Dagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1968næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Dagur - 03.04.1968, Blaðsíða 4

Dagur - 03.04.1968, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsmgar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Nýir togarar FYRRI HLUTA árs 1957 skipaði sjávarútvegsmálaráðherra „skuttog- aranefnd“ til að undirbúa smíði fjög urra skuttogara og láta smíða þá, eða eins og einn nefndarmanna hef- ur komizt að orði: Nefndin skyldi „vinna að byggingu 4ra skuttogara“. Togaranefndin hefur farið utan til að kynna sér allar fáanlegar upp- lýsingar um smíði hinna nýju tog- ara og hvemig með er unnið að veið um og aflinn nýttur. Loftur Júlíusson segir frá því í síðasta hefti Sjómannablaðsins Vík- ings, að nefndin hafi nú tekið sínar ákvarðanir, varðandi þetta verkefni, hvað gerð slíkra togara snertir og innan langs tíma muni liggja fyrir frumteikning að fyrsta skuttogaran- um. Nýtízkulegir togarar annarra þjóða eru með hverju árinu algengari á fiskimiðunum umhverfis Island. A sama tima fækkar íslenzkum togur- um stöðugt á sömu miðum. Togara- flotinn, sem taldi um hálft hundrað þegar hann var stærstur, hefur minnkað um meira en helming. Aðrar þjóðir hafa einkum nýtt þau fiskimið, sem hægast er að sækja frá Islandi. Rekstur innlendu togaranna hef- ur verið mjög erfiður mörg undan- farin ár og endurnýjun engin. Marg ir þeir togara, sem enn eru gerðir út, eru gömul skip, sem senn syngja sitt síðasta vers. Svo er ástatt um Ak- ureyrartogarana, svo dæmi sé nefnt. Endumýjunarþörf þessara togara er orðin svo brýn, að annað tveggja verður að gera: Miða að því að hætta togaraútgerðinni smám sam- an, eftir því sem skipin „falla úr fat- inu“ og reyna, á sem hagkvæmastan hátt, að nýta fasteignir ÚA við önn- ur verkefni, eða hefjast handa um undirbúning endurnýjunar. En endumýjun verður naumast framkvæmanleg nema í áföngum. Akureyringar hafa hlotið dýr- mæta reynslu í togaraútgerð, dýr- keypta, segja eflaust margir. En þeg- ar um það er að ræða að efla atvinnu lífið með framleiðslu góðra útflutn- ingsvara, mælir flest með því að gjör nýta þá aðstöðu og þekkingu, sem fengin er, og sækja fram á sviði tog- araútgerðarinnar. Um kal og vandamál ræktunar f jallaði framsögucrindi JÓNASAR JÓNSSONAR á síðasta bændaklúbbsfundi NÝ TÆKI TIL SÖNGKENNSLU í SKÓLUM Um kal og vandamál ræktunar.H NÝLEGA hélt eyfirzki bænda- klúbburinn fund á Hótel KEA. Framsögumaður var Jónas Jóns- son ráðunautur BÍ og fjallaði ræðuefni hans um kal og vanda- mál ræktunar. Fundarstjóri var Ármann Dalmannsson. Um 60 bændur og bændasynir sóttu fundinn. í upphafi ræðu sinnar gat Jónas þess hve miklum áföllum ræktunin hefði orðið fyrir að undanförnu, og að augljóst væri, að þessi áföll væru þeim mun til- finnanlegri, sem meira er á rækt- unina treyst í búskapnum en áð- ur hefði verið. Þá greindi hann frá því, hverj- ar væru taldar orsakir kalsins, en þær væru raunar ekki nógu vel þekktar og vantaði mjög tilfinn- anlega meiri kalrannsóknir. Jón- as gaf yfirlit yfir þær rannsókn- ir, sem gerðar hafa verið á kali hér á landi. En það eru einkum að ekki þyrfti um að ræða. Eins og nú standa sakir, sagði ráðunauturinn, er vandamálið með framræktun fræs af íslenzk- um stofnum, sem til eru, það sem brýnast er að leysa. Hér verður grasfrærækt ekki árviss og því Jónas Jónsson, ráðunautur. hann á, hve þeir bændur stæðu betur að vígi, ef grípa þyrfti til stórfelldrar grænfóðurræktunar, sem hefðu stundað hana áður, þótt i litlum stíl væri. En þegar kal yrði mjög verulegt, væri græníóðurræktin skjótasta úr- bótin Að lokum dró Jónas Jónsson svo saman eftirfarandi höfuðat- riði: 1. Fara þarf nú þegar myndar- lega af stað með kalrannsóknir og búa þeim góða aðstöðu við til- raunastöðina á Akureyri. 2. Efla þarf stórlega jurtakyn- bótastarfsemina, svo að sem fyrst fáist grasfræ af inlendum upp- runa til útsæðis hér. 3. Bændur á kalsvæðunum ættu að vara vægilega með tún sín, fara ekki hærra með köfn- unarefnisáburð en ca. 120 kg N ha. Beita þau ekki hart snemma á vorin og nýræktarnar ekki seint á haustin. 4. Rramræslu landsins þarf að vanda, sömuleiðis jöfnun á land- inu og kýfa flatt Iand. SNEMMA á þessu ári voru fyrstu „söngtöflurnar“ fluttar hingað til lands, fjórar að tölu og keypti Oddeyrarskóli á Ak- ureyri eina þeirra. Þetta tæki er framleitt í Japon, hefur vak- ið mikla athygli en er alger nýj ung á Norðurlöndum. Söngtaflan er einskonar kennslutafla, hengd á vegg. Á henni er nótnaborð og út frá því . stiengir, sem hver hefur sinn rétta tón. Gefur það auga leið hve miklu auðveldara er að leið beina nemendum fyrstu sporin með slíkt tæki í kennslustof- unni, þar sem kennslutaflan er um leið nótnahorð og hljóðfæri. Jóhann Daníelsson var að kenna er fréttamaður fékk að líta sem snöggvast þar inn. Hann sagði, að hið nýja tæki væri undra gott og gæti valdið þáttaskilum í kennslunni í sinni grein. □ rannsóknir dr. Sturlu Friðriks- sonar á árunum 1951 oy 1952, sem gáfu m. a. til kynna, að mik- ið af því erlenda grasfræi, sem þá hafði áður verið notað, þyldi kalið mjög illa, en innlendu grös- in væru yfirleitt harðgerðari og þolnari, og af þeim snarrótar- punktur harðgerðastur. Nú á síðustu árum hefur þó nokkuð verið lagt út af tilraun- úm, í því augnamiði að kanna áhrif einstakra þátta í jarðrækt- inni á kalsvæðunum, sagði ræðu- maður. Þannig voru gerðar til- raunir með endurræktun kal- túna á Fljótsdalshéraði 1965. Þar hefur kölkun jarðvegsins reynzt til bóta. Á tilraunastöð- inni á Akureyri voru gerðar til- raunir á síðasta sumri með end- urvinnslu á kaltúnum. Lagði ræðumaður á það áherzlu, að mikið meiri rannsókna væri þörf, og það væri lágmarkskrafa að einum vísindamanni, vel mennt- uðum á þessu sviði, yrði falið þetta rannsóknarstarf, sem aðal- rannsóknar-verkefni og honum búin góð aðstaða til rannsókn- anna. Helzt sem næst kalsvæð- unum. Lægi þá beint við, að unnið yrði að þessu við tilrauna- stöðina á Akureyri. Kalrannsókn- ir verða samkvæmt eðli málsins margbrotnar því að sækja verður að vandamálinu frá mörgum hlið- um. Framsögumaður sagði, að e. t. v. yrðu það jarðræktartilraunir á sjálfum kalsvæðunum, sem líklegastar væru til að gefa bændunum svörin. Mætti þar nefna jarðvinnsluna sjálfa og frágang á landinu, áburðartil- raunir, tegundir með mismun- andi tegundir og stofna af tún- jurtum og þol þeirra í hörðu ár- ferði. Ennfremur gæti mismun- andi sláttutími gefið bendingar, beit og önnur meðferð túnanna. Síðast en ekki sízt yrði að leggja áherzlu á íslenzkar jurtakynbæt- ur. Þörfin fyrir grasfræ af inn- lendum uppruna væri svo augljós verðum við að leita til hlýrri landa með fræræktina. Enn sem' komið er, hefur það þó ekki gengið eins vel og vonir stóðu til. Jónas benti síðan á hina kóln- andi veðráttu síðustu ára. Eink- um hafa siðustu sex sumur verið köld, eða einni gráðu kaldari en meðaltalið. Spretta yrði því minni, miðað við sömu áburðar- gjöf og bættist það við áföllin af kalinu. Ekki er ráðlegt að auka áburð- argjöfina, sízt köfnunarefnisáburð inn, eins og þó þyrfti, til að fá sömu uppskeru. Eina svarið er að auka ræktunina og reyna þannig að standast kólnandi ár- ferði. Þá hvatti Jónas til aukinnar grænfóðurræktunar almennt, og myndi sú ræktun styrkja hag bændanna verulega, einkum í þeim héruðum, þar sem árferðið hefur verið verst. Einnig benti 5. Grænfóðurrækt ætti að auka og grípa til hennar í stór- um stíl þegar verst kelur. Hafr- ar eru öruggasta grænfóðrið en fóðurkál og rygresi geta einn- ig allstaðar nág góðri sprettu. 6. Sameiginleg ræktun, sem búnaðarsambönd eða sveitarfélög stæðu að á stórum samfelldum svæðum, þar sem þau eru fyrir hendi. Eðlilegt væri að Landnám ríkisins styddi að slíkri félags- ræktun. Auk þessa sýndi frummælandi skuggamyndir og skýrði í sam- bandi við ræktunarmál. Fjörugar umræður urðu á eft- ir og tóku bessir til máls: Ævar Hjartarson, ráðunautur, Jónas Halldórsson, Rifkelsstöðum, Jón Bjarnason, Garðsvík, Lárus'Ing- ólfsson, Gröf, Gísli Guðmann, Skarði, Jóhannes Sigvaldason, Ármann Dalmannsson og Páll Gunlaugsson, Veisuseíi. LITIL LEIÐRETTING Voftar Jehóva fá góða heimsókn UM helgina 6. til 7. apríl munu vottar Jehóva hér í bæ fá heimsókn af forstöðumanni votta Jdhóva hér á landi, hr. Lauritz Rendboe. Hr. Rendboe er af dönsku bergi brotinn, hef- ur átt heima hér á landi undan- farin 11 ár. Frá árinu 1960 hef- ur hann séð um og verið ábyrgðarmaður íslenzku útgáf- unnar af blaðinu „Varðtuminn" en það ár byrjaði það blað að koma út á íslenzku. Alls kem- ur iblaðið út á 74 tungumálum og er efnið í öllum útgáfunúm frá ensku frumútgáfunni „The Watchtower". í sambandi við að hr. Rend- boe heimsækir söfnuð votta Jehóva hér á Akureyri mun hann tala til safnaðarins á laug- ardaginn 6. apríl og á sunnu- daginn 7. apríl mun hann flytja opinberan fyrirlestur sem er nefndur „Er Biblían í raun og veru mótsagnarkennd?" Fyrir- lesturinn verður fluttur að Kaupvangsstræti 4, annari hæð, kl. 16.00 og er allt áhugasamt fólk velkomið. □ . í LEIKSKRÁ Leikfélags Akur- eyrar með sýningu þess á leik- ritinu „Gísl,“ er þess getið að . Amar Jónsson sé fyrsti Akur- áyringurínn, sem gerir leiklist ■ sór að atvinnu. Þessi ummæli eru svo tekin upp í ýmsum þeim blöðum, sem um sýningu þessa hafa skrifað. Virðast þau viðhöfð til að vekja atbygli á . .þessurn unga og efnilegá Jéikara og væri ekkert um það að segja ef sönn væru. En það eru þau bara ekki. Ungfrú Ragnhildur ■ Steingrímsdóttir var þar a..m. k einum og hálfum áratug á und- an. í leikski-á L. A. með sjm- . ingu þess á „Kjarnorku og kven hylli“ leikárið 1956—7 II, segir svo um ungfrú Ragnhildi: - m - • • • Árin 1946—48 stundaði hún leiklistamám hjá Lárusi Pálssyni og lék þá nokkur smá- hlutverk hjá Leikfélagi Reykja víkur .... Það mun hafa verið að áeggjan Lárusar að Ragn- hildur réðst til náms við Leik- skóla Konunglega liekhússins í Kaupmannahöfn, en þar var hún við nám á árunum 1948— 50, og hlaut mjög lofsamleg um mæli kennara sinna. Eftir heim komuna frá námi í Kaupmanna höfn dvaldi hún um skeið í Reykjavík og lék þá í nokkrum leikritum hjá Þjóðleikhúsinu: „Snædrottningunni," „Þess- vegna skiljum við“ og „Leður- blökunni.“ Leikárið 1951—52 stjórnaði hún sýningum á „Grænu lyftunni“ hjá Leikfé- lagi Akureyrar og lék jafnframt eitt aðalhlutverkið. Eftir það starfaði hún um skeið með Leik félagi Reykjavíkur en 1953 legg ur hún leið sina enn út fyrir landsteinana til þess að afla sér frekari menntunar í leiklistinni. Að þessu sinni liggur léiðin til Svíþjóðar á einka-leikskóla frú Bankow í Stockholm. Frú Ban- kow er rússnesk að ætt og er ein af nemendum hins fræga leikara og leikstjóra Konstan- tins Sergevitsj Stanislavski. Hjá frú Bankow var Ragnhildur í rúmt ár og telur sig hafa haft mjög gott af veru sinni þar, enda er frúin þekktur og eftir- sóknarverður kennari. Síðan ■Ragnhildur kom heim til ís- lands aftur, hefir hún starfað á vegum Bandalags ísl. leikfélaga og ferðast víðsvegar um landið sem leikstjóri og þegar hún lýk ur störfum hér að þeasu sinni, bíður hennar nýtt starf á öðrum stað . . . . “ Síðan þetta er ritað hefir ung frú Ragnhildur ekki látið þráð- inn falla, heldur hefir hún alger lega helgað sig leiklistinni og þá fyrst og fremst leikstjórn og hef ir held ég ekki hug á að skipta um starfsvettvang. Mér kemur Arnar Jónsson þannig fyrir sjónir, að ekki sé þörf á að vekja á honum athygli með röngum forsendum. Páll Helgason. - Gamla Amtmannshúsið heitir nú Hvammur Forstöðiunaður votía Jehóva á Islandi, Lauritz Rendboe. (Framhald af blaðsíðu 8). hans og eldri skáta. En margir skátar hafa unnið þarna sjálfboðavinnu. Æskulýðsráð mun fá veruleg afnot af húsinu, og kemur það þannig fjölda manns að gagni, utan skáta- hreyfingarinnar. Bjarni Einarsson bæjarstjóri ávarpaði skáta, einnig séra Birg ir Snæbjörnsson form. Æsku- lýðsráðs. Frú Hulda Þórarins- dóttir flutti ávarp og Dúi Björnsson kvaddi sér einnig hljóðs, afhenti málverk, gjöf frá Bandalagi íslenzkra skáta og minntist þess, að hugmyndina að því, að skátar fengju þetta hús, hefði átt Kristján heitinn Hallgrímsson ljósmyndari. — Skátastúlkur skemmtu undir stjóm Kristínar Aðalsteinsdótt- ur og ágætar veitingar voru fram bomar. Tryggvi Þodsteins son skátaforingi mælti að síð- ustu hvatningarorð til skát- anna. Margar gjafir höfðu borizt, m. a. frá Valbjörk, Stáliðn, Árna Árnasyni, Stefáni Reykjalín, Menningarsjóði KEA og Akur- eyrardeild KEA auk styrks bæjarfélagsins. Þá var þess get- ið hve Slippstöðin hefði reynzt skátum vel við endurbygging- Blaðið óskar skátum til ham- ingju með gamla Amtsmanns- húsið, sem nú heitir Hvammur. Ríkisstjórnin neitar aistoi vii bændur AUKAFUNDUR Stéttarsam- bands bænda 7. og 8. febrúar sl. samþykkti eftirfarandi og kynntu ályktanimar bæði for- sætisráðhrera og landbúnaðar- ráðherra í-viðræðum: Vegna þess ástands í land- búnaðinum, sem skapazt hefur vegna nýafstaðinnar dómsniður stöðu yfirnefndar í verðlagsmál um og aukinnar dýrtíðar af völdum gengisfellinga, ákveður aukafundur Stéttarsambands bænda í febrúar að kjósa 5 menn til þess, ásamt stjórn Stéttarsambandsins, að ganga á fund ríkisstjórnar íslands og bera fram m. a. eftirfarandi: 1. Að bændum verði tryggt grundvallarverð á framleiðslu yfirstandandi verðlagsárs og á þær birgðir framleiðsluvara, sem til voru við upphaf þess. 2. Að rekstrarlán til landbún aðarins verði stóraukin. 3. Að lausaskuldum bænda verði breytt í föst lán með hóf- legum vöxtum. 4. Að gefin verði frestur á af- borgun Stofnlána í Búnaðar- banka íslands. .5. Að tilbúinn áburður verði greiddur niður á komandi vori, svo hann hækki ekki í verði frá því sem var á fyrra ári. 6. Að felld verði brott gengis- trygging á stofnlánum vinnslu- stöðva og ræktunarsambanda. 7. Að tollur af landbúnaðar- vélum og varahlutum til þeirra verði lækkaðir eða felldir niður með öllu. 8. Að ríkisstjómin verðbæti ull og gærur af framleiðslu verð lagsársins 1966—1967. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). miðum, kanna hvað gera þarf til að togarar landi afla sínum innanlands og að efla íslenzkan iðnað og lánsmöguleika iðnaðar ins til vélakaupa o. s. frv. Allt er þetta mikið yfirklór en þó loforð um bót og betrun. NEFNDARSKIPUN Þá lofaði ríkisstjórnin því, að skipuð yrði opinber atvinnu- málanefnd til að fylgjast með þróun atvinnumála og gera til- lögur til úrbóta þegar þess er þörf. Margir líta svo á, að yfir- lýsing af þessu tagi sé mjög niðurlægjandi fyrir ríkisstjórn- ina, því að í henni felist viður- kenning á því, að ekki hafi sem skildi verið staðið á verðinum af hálfu stjórnarvalda. Munu og flestir vera sammála um það. STÓRIR í SNIÐUM fslendingar eru alltaf að verða stærri og stærri í sniðum, á hin um síðustu og verstu tímum. Að vísu skal það viðurkennt með gleði, að samúð og hvers- konar hjálpsemi hefur farið vaxandi hin síðari árin, en einn ig margskonar misferli og Ijótir verknaðir af mörgu tagi. Af hinu góða fara sjaldnast miklar sögur, en af hinu miklar þegar upp kemst. Fyrir skömmu var maður einn syðra dæmdur í 14.7 milljón kr. sektir og bætur vegna skattsvika. Hafði sá sæl- gætisgerð og sekur fundinn imi vantalda framleiðslu, sem nam rúmlega 7 millj. kr. Menn eru alltaf að stækka í sniðum. 9. Að sett verði nú þegar reglugerð samkvæmt ákvæðum 45. gr. framleiðsluráðslaganna, sem kveði nánar á um fram- kvæmd II. kafla laganna. Svar frá landbúnaðarráðherra barst loks 23. marz og segir þar: „Um þau atriði er greinir í 1., 5. og 8. tölulið í tillögum aukafundar Stéttarsambands- ins, skal tekið fram að ríkis- sjóður hefur ekki fé aflögu til þess að verða við þessum ósk- um Stéttarsambandsins. Af því er varðar tillöguna í 2. tölulið er þess að geta, að sam- kvæmt útreikningum Hagstof- unnar er mjög óhagstætt fyrir rikissjóð að greiða niður áburð arverð. Hins vegar er í athugun hvort unnt sé að auka rekstrar- lán til bænda til að auðvelda þeim kaup á áburði á næsta vori. Ingólfur Jónsson.“ (Framhald af blaðsíðu 1). fjár til malbikunar, kom til álita að malbika minni og fleiri íbúðagötur eða taka eina stærri og var Þórunnarstræti valið, sem er um eins km. löng og 14 metra breið gata, og kosnaður áætlaður 3.2 milljónir. Ætla má, að á næsta ári verði unnt að veita meira fé til að malbika fbúðagötur. Verður það og mun fljótlegra, þar sem götu breiddin er þar mjög mikið minni og víða búið að undir- byggja götui-nar til malbikunar. Til holræsagerðar á að verja nær 3.4 millj. kr. og fer sú upp- hæð til stóra holræsisins, sem á að ná alla leið suður til hinna nýju byggingasvæða ofanvert við bæinn. Upplýst var, að lánamögu- leikar væru litlir til hinna svo- kölluðu „óarðbæru“ fram- kvæmda, þótt þeirra sé mikil þörf og myndu tekin ef fáanleg væru. Skortur á lánsfé ógnar nú eðlilegum framkvæmdum á flestum sviðum. Má þar nefna, að óvíst er um framhald gagn- fræðaskólabyggingarinnar vegna lánsfjárkreppunnar, enn- fremur um dráttarbrautina nýju. Bæjarstjórn samþykkti álykt - Cellotónleikar (Framhald af blaðsíðu 8). laun þau, sem veitt eru afburða nemendum til framhaldsnáms erlendis. En þar sem hann var útlendingur þar í landi kaus hann heldur að njóta áfram kennslu sama kennara próf. Derek Simpson, sem hlotið hafði sömu verðlaun í fyrsta sinni sem þeim var úthlutað við R. A. M. Hafliði hélt í des. sl. tónleika á vegum sama skóla og hlaut þar frábærar viðtökur og lof- samleg ummæli. Próf. R. Will- mott við Trinity College of Music sagði m. a. „Hann er ung ur maður sem ísland getur með sanni verið stolt af að eiga.“ Hann mun leika einleik með Sinf óníuhl j ómsveit íslands fimmtudaginn 18. þ. m., en hann hefur áður starfað með henni eitt starfsár. Nokkur félagsskírteini, sem ekki voru endurnýjuð af óvið- ráðanlegum orsökum á síðustu tónleikum, óskast sótt fyrir laugardaginn 6. apríl n. k., ella verða þau seld öðrum. Afgreiðsla verður sem fyrr í Bókaverzlun Huld. ( Fr éttatilkynning ) Eins og sjá má af bréfinu er synjað þýðingarmestu atriðun- um s. s. um verðtryggingu fram leiðslunnar og niðurgreiðslu á þeirri hækkun sem verður á ábm-ði í vor. Stjóm . Stéttarsambands bænda hefur á fundi 25. marz rætt um þá niðurstöðu af við- ræðunum við ráðherrana, sem kemur fram í bréfi landbúnað- arráðherra og þykir henni sýnt að framundan eru vaxandi fjár- hagserfiðleikar- fyrir bændur, einkum í sambandi við óhag- stætt verð á útflutningsvörum sem getur leitt til*beinnar verð- skerðingar á uppgjöri afurð- anna á þessu ári og svo 1 öðrju lagi þær miklu hækkanir a rekstrarvörum landbúnaðarins s. s. tilbúnum áburði o- fl. (Ur fréttatilkynningú frá stjórn Stéttarsambands bænda) un um að tilkynna eigendum peningshúsa á Oddeyri og á Gleráreyrum, að þeir verði að fjarlægja skepnuhús sín fyrir 1. júlí í sumar. Þeim er ætlaður annar staður, svo sem áður heÍT ur verið sagt frá, ofanvert við bæinn. Samþykkt var að veita raf- veitu og slökkviliði heimild til kaupa á nýjum krana- eða körfubíl til að vinna við háhýsi. En brunastigar eru ekki nægi- legir til slökkvi- og björgunar- starfs. Sagt er ígafnni, áð nú- verandi brunastigar nái ekki einu sinni upp í.glugga á nýjum bæj arst j ómarsal! Þá var Atvinnumálanefnd fal ið að boða eigendur og stjórn- endur útgerðarfyrirtækja í bæn um á sinn fund og leggja fyrir þá, á hvern hátt verði snúist við tilboði sjávarsýningarinnar í Reykjavík, sem setlaði Norð- lendingum sýningaraðstöðu, sem ekki litur út fyr'ir að verði notuð af þeim. □ Fréttir frá kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar KÓRINN hefur undanfarin ár unnið að söfnun til orgelkaupa með því að efna til kvöldvöku einu sinni til tvisvar á vetri hverjum. Nú hefur verið unnið sérstak lega vel að undirbúningi slíkr- ar kvöldvöku, sem halda á að Bjargi föstudagskvöldið 5. apríl kl. 9 e. h. Dagskrá kvöldvökunnar verð ur sem hér segir: 1. Kirkjukórinn syngur. 2. Ræða: Sverrir Pálsson, skólastjóri. 3. Einsöngur: Jóhann Daníels son. 4. Kvennakór syngur. 5. Einsöngur: Eiríkur Stefáns son. 6. Tvísöngur: Jóhann Daníels son og Eiríkur Stefánsson. 7. Kirkjukórinn syngur, 8. Kvikmynd. Þessar kvöldvökur hafa verið mjög vel sóttar bæði af sóknar- börnum úr Lögmannshlíðar- og Akureyrarsókn, og færir kórinn fólki þessu sínar beztu þakkir fyrir þann stuðning, er það hef- ur sýnt málefni þessu. Aðgangur er ekki seldur að kvöldvökunum, en tekið er á móti frjálsum framlögum, mál- efninu til stuðnings. Fjölmennið að Bjargi næstkomandi föstu- dagskvöld. Stjórniu. - FRÁ BÆJARSTJÓRNINNI ÍSINN Efl (Framhald af blaðsíðu 1). virðist heldur hafa gisnað frá því í gær. Frostið fór í 20 stig í gær, en betra veður er í dag. J. Þ. Grímsey 2. apríl. Um klukkan tvö var allstór ísspöng landföst vestan á eynni, en spangir og auður sjór á milli við eyna og alla leið til lands. Á Grímseyjar sundi allt að helmingur af yfir- borði sjávar þakinn ís, allt flat- ur ís. Tryggvi Helgason flaug allt norður að Kolbeinsey í gær og má heita samfelldur ís þegar komið er 10 mílur út af Gríms- ey. S. S. Húsavík 2. apríl. Skjálfandaflói er fullur af ís, það er séð verð- ur og alveg upp að landi. Höfn- in er enn íslaus. Vír var strengd ur fyrir hafnarminnið. Hópur höfrunga er rér nærri í vök út af Haukagili, við sunnanverðan kaupstaðinn, sennilega er um marga tugi að ræða og virðist ekkert bíða þeirra nema dauð- inn. Mimu skyttur vera að búa sig til að stytta þeim aldur. Skammt frá eru nokkrar hnísur í annarri vök. Mikið af netum er undir ísnum. Þ. J. Raufarhöfn 2. apríl. fsinn er landfastur við Sléttu og hér fyr ir höfnina er þéttur ís og engu skipi faert eins og er. Búið að vera hér norðangarður og stór- hríð síðan fyrir helgi. Bílasam- göngur eru engar en verið að opna flugvöllinn í dag. Annars erum við innilokaðir. Neyzlu- vörur eru takmarkaðar hér á staðnum en olíu eigum við í einn mánuð eða fast að því. H. H. i Þórshöfn 2. apríl. Hér er vaka- laus sjór svo langt sem augað eygir. Og snjóbílstjórinn okkar, sem fór út að Sauðanesi í morg- un, sá heldur hvergi auða vök. í fyrri viku varð hér símasam- bandslaust og var verið að leita að bilun. Símalínan hafði bara fennt í kaf á jafnsléttu og má af því marka snjóþynglin. ísinn, sem hér er kominn virðist allur grófari en 1965 og meira af mjög stórum jökum. Ó. H. Skagaströnd 2. apríl. ísinn er ekki alveg kominn til okkar, en við sjáum hann í vestri, norðri og suðri. Hann er kominn á Þingeyrarsand. Þetta er dreifð- ur ís um allan sjó og mikill ís út hjá Kálfshamarsvík. Þessi mikli ís var kominn hér í morg un, en undanfarið hefur verið hið versta veður af norðri. X - Menn hætt komnir á Oddsskarði (Framhald af blaðsíðu 8). nær sprungið að fólksfjöldan- um. Eftir þessa ágætu skemmt- un tóku konur við stjórn. Kven félagið Bláklukka minntist 20 ára afmælis síns af rausn og myndarskap. Formaður þess er Margrét Gísladóttir. Kvenfélag ið beitir sér m. a. fyrir kirkju- byggingu hér á staðnum, sem væntanlega verður steypt upp í sumar. Það fylgir nýju þéttbýli að byggja upp marga hluti sam- eiginlega. Verkefnin eru því ótæmandi og þörf margra fóm- fúsra og duglegra borgara til að þoka góðum málum áleiðis. V.S,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað: 13. tölublað (03.04.1968)
https://timarit.is/issue/205756

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. tölublað (03.04.1968)

Aðgerðir: