Dagur - 03.04.1968, Blaðsíða 1
EFNAVERKSMIÐJAN SJOFN
Dagub
LI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 3. apríl 19G8 — 13. tölublað
FILMU HÚSIÐ
Hafnarstræti 104 Akureyri
Sími 12771 • P.O. Box 397
SÉRVERZLUN:
LJOSMYNDAVÖRUR
FRAMKÖLLUN - KOPIERING
Strandferðaskip á Aknreyri
SfÐASTLIÐINN miðviku-
dag var tillaga þingmanna
úr Norðurlandskjördæmi
eystra varðandi strandferðir
norðanlands og útgerð
strandferðaskips frá Akur-
eyri, samþykkt í sameinuðu
þingi með öllum greidduni
atkvæðum. Hér var um að
ræða þingsályktunartillögu
uni að skora á ríkisstjórnina
að r idirbiia málið og lirinda
því fram. Gísli Guðmunds-
son var framsögumaður
þessa máls.
Allsherjarnefnd hafði haft
máiið til meðferðar og liún
orðið sammála um stuðning
við bað.
Eflaust er hér um merki-
legt mál að ræða, til hags-
bóta fyrir Norðurland. □
FRÁ BÆJARSTJORN
BÆJARSTJÓRN Akureyrar
hefur samþykkt framkvæmda-
áætlun fyrir næsta sumar, um
gatna- og 'holræsagerð.
Ráðstöfunarfé er, samkv. fjár
hagsáætlun, 14.3 milljónir kr.
til þessara mála. Þar af fer 1
milljón til kaupa á húsi við Gler
árgötu, sem víkja verður vegna
skipulagsins, en nokkru hærri
uppihæð kemur frá H-nefndinni
DRANGUR TAFÐIST
PÓSTBÁTURINN Drangur fór
frá Akureyri í póstferð í gær-
morgun. Hann var í þrjá
klukkutíma norður fyrir Odd-
eyrartanga, en þaðan var all-
greiðfært í björtu. Á fimmta
tímanum í gær hafði blaðið sam
band við Steindór skipstjóra og
var skipið þá við Ólafsfjarðar-
múla, en hafði þá bæði komið
til Hríseyjar og Dalvíkur. □
upp í kostnað við umferðar-
breytinguna. Hið raunverulega
ráðstöfunarfé til gatna- og hol-
ræsagerðar breytist því lítið
þótt þessir tveir liðir séu teknir
með í reikninginn.
Til undirbyggingar gatna
verður varið 7.2 millj. kr., til
malbikunar og lagningar gang-
stétta fara rúmar 3.6 milljónir
og til holræsa 3.4 milljónir.
Stærstu liðir í gatnagerðinni
er uppbygging Þórunnarstrætis
frá Bjarkarstíg að Þingvalla-
stræti, sem og Hörgárbrautar
frá Glerá norður að Höfðahlíð.
Aðrir stærri kostnaðarliðir er
vinna við Þingvallastræti og
nýju götuna Espilund. Vegna
H-umferðar verður að tengja
Skipagötu í Hafnarstræti á nýj-
an hátt og er áætlað að það
kosti nær hálfa aðra milljón. En
framkvæmdir við Hörgárbraut
og Þórunnarstrætis 2.7 milljónir
samanlagt.
Þegar rætt var um skiptingu
(Framhald á blaðsíðu 5)
ísinn rak undan hvassri norðanátt 1. apríl. Dreifðir jakar allt til Oddeyrar.
(Ljósm.: E. D.)
Hafísinn lokar skipaleiðuinun
við Norðurland og Vestfirði
HIN miklu hafísþök, sem und-
anfama mánuði hafa ógnað
Norðurlandi og Vestfjörðum, og
til sín sagði með eftirminnileg-
um hætti í byrjun þessa árs, eru
komin að landi og hafa lok-
að siglingum til Norðurlands að
heita má, milli Homs og Langa
ness. f undangenginni norðan-
átt hefur ísinn færzt nær landi
frá degi til dags og er nú á
nokkrum stöðum alveg land-
fastur. Vörum, sem fara áttu til
Akureyrar og fleiri norðlenzkra
hafna, var fyrir fáum dögum
skipað í land á Seyðisfirði. Fiski
skip eru víða innilokuð í norð-
lenzkum höfnum, flóabáturinn
Landbúnaðarsýningin í Laugardal 1968
f FRÉTTATILKYNNINGU til
blaðsins segir frá því, að land-
búnaðarsýning verði haldin á
íþróttasvæðinu í Lar.gardal í
Reykjavík næsta sumar. Verð-
ur það mikil sýning, sem 14 sér
nefndir undirbúa, undir yfir-
stjórn sérstakrar framkvæmda-
nefndar.
En það var Búnaðarfélag ís-
lands og Framleiðsluráð land-
búnaðarins, sem áttu frum-
kvæði að ákvörðun þessari. For
maður sýningarráðs er Þor-
steinn Sigurðsson bóndi á Vatns
leysu, formaður Búnaðarfélags-
ins, en Sveinn Tryggvason er
formaður framkvæmdanefndar
og Agnar Guðnason er fram-
kvænidastjóri sýningarinnar.
Mikil áherzla verður að sjálf-
sögðu lögð á að kynna landbún
aðinn og framleiðsluvörur hans.
Má þar nefna mjólkurvörur og
kjötvörur, ennfremur ull- og
skinnavörur. Sýnd verður nú-
tímatækni við fiskeldi og fiski-
rækt. Skógrækt ríkisins og
Landgræðslan hafa sínar sér-
stöku sýningadeildir, ennfrem-
ur Garðyrkjufélag íslands. En
alls verða sýningadeildir 15—20
talsins, sumar sögulegar.
Síðasta landbúnaðarsýning
var haldin í Reykjavík 1947 og
þótti hún takast vel og var mjög
mikið sótt. Henni var skipt í 15
deildir og að auki var alveg sér
stæð SÍS-deild. í fyrra 'hafði
Búnaðarsamband Suðurlands
landbúnaðarsýningu í sínum
landshluta og vakti hún athygli
manna um land allt.
Vel fer á því að landbúnaður-
inn haldi mikla kynningarsýn-
ingu á erfiðum tímum. Þessi
elzti og virðulegasti atvinnuveg
ur þjóðarinnar, hefur ekki á síð
ustu árum notið þeirrar virð-
ingar og fyrirgreiðslu, sem hon-
um ber. En bændastéttin hlýt-
ur, stöðu sinnar vegna og sæmd
ar, að mæta þeim erfiðleikum,
sem öðrum, með nauðsynlegri
reisn. □
Drangur sat fastur í ís í gær á
innanverðum Eyjafirði. Sjó-
menn voru í gær, bæði á Húsa-
vík, Dalvík og eflaust víðar, að
reyna að bjarga netum úr sjó,
þar sem ísinn herjar, og eflaust
fara mikil verðmæti forgörðum
í dýrmætum veiðarfærum.
Blaðið hafði í gær samband
við nokkra fréttaritara sína og
höfðu þeir þetta að segja um
ísinn:
Hrísey 2. apríl. Héðan sést ekk-
ert nema hafís, allt til vestur-
landsins og upp undir Dalvik.
Auð renna er við eyna að aust-
an, en mikinn hafís að sjá inn
Eyjafjörð. S. F.
Dalvík 2. apríl. Héðan að sjá má
heita lokað af ísbreiðu og alla
leið til Hríseyjar, nema nokkurt
autt svæði er hér framan við
höfnina. Aðalísinn liggur frá
Sauðanesi og austur að Hrísey.
Við sjáum hafísbreiðu inn með
allri eynni og þvert yfir fjörð-
inn. Dreifðir jakar eru á fjör-
um. Snæfell, Björgvin og Björg
úlfur liggja hér og geta ekkert
aðhafst. Tveir síðarnefndu bát-
arnir lönduðu í gær og. dag um
100 tonnum fiskjar. Afli er
Greiðsluhalli á fjárlögum
Byggingar á Akureyri árið 1967
LAUSLEGT yfirlit yfir bygg-
ingaframkvæmdir á Akureyri
árið 1967.
Tölur í sviga eru sambærileg
ar tölum frá árinu 1968.
íbúðarhús:
Hafin var bygging 14 (52)
fbúðarhúsa með 79 (96) íbúð-
um á sl. ári.
Skráð voru fullgerð 42 (67)
hús með 1106 ■ (110) Ibúðum.
Fokheld voru 44 (57) hús
með 62 (96) íbúðum og 19 (36)
hús með 76 (65) íbúðum voru
skemmra á veg komin.
Á sL ári voru samtals 105
(160) íbúðarhús með 244 (271)
íbúðum í byggingu.
Ýmsar byggingar:
Af ýmsum húsum, sem skráð
(Framhttld á blaðsíðu 2).
FJÁRLÖG ársins 1968 voru
afgreidd fyrir jól í vetur. Lét
stjórnin þá sem hún vissi
ekki, að sjávarútvegurinn
myndi þurfa aðstoð eftir ára-
mót. Nú segir Magnús fjár-
málaráðherra, að ríkissjóð
vanti 200 milljónir króna til
að koma í veg fyrir greiðslu-
halla á árinu. Hann vill nú fá
að taka 63 millj. kr. lán, m. a.
til að standa straum af kostn-
aði við hægri umferðina. En
138 milljónir á að spara með
því að lækka ýmsa gjaldaliði.
T. d. á að taka 30 millj. af
Fiskveiðisjóði, 7,5 millj. af
Landnáminu, 11 millj. af Afla-
tryggingarsjóði, 5 millj. af
fjárveitingum til skólahúsa og
4,5 millj. frá raforku- og jarð-
hitaframkvæmdum. Áætlaðar
eru ýmsar aðrar talnabreyt-
ingar í útgjaldadálki, hversu
sem þær reynast í fram-
kvæmd. — Sumt af þessu er
eðlilegt eins og á stendur og
jafnvel æskilegt. Hitt er óvið-
unandi, að kasta svo höndum
til fjárlaganna, að ákvörðun-
um þeirra þurfi að breyta til
muna eftir 2—3- mánuðí 1—
yfirvofandi greiðslu-
vegnfl
þrots.
□
ágætur ef til næst.
Fjalla-Eyvindur var frum-
sýndur á laugardaginn og þótti
takast með ágætum. Leikstjóri
er Steingrímur Þirsteinsson og
er þetta 31. leikrit, sem hann
sviðsetur. Múlavegur verður nú
opnaður. J. H.
Ólafsfirði 2. apríl. Anna ætlaði
í morgun að fara hér út til að
athuga um net sín en komst
ekki vegna íss. Netabátarnir
fóru allir út í gær en tveir
þeirra náðu engu af trossunum
því að ísinn var kominn yfir þær
og aðrir bátar náðu nokkru en
mismunandi. ísinn lokar firðin-
um öðru hverju, en hreyfing er
á honum. ísbreiðan útifyrir nálg
ast alltaf og er þá hætt við að
fjörðurinn fyllist alveg. Lagís
er á innri firðinum, hér skammt
út fyrir höfnina og veldur hann
okkur ekki vandræðum. Vegna
yfirvofandi innilokunar verður
Múlavegur opnaður. Súlan og
Hannes Hafstein komu hér með
mikinn afla, sem verið er að
landa. B. S.
Siglufirði 2. apríl. ísinn er sízt
meiri í dag en í gær. Tvær mikl
ar ísspangir eru á firðinum. Lag
ís er þar á milli. Skipum mun
fært eins og er. ísinn útifyrir
(Framhald á blaðsíðu 5).
Benzín hækkar, þunga-
skattur og gúmmígjald
RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt
fram frumvarp á Alþingi um
hækkun á benzínskatti, sem
valda mun kr. 113 aura hækk-
un á lítra. Þá er í frumvarpinu
gert ráð fyrir mjö'g hækkuðu
gúmmígjaldi og hækkun þunga
skatts af vörubifreiðum og áætl
að, að þessir skattar nemi á
þessu ári 109 milljónum króna
en 157 milljónir á árinu 1969.
í greinargerð segir, að með
þessum sköttum eigi að greiða
kostnað við undirbúning hrað-
brautaframkvæmda, umfram-
kostnað á vegagerð og viðhaldi
vega frá 1967 og tilteknar fram-
kvaemdir aðrar á árinu 1968. □