Dagur - 10.04.1968, Blaðsíða 5

Dagur - 10.04.1968, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Börnin voru alltaf að kenna mér Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Lýðræðið EYSTEINN JÓNSSON flutti ný- lega í-æðu á Alþingi, sem m. a. fjall- aði um stjómmálaflokkana og lýð- ræðið. Nokkur atriði hennar fara hér á eftir. Án stjórnmálaflokkanna verður lýðræði áreiðanlega ekki fram- kvæmt. Þingflokkamir eru hluti Al- þingis. Ýmsar hættur steðja nú að lýðræði og þingræði en þær liættur stafa ekki af því að stjómmálaflokk- arnir séu of sterkar stofnanir á ís- landi. Miklu fremur af hinu, að þing flokkarnir eru of veikar stofnanir og Alþingi þar af leiðandi of veik stofn- un til að vega á móti öðrum öflum í þjóðfélaginu, sem séfellt og vélrænt laða til sín það vald, sem að réttu lagi á að vera hjá Alþingi. Sú hætta er yfirvofandi í æ ríkari mæli að það vald, sem með réttu á að vera hjá Al- þingi dragist yfir í embættismanna- kerfið þar með talið peningakerfið, sem er hluti af embættiskerfinu. Því skal ekki haldið fram, að embættis- mannakerfið sé hættulegt ef vel er fyrir öðru séð. Þar er margt afbragðs- manna. En þeir em embættismenn í því flókna samfélagi, sem við lifum í, og verður æ flóknara. Þeir eru ekki kosnir til starfa sinna og þeir þurfa ekki að standa frammi fyrir þjóðinni með vissu millibili og bera ábyrgð á gerðum sínum, og þetta set ur auðvitað svipmót á viðhorf þeirra og starf, og mótar kerfið. Þar sem lýð ræði og þingræði á að ríkja, á ekki of mikið af valdinu að dragast yfir í þetta kerfi, heldur.á það að vera hjá þeim, sem eru kosnir af þjóðinni til að fara með málefni hennar á lög- gjafarsamkomunni og þurfa að standa reikningsskap á gerðum sín- um. Ef valdið dregst um of úr liönd- um hinna kjörnu fulltrúa yfir til annarra, er sjálfur grundvöllurinn í okkar þjóðfélagi í hættu og enginn vafi er á því, að það er vaxandi háski yfirvofandi í þessu efni, því að þjóð- félagið verður sífellt flóknara og embættiskerfið sífellt öflugra og sér- fræðin meiri í öllum greinum. Gagn vart þessu standa þingflokkamir, sem sumum finnst vera óskaplega voldugir og jafnvel hættulega vold- ugir, eins og risar á leirfótum. Eysteinn sagðist síðan geta fullyrt það af eigin reynslu, og með því að fylgjast með öðmm, að mikil hætta væri á því, að ráðherrar yrðu meira og minna fangar embættiskerfisins. Þessi hætta vex stöðugt sökum þess að þjóðfélagið er alltaf að verða flóknara og meira háð sérþekkingu á ýmsum sviðum. Framkvæmda- og embættisvaldið, þar með peninga- kerfið, er þannig að verða allt of (Framhald á blaðsíðu 6). segir Hallgrímur Sigfússon frá Grjótárgerði HALLGRÍMUR SIGFUSSON kennari frá Grjótárgerði í Fnjóskadal er nú kominn yfir sjötugt. Hann var barnakennari í Súður-Þingeyjarsýslu og Eyja fjarðarsýslu í nær hálfa öld, en hefur átt heima á Akureyri síð- an 1949. Hann býr í Bjarmastíg 13, íólegum og fögrum stað, ásámi Jóhanni bróður sínum, lifir kyrrlátu lífi eftir annasam- an dag, vemdur minningum manndómsáranna og umvafinn hlýju yngri og eldri nemenda sinna og annarra samferða- manna. Hallgrímur Sigfússon er enn Iéttur á fæti og ber sig vel, hand leikur skjalatösku sína, sem fyrrum þyngdu stílar en nú úr- valsbækur, frjálsmannlega á göngunni og bognar fyrr aftur en fram ef annaðhvort verður, er manna skjótastur til svara, er viðræðuglaður, grípur gaman semi á lofti og getur látið fjúka ef svo ber undir. Undir niðri er hann viðkvæmur og sómakær alvörumaður, sem enn býr meira að fyrstu gerð, og mótun í foreldragarði en flestir aðrir. Hallgrímur gekk aldrei í kenn- araskóla og naut nær engrar skólamenntunar. Hann var því alla starfsævi „réttindalaus“ kennari. En nemendur hans á hverju vori í nærri hálfa öld vitnuðu um hæfni hans í starfi og gáfu honum þá einkunn, sem allgott er við að una. Hallgrímur Sigfússon fæddist á Sörlastöðum í Fnjóskadal 23. apriíl 1895 en fluttist þriggja ára gamall með foreldrum sínum í Fífilgerði við Eyjafjörð, en eftir fimm ár lá leiðin aftur í Fnjóska dal, nú í Grjótárgerði og þar varð dvölin lengri, eða til vors- ins 1937. Hallgrímur og Jóhann bróðir hans bjuggu með móður sinni í Grjótárgerði, eftir andlát föður þeirra, og tók svo Hall- grímur þar við búi eftir að hann festi ráð sitt, bjó síðar eitt ár á Hálsi og ellefu ár á Illugastöð- um, þar til hann fluttist að Eyja firði öðru sinni, eins og fyrr get ur. Kona Hallgríms var Rósa Stefánsdóttir frá Þórðarstöðum. Hennar sonur og stjúpsonur Hallgríms er Guðsteinn Þengils son læknir á Suðureyri, en hann og vopnfirsk kona hans eiga lítinn Hallgrím meðal sinna bama, augastein afa síns. Dagur hitti Hallgrím Sigfús- son að máli fyrir nokkrum dög- um og fer samtal okkar hér á eftir. Þú festir seint ráð þitt? Já, ég hef alltaf verið heldur seinn að taka ákvarðanir, eink- um í mikilsverðum málum. Ég gifti mig árið 1932, þá 37 ára, minni elskulegu og ágætu konu, Rósu Stefánsdóttur, en hún lézt fyrir rúmu ári. Já, sumir eru orðnir afar á þeim aldri, nú á síðustu og ágætustu tímum hraðans og lítillar biðlundar. Hvernig var háttað þinni skólagöngu, Hallgrímur? Það er fljótsögð saga, að hún var fjórir mánuðir og knappir þó. Árið 1917 var ég þrjá mán- uði í unglingaskóla. hjá Guð- mundi Ólafssyni frá Sörlastöð- um. Kennslan fór fram í Skóg- - um. En hann hafði áður ungl- ingaskóla einn mánuð heima hjá sér á Sörlastöðum, ég man ekki hvaða vetur. En ég varð að hóetta þar eftir þrjár vikur því faðir minn veiktist. Með Þessu er skólaganga mín öll sögð. En hún var mér ómetan- lega mikils virði og varð mér mikil hvatning til lestrar og sjálfsnáms, sem ég lagði raunar stund á alla ævi, þótt ég sé nú farinn að gleyma fleiru af því sem ég les nú, en ég gerði áður. En ennþá er það svo, að ég lifi hálfgert í öðrum heimi þegar ég les góða bók, og bækurnar hafa alltaf verið mín veika hlið. Hver fermdi þig? Séra Ásmundur Gislason á Hálsi fermdi mig og gifti. Þegar ég kom fyrst til spurninga hjá prestinum, var ég tæpra tólf Hallgrimur Sigfússon. ára. Þetta var á Illugastöðum. Þar var fín, lítil stofa, sem prest urinn var í. Og hann kom fram í dyrnar en við krakkarnir stóð um í ganginum. Hann heilsaði mér ósköp vingjamlega, tók blíðlega um höfuð mér og sagði: Þú ert nú heldur lágur í loftinu, karlinn, ert þú að koma til spurninga? Ég játti því, þótti heldur verra að vera minntur á smæð mína, en reyndi auð- vitað að vera ekki minnstur í öðru því, sem mér var meira í sjálfsvald sett. Þetta var upp- hafið að kunningsskap okkai' séra Ásmundar, er varð langur og góður öll þau ár, sem við átt um skipti saman. Þú hófst auðvitað búskap þeg ar þú giftir þig? Já, og taldist bóndi bæði í Grjótárgerði, Hálsi og Illuga- stöðum. En ég var jafnframt barnakennari alla mína búskap artíð og miklu lengur. En bú- skapur minn byggðist á því, að við Jóhann bróðir minn skild- um aldrei og það var hann, sem sá um búið á vetrum. En strax og ég lauk kennslu á vorin tóku bústörfin við. Ég hlakkaði til starfaskiptanna bæði haust og vor og bar ekki annan skugga á en þann, að þurfa oft að vera að heiman, en heimili mitt var mér mjög kært. Bóndi var ég í 17 ár. Og þið búið enn sanian, bræður? Já, en nú er hlutverkum skipt. Ég, sem áður var oft að heiman, bæði við kennslu og allskonar störf, sem ég vann utan heimilis — sit nú heima og sé um húshaldið, en Jóhann vinnur úti. Hann vandist heima á okkar ungdómsárum allskon- ar innanhúsverkum hjá mömmu. Nú kennir hann mér þau og segir mér til um hvemig haga skuli. Ég á honum margt að þakka. Áttir þú ekki góða hesta? Jú, nokkra hesta áttum við, allgóða. Ég vil nefna Fák, sem Jóhann átti og var ættaður að vestan, Lýsing og Skjóna. Ég keypti Skjóna af Sigurði á Syðrahóli í Kaupangssveit. Hann átti að vera til dráttar en var ágætur reiðhestur. Nokkrar svaðilfarir á Skjóna? Það er nú svo merkilegt, að ég hefi aldrei lent í neinum svaðilförum um dagana. Auð- vitað fór ég kaupstaðarferðir og í göngur og póstferðir í mis- jöfnu veðri og færi. En það leiddi aldrei til merkilegra við- burða. Ég var einu sinni að koma úr póstferð á Skjóna, hitti Guðna í Lundi og sýndist hon- um áin vera orðin á takmörkum þess að vera reið. Mér sýndist fært, treysti Skjóna og lagði út í. Skjóni óð beljandi straum- inn sterklega, en allt í einu kast aði hann sér á hrokasund. Mér varð bilt við, hélt í faxið og okkur skilaði farsællega yfir. Ég hafði reynslu af því, að hann stóð þótt flyti yfir framan við hnakkinn. En þama hefur lík- lega verið svolítill áll, eða okk- ur hrakið aðeins af leið. Nokkur draugagangur í Fnjóskadal? Það held ég geti vel verið. En það vill nú svo til, að hvorki er ég skyggn eða dulspakur, tæp- lega einu sinni myrkfælinn. Þó neita ég ekki nærveru þeirra, SQm sumum er gefið að sjá en öðrum ekki, fremur en ég játa, að menn hafi öðlazt allan sann- leika í dulrænum efnum. Fnjóskadalur hefur auðvitað átt sína drauga, ef við eigum að nefna það svo, eins og aðrar sveitir eiga sína. Sjálfur hefi ég ekki orðið þeirra var, en ég hefi reynt að hugsa hlýlega til þeirra, sem sumir kalla drauga. Ef þeir eru til, eða ógæfusamar sálir, eins og ég vil fremur kalla það, og þurfa einhvers með — þá er það vinarhugur okkar mannanna, jafnvel fyrirbæn- ir —. Út í þá sálma skal ekki farið að sinni. En til gamans get ég sagt frá sýn einni, sem fyrir mig bar í Illugastaðakirkju- garði. Ég var á heimleið frá kennslu og tók á mig ofurlítinn krók til að ganga að leiðum ætt ingja minna. Kvöldsett var og glaða tunglskm. Þegar ég gekk fyrir kirkjuna dró ský fyrir tunglið, en nær samstundis varð bjart á ný. Sá ég þá þrjár verur fyrir' framan mig. Mér varð mjög hvert við og stirðn- aði upp. Ég var vanur því að reyna að finna skýringu á hlut- unum, ef eitthvað kom fyrir. Ég stóð nú þax-na og var farinn að sjá sýnir! Rétt strax skildi ég hvei-nig í öllu lá. Það voru þrír allháir minnisvai'ðar í kirkju- garðinum. Verumar voru skugg ar þeii'i'a. Mér vai'ð rórra. En síðan minnist ég oft þessa at- viks, þegar einhver sér eða vei'ð ur var við eitthvað dularfullt. Ég hefði haft sögu til næsta bæjai', ef ég hefði þegar í stað tekið til fótanna, sem á þeim árum voru ófúnir, stokkið yfir kix-kjugarðsvegginn og átt sýn- ina síðan óskýrða. En í Illuga- staðakh'kjugarði hvílir Guðný Jónsdóttir ömmusystir mín og ljósa, sem ætíð hafði reynzt mér vel. Hvar varstu kennari, Hall- grímur? í Fnjóskadal, Höfðahverfi, Bárðardal, Öxnadal og á Akur- eyri. Mér samdi vel við flesta nemendur mína. Þeir hafa von- andi eitthvað lært hjá mér, en ég er viss um, að ég lærði margt af þeim. Nú, á gamals aldri eru að heilsa mér menn og konur, sem ég fyrrum kenndi, og þakka mér gamlar samveru- stundir. Mér hlýnar um hjartað við slíkar kveðjur og það eru nú beztu launin mín. Byggð hefur gisnað í Illuga- staðasókn? Ég get naumast sagt frá því með jafnaðai'geði hve fámenn er nú oi'ðin Illugastaðasókn. En ennþá bý ég að þeim töfrum, að sjá dýrð skógai'ins að austan- vei'ðu í dalnum þegar ég kom út á morgnana, og sól var risin, bæði á meðan ég var í Grjótár- gerði og á Illugastöðum. Þórðar staðaskógur vann töluvert á og teygði sig upp eftir hlíðinni. Stórahrísla, langstærsta tréð í skóginum var á bala sunnan við Stóruskriðu. Jónatan Þorláks- son á Þói'ðarstöðum hefur ef- laust oft kropið á kné við þá hi'íslu, því hann hafði á hermi mikið dálæti og trúði á hana. Hann var afi konu minnai', mik ill bókasafnax-i og fræðimaður. Hefurðu orkt um dalinn þinn? Því miður er ég sneiddur skáldskapai'gáfunni. En ári síð- ar en ég flutti úr dalnum fór ég austur. Á Vaðlaheiði blasti sól- bakaður dalurinn við mér, skrúðgrænar hlíðai'nar og fjalla sýnin var undrafögur. Þá kom mér þessi vísa í hug, á hrifn- ingai-stund og beint frá hjart- anu: Sannan innri fögnuð finn fjöll er lít ég þessi. Daga alla dalinn minn di'ottinn hæða blessi. Hvaða bæir eru í Illugastaða- sókn? Þeir voru þessir þegar ég var strákur: Þói'ðarstaðir, Belgsá, Bakkasel, Bakki, Sörlastaðir, Hj ciltadalur, Snæbj ai'narstaðir, Tunga, Reykii', Selland, Illuga- staðir, Kotungsstaðii', Grjótár- gei'ði, Fjósatunga, Brúnagerði og Steinkii-kja. Alls sextán bæ- ir. Nú eru í byggð: Steinkii'kja, Brúnagerði, Fjósatunga, Heyk- ir og Þóx-ðai'staðir. Segi og skrifa fimm bæir. Þetta er hörmulegt og það var mér held ur ekki sái-saukalaust að yfir- gefa dalinn. En hann getur átt eftir að byggjast á ný, jafnvel mun meira en nokkru sinni áð- ur, segir Hallgrímur Sigfússon að lokum, og þakka ég svör hans, óska honum margra ánægjustunda með bókum sin- um og minningum. E. D. Happdrætti til styrkt- ar hælisbyggingu HÉR á Akureyri er hafin hælis bygging fyrir vangefna. Styrkt- arfélag vangefinna stendur fyr- ir þeirri framkvæmd, en sveitar félög og hið opinbera styðja þessa framkvæmd. Nú hefur . einnig Samband norðlenzkra kvenna boðið fram aðstoð sína til framggngs þessu menningar- og mannúðarmáli. Því er sér- staklega fagnað vegna þeirrar reynslu, að þau málefni, sem konur styðja, komast öðrum fyrr í höfn. Samband norð- lenzkra kvenna hefur farið á stað með happdrætti í þessu skyni. Kvenfélögin í samband- inu, sem nær yfir allt svæðið frá N.-Þing. til Strandasýslu, að báðum meðtöldum hafa tekið að sér miðasöluna. Sömuleiðis hafa norðlenzku átthagafélögin í Reykjavík tekið að sér að hafa happdrættismiðana til sölu. Þess er að vænta, að fólk hér norðanlands bregðist við af ör- læti og velvilja þegar því verða boðnir happdrættismiðamir til kaups. Foreldrar mega gjarnan hugleiða það hvílík náðargjöf og þakkai'efni það er, að eiga eðlileg og efnileg börn og sýna þakklæti sitt í verki með því t. d. að kaupa einn miða fyrir hvert bam. □ 5 !ór Sigurgeirsson frá Arnstapa MINNING ARORÐ það hefur dunið nú í vetrar- ríkinu, mun sumarið koma að nýju, þegar böi'nin vaxa upp og hjálpa móður sinni að sigrast á ei'fiðleikunum. Öll muna þau góðan föður, sem þau áttu, grandvaran mann, sem allir höfðu gott eitt um að segja. Er það einnig raunabót öldruðum foreldrum að eiga svo skugg- lausa mynd af di'engnum sín- um, þótt þau yrðu að sjá honum á bak. Við, sem nutum Halldórs og vissum hver di'engur hann vai’, eigum skyldur að rækja við áhugamál hans og skuld að gjalda heimi'li hans, sem þai’f sannai’lega á að halda samúð okkar og raunhæfri hjálp. Jarðarför Halldórs var fjöl- menn og fór fi'am frá Ljósa- vatnskirkju. Þar flutti séi'a Friðrik A. Friðriksson fyrrum prófastur eina af sínum áhrifa- miklu kveðjui'æðum. Þarna voru öll systkini Halldórs við- stödd, sum komin um langan veg og söngsystkini Halldórs við Ljósavatnskirkju sungu hon um hinztu kveðju undir söng- stjóm hins aldna söngstjóra, Sigurðar Sigurðssonar. Fi'amtiðin er ói'áðm, en vænt anlega mun unga konan á Ai'n- stapa halda stefnunni fram, eins og þau hjónin höfðu markað hana og þá mun Arnstapi halda áfram að bera fágætri snyrti- mennsku vitni, sem Halldór hafði tamið sér í allri umgengni og í öllum verkum sínum. Megi samúð og góðvilji létta þeim á Arnstapa gönguna til þess ókomna. Jón Jónsson. Æskan BARNABLAÐIÐ ÆSKAN, 3. tbl., er komið út, fjölbreytt mjög að vanda og girnilegt ungum lesendum. Ritstjóri er Grímur Engilbei'ts. Heftið er 50 blaðsíður í stóru broti, og enn veldur hið gamla og góða blað bamanna hlutverki sínu. □ Sviðsmynd úr Fjalla-Eyvindi. UM ÞESSAR MUNDIR er Fjalla-Eyvindur sýndur á Dal- vík, á vegum Leikfélags Dalvík ur og Ungmennafélags Svarf- dæla. En leikstjóri er Stein- grímur Þorsteinsson. Höfundurinn, Jóhann Sigur- jónsson frá Laxamýi'i, samdi Fjalla-Eyvind á dönsku og var ur. En Jóhann varð skámmlifur, andaðist árið 1919, aðeins 39 ára. Eínið í Fjalla-Ejrvindi er ekki langt sótt, því Evvindur Jóhs- son, sunnlenzkur maður, og Halla Jónsdóttir, aðal söguhetj- ur í Fjalla-Eyvindi, voru raun- verulega til og lifðu á 18. öld. Frá vinstri: Arnes, Kári, Halla og Tóta. — (Ljósniyndastofa Páls). hann sýndur í Dagmarleikhús- inu i Kaupmannahöfn árið 1912 og hlaut hina beztu dóma í dönskum blöðum. Hér á landi hefur þetta leikhúsverk verið talið framar öðrum leikritum höfundar, en þau urðu fimm talsins, sem hann lauk við: Rung læknii-, Bóndinn á Hrauni, Fjalla-Eyvindur, Galdra-Loftur og Lyga-Mörð- Hann var sekur fundinn, dæmd ur fyrir þjófnað og lagðist út ásamt Höllu, sem var ekkja, ættuð úr Jökulfjörðum. Um þau spunnust miklar sögur. Síðustu æviár sín lifðu þau þó óáreitt í byggð. Mörg örnefni bera nafn hins ógæfusama útlaga og minna á hann, en leikrit Jó- hanns Sigurjónssoar heldur minningu hans á lofti jafn lengi Andleg hreysti - Allra heill SÍÐASTLIÐIN ÞRJÚ ÁR hef- ur Geðvemdai'félag íslands unn ið að fi'ímerkjasöfnun og síðan hafa sjúklingar í aftui'bata unn. ið við að setja merkin á þau spjöld, sem seld hafá verið til ágóða fyrir starfsemina. Þetta starf hefur þegar gefið góða raun, — sjúklingar hafa yfirleitt haft ánægju af ‘þessu verkefni, og félaginu hafa áskotnazt nokkrar krónur til bi'ýnna framkvæmda. En betur má, ef duga skal, og fer því frímerkjanefnd félagsins þess vinsamlega á leit, að sem flestir sendi Geðvarndarfélag- inu notuð frímerki, innlend sem erlend. Frímei'kin má senda á skrifstofu félagsins að Veltu- sundi 3, eða í pósth. 1308, Rvík. (Ljósmyndastofa Páls). r á Dalvík og listaverkið höfundinum. — Margt hefur verið skráð og rætt um höfundinn og þetta vinsæla skáldvei'k hans og verður engu við það bætt. En hai'mleikurinn Fjalla-Eyvindur lýsir bæði xnikilli skáldgáfu, tilfinninga- hita og alvöru á einhvei-ju for- vitnilegasta efni fyrri tíma: Úti legumönnum á íslandi. Og enn. í dag virðist fólki þetta efni hug stætt. Ég sá Fjalla-Eyvind á Dal- vík á laugai'daginn og mun það hafa verið þriðja sýning. For- leikur Karls O. Runólfssonar var leikinn á undan, af segul- bandi, aðra tónlist önnuðust Ingimar og Finnur Eydal. Þegar setið er í leikhúsi og þess notið, sem fram fer undir sviðsljósunum, er oftast vandi að greina, hvaða hlut leikstjór- inn á í meðferð einstakra leik- enda í hinum ýmsu hlutverk- um, þótt heildarmyndin sé hans. Steingi-ímur Þorsteinsson hefur nú sett 31 sjónleik á svið á Dal- vík. Munu Dalvíkingar með réttu vera honum þakklátir fyr ir þann skerf til leikmála stað- arins. Mér er þó í huga, eftir sýninguna, að hann hafi ekki lagt sig nægilega vel fi-am, t. d. við að leiðbeina vinnufólki Höllu og öðrum „minniháttar“ pei'sónum. Þess vegna vei’ður ívafið ekki eins litríkt og efni virðast standa til, og nauðsyn- legt er. Svanhildur Björgvinsdóttir leikur Höllu og ber leikinn uppi með mikilli reisn, tilfinninga- hita og ótvíræðum hæfileikum, sem njóta sín vel í þessu áhrifa- mikla hlutverki. Bragi Jónsson leikur Fjalla- Eyvind eða Kára og gerir hon- um á köflum hin ágætustu skil. Verður naumast annað sagt, en að Halla og Eyvindur séu þai-na í góðum höndum. Baldvin Magnússon leikur hreppstjói-ann. Björn hrepp- stjóri er maður valdamikill í sinni sveit, ágjarn ekkjumaður og biðill Höllu. Hlutvei'kið er annars mjög rúmt, því hrepp- stjórar eru og hafa ætíð verið af ýmsum gerðum. Það gefur því góð tækifæri, sem að þessu sinni nýtast ekki nægilega. Jafn vel bónorðið er flutt eins og þula. Ég held að þetta verði að skrifast á reikning leikstjórans. Jón Halldórsson leikur auðnu leysingjann Arnes og kemst all vel frá því, og einnig Guðbjöi'g Antonsdóttir, sem leikur Guð- finnu, roskna pipai-mey. Ómar Ai'nbjörnsson leikur Ai'ngrím holdsveika, og sýslumanninn ~leikuf Jóhann Antonsson, báöir þokkalega en án tilþi'ifa. Rafn Arnbjörnsson leikur Jón bónda, Dagný Kjartansdóttir leikur 2 hlutverk, og Óskar Pálmason (Framhald á blaðsíðu 6). j HALLDÓR SIGURGEIRSSON bóndi á Arnstapa í Ljósavatns- hi-eppi andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akui'eyri 6. febrúar sl. og fór útförin fram á Ljósavatni 12. sama mánaðai'. Þó einhver ókunnugur kynni að segja sem svo, að ekki yrði héi'aðsbi’estur við fráfall Hall- dórs á Arnstapa, snertir það okkur nági'anna hans, vini og vandamenn, með nokkrum hætti þannig. Þó annað kæmi ekki til, en fámennt byggðarlag þui'fi á bak að sjá óbieyttum liðsmanni á góðum aldri, væri það ærið nóg. En hvað þá um mann, sem á ýmsan hátt var fágætlega gerður, stóð í miðju lífsstarfi með óleyst verkefni allt í kring.. Halldór Sigurgeirsson var fæddur á Amstapa 28. apríl 1924, sonur sæmdarhjónanna Önnu Guðmundsdóttur og Sig- urgeii's Jóhannssonar, sem lengi hafa búið á Arnstapa, en þau áttu fimmtíu ára hjúskapar- afmæli 6. febrúar í vetur — dag inn, sem Halldór lézt. Börn þeirra Önnu og Sigurgeirs voru sjö, fjórar systur og þrír bræð- ur, sem öll hlutu- gott uppeldi í foreldi’ahúsum og nutu þar ást- ríkis, nema ein systirin, sem ólst upp á Stórutjöi-num og er gift húsmóðir þai'. Ekki átti Halldór kost á ann- arri skólagöngu en á Laugum. Heimilið þuríti hans með og einnig var hann heilsuveill öðru hvex'ju. Fyrir nálega 15 árum gekk hann að eiga Herdísi Þorgríms- dóttur frá Stafnshóli í Skaga- firði og urðu þau síðan hús- bændur á Arnstapa og hafa í miklar umbætur á jörðinni og hefur þurft að taka til höndum við þær umbætur. í góðu sam- býli við umbótaönn og búskap- inn bjó alltaf listhneigð í barmi Halldórs. Hann hafði alla tíð yndi að hljómlist og lék oft fyrir dansi á harmoniku og lengi var hann organisti í Hálskirkju, en Amstapi á þangað kirkjusókn. Fórst honum það vel úr hendi. Menn, sem bæta almennum þegnskaparkvöðum við dagleg stöi-f, auka lífsgildi sitt og sinna samverkamanna. Ekki sízt þeg- ar hver vinnustund er dýi'mæt og börnin orðin fimm, það elzta aðeins 12 ára. Halldór veiktist mjög alvarlega fyrir tveim ár- um, dvaldi þá á sjúkrahúsi um skeið og var tvísýnt um líf hans. Komst þó á ný til nokkurrar heilsu en síðan varð því ekki bægt frá, sem nú er orðið. En þrátt fyrir það, að Arn- stapaheimilið sé nú hnípið eftir það miskuimarleysi, sem yfir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.