Dagur - 20.03.1968, Blaðsíða 6

Dagur - 20.03.1968, Blaðsíða 6
« Hæfni ráði vali siarfsmanna ÞÓRARINN Þórarinsson, Jón Skaftason, Gísli Guðmundsson og Ingvar Gíslason flytja í sam einuðu þingi tillögu til þingsá- lyktunar um að undirbúin verði heildarlöggjöf um embættaveit ingar og starfsmannaráðningar ríkisins og ríkisstofnana, þar sem stefnt sé að því að tryggja sem óháðast og ópólitískast veit ingavald og starfsmannaval. Nefndin skal kynna sér löggjöf og reglur um embættaveitingar í öðrum löndum og þá reynslu, sem þar hefur fengizt í þessum efnum. Þá skal nefndin einnig afla sér álits félaga embættis- manna og annarra opinberra starfsmanna um það, hvernig þau telji þessum málum verða bezt skipað, þannig að framan- greindur tilgangur náist. Tillögumennirnir vekja at- hygli á því, að veitingavaldið sé að langmestu leyti í höndum pólitískra ráðherra, og hafi svo verið síðan stjómin fluttist inn í landið. Embættaveitingar hafi því oft viljað verða pólitískar, þótt aldrei hafi það verið aug- ljósara en hin síðari ár. Sú hefð er óðum að skapast, að ekki komi aðrir menn til greina við veitingu meiri háttar embætta en þeir, sem hafa skilríki fyrir því, að þeir fylgi ríkisstjórninni eða flokkum hennar að málum. Hér sé ekki aðeins um rang- sleitni að ræða, heldur hljótist af þessu, að hið opinbera verður oft og tíðum að notast við lak- ari starfskrafta en ella. Það sé því bæði réttlætismál og hags- munamál fyrir þjóðfélagið, að veitingavaldið verði fært sem mest úr höndum pólitískra ráð- herra og lagt í hendur sem ó- háðastra aðila eða-bundið á- kveðnum reglum, sem miði að því að útiloka pólitíska og per- sónulega hlutdrægni. Ymis mis munandi form geti komið þar til greina, og þurfi pð athuga vandlega, hvað henti bezt ís- lenzkum aðstæðum og reynist kostnaðarminnst í framkvæmd. Ætla má, að þessi tillaga verði mikið rædd á komandi ár um. □ Skólaskemmtun Oddeyrarskólans verður haldin laugardaginn 23. marz og sunnudaginn 24. nrarz kl. 4 02, 8 e. h. báða dagána. O O TIL SKEMMTUNAR VERÐUR: Kórsöngur, upplestrar, hljóðfæraleikur, þjóðdansar, leikfimissýning og nokkrir leikþættir. Aðgöngumiðar á sýningar verða seldir milli kl. 1 og 3 e. h. b.áða dagana. Aðgangseyrir er 40.00 kr. fyrir fullorðna, en 25.00 kr. fyrir börn. SKÓLASTJÓRI. Stúlka óskast í gestamóttöku og símavörzlu. Upplýsingar gefur hótelstjórinn. Ekki í síma. HÓTEL KEA LAUST STARF Rafveita Akureyrar óskar eftir að ráða rafvirkja til starfa við tengingar og fleira. Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið prófi frá Raf- magnsdeild Vélskólans. Laun samkv. 15. launaflokki opinberra staí'fsmanna. Umsóknarfrestur er til 1. apríl n.k. RAEVEITUSTJ ÓRI. BERJASAFT fyrir sykursjúka STÓRLÆKKAÐ VERÐ NÝLENDUVÖRUDEILD FERMINGAR- GJAFIRNAR fáið þér í Járn- og glervörudeild NÝKOMIÐ: TERTUFÖT BRAUÐFÖT SMJÖRKÚPUR fyrir kæliskápa MARMILAÐI - SULTU- KRÚSIR MÆLIKÖNNUR BARNADISKAR og SETT KÖKUKEFLI, tré MÖNDLUKVARNIR LAUKSKERAR BUFFHAMRAR SKURÐARBRETTI RJÓMAÞEYTARAR Járn- og glervörudeild ÓDÝR SVEFNSÓFI til sölu. Uppl. í síma 1-22-90. TIL SÖLU: ÚTSÆÐISKARTÖFL- UR Gullauga. Ingvar Kristinsson, Möðrufelli. TIL SÖLU: Hrærivél (Master Mixter) bamarúm með dýnu, svefnstóll, borð og útvarpstæki (Philips). Uppl. í síma 1-15-73 eftir kl. 7 á kvöldin. TIL SÖLU: TRILLA, 2V2 tonna, með 10 hestafla dieselvél. Uppl. í síma 1-25-68. BLÓMAMOLD Blómamold verður seld framvegis í plöntusölunni í Fróðasundi eftir hádegi á laugardögum. Laugarbrekka. GAMLI SJÚKRABÍLLINN er til sölu. Tilboð skilist til Guðmundar Blöndal fyrir 1. apríl n.k. Sloppanylon einlitt og rósótt Ódýrar barnaleygjubuxur komnar aftur VEFNAÐARVÖRUDEILD DÚKAR KAFFIDÚKAR HEKLAÐIR DÚKAR FÍLARAÐIR DÚKAR VEFNAÐAR V Ö R U D EIL D hvílari blæfegurri og Imbelri ivollur meS ^ ff !■ NÝIT LÁGFREYÐANDIVEX íryggir yður beztu kaupin m Ecfrfinl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.