Dagur - 20.03.1968, Blaðsíða 2

Dagur - 20.03.1968, Blaðsíða 2
2 ÓLAFUR GUNNARSSON, sálfraííinsur: Þj óðfliitiiingar greindarinnar SÍÐAN SÍÐARI heimsstyrjöld lauk, og þá einkum á árunum eftir 1950, hefur það orðið æ algengara, að auðugar þjóðir hafa sogað til sín gáfaða menntamenn frá fátækari þjóð um. Afleiðingar þessa eru eink um tvennskonar. Hraðari og markvissari fram þróun hinna auðugu þjóða en ella hefði orðið. Hægari og skipulagslausari framþróun þjóða, sem misst hafa menntamenn sína. Rannsóknir, sem ýmist er ver ið að gera eða búið að gera á vegum OECD hafa þegar sýnt, að Bandaríkin hafa hagnast gífurlega á flutningi hámennt- aðra manna til Bandaríkjanna, en Evrópuþjóðir hafa beðið mikið afhroð gáfumanna, þótt það sé mismunandi mikið og tilfinnanlegt. Bandaríkjaimenn viðúrkénna sjálfir, að hagur þeirra af því að fá til sín menntamenn sé margþættur. í fyrsta lagi fá þeir mennina eftir að þeir hafa lokið háskólaprófi og jafnvel fekið doktorsgráðu. Þetta spar ar Bandríkjamönnum offjár, þar eð menntun lr$ ers háskóla- borgara kostar mikið fé. í öðru lagi fá Bandaríkjamenn eink- um það fólk, sem þeir þurfá mest á að halda að hverju sinni og fá þannig bætt úr brýnni þörf. í þriðja lagi er ekki líklegt að Bandaríkin sjálf hafi haft innan sinna vébanda svo mikinn fjölda fólks með háskólamenntunargreind, að þau hefðu getað bjargað sér án þessarar aðstoðar. Bandríkja- menn hefðu þá annaðhvort orð ið að draga saman þróunarsegl- in almennt eða reyna að beina fólki með hæfileika til háskóla náms inn á þær brautir, þar sem þörfin hefur verið mest. Þetta er mjög erfitt í fram- kvæmd og getur m. a. haft þau áhrif að fjöldi fólks hljóti ekki menntun í hlutfalli við hæfi- leika sína og áhugamál. Til Bandaríkjanna frá Evrópu hef ur þannig legið greinileg heila- veita síðastliðin ár og ættu þessir þjóðflutningar greindar- innar að tryggja Bandaríkja- mönnum það mikla fjölgun í efstu greindarflokkunum, að þeir verða um langa hríð fær- ari um að mæta erfiðum við- fangsefnum en ella hefði orðið. Framsæknari þjóðir Evrópu gera sér nú grein fyrir þessari miklu hættu og eru að undir- búa ýmsar aðgerðir til varnar. Aðgerðirnar beinast fyrst og fremst að því marki að stöðva flutnjng afburðamanna úr landi én það þíðir að skapa verður þeim verkefni heima fyrir, sem gerir brottflutning síður eftir- sóknarverðan. Verkefnin, sem vísindamönnum eru og verða fengin beinast ekki sízt að því að leysa verkefni í þágu auk- inna mermta og atvinnulífs, sem geta orðið þjóðunum til mikils gagns .ahnennt og m. a. bætt efnahag þeirra. Einnig innan Evrópulanda innbyrðis er um allmikinn til- flutning menntamanna að ræða. Vestur-Þjóðverjár áttu t. d. mikið af hinu svonefnda efna- hagsundri sínu því að þakka, að þeir fengu mikinn fjölda háskólamanna frá Austur- Þýzkalandi og losnuðu þannig við að mennta mikinn fjölda manna, sem raunar myndu tæpast hafa verið auðfundnir í Vestur-Þýzkalandi. Samanber m. a. bók Matthíasar Jónasson- ar: Mannleg greind. Kaflann: Greindarþróun og samfélags- gerð, bls. 197—217. í Svíþjóð hefur „Kommittén för forskningsorganisation och forskningsökonomi“ gert at- huganir á út- og innflutningi Jiáskólamenntaðra manna og komizt að raun um, að út- og innflutningur þessa fólks í Sví- þjóð helzt nokkurnveginn í hendur, en að því er virðist einkum á kostnað hinna Norð- urlandanna fjögurra, sem m. a. hafa lagt Svíum til fjölda lækna. íslendingar eru á þes§.u sviði nær eingöngu veitendur og má meðal annars nefna í því sam- bandi, að um 150 íslenzkir lækn ar munu vera starfandi erlend- is, en heildartala ísl. lækna mun vera eitthvað um 450. Þótt þessar tölur séu ekki ná- kvæmar gefa þær samt til kynna, að um það bil þriðji hver ísl. læknir starfar nú utan íslands og fjöldi þeirra kemur þangað aldrei aftur að óbreyttu viðhorfi ísl. yfirvalda og mikils hluta almennings til æðri menntunar. Ef menn vilja hugsa rökrétt í þessu máli þarf ekki svo mjög að aumkva menntamennina, sem af ýmsum ástæðum hafa séð sig knúna til þess að leita sér atvinnu utan íslands, hins vegar er þarna um mikla hættu að ræða hvað framtíð þjóðarinn ar snertir þegar til lengdar lætur Matthías Jónasson birtir í áðurnefndri bók sinni ,.Mann- leg greind“ margar merkar nið- urstöður af greindarmælingum sínum á íslandi. M. a. bendir hann á að af 186 nemendum, sem luku stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík á eðlilegum námstima voru 10 nemendur í tveim efstu greind- arflokkunum. Geri maður ráð fyrir, að mikill hluti. íslenzku læknanna, sem dvelja erlendis, hafi greindarvísitölu 145 eða hærri imyndu þeir teljast til tveggja hæstu greindarflokk- anna. Jafnvel þótt ekki væri gert ráð fyrir að læknarnir hefðu svo háa greindarvísitölu og miðað væri við 3 efstu greind arflokkana i rannsókn dr. Matt híasar væri eigi að síður um gífurlega heilaveitu að ræða í hlutfalli við stærð þjóðarinnar. Samkvæmt . ályktun1, sem stúdentafélagið Vaka gerði á sl. vori og, sem birtist í Morgun- blaðinu þann 13. maí 1967 ljúka aðeins 35.7 prósent þeirra, sem innritast, í Háskóla íslands kandidatsprófi. Hið mikla mann fall stúdenta í Háskóla íslands er út af fyrir sig talsvert óhyggjuefni og bendir ákveðið r Handknattleiksmót Islands, 2. deild: Tekst Ákureyringirm að sigra ÍR-inga um helgina? NK. LAUGARDAG 23. marz heldur Handknattleiksmót ís- lands, 2. deild, áfram, en hlé hefur orðið á keppninni vegna verkfallanna, en flug lagðist að EINMENNINGSKEPPNI B. A. er lokið fyrir nokkru. Sigur- vegari varð Dísa Pétursdóttir, og sigraði hún með yfirburðum, en fyrr í vetur sigraði hún ásamt Mikael Jónssyni tvímenn ingskeppni Bridgefélagsins og í fyrra sigraði Dísa einmennings keppnina og einnig tvímenn- ingskeppnina, þá á móti Rcsu Sigurðardóttir. Úrslit í einmenningskeppni B. A. urðu þessi: stig 1. Dísa Pétursdóttir 1523 mestu niður. Leikjum .ÍBK og Ármanrfs, sem fram áttu að fara um tvær síðustu helgar hefur því prðið að fresta. Á laugardaginn kl. 4 er ákveð 2. Jóhann Helgason 1453 3. Sigurbjörn Bjarnason 1450 4. Adam Ingólfsson 1447 5. Hörður Steinbergsson 1440 6. Mikael Jónsson 1424 7. Guðm. Þorsteinsson 1415 8. Björn Einarsson 1407 9. Rósa Sigurðardóttir 1402 10. Jóhannes Kristjánsson 1402 11. Baldur Árnason 1382 12. Guðjón Jónsson 1380 13. Zofanías Jónasson 1380 Frá Bridgefélagi Ak. ið að ÍR-ingar leiki við lið ÍBA í íþróttaskemmunni, og verður þar við ramman reip að draga, því ÍR-ingar eru nú efstir í 2. deild og líklegastir til sigurs í deildinni. Ákveðið verður bráðlega hvenær Ármann og Keflvíking- ar leika hér nyrðra, en reynt verður að ljúka leikjunum fyrir páska. Væntanlega fjölmenna hand- knattleiksunnendur á laugar- daginn og hvetja ÍBA-liðið vel. Sveitahraðkeppni BA Nú stendur yfir hjá B. A. sveitahraðkeppni og er einni umferð lokið þar. 17 sveitir taka þátt í keppninni. Spilað er í Landsbankasalnum á þriðju- dögum kl. 8. Díse sigrðði meS yfirburðum í einmemiingskeppni Bridgefélags Akureyrar í þá átt að eitthvað skorti í stúdentsmenntun og háskóla- nám, sem beini stúdentum til meiri marksækni en nú er. Síðastliðið vor luku 14 manns kandidatsprófi í læknisfræði við Háskóla íslands í læknis- fræði. Ef gert væri ráð fyrir að svipaður fjöldi lyki kandidats- prófi á næstu árum þyrfti milli 10 og 11 vorpróf frá Háskóla ís_ lands í faginu til þess að fylla skarð ísl. læknanna sem nú dveljast erlendis. Ekkert bendir samt til þess, að flutningar háskólamennt- aðra manna frá íslandi til ann- arra landa muni stöðvast að sinni, þvert á móti er líklegt að þeir muni aukast til mikilla muna. Almennur læknaskortur á ís- landi og þá ekki síður skortur á hverskonar sérfræðingum er eðlilega mikið áhyggjuefni fjölda fólks. Það væri hins veg- ar ekki raunsætt að gera ráð fyrir miklum breytingum í þessu efni. Læknar eiga góðra kosta og batnandi völ í öðrum löndum en á íslandi er erfitt að koma auga á skjótt vaxandi skilning á bættri læknisþjón- ustu. Meðan starfsskilyrði lækna og heilbrigt mat á störf- um þeirra, einnig vísindastörf- um, batna ekki til mikilla muna er fremur ólíklegt að menn sem búa við góð starfsskilyrði fýsi að fara til íslands. , Það tjón, sem hlýzt af flutn- ingi greindustu manna þjóðar- innar úr landi verður ekki bætt nema á mjög löngum tíma, jafn vel þótt flutningarnir yrðu stöðvaðir. Bráðlega mun vænt- anlega koma í ljós, að afburða- námsmönnum í ísl. menntaskól um og í Háskóla íslands fer fækkandi. Þeir sem að öllu eðli legu hefðu stundað nám þar eru synir og dætur háskólaborgar- anna, sem dvelja í öðrum lönd- um og eru íslandi algerlega tapaðir andlegir fjársjóðir. Vitað er, að ísl. læknar eru ekki eina ísl. menntafólkið, sem dvelur erlendis. Álitlegur hóp- ur verkfræðinga hefur fengið þar framtíðarstarf við góðan orðstír, og ekki þyrftu ísl. menntaskólakennararnir að auka miklu við málakunnáttu sína til þess að erlendir mennta skólar stæðu þeim opnir og gera það raunar nú þegar hvað suma þeirra snertir. Jafnvel ísl. gagnfræðakennarastéttin, sem er þó raunar lítt búin að vel menntuðu fólki, hefur innan sinna vébanda bæði konur og menn, sem myndu teljast góður liðskostur utan íslands. íslendingar sjálfir hafa til þessa látið sér fátt um flutning menntamanna til annarra landa “ finnast. Þeir hafa ekki einu sinni athugað nákvæmlega hversu margir eru þegar farn- ir, þaðan af síður hverjar eru aðalorsakirnar til þess að þeir fóru. Englendingar hafa hins vegar kannað rækilega hvers vegna enskir háskólamenn hafa farið til Bandaríkjanna og m. a. kom izt að þeirri niðurstöðu, að það eru ekki fyrst og fremst hærri laun, sem lokka þá úr landi, miklu fremur vinnuaðstaða og raunhæft mat á störfum þeirra. Allar líkur benda til þess, að neikvæð afstaða til ísl. mennta- manna hafi þegar knúið all- marga til þess að skifta um starfsland og sá hópur á áreið- anlega eftir að stækka mikið eftir því sem viðurkenningin á fagþekkingu verður meiri í öðrum löndum en tiltölulega minni á íslandi. Eins og flestir sem vitá, sem um þessi mál hugsa, hefuf margt sem til menntunar heyrir staðið í stað á íslandi áratugum saman og eins og stendur eru ekki sýnileg nein merki þess að breyting verði til batnaðar. fslendingar voru áður fyrr stoltir af gáfum sínum og hafa ef til vill mátt vera það. Má vera að þeir geti nú verið stolt- ir af því að þeir séu svo „gáf- aðir“, að aðrar þjóðir megi taka eins og þær vilja og geta af ís- lenzkum gáfumönnum. íslenzka menningu og efnahagslíf skipti það engu máli. Q - Mjólkursamlag KEA (Framhald af blaðsíðu 8). samlagsins og Axel Ásgeirsson var ökumaður. Nú vinna 45 manns hjá Mjólkursamlaginu, m. a. nokkr ir af elztu starfsmönnunum, og framleiða hinar viðurkenndu gæðavörur úr nær 20 milljón lítra, sem berast árlega. Meðal starfsmanna eru fimm mjólkur fræðingar. Tala mjólkurframleiðenda fyrsta árið var 217, en árið 1966 var tala mjólkurframleiðenda 484, og fita mjólkurinnar hefur hækkað úr 3,4% í nál. 4%. Framleiðendur og neytendur hafa mikils notið af Mjólkur- samlagi KEA á undanförnum 40 árum, hafa enda vel unað og nær árekstrlaaust því fyrir- komulagi, sem strax var upp tekið og helzt ennþá. Samlagið opnaði bændum tryggan mark- að og þeir juku ræktarlönd sín og búskapurinn blómgaðist. Og neytendur á Akureyri og aðrir hafa notið hinna beztu mjólk- urvara, sem fáanlegar hafa ver ið hér á landi. Byggingar Mjólkursamlags KEA þykja nú orðnar ófull- nægjandi hinni miklu starfsemi. Fyrir nokkrum árum var haf- inn undirbúningur að byggingu nýrrar mjólkurvinnslustöðvar. Framkvæmdir voru hafnar og er búið að steypa kjallara og plötu þar ofan á. En fram- kvæmdir hafa algjörlega stöðv- ast í bráð vegna þess að lána- stofnanir hafa sett eyfirzkum samvinnumönnum stólinn fyrir dyrnar í þeim efnum. Um leið og minnzt er 40 ára starfs Mjólkursamlags KEA á Akureyri og allra þeirra mörgu karla og kvenna, sem gegnt hafa þar störfum af trúmennsku og kunnáttu, ber þó fyrst og fremst að þakka þeim manni, sem upphaflega barðist fyrir stofnun Samlagsins, en það var Vilhjálmur Þór, og svo Jónasar Kristjánssonar, sem veitti sam laginu forstöðu í nær fjóra ára- tugi við mikinn orðstír. Q - Ingólfi brá í brún (Framhald af blaðsíðu 4). stjórnarinnar“ fyrirfram tiltek- in hámarksupphæð fjármagns, sem stofnlánadeildin megi lána á árinu. Nýmæli er það einnig, að bændur verða að senda um- sóknir um lán í ársbyrjun eða verða af láni ella á því ári, a. m. k. ef um byggingafram- kvæmdir er að ræða. Vinnslu- stöðvar landbúnaðarins verða nú að greiða vísitöluálag á stofnlán. Allt miðar þetta að því að gera bændum erfiðara fyrir en áður var.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.