Dagur - 10.04.1968, Blaðsíða 6

Dagur - 10.04.1968, Blaðsíða 6
6 Grikkland hið forna eftir Will Ðurant, Jónas Kristjánsson íslenzkaði ÞAÐ telst til undantekninga, a'ð íslendingar setji saman bækur um söguleg efni, svo að það jáfn gildi ekki þrautum Heraklesar að brjótast í gegnum þær, og þegar svo vel tekst til, að skrif- uð sé læsileg bók í sagnfræði er ;hún talin hæpin sagnfræði sakir ljósrar og listfengrar framsetn- ingar. íslendingar hafa kallað sig söguþjóð og frændur okkar á Norðurlöndum kalla ísland sögueyna, en raunar er þetta fremur orðið háð en lof, því að áhugi á sögulegum rannsókn- um, nema einhverju ættfræði- dóti, er mjög af skomum skammti hjá þjóðinni, og veldur þar miklu um, að íslenzka tungu hefir vantað þann sjón- hverfingamann, sem kunni þá list að ljúka upp undraheimum sögunnar og leiða lesandann sér við hönd um víða veröld horf- inna alda. - FJALLA-EYVINDUR (Framhald af blaðsíðu 5). leikur annan bónda. Þá er van- talið vinnufólk Höllu húsfreyju. Það leika: Rögnvaldur Frið- ibjörnsson leikur Magnús, Guð- rún Lárusdóttir leikur Sigríði, og Jón Emil Ágústsson leikur smalann, en Tótu litlu leikur Dagný Birnisdóttir. Sem heild er sýningin sam- felld og áferðagóð og það er ekki lítið átak að sýna slíkt leik 'húsverk í tómstundum. í vand- aðri leikskrá minnir Gunnar Stefánsson, í stuttri ritgerð um höfundinn, á orð Gunnars Gunn arssonar skálds: „Skáldverk eins og Fjalla-Eyvindur halda sig engan veginn innan vébanda listarinnar einnar saman, þau geta brotið tilfinnanlega í bága við strangar listkröfur, án þess að á þau falli. Þau tala til hjarta, hugar, vits og sálar í einu — en einkum til hjartans. Þau eru sá auður mannkyns, sem allt um bætir og sízt má án vera.“ Og því má við bæta, að fífsspeki höfundar og meitlaðar setningai’, sem hann leggur leik endum á tungu eru vissulega enn í fullu gildi, hvert sem við- horf manna er til útilegumanna og semiilegra viðbragða þeirra á örlagastundum í faðmi óblíðra fjalla. Og nokkurs er það vert fyrir leikfólkið, að mega túlka hinar sterku tilfinningar höf- undarins og mikilfenglegu örlög Eyvindar og Höllu. E. D. Menningarsjóður hefir stund um mátt heyra, að hann væri að kafna’ undir nafni. Það er stórt orð hákot og íslenzk bókaút- gáfa er miklum. mun meiri að vöxtum en gæðum, það liggur við, að í jólamáuðinum sé frem ur um blekflóð en bókaútgáfu að ræða. Með hverju árinu sem líður verður meira og meira karlmennskuverk að berjast í gegnum bókastrauminn, og þeg ar landi er náð, eru sigurlaunin ekki önnur en eftirsjá eftir þeim tíma og erfiði, sem eytt hefir verið. Þess vegna er mikil ástæða til að þakka fyrir að fá í hendur þvílíka bók sem hér verður gerð að umræðuefni. Raunar verð ég að játa, að mig brestur sögulega þekkingu til að koma fram með fræðilega rýni á ein- stökum atriðum, sem frá er greint, en eru að verulegu leyti hulin að baki tímans tjalda, en um hitt þarf enginn að efast, að höfundurinn hefir kosið að hafa heldur, það sem réttara reynist, eins og Ari fróði orðaði það, þegar hann lagði frá sér penn- ann eftir að hafa ritað íslend- ingabók. Edda Snorra Sturlusonar verður alltaf merkileg heimild um trúarbrögð og menningu norrænnar heiðni, enda þótt fornleifafræði og þjóðfræði auki við og leiðrétti ýmislegt hjá Snorra. Á sama hátt verður verk Durants alltaf merkilegt og einstætt vegna ritsnilldar hans og glöggskyggni á völund- arhús hins mannlega lífs, enda þótt vísindamenn komandi tíma geti aukið við þá þekkingu, sem honum hefir verið tiltæk, þegar hann vann að því þrekvirki að semja sögu mannlífsins á jörð- inni. Grikkland hið forna er aðeins fyrri hluti Grikklands sögu Durants. Það spannar tímabilið frá því Grikkir komu fram í dagsljós sögunnar og fi’am á öld Periklesar, þegar vegur þeirra er sem mestur. Durant leiðir lesandann á fund guða og manna frá Olimpstindi og niður í silfurnámurnar, þar sem hlekkjaðir þrælar strita og mala auð til handa grískri yfirstétt, en hvar vetna er skilningur hans og mannþekking jafnnæm, aðdáun og gagnfýni haldist í hendur. Saga Grikklands geym ir möfg dæmi um þá staðreynd, að laun heimsins er vanþakklæti og dramb ef falli næst og síð- ast en ekki sízt, að engan dag skyldi lofa fyrr en um sólarlag. Hinir fornu Gi'ikkir eru engin dyggðaljós. Hinir borgaralegu lestir, sem við þekkjum svo vel hver hjá öðrum, heilsa okkur á hverri síðu. Það má segja um Grikki, eins og Brandur biskup sagði um Hvamms-Sturlu, að enginn frýr þeim vits, en stund- um er grunnt á græskuna, enda var veldi Grikklads skapað jöfn um höndum með slægð og hreysti. Einhver kynni að spyrja sem svo, hvers virði er okkur sem lifum í dag að öðlast þekkingu á þessum löngu liðnum tíma. Mál og menning þessa fólks er löngu horfin og aðeins lítið brot varðveitt dreifð út um allan heim. í landinu sjálfu finnum við aðeins rústir hins liðna. Þetta er að vísu rétt, en Dur- ant bendir okkur á þá stað- reynd í formála, að nálega öll vor veraldalega menning er runnin frá Grikklandi. Reikn- ingur, rúmfræði, saga, eðlis- fræði, líffræði, heilsufræði, skáldlist, hljómlist, leiklist, HINGAÐ til lands er kominn Færeyingurinn Christian Matr- as, prófessor við háskólann í heimalandi sínu, sem ber nafn- ið Fróðaskaparsetur. — Hann flytur erindi í Háskóla íslands og þar með eru hafin minning- artengsl þessara tveggja há- skóla. Hinn færeyski prófessor svar- - LÝÐRÆÐIÐ (Framhald af blaðsíðu 4). sterkt. Helzta ráðið til að vinna á móti þessu er að gera stjórnmálaflokkunum kleift að sinna lýðræðis- og þingræðisskyldum sínum á Alþingi og annars staðar. Gera flokkunum mögulegt að starfa sjálfstætt, byggja upp sjálfstæða þjóðmála- menn, sem hafa þá þekk- ingu, sem til þarf að geta notið sín. Slíkt verður ekki gert nema þingflokkunum sé t. d. gefið tækifæri á því að hafa eðlilegu starfsliði á að skipa. □ heimspeki, guðfræði, efahyggja og margt fleira, sem mótar okk ar eigið líf og á eftir að gjöra það. Það sem bætt hefir verið við hinn gríska menningararf er vélamenningin og það, sem henni fylgir. Líf okkar í dag hef ir því rætur sínai' faldar í hin- um forna gríska heimi, sem nú er horfinn af yfirborðinu. Þess vegna er þessi löngu liðna saga jafnframt leiðarljós fyrir hið villuráfandi mannkyn í dag, þó að ratvísin bili enn sem fyrr. Jónas Kristjánsson hefir snú- ið þessu bindi á íslenzka tungu, og ef Durant gæti notið þess, hvernig málið leikur honum á tungu, mundi torvelt að gera honum til hæfis, ef honum þætti hér þui'fa mikið um að bæta. íslenzka þýðingin hjá Jónasi er þroskaður ávöxtur þeirrar ræktunar tungunnar, sem hófst hjá Sveinbirni Egils- syni m. a. þegar hann sneri kvið um Hómers á íslenzka tungu með skólasveinum Bessastaða- skóla. Þýðingin gefur bókinni aukið gildi, því að jafnframt því að öðlast nýja þekkingu og skilning á mannlífinu fyrr og nú bergir lesandinn á lindum ís lenzkrar tungu ferskum og tær um. Menningarsjóður á því allan aði ýmsum spurningum í ís- lenzka útvarpinu eitt kvöldið. íslendingum ber að fagna auknum samskiptum við Fær- eyinga og samgleðjast þeim með hinn nýja vísi að háskóla, sem vonandi vex og eflir menn- ingar- og menntalíf hins fá- menna en merka þjóðfélags. Sagt er að íslendingar og Færeyingar séu nánustu grein- ar hins norræna þjóðarstofns. Þeir eiga því samleið á mörgum sviðum máls og menningar. □ heiður skilið fyrir þetta verk, og þá fyrst og fremst sá, sem hratt þessu verki af stokkunum í upphafi. Aðalgeir Kristjánsson. Reo,lusaman mann o vantar HERBERGI og helzt fæði á sarna stað, sem næst verksmiðj- um S.Í.S. Uppl. í síma 1-10-50. TIL SÖLU: Borðstofuborð og 4 stólar og barnavagn. Tækifærisverð. Eyrarveg 18, sími 1-21-85. TIL SÖLU: Nýr Remington RIEEILL cal. 222, með mjög góðum sjónauka. Uppl. í síma 1-28-31 eftir kl. 6.30 e. h. TIL SÖLU: RAFHA ELDAVÉL (minni gerð). Uppl. í síma 2-13-40. Okkur vantar krakka ^ til að bera út Dag í efri hluta Glerárhverfis AFGREIÐSLA DAGS - Sími 1-11-67 GRÁSLEPPUNETASLÖNGUR fyrirliggjandi. PÁLMI STEFÁNSSON, sími 2-14-15 og 1-20-49 Fróðaskaparsetur í Færeyjum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.