Dagur - 20.03.1968, Side 5

Dagur - 20.03.1968, Side 5
5 Skriístolur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON á meðan yfirvöldin dolla Prentverk Odds Bjömssonar h.L np * • ' 1 rum a landið NÝKJÖRINN formaður Framsókn- arflokksins, Ólafur Jóhannesson pró fessor, sagði m. a. svo um stefnu Framsóknarflokksins í ræðu á síð- asta miðstjómarfundi: „Stefna hans er framför alls lands- ins, framför þjóðarinnar allrar jafrif í sveit og við sjó, jafnt á sviði at- vinnumála sem menningarmála. Þess vegna þurfa allir Framsóknar- menn að rækta með sér hugarfáf um bótamannsins, vera spyrjandi, leit- andi og vakandi, ekki fyrirfram sann færðir um ágæti þess sem ejy— ekki sífellt horfandi til baka. Trúin á landið er kjarni Fram- sóknarstefnunnar. Við vitum að landið á ærinn auð handa öllum landsins bömum, ef rétt er á haldið. En gögn þess öll og gæði þarf að nytja, ekki aðeins á takmörkuðum sviðum, heldur um landið allt. Framsóknarflokkurinn byggir á hugsjónum samvinnunnar. Hann leggur áherzlu á samstarf og sam- hjálp. Hann vill styðja hinn veika bróður. Hann vill stefna að því að koma hverjum og einum til nokk- urs þroska. Þess vegna vill hann einn ig af heilum hug styðja heilbrigt ein slaklingsframtak og sjálfsbjargarvið- leitni fólksins. Framsóknarflokkurinn er flokkur félagshyggju og skipulagshyggju. Þess vegna vill hann ekki byggja þjóðarbúskapinn á handaliófslegum gróðasjónarmiðum, heldur á skipu- legum áætlunarbúskap. Hann vill stuðla að sem mestu félagslegu ör- yggi, þannig að enginn þurfi að kvíða ellinni eða fara á vonarvöl vegna atvinnuleysis, slysa eða ör- orku. Framsóknarmenn setja starfið — vinnuna — jafnt andlega iðju sem hina líkamlegu vinnu — í öndvegi. Þeir trúa því að vinnan — jafnt and- leg iðja sem hófleg líkamleg vinna sé uppspretta manndóms og fram- fara — að hún göfgi manninn og mannlífið. Af þeim sökum vilja Framsóknarmenn skipa vinnunni ofar fjármagninu, sem á að vera þjónn en ekki herra. Framsóknarmenn vita og viður- kenna, að mennt er máttur. Þess vegna leggja þeir áherzlu á eflingu fjölþætts menningarlífs. Þeirn er það ljóst, að ein veigamesta forsenda fyr- ir frelsi og sjálfstæði smáþjóðar er að hún lifi sjálfstæðu menningarlífi og eigi skapandi bókmenntir og listir.“ NÚ ERU liðnir 16 mánuðir síð- an Grundarveikin svokallaða, eða hringskyrfi, var að fullu greind og þar með staðfest, að nýr búfjársjúkdómur hefði bor- izt til landsins. Yfirvöldin tóku málið í sínar hendur og hugðust útrýma sjúkdómnum með lækn ingum, girðingum og fleiri varn arráðstöfunum, samkvæmt reglugerð. I upphafi var um fleiri leiðir að velja til að sigrast á þessum nýja innflutta búfjársjúkdómi. En tvær komu einkum til álita: TNTautgripaskipti, hliðstæð fjár- skiptum í baráttunni við mæði- veikina og í öðru lagi lækning og einangrun sýktra bæja. Síð- ari leiðin var valin. Ég hefi í nokkrum greinum um málið vítt þetta val með þeim rökstuðningi, að sam- kvæmt áliti dýralækna, þar með áliti yfirdýralæknis, Páls A. Pálssonar, væri þessi leið ekki líklegust til útrýmingar sjúkdómnum, -heldnr nautgripa .skipti eða niðurskurður. Enn- fremur hefi ég gagnrýnt fram- kvæmd vamanna og bent á hin ar mörgu veilur þeirra. Engin læknislyf eru til við veiki þess- ari, sem er húðveiki, langvinn og leið er sveppar valda. Þar „spin veikin er landlæg, svo sem í nágrannalöndunum, færist hún af einni nautgripakynslóð ; tjl annarrar. Fé og fyrirhöfn er ' til þess varið t. d. í Noregi, að vemda ósýkt svæði og varna því að þessi vágestur berist þangað. Veiki þessi veldur hvar vetna fjárhagslegu tjóni, þar sem hún hefur náð að festa ræt ur og fólk sýkist einnig oft af veikinni og sumir verulega. Hættast við smitun er þeim, sem fást við hirðingu nautgrip- anna eða vinna á sláturhúsum, þar sem sjúkum gripum er lóg- að. Hér verða ekki rifjuð upp þ.au hörmulegu mistök í fram- kvæmd varnanna, sem eru til hinnar mestu vanvirðu öllum þeim, sem þar eiga hlut að máli. En þær staðreyndir liggja fyrir, að nú, eftir 16 mánuði, hefur ekki tekizt að yfirvinna veik- ina. Og þau tíðindi hafa gerzt, sem flestir óttuðust, að hún slapp út úr girðingunni í Grund arplássi og lagði undir sig naut- gripi á enn einum bæ í vetur, Möðrufelli. Nú nýlega, eftir að yfirdýra- læknir var hér á ferð, lét hann þá skoðun sína í ljósi, að líkindi væru til þess, að enn hefði veik in borizt á einn bæ í nágrenni Grundar, til viðbótar, Dvergs- staði. Óttinn við, að einhversstaðar bilaði veikur hlekkur svokall- aðra varna, og yfirdýralæknir hefur látið í ljós og hér hefur oft verið rætt í blaðinu, hefur því miður ekki verið ástæðu- laus. Ef svo heldur sem nú horfir, verður baráttan við Grundar- veikina margra ára stríð. Ligg- ur það í eðli þeirra varnarað- gerða, sem valdar voru. Og einmitt af þeirri ástæðu, hve sjúkdómurinn er langvinnur og leynir sér langtímum saman, er útbreiðsluhættan stöðugt fyrir hendi, einkum vegna þess, hve seinvirk leið var valin til út- rýmingar. Héðan af verður ekkert um það fullyrt með óyggjandi vissu -hvar þessi mál stæðu nú, ef til niðurskurðar hefði verið gripið strax í upphafi. Það tækifæri var ekki notað og síðan eru liðn ir 16 mánuðir, eða vel það. En það hygg ég marga sammála um nú, að betur hefði það tæki- færi verið notað strax. Nokkrir menn hafa lagt nöfn sín við því opinberlega, að lýsa hringskyrfi eða Grundarveik- inni, sem lítt eða ekki skaðleg- um sjúkdómi. Með því slæva þeir sjálfa sig og aðra á verðin- um og er það bæði íllt verk og til vanvirðu. Samrýmist það hvorki reisn bændastéttarinnar eða hagsmunum heildarinnar, en þjónar vel þeim innflutta og óvelkomna gesti, sem bæði krefst búsetu í landinu og langra lífdaga, bændastéttinni til bölvunar um ókomin ár. Því miður hefur hinn nýi búfjár- sjúkdómur mætt sofandi og kærulausri framvarðarsveit æðstu manna á íslandi — og nokkrum öðrum, sem sízt máttu bregðast. Slíkt getur hefnt sín grimmilega. Hin dæmalausu vettlingatök í baráttunni við nefndan búfjár sjúkdóm hafa nú kostað ríkis- sjóð á sjöundu milljón króna. Árangur baráttunnar er enn tvísýnn. Búnaðarþing 1967 og 1968 hafa gert ákveðnar tillög- ur um meðferð málsins, svo og búnaðarsamböndin í Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslu. Og í fimm hreppum hér í sýslu hefur yfir- gnæfandi meirililuti bænda skráð nöfn undir áskorun um önnur og róttækari vinnubrögð til útrýmingar Grundarveik- inni. Vonandi leiðir þetta til aukinnar baráttu við sameigin- legan óvin og fulls sigurs. E. D. Úr sjónleiknum Gísl. Frá vinstri: Kristjana Jónsdóttir, Björg Bald- vinsdóttir og Kjartan Ólafsson í hlutverkum sínum. (Ljm.st. Páls) Kaupfélagsrit K. B. KAUPFÉLAG Borgfirðinga gef ur út myndarlegt mánaðarrit og hefur Degi borizt marzhefti þessa árs. Ritstjóri er Bjöm Jakobsson. Ritið er 48 síður í fremur litlu broti, en margan fróðleik er í því að finna. Magnús Óskarsson og Óttar Geirsson skrifa þar greinina Tilraunir með fosfor, kali og kalk í Borgarfirði. Er það bæði fræðileg grein og um leið að- gengilegar leiðbeiningar til bænda um áburðarnotkun. Þá er í heftinu viðtal við Halldór E. Sigurðsson alþingismann og sveitarstjóra í Borgarnesi um sveitarstjómarmál og framfara mál Borgamess og Borgarfjarð ar. Segir þar í upphafi, að 70— 80% af útgjöldum sveitarfélaga séu ákveðin með landslögum. En með þær upplýsingar í huga verður Ijóst, hve bundnar sveit arstjómir og bæjarstjómir eru í báða skó, ef svo má segja. Rakin er saga Hvítárbakka- skóla í grein eftir Andrés Eyj- ólfsson, undir heitinu „Héraðs- tíðindi“, sem er nýr þáttur í þessu kaupfélagsriti. Framhald er á greininni Starfsmannalið Kaupfélags Borgfirðinga og á- varpskvæði eftir Ingibjörgu Friðgeirsdóttur frá Hofsstöð- & _ $ í INGOLFI BRA I BRUN © i f f INGOLFUR JONSSON ráð- $ herra varð fár við þegar Stefán Valgeirsson alþm. sagði í þing- ý ræðu, að ástandið í stofnlána- málum landbúnaðarins væri £ verra nú en það hefði fyrrum verið. En í stjórnarblöðunum J hefur Ingólfi undanfarin ár ver- ^ ið lýst sem bjargvætti bænda- % stéttarinnar á þessu sviði. En % þeir Stefán Valgeirsson og Vil- í hjálmur Hjálmarsson létu ráð- * herranum í té skilmerkilega upprifjun á afrekum hans, eða § þá hlið þeirra, sem að bændum | snýr, í sambandi við stofnlána- 1 deildina. Fyrst voru þau laga- arinnar. Akveðið var að bóndi ákvæði afnumin, sem vernduðu mætti aðeins fá lán til einnar bændur gegn háum stofnlána- byggingaframkvæmdar í einu, vöxtum. Síðan voru vextirnir t. d. mátti hann ekki fá lán út hækkaðir um ca 70% af lánum á fjárhús og hlöðu, þótt sam- til byggingaframkvæmda í sveit byggt væri! Haldið hefur verið ^ um og til jarðræktarfram- niðri virðingarverði fram- kvæmda. Veðdeildarvextir voru kvæmda, sem lánsupphæð er <3 einnig hækkaðir, svo og al- miðuð við. T. d. er virðingar- ^ mennir viðskiptavextir bænda verð ræktaðs hektara lands bú- © af ýmiss konar skuldum í Bún- ið að vera óbreytt árum saman, aðarbankanum og annars stað- 10 þús. kr. og lán því einnig ® ar. Síðan var lánstími margra óbreytt, þrátt fyrir hækkandi jr stofnlána styttur. Þá var bænd- ræktunarkostnað. Nú er í ® um gert að greiða skatt af fram- „framkvæmdaáætlun ríkis- 'C leiðslu sinni til stofnlánadeild- (Framhald á blaðsíðu 2) -Ú um og Jón Sigurðsson frá Skíðs holtum, kaflar úr bréfum, sagnaþættir, Skalla-Grímshaug ur eftir Guðmund Illugason, Félagsfréttir og margt fleira. Eflaust má lengi deila um út gáfustarfsemi kaupfélaga og hvaða efni skuli einkum tekið til úmræðu, ef um útgáfustarf- semi er að ræða. Að sjálfsögðu eiga kaupfélagsmálin að bera þar hæst, og það hafa þau löng- um gert í nefndu riti og er slík fræðsla og fréttáþjónusta /mjög mikilvæg. Á tímum mikilla breytinga í efnahags- og viðskiptamálum þjóðarinnar, svo sem nú eru, - þurfa samvinnufélögin eflaust að halda uppi meiri fræðslu um samvinnumál almennt og ein- staka þætti félagsmálanna, en nú tíðkast almennt. Kemur þar einkum tvennt til. í fyrsta lagi þurfa samvinnufélög ætíð að halda upp meiri fræðslu um sín mál en aðrir, vegna flóknara en réttlátara forms, miðað við hag hinna mörgu félags- manna, gagnstætt frumstæðri kaupmennsku, sem byggist á gróðahyggju. f öðru lagi þurfa samvinnufélögin að hefja sókn úr varnarstöðu undanfarinnar ára. En beztu vopnin í þeirri sókn er almenningsálitið í land inu, stutt raunhæfum upplýs- ingum um samvinnumál al- ménnt, auðgað 1 eldi þeirra hug sjóna, sem á fyrri tímum leysti einokunarkíafana af þjóðinni •— og samkvæmt eðli sínu og reynslunni er sigurstranglegri leið til bættra lífskjara en nokk ur önnur á sviði viðskiptamála. EINAR ÁRNASON frá Finnsstöðum KVEÐJA Til ljóssins hefur leitað þú og lokið þinni vöku. Kem ég því og kveð þig nú með kærri þökk — í stöku. E. S. Þar liggja bein vísundanna ENN stendur mér fyrir hug- skotssjónum mynd af tignar- legu og voldugu nauti af vís- undakyni í einhverri bók, sem ég sá í æsku. Ævintýraljómi er enn eftir af þessari minningu, líklega vegna umtals um þessa mynd, sem ég man þó óljóst. Við þessi naut var ég ekki hræddur, þau voni svo langt í burtu og þau voru brytjuð nið- ur af hinni mestu grimmd og vöktu samúð. En þetta var frá því skeiði þegar myrkfælnin var í algleymingi og naut og draugar óðu uppi. Fyrir fáum árum ók ég í bif- reið kippkorn út á landsbyggð- ina frá Kolorado Springs í Bandaríkjunum, til þess að skoða bóndabýli, ásamt amerísk um leiðsögumanni og íslenzkum túlki. Hér verður ekki sagt frá því ferðalagi að öðru leyti en því, að þegar við ókum með- fram árfarvegi einum með smá tjörnum, sagði leiðsögumaður- inn: Þarna eru hin gömlu vatns ból vísundanna. Þeir voru brytjaðir niður þegar þeir komu hingað til að. svala þorsta sín- um, hundruðum og þúsundum saman. Veiðimennirnir hirtu skinnin. Hvar sem skóflu er stungið niður á þessu svæði, stöðvast hún á beinum vísund- anna. Þegar það er haft í huga, að í Norður-Ameríku voru 60 milljónir vísunda en voru að- eins 541 á lífi árið 1889, má öll- um ljóst vera hve slátrunin var gífurleg. Árið 1900 voru aðeins 20 villtir vísundar í gjörvöllum Bandaríkjunum. Merkilegri dýrategund hafði nær verið út- rýmt í þessari heimsálfu. Ameríski vísundurinn eða bisonuxinn er ,stæðileg skepna, 6 fet á hæð.og stærstu tarfamir geta vegið um eitt tonn. Kýmar eru nokkru minni. Ameríski bisonuxinn er stærri en evropiski vísundurinn og fleiri greinar eru á þessum meiði, víða nm heim og sumar tamdar. En þessir nautgripir hafa allir tveim rifbeintun fieiri en annar nautpeningur, eða 14 á hvorri hlið. Þegar ameríska vísundinum hafði verið nær útrýmt, hrukku menn við og góðir menn gripu í taumana til að varðveita stofn inn, og það tókst. Safnað var saman einstaklingum úr dýra- görðum og friðlýstum svæðum hér og þar og þeirra vandlega gætt á nokkrum kjörstöðum. Þegar svo var komið og enginn vissi fyrir víst hvort leyfar stofnsins dæju út eða ekki, var drápshneigðin enn svo rík í veiðimönnum, að veiðiþjófar drápu enn mörg hinna friðuðu dýra. Nú eru á ný vaxnar vísunda- hjarðir á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum og í Kanada. Vísundaræktin er orðin bú- grein og þessi nautpeningur er nú sýndur á landbúnaðarsýning um, ásamt öðrum húsdýrum. Vísundakjötið er mjög gott og selt þar, sem minna er spurt um verð en gæði. Því er spáð, að innan tíðar muni kvenkápur úr vísundahúðum komast í tízku. En hjaroirnar eru enn litlar og engin hætta er á því, að járn- brautarlestir þurfi að bíða klukkustundum saman eftir því, að hjörð með þúsundum dýra renni yfir teinana, en slíkt var. ekkert einsdæmi á fyrri ár- um járnbrautanna. Og vart mun neinn „Buffalo-Bill“ hljóta frægð af því í náinni framtíð að slátra tugþúsundum dýra. Vísundarnir eru hjarðdýr og halda sig jafnan í hópum. Þeir þola hungur og harðrétti betur en flestar aðrar skepnur og geta lifað á lélegra haglendi en nokk ur annar nautpeningur. Hörku- frost þola þeir vel. Og svo ólík- legt sem það er, eru þessar klunnalegu skepnur ótrúlega fótfimar og gefnar fyrir bratt- lendi og jafnvel kletta, ekki ólíkt og sauðkindin. Algengt var að leggja akvegi um fjöll á slóðum vísundanna því að vega verkfræðingar fundu oft ekki aðrar leiðir betri en þær, sem vísundarnir höfðu þrætt á ferð um sínum. Vísundurinn sér ekki vel, en því skarpari er heyrn hans og lyktnæmi. Kýmar bera á vorin og hjörðin dreifist á sumrin. — Um fengitímann slær oft í harð ar brýnur. Forystutarfurinn er ráðríkur og hann fær að reyna hreysti sína gegn yngri törfun- um. Jafnvel á öðrum árstímum getur slegið í harða bardaga, sem enda með því, að einn eða fleiri tarfar liggi dauðir í valnum. Hin stuttu, sívölu og uppsveigðu hom vísundanna eru skæð vopn og þarf ekki um að binda ef um holstungur er að ræða. Og stóri grábjörn- Gróðaár - Kreppur - Millivegur ONNUR ATHUGUN SVISSLENDINGAR eru eina þjóðin í Norðurálfu, sem kemur á og viðheldur jafnvægi í fjár- hag einstaklinga og ríkis. Hjá þeim eru veltiár en engar krepp ur. Þar renna gróðatímabilin hávaðalaust inn í efnahagslífið, án hinna daþúrlegu eftirkasta. Svisslendingar- hafa aldrei beygt sig fyrir konungs- eða að alsvaldinu, enda byrjar ógæfa þjóðanna og ójafnvægi jafnan þegar þær búa sér til yfirlætis- og eyðslustéttir. Þrjú þjóðarbrot búa í Sviss. Frakkar, ítalir og Þjóðverjar. Þessar þjóðir hafa barizt grimmilega. Þjóðarbrotin í Sviss tala sitt tungumál hvert og fylgja mismunandi trúar- brögðum. En þau eru samtaka í því að vemda landið sitt og samfélag með fé sínu, lífi og blóði. Þjóðþing Svisslendinga er skipað eftir fullkomnustu lýð- ræðisreglum. Þeir hafa kon- ungsvald en engan konung eða aðal og fyrirlíta tildur. Þeir þurfa valdamann til að setja þingið, slíta því og undirskrifa lög, sem þingið semur. Sviss- lendingar láta dómara sína úr hæstarétti landsins undirrita þessi skjöl til skiptis. Verkið er, eins og í öðrum löndum, vél- rænt og ópersónulegt. Hver dómari fær lága en ákveðna þóknun fyrir þetta ómak. Þetta hafa íslendingar lært af Sviss- lendingum. Þegar forsetinn á Bessastöðum er á ferðalögum utanlands undirski-ifa hæsta- réttardómarar stjómarplögg fyr ir hann og fá greiðslu fyrir. í landsreikningnum 1966 er sú upphæð töluvert há. Sú þóknun skipt.ist á milli fimm manna. Annar búrekstur á Bessastöð- um kostar milljónir árlega og verður e. t. v. vikið að því síð- ar. En í næsta kafla verður sagt frá kænskubrögðum sviss- neskra valdamanna í glímunni við veizluhöldin. Jónas Jónsson frá Hriflu. inn, sem stundum drepur vís- undana, mátti þó gæta sín vel og fannst stundum holrifinn. — Vísundarnir eru stundum bág- rækir og neita að færa sig úr stað. Sérstakar aðferðir eru hafðar til þess að reka hjarð- irnar í girðingar og tekur það oft langan tíma. Girðingar verða að vera traustar, þær látnar smá þrengjast, þar til komið er í réttina. Vísundahjarðir á bú- görðum eru í rauninni villt dýr, sem bjarga sér úti árið um kring, þar sem landrými er nægilegt. — Um daglega um- gengni er því vart að ræða. — Hins vegar hafa margir reynt að temja eitt eða fleiri dýr. Kálfarnir geta orðið mjög hænd ir að mönnum, á meðan þeir eru litlir, en verða fljótlega tortryggnir og grimmdin leyn- ist undir rólegu yfirbragði. — Mörg dauðaslys hafa af því hlotizt, að menn hafa treyst ró- lyndi taminna eða hálftaminna vísunda. Ekkert nema byssu- kúlan getm' stöðvað árás vís- undar, sé hann reittur til reiði. Og stimdum getur hann fengið æðisköst, þótt ástæðan virðist lítil. Vísundasmölunin, er eins og áður segir, mjög vandasöm og seinleg, vegna þess hve dýrin eru þrá. „Við getum látið vís- undinn fara hvert sem hann vill fara“, er haft eftir bústjóra einum vestra. Þó er það svo, að þegar ríðandi nautasmalar koma að hjörðunum úr þrem áttum „styggja“ þeir hjarðirnar og koma þeim af stað með lægni. Stundum fer öll hjörðin af stað en stundum taka nokkr- ir sérvitringar sig út úr og neita. Við þá verður engu tauti komið og verður að skilja þá eftir, þar sem þeir vilja vera, eða skjóta þá á staðnum. Sumt af þessu ryfjaðist upp fyrir mér, þegar við ókum meðfram tjörn- óttum árfarvegi, hinum fórna drykkjarstað vísundanna og áður er að vikið. Umhverfis eru víðáttumikil landflæmi, háslétta með þyrkingsgróðri, vatnslítil að öðru leyti en því, að dælu- brunnar hafa verið séttir upp fyrir þær holdanautahjarðir, sem allmikla frægð hafa hlotið á matborði, en litla í haga og eiga fátt eitt sameiginlegt með hinum tígulegu, villtu vísund- um, sem fyrrum reikuðu þama um, komu til að svala þorsta sínum, kynntust manninum, og urðu honum að bráð. Gróður- inn hefur nú breitt sig yfir bein in, en á meðan þau enn liggja Iitt fúin, minna þau á hjarðirn- ar stóru, sem hér reikuðu fyrr- um um ótrúlega miklar óbyggð ar víðáttur hásléttunnar og áttu fáa óvini þar til veiðimennirnir komu til sögunnar með byssur og blýkúlur. E. D. - STÁLSKIPIN (Framhald af blaðsíðu 8) frestur fyrra skipsins er 16 mán uðir frá undirskrift samnings- ins og hins skipsins 28 mánuð- ir. Með undirskrift þessa skipa- smíðasamnings hófst undhbún ingsvinna sú, sem fyrr var ekki unnt að framkvæma og hlýtur að taka alllangan tíma áður en hin raunverulega skipasmíði hefst. Hefur dráttur á þessum samningum verið Slippstöðinni mjög dýr. Hið mikla verkefni, sem hér um ræðir, eflir mjög atvinnulífið á Akureyri og ber að fagna því. □ aneys í LEIKFÉLAG Öngulsstaða- hrepps hefur æft Sjónleikinn Frænku Charleys undir stjórn Jóhanns Ögmundssonar og _ er búið að hafa tvær sýningar í félagsheimilinu Freyvangi við ágæta aðsókn. Leikendur .er.u. allir heima- menn, 10 talsins;.'Þeir eru þess- ir: Helgi Baldursson, yaldimar Gunnarsson, Hjalti 1 Hjaltason, Emilía Baldursdóttir, Ragnheið ur Snorradóttir, Ólöf Tryggva- dóttir, Sigurlína Hreiðarsdóttir, Þór Hjaltason, Jón Ámason og Birgir Þórðarson, sem jafn- framt er formaður Leikfélags Öngulsstaðahrepps. Aðalsteinn Vestmann málaði leiktjöldin. Næsta sýning er á morgun, fimmtudag, og tvær sýningar verða um helgina. □ gert út ÞINGMENN allra stjórnmála"- flokka í Norðurlandskjördaámi eystra hafa flutt á Alþingi til- lögu þá til þingsályktunar, séni hér fer á eftir. Er Gísli Guð- • mundsson framsögumaður tiL lögunnar, en meðflutningsmenn Jónas G. Rafnar, Ingvar Gísla- son, Björn Jónssön, Stefán Val- geirsson, Bragi Sigurjórissón og Bjartmar Guðmundsson: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta athuga möguleika á því, að Skipaút- gerð ríkisins, í samráði við hlut aðeigandi bæjar7 og sýslúfélog, komi á fót á Akureyri útgerð strandferðaskips, er . annist strandferðir norðanlands, enda séu ferðir þess í samræmi við ferðir strandferðaskipa úr Reykjavík til Austfjarða og Vestfjarða. Niðurstöður ' athug- unarinnar verði lagðar. f.yrir A1 þingi svo fljótt sem unnt er.“ GREINARGERÐ. Tími er til þéss kominn að endurskipuleggj a strándf er ðir hér við land með tilliti • til; bfeyt inga, sem orðið hafa 'í seinni tíð á atvinnulífi og saibgöngum í landinu. Kemur þá mjög til at- hugunar að taka upp verka- skiptingu á þá leið rjnilli strand ferðaskipa á hvérjum tíma, að hvert skip veiti .þjónustu. af- mörkuðum landshluta, .og séu þá ferðir þess sérstaklega, við - Verkföllum lokið (Framhald af blaðsíðu 1). Uppbót á eftir- nætur- og helgidagavinnu greiðist með sömu krónutölu pr. klukku- stund og ef um dagvinnu væri að ræða. Hluti uppbótarinnar greiðist ekki fyrr en 1. des. 11 .k. Þar sem talað er um grumi- laun í samkomulaginu er átt við það kaup, sem greitt var fyrir verkfall. þarfir þess landshluta miðaðar. Á Alþingi hafa verið uppi til- lögur, sem miða í þessa átt. Er þá gert ráð fyrir, að strandferða skip, sem sinni þörfum ein- stakra Iandshluta, séu gerð út frá Reykjavík. Þörf er á sér- stöku strandferðaskipi fyrir Norðurland, en engm þörf er á og miklu fremur óhagræði, að það skip sé staðsett í Reykja- vík eða gert út þaðan. Eðlilegt er, að Norðurlandsskip sé gret út frá Akureyri, sem er höfuð- staður Norðurlands og svo mjög vaxandi iðnaðarbær, að þaðan er nú eða verður innan skamms hægt að fá flestar þær iðnaðarvörur, sem eru ekki keyptar frá útlöndum eða flutt ar á sérstakan hátt utan strand ferðaskipanna (áburður, se- ment). Útlendum vörum til Norðurhafna, sem nú er um- skipað í Reykjavík, ætti þá að umskipa á Akureyri, að því leyti sem þær verða ekki flutt- ar beint frá útlöndum til ákvörð unarstaðar, sem áður tíðkaðist í ríkara mæli en nú og er vitan lega æskileg. Vel mætti hugsa sér t. d., að Akureyrarskipið hefði enda- stöðvar á Patreksfirði og Reyð- arfirði og sneri við þar í hverri ferð vestur eða austur frá Ak- ureyri. Mundu þá norðna- og sunnanskip væntanlega skipt- ast á vörum, farþegum og póst- sendingum án aukagjalds, þann ig að um samtengt flutninga- kerfi væri að ræða. En það fyr- irkomulag þarf auðvitað nánari athugunar við. Akureyrarskipið gæti verið eign Skipaútgerðar ríkisins og útgerðin þar útibú frá Skipaút gerðinni í Reykjavík. Einnig er hægt að hugsa sér, að stofnað yrði útgerðarfyrirtæki til strandferða norðanlands, t. d. með samvinnu hlutaðeigandi bæjar- og sýslufélaga og Skipa útgerðar ríkisins, og nyti það þá nauðsynlegs stuðnings frá ríkissjóðL

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.