Dagur - 10.04.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 10.04.1968, Blaðsíða 1
FtLMU HÚSIÐ Hafnarstrœti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÓSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING TSU ARÁ VEGAAÆTLUNIN f UMRÆÐUM á Alþingi um ferðaskattana fluttu þeir Sigurvin Einarsson og Gísli Gi'ðmundsson af hálfu Fram sóknarflokksins svohljóð- andi tillögu til rökstuddrar dagskrár: „Jafnframt því sem það er, að dómi deildarinnar (neðri deildar) æskilegt, að vegamálastjórnin láti svo fljótt sem unnt er gera áætlun um fullnaðar upp- hyggingu þjóðvegakerfisins samkvæmt vegalögum á allt að 10 árum og fjáröflun til hennar, telur deildin ekki tímahært í því árferði, sem nú er, að samþykkja hækk- un umferðaskatta að svo stöddu og tekur fyrir næsta mál á dagskrá." Þessa tillögu felldi stjóm- arliðið. □ GLEÐILÆTIALLA VIKUNA Blönduósi 9. apríl. Hér er nú rigningarúði og hlý sunnangola. Maður verður lítið var við ísinn hér á Blönduósi, því hann hefui' Ágætur fundur um bæjarmál A MÁNUDAGINN héldu Fram sóknarmenn á Akureyri fund um bæjarmál. Framsögumenn voru bæjarfulltrúamir Sigurð- ur Oli Brynjólfsson og Stefán Reykjalín. Að frumræðum lokn um tóku margir til niáls og var fundurinn einkar fróðlegur og hinn ágætasti. □ ekki komið hér upp í fjörur nema einn og einn jaki. En ná- lægur er harm og við hoi-fum með ugg til olíubirgða okkai', sem ekki endast nema í hálfan mánuð. Húnavakan hefst með guðs- þjónustu á sunnudaginn og lýk ur annan sunnudag og stendur með ýmsum gleðilátum alla vik una. Það er Ungmennasamband Húnavatnssýslu, sem hefur alla framkvæmd með höndum, en formaður þess er Kristófei' Kristjánsson bóndi í Köldukinn. Aðal skemmtiatriði eru söngur, dans, leiksýningar og kvik- myndir. Vona menn, að eitthvað verði þar að finna fyrir alla. ó. s. Skíðalyftan í Hlíðarfjalli. (Ljósmynd: E. D.) En þá verður Skíðamót íslands í Hlíðarf jalli FRÉTTIR HERMA, að liingað til Akureyrar muni fjöldi fólks koma næstu daga og dvelja hér fram yfir páskana. Skíðamót fs lands verður sett í dag, miðviku dag. Keppendur frá ýmsum stöð hagræðis, ennfremur togbraut- irnar. Skíðahótelið getur tekið á móti fjölda gesta, veitt hress- ingu og húsaskjól, ennfremur hótel bæjarins, sem öll munu upppöntuð meðan á Skíðamóti veðurguðirnir líta á málið, er svo önnur saga, þótt útlitið sé gott eins og nú horfir. Fólki er ráðlagt að kynna sér vel allar tiltækar upplýsingar um landsmótið í Hlíðarfjalli, og njóta þess svo, sem notið verð- ur. Alvörubati 21. apríl? Þórshöfn 9. apríl. Gamall maður einn hér eystra spáði fyrir veð- urfari svo nákvæmlega vetur- inn 1966, að ekki skeikaði um hálfan dag. Nú hefur hann spáð því, að það komi bati fyrir al- vöru hinn 26. apríl. Segist hann lesa það í Vetrarbrautinni og hafa numið þau fræði af föður sínum, að lesa veður af himin- tunglum. ísinn er alveg eins og áður, vakalaus og samfrosinn. Bónd- inn á Oslandi, en sá bær stend- ur við sjó og sér þar vel yfir, segir að ísinn sé ein hella og ekkert lát á honum. Heyrast mikil ískur og sog frá ísnum bæði á flóði og fjöru. Búið er að ryðja snjó af sum- um vegum og verið að vinna að því að hreinsa fleiri. Ó. H. lun fjölmenna til keppni og eru þeirra á meðal flestir eða allir beztu skíðamenn landsins, Olympíufarar meðtaldir, alls yfir 90 manns. Eins og kunnugt er, er Akur- eyri landsmiðstöð vetraríþrótta og hefur betri aðstöðu en aðrir bæir til að halda Skíðamót ís- lands. Ber þar margt til. í fyrsta lagi er nýja stóla-skíðalyftan, sú fyrsta hér á landi, til mikils r \ ... JMP • ¥ i * * i 1 ■ ;xv Á SUNNUDAGINN var Múlavegur opnaður og hófust áætlunarferðir á mánudaginn. Mun liættan við innilokun af völdxmi hafíssins hafa rekið á eftir þessari vegabót. Múlavegur hefur verið ófær í þrjá mánuði. Snjór var allmikill á veginum. í fyrstu áætlunarferðir.ni til Akureyrar var ekið fram á tófu á Múlaveginum, hjá Ófærugjá, og komst hún ekki til fjalls vegna þverhnípíra skafla, fyrr en í Flaginu, en þar var hún fljót upp snarbratta hlíðina. (Ljósmynd: J. II.) íslands stendur. Dagur hefur áður sagt frá ýmsu því, sem fram fer, varð- andi skíðamótið, m. a. í síðasta blaði og vísast til þess. Allir þeir, sem leið sína leggja í Hlíðarfjall til að eyða dögum eða klukkustundum á skíðum í „faðmi fjalla,“ þurfa að minnast þess að vera vel og skjóllega búnir. Reynslan hefur sýnt, að á þessu vill oft verða misbrest- ur og er óþarft að láta slík mis- tök skyggja á gleðina. Margir aðilar hafa undirbúið Skíðamót íslands og að þessu sinni virðist vel horfa hvað undirbúriing snertir. Hvernig Velkomin í Hlíðarfjall. □ ENNÞÁ ER EKKERT RÓT Á ÍSNUM Raufarhöfn 9. apríl. ísinn hefur aðeins þokazt frá, þannig að autt svæði framan við höfnina hefur stækkað. Að öðru leyti eru engar breytingar og skipa- leið hingað er alveg lokuð eins og er. Hins vegar erum við komnir í vegarsamband við um heiminn og flugvöllurinn hefur einnig verið ruddur og kom hingað stór vél í gær. Einhverjir þóttust hafa séð slóð eftir bjamdýr, en vera má, að þar fari ímyndunaraflið með menn í gönur. H. H. Innbrot í frésmíðaverkst. Smára AÐFARANÓTT sunnudags vor brotist inn í trésmíðaverkstæð- ið Smára við Furuvelli á Akur- eyri og þar stolið um 8 þús. kr. í peningum úr peningakassa á skrifstofu verkstæðisins. Steinum hafði verið kastað í gegn um glerrúður útihurðar og skrifstofu. Þar sem nokkur hávaði mun hafa orðið af þessu, eru það vinsamleg tilmæli lög- reglunnar, að fólk geri aðvart á lögregluvarðstofuna um þau atriði, sem verða mættu til að upplýsa mál þetta, svo sem um grunsamlegar ferðir manna ná- lægt innbrotsstað. Þá er þess að geta, að maður sá eða menn, sem inn brutust, blóðguðust og gæti það einnig leitt til frekai'i upplýsinga. Um síðustu helgi var einnig brotist inn í gamla skrifstofu í Essoporti, en engu var þar stol- ið. □ ÞINGILÝKUR UM AÐRA HELGi SAMKVÆMT fregnum úr höf- uðborginni mun ákveðið að Al- þingi verði slitið á laugardag eftir páska. Sennilega verða útvarpsumræður um stjórn- málin í næstu viku, á miðviku- dag og fimmtudag. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.