Dagur - 10.04.1968, Blaðsíða 2

Dagur - 10.04.1968, Blaðsíða 2
2 lómleg starfsemi hjá H. S. Þ. 1 ræðustól er Jóti Stefánsson þingforseti. Nokkrar ályktanir UMSE Á ÁRSÞINGI Ungmennasam- bands Eyjafjarðar, sem haldið Var í Þelamerkurskóla 23. og 24. marz og var hið 47. voru marg- ar ályktanir gerðar og í prent- aðri skýrslu er að finna þau verkefni, sem UMSE hefur um fjallað. Fimmtán félög eru i UMSE, með yfir eitt þúsund fé- laga. Framkvæmdastjóri er Þór oddur Jóhannsson. Vert er að minna á, að UMSE vann mjög að undirbúningi bindindismóts í Vaglaskógi með öðrum félagasamtökum, 30—40 manns, flestir frá Dalbúanum, unnu nær 400 klst. í sjálfboða- vinnu við mótið. í sambandi við sumarbúðanámskeiðin á Lauga landi var veitt fræðsla um skað semi tóbaks og áfengis. Og UMSE hefur í vaxandi mæli far ið inn á þá braut að halda vín- lausar skemmtisamkomur, sem hafa tekizt vel og er á þeim vax andi skilningur almennmgs. Þá hefur UMSE gengist fyrir bind- indisfræðslu í skplum. UMSE stendur fyrir árlegum bænda- degi ásamt bændasamtökunum, og skemmtilegri keppni, „hrepp arnir keppa.“ Iþróttir eru aðal- viðfangsefni félaganna og sam- bandsins og njóta félögin kennslu fast- og lausráðinna íþróttakennara sambandsins. Ungmennasambandið kom á 'heimsókn danskra fimleika- flokka i sumar, stóð fyrir íþróttamótum karla, kvenna og drengja, hélt héraðsmót 19. og 20. ágúst, sá um harðkeppnis- mótí í knattspyrnu, kom á kvennakeppni í handknattleik, glímunámskeiði, sundmóti, lét keppa í skák, bridge og á skíð- um og þannig mætti lengur telja. Meðal ályktana 47. ársþings UMSE voru þessar: Ársþingið telur æskilegt að sambandið haldi áfram starf- semi sumarbúða í svipuðu formi og undanfarin ár og hvet ur ungmennafélögin til að stuðla að meiri þátttöku barna úr sínu heimafélagi. Þingið lýsir ánægju sinni yfir samkomum þeim, er gengið hafa undir nafninu „Hrepparnir keppa,“ en þær hafa mælzt mjög vel fyrir og orðið til þess, að fólk sem sjaldan fer á skemmtisamkomur hefur lyft sér upp og yngst um mörg ár í anda. Æskilegt er að halda uppi slíku samkomuhaldi áfram, ef ÍSiNN OG AFLINN SUNNANLANDS virðist páska gangan komin á miðin og hafa bátar fengið góðan afla — sum- ir mjög mikinn — síðustu daga. Hér nyrðra, t. d. í verstöðv- um við Eyjafjörð, var afli góð- ur síðustu dagana áður en ís- inn truflaði veiði. Hundruð neta týndust i sjó, undir ísinn, svo sem á miðum Dalvíkur-, Ólafsfjarðar- og Húsavíkurbáta, og hafa fæst fundizt aftur. □ til viíl í eitthvað breyttu formi. Tillaga nefndarinnar er, að á þessu. árh verði ágóða skipt þannig, að UMSE fái 60% af hagnáði. en Alþýðuskólasjóður UMSE 40%. Þingið samþykkir að komið ■ verði 'á 7 sþurhingakeppni milli skóla i héraðinu á vegum sam- bandsfélaganna, með aðstoð framkvæmdastjóra sambands- ins, þannig hugsað, að þar yrðu þrír riðlar. í fyrsta riðli yrðu Svalbarðsströnd, Ongulsstaða- hreppui’, Saurbæjarhreppur og Hrafnagilshreppur. í öðrum riðli Þelamerkui'skóli, Arnar- neshi-eppur, Árskógshreppur. í þl-iðja riðli Hrísey, Dalvík og Húsabakkaskóli. Þau lið, sem sigra í hvérjum riðli, keppa til úrslita. Þetta yrði fjórar sam- komur. Þátttaka miðast við börn fædd 1955 og síðar, og keppnin hefjist að hausti. Framkvæmdastjóri upplýsti að forstöðumaður fræðsludeild- ar KEA hefði óskað eftir sam- starfi í félagsmálafræðslu. Þing ið telur æskilegt að komið yx'ði á námskeiði í samstarfi við fræðsludeild KEA og fx;am- kvæmdastjói-a sambandsins fal- ið að koma því í kring. Þingið hvetur stjómir félag- anna til að hlutast til um að danskennsla fari fram í skólum héraðsins,. Á þessu ál-i verður komið á félagsmálanámskeiði á vegum ÍSÍ að Laugarvatni. Það er ósk þingsins að menn frá samband- inu taki þátt í þessu námskeiði. Þingið skorar á- stjórn sam- bandsins að ítreka við ÍSÍ að flýta drætti í happdrætti þess framvegis, þannig að útdráttar- dagur yrði ekki síðar en 15. nóv embei" ár hvert, því eftir þann tíma er mikið framboð á happ- drættismiðum annarra félaga. Að ágóði af happdi-ættinu i-enni að 9/10 til UMSE en að 1/10 til Menningai-sjóðs UMSE. MÁNUDAGINN 11. marz sl. boðaði stjórii HSÞ til fund ar að Laugum með formönnum sambandsfélaganna og fleiri gestum. Mættir vox-u foi-menn frá öllum félögunum að einu undanskildu. Foi’maður HSÞ, Óskar Ágústsson setti fundinn og talaði meðal annai-s um stai’f semi sambandsins á síðasta ári, verkefnin á þessu ári og fleira. Verður nú rakið það helzta sem kom fram á fundinum. Haldin voi-u 5 íþi-óttamót á sambandssvæðinu, ennfremur tók HSÞ þátt í 9 íþi’óttamótum utan héraðs. Sett voru 13 hér- aðsmet, þar af 1 íslandsmet í 4x100 m. boðhlaupi kvenna, 53.2 sek. Þátttakendur á íþrótta tóku þátt í III. deildar keppni mótum voru 225. Knattspyi-na var mikið stunduð á félagssvæð inu. Völsungur og Mývetningur KSÍ. Lið frá HSÞ tók þátt í und ankeppni landsmóts UMFÍ og sigraði í sínum í'iðli og keppir til úrslita á landsmótinu í sum- ar. Ennfremur voru send lið á Noi-ðurlandsmót í knattspyrnu. Handknattleikur var lítið stund aður nema á Húsavík og kepptu þeir fyrir HSÞ í undani-ásum fyrir landsmót UMFÍ. Skíða- íþróttin er lítið stunduð á sam- bandssvæðinu nema á Húsavík, en þar er mjög mikill áhugi fyr ir henni og voru haldin möx-g skíðamót mðeal annai-s sáu Völs ungar um Skíðamót Norður- lands. Mikill áhugi var á sund- íþróttinni og haldið var héi’aðs- mót í sundi, ennfremur var handknattleikur stundaður á sambandssvæðinu. Haldið var bindindismannamót í Vagla- Konur gerðu sér dagamun ANNAN DAG aprílmánaðar átti kvenfélagið Hvöt á Árskógs sti-önd fimmtugsafmæli og minntist þess sl. laugardag í skóla- og samkomuhúsi sveitar innar með fjölmennu hófi. Líknarmálin og menningar- mál af ýmsu tagi hafa löngum verið í dagskrá félagsins og eru það enn. Fyrstu stjórn skipuðu: Kristín Jóhannsdóttii-, Litla- Árskógi, Ásta Þorvaldsdóttii-, Krossum, og Bjöi-g Arngi-íms- dóttir, Selá. Núverandi stjórn skipa þær: Sigui-laug Gunn- laugsdóttii’, Ki-ossum, Þóra Angantýsdóttir, Hauganesi, og Anna Baldvinsdóttii-, Stóru- Hámundai-stöðum. Max-gt var til skemmtunar á afmælishófi félagsins og má þar nefna sýningu á fimm gömlum þjóðbúningum, söng, dans, sam eiginlegt boi'ðhald og mai-gt fleii-a. Félaginu bárust árnaðar- óskir og gjafir og margar burt- fluttar félagskonur heimsóttu gamlar stöðvar. í tilefni afmælisins gaf kven- félagið 25 þús. kr. til húsbygg- ingar Styrktarfélags vangef- inna, sem í byggingu er á Akur eyri og jafn háa upphæð ung- mennafélaginu Rejmi til íþrótta vallar í sömu sveit. □ ÁðaSsieinn Jónsson áttræSur ÁTTRÆÐUR vai-ð þann 8. apríl sl. Aðalsteinn Jónsson, Mógili á Svalbarðsströnd. Aðalsteinn er Þingeyingur að ætt og uppruna, fæddur að Hól- um í Laxárdal, 8. apríl 1888, son ur Jóns Fi-iðfinnssonar og Ás- gex-ðar Gisladóttur. Innan við fermingu fluttist hann með for- eldrum sínum og Rögnu systur sinni að Mógili og hefii' síðan dvalizt þar alla ævi, að undan- skildum 9 vinnumennskuái-um í Tungu. Lengst af hefir hann unnið hjá Kaupfélagi Svalbarðs eyrár, eða í áx-aíugi, en einnig víðar að ýmsum störfum og hvervetna verið eftirsóttur vegna frábærs dugnaðar og sam vizkusemi. Aðalsteinn er traustur maður Ilún bar í janúar og á Jieima á Dalvík. og bráðgreindur, hefir gott minni og segir frá liðnum at- burðum á listrænan hátt. Hann er dæmagei-ður fulltrúi þeirrar aldamótakynslóðar, sem jafnan hafði að leiðarljósi hinar fornu dyggðii’, dugnað, heiðai-leik og ti’úmennsku. Á. B. BLESU I LUÐRA í SÍÐUSTU VIKU fékk Gagn- fræðaskólinn á Akui-eyi'i góða heimsókn, Lúði’asveitina, sem lék fyrir nemendur ókeypis, undir stjórn Jan Kisa. Meðal einleikai-a var einn af nemend- um skólans, Guðmundur Oi-n Gunnarsson. Leik Lúðrasveitar innar var frábærlega vel tekið og gat skólastjórinn, Sven-ir Pálsson, þess við þetta tæki- færi, að vonandi væi-i þetta upp haf að listkynningu menningar félaga bæjarins í þessum skóla. Eins og áður hefur vei-ið fi-á sagt í blaðinu, hefur skólinn nú fengið til afnota nýjan og mynd ai-legan samkomusal og fói-u tónleikai-nir þar fram. □ skógi ásamt fleiri aðilum, og tókst það mjög vel. Tvö sam- bandsfélög áttu mei-kisafmæli á árinu, íþi-óttafélagið Völsungur varð 40 ára og umf. Eining í Bárðai-dal átti 75 ái-a afmæli. Þá voru rædd framtíðarverk- efni. Rætt var um að halda leið beininganámskeið að Laugum í vor og sagði formaður að komið hafði fram beiðni fi’á héraðssam böndum á Noi’ðurlandi að fá að taka þátt í námskeiði þessu. Þá var i-ætt um undii-búning fyrir landsmótið að Eiðum og kom fi-am að mikið hefur verið unn- ið að undirbúningi fyrir lands- mótið og verður þeim undirbún ingi haldið áfi-am. Ennfremur kom fram mjög mikil óánægja með það hvað landsmótið er haldið seint og töldu margir að það mundi sennilega draga úr þátttöku. Þá var rætt um að koma á námskeiði fyrir börn og unglinga á sambandssvæðinu með sama sniði og í fyrra, en það námskeið heppnaðist mjög vel. Gjaldkeri sambandsins, Arngrímur Geirsson, gaf yfirlit yfir fjáx-hag HSÞ og kom fram að hann er betri en í fyrra. Margt fleii-a var rætt á fundin- um, m. a. um útgáfu ársrits HSÞ og fl. Dvöldu menn í góðu yfirlæti við rausnarlegar veit- ingar á heimili formanns til kl. 1.30 er fundi var slitið. Fréttaritari HSÞ. Veglegir kirkjugripir Á SÍÐASTLIÐNU ári var Munkaþvei-árkii-kju afhent af px-ófasti, sr. Benjamín Kristjáns syni vönduð og fögur gjöf. Var það rómverskur messu- hökull með stólu gerður af gulu rósasilki með rauðum flauels- krossi, gullbaldýruðum. Hök- ullinn var keyptur frá London, þar sem hann hafði verið urm- irm af kaþólskri nunnu. Gripir þessir eru fagui-lega gerðir og vel unnir og hið mesta lista- verk að öllum fi-ágangi. Þeir eru gefnir kii-kjunni til minningar um hjónin Farmeyju Friðriksdóttur og Kristján Helga Benjamínsson fyrrum bónda á Ytri-Tjörnum, á 100 ára afmæli hans 24. okt. 1966. Gefendurnir eru 12 börn þeii-ra hjóna. Hafa þau á mynd- arlegan hátt og eftirminnilegan heiði’að minningu foreldra sinna með þessari fögru og dýru gjöf. Sóknamefndin vill færa þeim öllum þakkir fyrir gjöfina og árnar þeim heilla í framtíðinni. Jafnfi'amt viljum við þakika þær gjafir aðrar, sem kii-kjunni hafa borizt á síðastliðnu ári. Sóknarnefndin. Sjötug merldshjón HINN 8. apríl átti Baldur Bald- vinsson bóndi á Ófeigsstöðum í Kinn sjötugsafmæli. En kona hans, Sigurbjöx-g Jónsdóttir hafði náð þessum aldursáfanga nokkrum dögum áður. Hin sjö- tugu hjón á Ófeigsstöðum eru héi-aðskunn og húsbóndinn landskunnur hagyrðingur. Sig- ux-björgu kynntist ég á fyrri ár- um, vel gerðri og glæsilegri konu. Baldi-i kynntist ég síðar og vil ég þakka honum og þeim hjónum fyrir ágæt kynni bæði fyrr og síðar, kunna rausn og höfðingsskap. Baldur hefur ver ið fréttaritax-i Dags í Kinn og sendir blaðið honum þakklátar og hlýjar kveðjur og þeim hjón um báðum ái-naðaróskir við þessi merkilegu tímamót á giftu ríkri æfi. E. D.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.