Dagur - 10.04.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 10.04.1968, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT rar og s arí FRÉTTAMÖNNUM var á mánudaginn boðið að skoða nýj ar eldhúsinnréttingar hjá fyrir- tækinu Hagá h.f. í nýju verk- stæðishúsi þess ‘á Gleráreyrum, nánar tiltekið Oseyri 4, norðan Glerár. Þær eru ódýrar, snyrti- legar og smíðaðar í fjöldafram- leiðslu en henta þó í hvaða eld- 'hús, sem vera skal. .Komið hafði verið fyrir tveim eldhúaum, fullbúnum, öðru stóru en hinu við hæfi fjöldans. Þær er.u allar hvitar að lit, með . álínidum,' plastdúk utan og inn- an nema hurðirnar, sem eru úr plasthúðuðum spónaplötum. Eldhús þessi voru hin álitleg- ustu á að líta. Eldhúsbekkir og yfirskápar eru úr einingum, þar Frá vinstri: Haukur Árnason, Sigurður Hannesson og Óli Þór Baldvinsson. (Ljósmynd: E. D.) Skólatónleilíar í dag í DAG (miðvikudag) kl. 14 verða haldnir tónleikar í Borg- arbíói. Allir skólanemendur eru velkomnir, en tónleikar þessir eru þó sérstaklega helgaðir börnum úr eldri bekkjum barna skólanna. Ungur Akureyringur, Hafliði Hallgrímsson, leikur á cello, en undirleik annast Philip Jenkins. Hafliði hefur hlotið mikla við- Skákmenn í heimsókn SL. SUNNUDAG kom lið frá Skákfélagi Húsavíkur í heim- sókn og keppti við félaga úr 1. og 2. flokki Skákfélags Akur- eyrar. Keppt var á 16 borðum og urðu úrslit þau að Akureyring- ar sigruðu naumlega, hlutu 8V2 vinning gegn 7% vinningi Hús- víkinga. í hraðskák sömu aðila hlutu Akureyringar 9V2 vinn- ing en Húsvíkingar 6V2 vinning. Á Skákþingi Akureyrar eru nú efstir og jafnir í meistara- flokki þeir Jóhann Snorrason, Ólafur Kristjánsson og Kristinn Jónsson með 3V2 vinning hvor, næstur er Þorgeir Steingríms- son með 3 vinninga. Næsta um- ferð verður tefld í kvöld (mið- vikudag) í Landsbankasalnum. urkenningu og lofsamleg um- mæli fyrir afburða námsgetu og hæfileika. Sinfbniuhljómsveit íslands hefur að undanförnu haldið skólatónleika í Reykjavík við góða aðsókn og undirtektir. sem stærðarmunur er .10 cm. Geta þær því hentað í hvaða stærð eldhúsa, sem vera skal. Frávik geta aðeins numið fáum sentimetrum, og sérstykki not- uð til fyllingar með litlum kostn aði. Eins og áður segir eru allir skápar og bekkir með hvíta framhlið en á eldhúsbekkjum er breytilegur litur. Tilbreytni í eldhúsum getur, þrátt fyrir þetta, orðið mikil í veggjum, gólfi, gluggatjöldum o. fl. Og svo er það verðið. Eldhús- innrétting á tveim veggjum í eldhúsi sem er 2.60 m. að lengd, kostar kr. 41.065.00 með sölu- skatti. En það er a. m. k. 20% lægra verð en á innfluttum eld- húsinnréttingum í sama gæða- flokki. Hagi h.f. mun sýna bæjarfólki og öðrum, sem áhuga hafa, þessa framleiðslu í dag, miðviku dag, eftir kl. 5 og aftur annan páskadag frá kl. 2 e. h. Líklegt er, að enn eigi eftir að nást meiri árangur í þessari grein, með meiri æfingu og e. t. v. nýjum vélakosti að einhverju leyti. Þessi lager- eða fjölda- framleiðsla er mjög athyglis- verð og sýnist spor í rétta átt. Framkvæmdastjóri Haga h.f., er Haukur Árnason og skýrði hann þessa nýju framleiðslu, stjórnarformaður er Sigurður Hannesson og verkstæðisfor- maður Oli Þór Baldvinsson. Hagi h.f. tekur einnig að sér alla almenna byggingavinnu í bæ og nágrenni. □ ELDHÚ SINNRÉTTIN G AR Þegar farið var að flytja frá Þýzkalandi eldhúsinnréttingar, rann það upp fyrir mönnum, að unnt væri að framleiða slíka hluti á lager í stað þess að snúða eftir pöntun og máli hverju sinni. Fjöldafranileiðslan byggist á því, að hafa eining- arnar af svo mörgum stærðum að henti í livaða stærð af eld- húsuni, sem vera skal. Og f jölda franileiðsla er líkleg til að lækka verulega þann kostnaðar lið, sem verið hefur „óeðlilega“ liár. BJARNDÝR Skipverjar á Esju sáu nýlega bjarndýr eitt gulleitt á hafís- jaka út af Sandvík nálægt Gerpi, 4—500 metra frá landi. Gæddi það sér á sel, en lirafnar voru nálægir þessari krás. f Sandvík er lirossaganga góð og þar eru jafnan útigönguhross, sem landslag veitir aðliald á þrjá vegu og sjór á hinn fjórða veg. Óttast er, að bangsi kunni að ganga á land í Sandvík og gæða sér á hrossakjöti. VEIKUR ER VORÍSINN Pollurinn hefur legið undir traustum ís út fyrir Oddeyri og stöðugt þykknað, enda er mikill sjókuldi og oft hörku frost. f gær brá til sunnanáttar. Veikur er vorísinn, segir gamalt mál- tæki og ættu menn að minnast þeirra orða nú og viðhafa fulla aðgát í sambandi við umferð á ís. VILJA HELZT SELAKJÖT Vilhjálmur Stefánsson, heim- skautafarinn frægi, segir, að livítabjörninn sé sterkasta land dýrið og geti hann orðið þrisvar sinnum stærri en stærstu Afríkuljón. Hann er flestum dýrum vitrari og lifir ekki á fiski, eins og stendur í sumum kennslubókum, heldur á sela- kjöti. Hins vegar eta grábirnir og svartir skógarbirnir fisk með góðri lyst og veiða bæði lax og silung í ám. HÆTTULEGAR SKEPNUR Hvítabirnir eða ísbirnir eru nú á ísnum hér við land og geta hvenær sem er gengið' á land. Þeir eru hættulegir og hafa banað fólki hér á landi mörgum sinnum. Oftast leggja þeir á flótta ef þeir verða manna var- ir, nema þeir séu soltnir eða eru áreittir. Flugfélag íslands og SAS endur- nýja samninga um Færeyjaflug f GÆR lauk í Stokkhólmi samn ingafundi Flugfélags íslands og Scandinavian Airlines System um áframhald á samvinnu fé- laganna um flugferðir milli Fær eyja, Bergen og Kaupmanna- hafnar. Samkomulag þetta gildir frá 1. apríl sl., í þrjú ár, eða til 31. marz 1971. í samkomulagi félaganna felst meðal annars, að SAS er nú virkur þátttakandi í kaupum á flugvél til ferða á þessum flug- lauðum í sambandi við nýja Fokker Friendship flugvél sem Flugfélag íslands átti í pöntun. Flugfélag íslands mun sjá um rekstur og viðhald flugvélarinn ar. Samkomulag Flugfélagsins og SAS er gert með það fyrir augum að hægt sé að bjóða aðil um í Færeyjum þátttöku í flug- rekstrinum. Þá er ákveðið að milli Færeyja og Skandinavíu verði fimm ferðir í viku á sumr in, en að auki flognar aukaferð- ir eftir því sem þurfa þykir. Að vetri til eru áætlaðar þrjár ferðir. Reykjavík, 5. apríl 1968. Daguk kemur næst út fimmtudagirm .18. apríl og þarf efni og auglýs- ingar að berast tímanlega vegna mikilla þrengsla. □ Slyrkfarfélag vangefinna ræður forstöðukonu HatnOi xiaiigriinsson. Skólanemendur á Akureyri æfíu áð fjölinénna í Borgarbíó í dag bg sýna með því, að þeir kunna að meta góða list, ekki síður en félagar þeirra í Reykja vík. Miðar verða seldir við inn- ganginn og er verði þeirra mjög stillt í hóf. (Aðsent) í FYRRADAG kom stjórn Styrktarfélags vangefinna á Akureyri saman á fund og var endanlega gengið frá ráðningu forstöðukonu vistheimilisins Sól borg á þeim fundi. Hin nýja for stöðukona er frú Kolbrún Thorlacius, gæzlusystir frá Kópavogshæli, ættuð úr Skaga- firði. Hún mun nú dvelja í dönskum skóla um eins árs bil, til að búa sig undir hið nýja starf hér í bæ. Aðstoðarforstöðu kona hefur einnig verið ráðin og heitir hún Valgerður Jóns- dóttir og er Reykvíkingur. Enn fremur hefur Bjarni Kristjáns- son frá Sigtúnum verið ráðinn kennari við hina nýju stofnun, er hún tekur til starfa. Framkvæmdir við hið nýja heimili fyrir vangefið fólk, hafa að miklu leyti legið niðri um skeið en standast þó áætlun og verður væntanlega hraðað þeg- ar tíð batnar. í sumar er áætlað henni eru á myndinni Jóhann að byrja á byggingu þriggja Þorkelsson stjórnarformaður, íbúðanhúsa fyrir starfsfólk. Styrktarfélags vangefinna og Myndina tók E. D. þegar for- Jóhannes Oli Sæmundsson fram stöðukonan var ráðin. Með kvæmdastjóri. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.