Dagur - 03.04.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 03.04.1968, Blaðsíða 8
8 Gamla Amtsmannshúsið — nú skátaheimilið Hvammur. (Ljósm.: E. D.) Gamla Amfmannshúsið heifir Hvammur og verður miðstöð skátastarfs á Akureyri SMÁTT OG STÓRT SKÁTAR eru fjölmennir á Ak- ureyri og njóta virðingar. Á laugardaginn buðu þeir fréttamönnum til fundar í gamla Amtsmannshúsinu við Hafnarstræti á Akureyri. Þetta fornfræga hús fengu skátar að gjöf frá bænum og þar verður nú miðstöð skátastarfs í höfuð- stað Norðurlands, með tvær hæðir hússins eftir gagngerðar endurbætur nú þegar fullbúnar til notkunar. Ingólfur Ármannsson bauð gesti velkomna og stjómaði sam kvæminu. Jóhann Ragúels, for- maður húsnefndar, rakti sögu hússins. Hér er um að ræða hús Páls Bríems amtsmanns er 'hann lét byggja 1896 og átti til 1906, eftir það Guðlaugur sýslumaður til 1915, þá Sigurður Hvanndal til ársins 1921 en síðan Stein- grímur Jónsson sýslumaður til 1956. Var þar bæði íbúð sýslu- (manns og sýsluskrifstofur. Árið 1957 varð Akureyrarbær eig- andi hússins en gaf það skátum Er það losnaði úr leigu sl. vetur tóku skátamir til óspiltra mála um endurbætur, sem hófust 6. apríl. Aðalgeir Pálsson fram- kvæmdastjóri við breytingar hússins lýsti breytingum þeim, sem gerðar hafa verið. Hann Cellotónleikar Hafliða Hallgrímssonar FIMMTU tónleikar Tónlistarfé- lags Akureyrar á starfsárinu verða haldnir þriðjudaginn 9. apríl 1968, kl. 8.30 e. h. Hafliði Hallgrímsson leikur á celló en undirleik annast Philip Jenkins. Hafliði Hallgrímsson er fædd ur hér í bæ árið 1941. Fyrstu tilsögn í cellóleik fékk hann hjá norskum fiðlukennara sem hér starfaði, Ivan Knudsen. Því næst innritaðist hann í Tón- listarskólann í Reykjavík árið 1958 og naut þar kennslu Ein- ars Vigfússonar þar til hann út skrifaðist þaðan 1962. Sama ár fór hann til ítalíu og nam þar hjá Enico Mainardi, sem mun vera frægasti cellóleikari og kennari á ítalíu. Árið 1964 lagði hann síðan leið sína til London og settist í Royal Academy of Music og lauk þaðan prófi tveimur árum síðar, með svo góðum árangri að hann hlaut að launum verð- (Framhald á blaðsíðu 5). sagði, að félag eldri skáta, St. Georgsgildi, hefði í fyrravetur samþykkt að gera tilraun til að hrinda húsmálinu fram. Komst þá skriður á undiibúninginn, nefndir voru kosnar, er komu fyrst saman til skrafs og ráða- gerða 21. jan. árið 1967. Kosn- aðaráætlun var 1—1.5 millj. kr. auk húsgagna. Félagsheimila- sjóður hefur samþykkt að húsið fullnægði kröfum um styrk. Þetta garnla hús er vandað og traust að viðum, 1000 rúmmetr- ar að stærð, tvær hæðir auk kjallara. Á efstu hæð eru funda herbergi, íbúð húsvarðar, setu- stofa o. fl. Á miðhæð er salur, sem rúmar 80 manns, ennfrem- ur tvö fundaherbergi, annað fyr ir skátastúlkur, og eldhús, en í kjallara verða föndurstofur, geymslur o. fl., enn óinnréttað. Tvær efri hæðirnar eru tilbún- ar til notkunar og hinar glæsi- ÁTJÁN þingmenn á Norður- landi, Aústfjörðum og Vest- fjörðum flytja á Alþingi tillögu til þingsályktunar um ráðstaf- anir vegna hafíshættu. Tillagan er þess efnis, að Alþingi kjósi fimm manna nefnd til að athuga hvaða ráðstafanir séu nauðsyn- legar til að koma x veg fyrir, að skortur verði é olíu, kjamfóðri og öðrum meiriháttar vörum ef legustu, klæddar harðviði. Hús- ið er hitað með rafmagni. Dúa Björnssonar var sérstaklega get ið fyrir framúrskarandi störf (Fi-amhald á blaðsíðu 4). Tryggvi Þorsteinsson skátafor- ingi flutti ávarp. (Ljósm.: E. D.) ísinn leggst að landi og sigling- ar teppast af hans völdum. I greinargerð tillögunnar seg- ir, að flutningsmenn telji, að óhjákvæmilegt sé að athuga, hvaða ráðstafanir verði að gera til að koma í veg fyrir vöru- skort á verzlunarstöðum þar sem hafíshætta er mest. Flutn- ingsmenn benda m. a. ó, í þessu sambandi, að á sumum stöðum ÍSLAND f HNOTSKURN Svo heitir landkynningarrit um fsland, seni Ferðahandbækur h.f. gefa út á ensku. Er þetta handliægt' uppsláttarrit með 30 litmyndum og margskonar fróð leik, gefið út í 25 þús. eintökum. Höfundur er Peter Kidson (Pét ur Karlsson) fyrrum sendiráðs- ritari. Rit þetta er mjög hand- hægt til uppsláttar fyrir erlenda ferðamenn, til að fá nokkra \ vitneskju um land og þjóð. HAFSBOTNINN Fimm sjöundu hlutar jarðar eru undir sjó. Tæknin hefur gefið mönnum fyrirheit urn, að auð- lindir á þessum miklu svæðum, verði senn nýttar. En sjávar- boíninn og lífið í sjónum, hefur að mestu verið einskismanns- land eða almenningur. Samein- uðu þjóðirnar hafa þetta mál nú til meðferðar. UMRÁÐARÉTTURINN Það er ekkert smáræði, sem um er fjallað, þar sem er sjálfur hafsbotninn og auðlegð hafsins sjálfs. Tími þykir til þess kom- inn, að deila þjóðum heims sín- um liluta hvorri til umráða. Margt kemur til greina við slík skipti. Lagalegur réttur, hem- aðarþýðing, fjárhagsleg geta til að nýta auðlindir og tæknilegar hliðar málsins. fslendingar era meðal þeirra þjóða, sem sæti eiga í nefndum þeim, sem undir búa hina miklu skiptingu, og þykir það mikilsvert. ÓEIRÐIR f SUMAR? Af ýmsum fregnum er ljóst, að menn óttast mjög kynþátta- Egilsstöðum 2. april. Á há-Odds skarði er lítill viðgerðarskúr, sem _Ríkisrafveitumar eiga. Hann er oþinn á vetrum og er þar sími. Um daginn fóru tveir menn gangandi frá Neskaup- stað, áleiðis til Eskifjarðar. Færi var mjög þungt óg uppgafst annar þegar komið var upp á Oddsskarð. Náðu þeir fyrmefnd um skúr og varð það honum til bjargar því símasamband náðist við Eskifjörð og menn frá Slysavarnadeildinni komu til hjálpar. Hefði þarna sennilega orðið hörmulegur atburður, ef hinnar litlu byggingar hefði ekki notið við. Snjór er töluverður um allt Hérað og ekki aðeins lokaðir fjallvegir, heldur einnig leiðir innan Héraðsins, því sjórinn er alltaf á ferðinni í undangengn- um garra. þyrftu olíugeymar að vera stærri en þeir nú eru til að unnt sé að safna nauðsynlegum olíu- birðum. Þeir segja, að nefndar- skipun sú, sem þingsályktunar- tillagan gerir ráð fyrir, sé til þess ætluð að undirbúa þær ráð stafanir til öryggis, sem nauð- synlegar eru. □ Framsögn í málinu hafði Stefán Valgeirsson. . ■ □ óeirðir í Bandaríkjunum í sum- ar, jafnvel að þær verði miklu yfirgripsmeiri og örlagaríkari en þær voru í fyrra. Forseti Bandaríkjanna sagði nýlega í ávarpi til blökkumanna: Ég held því miður, að ekki verði hægt að girða fyrir að hættu- legir atburðir gerist í sumar. Varaforsetinn sagði: Uppþotin á götum borga okkar verður aðal vandamálið í sumar. Þau munu gnæfa yfir Vietnam, verðbóígu og skattahækkanir. KONUR ÆFA SKOTFIMI f framhaldi af þessu berast frétt ir af því, að á sumum stöðum vestra hafi konur mikinn áhuga á að g'eta varið hendur sínar og hcimili ef til óeirða kemur. Þær sækja kvöldnámskeið í meðferð skotvopna, liundruðum saman, undir leiðsögn viðkomandi lög- regluyfirvalda. Með byssu í hönd ætla þær að mæta hinum svörtu, ef þær spár reynast rétt ar, að til kynþáttaóeirða komi í sumar. MIKIÐ YFIRKLÓR Merkilegt er það plagg, sem ríkisstjórnin gaf út við Iausn verkfallsins. Furðaði marga, sem von var, j að ríkisstjórnin skyldi þurfa að láta verkalýðs- félögin neyða sig að gefa út yfir lýsingu um það, sem hver sæmi leg ríkisstjórn telur skyldu sína að gera. Yfirlýsingin var loforð um að hraðáð verði nýsmíði fiskibáta til þorskveiða og að athuga að hráða smíði nýrra togara. Ennfremur, að skipu- leggja síldveiðar á fjarlægum ingarsamtök Héraðsbúa fyrir unglingasamkomu í Valaskjálf. Um öll skemmtiatriði sáu nem- endur skólanna hér í nágrenn- inu og tókst það mjög myndar- lega. Á sjöunda hundrað manns sóttu samkomuna og var hið rúmgóða félagsheimili okkar (Framhald á blaðsíðu 5) Unglirígameistaramótið Á _ UNGLINGAMEISTARA - MÓTI ÍSLANDS, sem haldið var í Ólafsfirði um helgina, komu fram rnargir góðir skíða- menn m. a. frá Akureyri. Blað- inu höfðu ekki borizt úrslitin, en þau verða birt svo fljótt sem rúm leyfir. □ DORGA OG DORGA DAGLEGA má sjá marga fiski- menn á ísnum á Akureyrarpolli við dorg. Loðna er gengin og er hún í torfum undir ísnum og er stundum á hverjum öngli veiði- martna, og þorskurinn gefur sig að öðru hverju. Fyrir kemur, að maðurinn dragi 50—100 fiska á dag. Helzt er veiði von kvölds og morgna. □ DAGUR kemur nœst út á laugardaginn. Þeir Jóhann Ragúels, Aðalgeir Pálsson og Dúi Björnsson voru ráð- snjallir og duglegir við endurbyggingu skátalieimilisins. Á laugardaginn gengust Menn Ráðstafanir vegna hafísliættu (Framhald á blaðsíðu 5). Menn hætt komnir á Oddsskarði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.