þríhyrningi, er lézt á Fjórðungssjúkiahúsinu á Akureyri 16. þ. m., fer fram frá Möðruvöllum í Hörgárdal föstudaginn 22. marz kl. 2 e. h. Fyrir hönd aðstandenda. Haukur Steindórsson. Mínar innilegustu þakkir færi ég öllum þeim, sem auðsýndu mér samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför konunnar minnar, VILHELMlNU JÓNSDÓTTUR. Enn fremur þakka ég fyrir samúðarskeyti og minning- arspjöld. — Guð blessi ykkur, styðji og styrki fyrir þann hlýja liug sem þeim fylgja í minn garð. Hjálmar Kristjánsson, Hólabraut 15, Akureyri. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför konu minnar og móður okkar, HULDU STEFÁNSDÓTTUR, Víðimýri 12, Akureyri. Arnaldur Guðlaugsson og börn. LEIÐRÉTTINGAR á prentvillum í afmælisblaði. ÞAR sem setning og prófarka- lestur greinar minnar „Á þrösk uldi nýrrar aldar“ í 50 ára af- mælisblaði Dags hefur farið mjög í handaskolum, óska ég eftir því að blaðið birti leiðrétt ingar á nokkrum verstu villun- um. Ég læt liggja á milli hluta þá staði, þar sem góðviljaður lesandi getur lesið í málið, en þó er þar um að ræða ýmsar stafsetningar- og greinar- merkjavillur, sem illa fer á í vönduðu blaði, og ekki býst ég við, að þær hafi allar verið í handriti mínu, en því miður hef ég það ekki við höndina. En eftirfarandi leiðréttingar óskast leiðréttar: 1. Á bls. 27, 1. dálki, 10. línu að neðan stendur „nokkuð lausnarorð“ en á að vera: nokkurt lausnarorð. 2. Á bls. 28, 1. dálki, 26. línu að neðan hefst setning þannig: Þá eru hlutföllin milli höfuð borgarsvæða öll önnur en gerist hér á landi“, en á að vera: Þó eru hlutföllin milli höfuðborgarsvæða og lands- byggðar öll ömiur en gerist hér á landi. 3. Borgarheitið Osló er í grein- inni ritað Osló, sem ekki er rétt. 4. Á bls. 28, 2. dálki, 32. línu að neðan stendur „enn“, en á að vera: en. 5. Á bls. 28, 3. dálki, 13,—14. línu að neðan stendur „þing menn Akureyrar", en á að vera: þingmann Akureyrar. 6. Á bls. 28, 3. dálki, 12. línu að neðan stendur „einungis“, en á að vera einnig. 7. Á bls. 29, 1. dálki, 19. línu að ofan stendur „þá er það eitt af því, sem síðar verður“, en á að vera: þá er það brot eitt af því, sem síðar verður. 8. Á bls. 29, 1. dálki, 25. línu að neðan stendur „og skrifstofu verkum fækkar“, en á að vera: og stritverkum fækkar. 9. Á bls. 29, 3. dálki, 32. línu að neðan stendur „án alls hins“, en á að vera: auk alls hins. Með þökk fyrir birtinguna. Ingvar Gíslason. ELDRI-DANSA KLÚBBURINN Dansleikur verður í Al- þýðuhúsinu laugardaginn 23. nrarz. Hefst kl. 9 e. h. Húsið opnað fyrir miða- sölu kl. 8 sama kvöld. Góð músík. Stjórnin. HÚSEIGENDUR AKUREYRI! íbúð óskast til leigu strax eða frá 14. maí. Uppl. í síma 1-14-11. GOTT HERBERGI ÓSKAST til leigu. Uppl. í sírna 1-20-80. TIL LEIGU Tveggja herbergja kjall- araíhúð í Vanabyggð 6 B. Uppl. eftir kl. 8 á kvöldin I.O.O.F. — 1493228% —. Skuld 59683217 — VHI.:. Frl FÖSTUMESSA í kvöld, mið- vikudag, kl.* 8,30. Passíusálm- amir, 15. sálmur 12—17, 16. sálmur 10—15, 17. sálmur 19—27 og Son guðs ertu með sanni. — P. S. MESSAÐ á sunnudaginn kem- ur í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. Sálmar: 390 — 367 — 208 — 387 — 25. — P. S. SUNNUDAGASKÓLI Akur- eyrar verður n. k. sunnudag kl. 10.30 f. h. Öll börn vel- komin. Strætisvagn fer úr Glerárhverfi um Oddeyrina. — Sóknarprestar. MESSAÐ verður í Lögmanns- hlíðarkirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Bílferð verður úr Glerárhverfi kl. 1.30. — B. S. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Sunnudaginn 24. marz. — Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. Öll börn velkomin. Samkoma kl. 8.30 e. h. Allir hjartan- lega velkomnir. SJÓNARHÆÐ. Verið velkomin á samkomu okkar n.k. sunnu dag kl. 5. Sunnudagaskóli kl. 1.30. Drengjafundir á mánu- dögum kl. 5.30. Saumafundir fyrir stúlkur á fimmtudögum kl. 5.30. Unglingafundir á laugardögum kl. 5.30. OFURSTI W. FISKAA frá Noregi kemur til Akureyrar og talar á samkomum Hjálp- ræðishersins miðvikudaginn 20. og fimmtudaginn 21. marz kl. 20.30. Mikill söngur. Major Guðfinna Jóhannesdóttir stjórnar. Verið velkomin. — Hj álpræðisher inn. „KOMIÐ TIL MIN ALLIR.. .“ Þetta er yfirskrift vakningar samkoma, sem haldnar eru hér í bæ um þessar mundir. Að samkomum þessum standa: Starfið á Sjónarhæð, Hvítasunnumenn, Hjálpræðis herinn og KFUM á Akureyri. Næstu^jsamkomur verða laug ardaginn 23. marz í sal Hjálp- fæðisþersins og laugaKdaginn 30. marz í Kristniboðshúsinu Zion. Samkomurnar hefjást kL 8.30 e. h. Tveir ræðumenn véroa hvert kvöld. Auk þess syngur blandaður kór og eiianig verður almennur söng ur, Þá er einnig fyrirhuguð saineiginleg samkoma sömu aðlla á páskadag þann 14. apríl, en nánar verður um þáð getið síðar. Allir eru vel- kömnir á samkomurnar og hvattir til að koma. SKÓTFÉLAGAR. Æfing n. k. sunnud. kl. 10.30 til 11.30 f. h. Sb ■ ■ - VIL KAUPA ÁRABÁT eða JULLU. Baldur, Gleráreyrum 15. FRÍMERKI Notuð íslenzk frímerki keypt fyrir hærra verð en áður hefur þekkzt. William F. Pálsson, Halldórsstöðum, Laxárdal, S.-Þing. ÉFRÁ SJÁLFSBJÖRG. Spilað verður á Bjargi sunnudaginn 24. marz kl. 8.30 e. h. Mynda- sýning á eftir. Nefndin SPILAKVÖLD S.K.T. verður að Bjargi föstudaginn 22. marz kl. 8.30 e.h. Húsið opnað kl. 8. Aðgöngumiðasala við innganginn. Spilastjóri Rögn- valdur Rögnvaldsson. Góð hljómsveit. Allir velkomnir án áfengis. — Skemmtiklúbb ur Templara. I.O.G.T. stúkan Brynja nr. 99. Fundur fimmtudaginn 21. marz n. k. kl. 8.30 e. h. að Hótel Varðborg. Fundarefni: Ávarp, ferðasaga o. fl. ?? Kaffi. Engin inntaka fer fram á þessum fundi, þar sem all margir utanreglugestir mæta á fundinum. — Æ.t. HUGINN. Fundur n. k. fimmtudag kl. 12.00 að Hótel KEA. — Stjórnin. KVENFÉLAGIÐ Baldursbrá vill þakka bæjarbúum inni- lega frábærar undirtektir við fjársöfnunina til ágóða fyrir vistheimilið Sólborg. ÞORSFÉLAGAR! Árs- hátíð Þórs 1968 verður í Sjálfstæðishúsinu n. k. laugardag 23. marz og hefst með sameiginlegu borð- haldi kl. 7 e. h. — Eflið félag ykkar, Þórsarar, með góðri þátttöku og dragið því ekki að rita nöfn ykkar og væntan legra gesta á lista, sem liggur frammi á úrsmíðavinnustofu Jóns Bjarnasonar til n. k. föstudagskvölds. — Stjórnin. SÍMI 21400 FERMINGAR- FÖT SKYRTUR SLAUFUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.