Dagur - 18.04.1968, Side 2

Dagur - 18.04.1968, Side 2
2 Margrét Lúthersdóttir fimmtug Heimili þitt var svo hugnæmt og hlýtt er húsfreyja varst þú í Öxna- dal forðum. Enn er það blómum og unaði prýtt með angandi vistir á svignandi borðum. HINN 3. des. 1967 átti Margrét Lúthersdóttir, Grænumýri 19 á Akureyri, 50 ára afmæli. Þann dag heimsóttu hana frændur og vinir beggja megin Vaðlaheið- ar. Margrét er fædd að Vatns- le-ysu í Fnjóskadal 3. dag desem bermánaðar 1917, dóttir hjón- anna Þórunnar Pálsdóttur og Lúthers Olgeirssonar bónda á Vatnsleysu í Fnjóskadal. Þá gengu í hönd erfiðir tímar hér á landi og menn áttu alla af- komu sína komna undir góðri heilsu og dugnaði sinna eigin handa. Lúther faðh’ Margrétar stundaði sjóinn ásamt nokkrum búskap; það kom því mjög til kasta Þói unnar konu hans að sjá um bú og börn. Þegar Margrét var um 6 ára gömul fórst skip það er faðir hennar var á, og stóð móðir hennar þá uppi með 4 börn, 2 drengi eldri en Margréti og stúlkubarn mjög ungt. Það lætur að líkum að þarna varð þröngt í búi og fljótt urðu þau systkin að taka til höndum. Þórunn giftist aftur, Ingimar Kristjánssyni, ágætum manni og eignaðist með honum 1 dreng. En varla hafði hann slit- ið barnsskónum er Þórunn var aftur oxðin ekkja, og nú eru það börnin af fyrra hjónabandi Þórunnar er styðja hana í raun um hennar og þrengingum. — Þannig var það, að Margrét vandist því snemma að annast yngri systkini sín og hjálpa móð ur sinni á ýmsa lund með heimilisverkin. Sumarið 1938 ræðst Margrét kaupakona að Bakka í Öxna- dal, til Þórs Þorsteinssonar og Bjargar konu hans. Það féll svo vel á með Margréti og þessu fólki að hún réðist þangað í kaupavinnu sumarið eftir. En veturinn eftir, 1938—39, er hún í Kvennaskólanum á Laugum í Reykjadal og útskrifaðist þaðan um vorið með góðum vitnis- burði. Þetta sama vor — 1939 — gerðist það að Rútur bróðir Þórs á Bakka fór að búa í Bakkaseli. Hann var ógiftur og bjó með ráðskonu þetta sumar, en um haustið hurfu allar starfs konur brátt úr Bakkaseli, en aftur á móti réðist Margrét kaupakona á Bakka til hans sem ráðskona. Um vorið 1940 héldu þau brúðkaup sitt Rútur og Margrét, en að hallandi sumri fæddist þeim dóttir er 'hlaut nafnið Gunnþórunn. í Bakkaseli bjuggu þau Rút- ur og Margrét til ársins 1946. Á þessum árum var rekið gistihús í Bakkaseli og þótti vel á öllu haldið hjá þessum ungu hjón- um. Oft var gestkvæmt í Bakka seli á þessum árum enda þurfti þar mikið starfslið. Húsfreyjan unga gekk um allt með þrifnaði og reglusemi og varð brátt vin- sæl bæði af gestum og heimilis- fólki. Margrét Lúthersdóttir. Einhverntíma á þessum ár- um bar að garði í Bakkaseli Pétur Siguiðsson erindreka, og man ég að hann skrifaði grein í vikubláðið' „Dag“ á Akureyri um hve gott væri þar að koma og allt hreinlæti og umgengni væri þar til fyrirmyndar, en sá maður hafði oft vandað um við þjóð sína hvað það snerti. Eins og gefur að skilja var og er oft erfitt að búa í Bakka- seli, einkum á vetrum. Þar geta menn oft einangrast þó við þjóð braut sé, svo er vetrarhamur- inn oft mikill á þessum slóðum. Það þurfti því töluverða for- sjálni til þess að vera við öllu búin, en þó Margrét væri ung að árum lét hún ekki sinn hlut þar eftir liggja. Ég held að Margrét hafi aldrei kunnað vel við sig þarna „inn milli fjallanna“. Hún vildi færa sig neðar í dalinn, vera meira í nábýli við fólkið, og vor ið 1946 — að mig minnir — fluttu þau Rútur og Margrét að Engimýri, en sú jörð hafði farið í eyði og keypti Rútur hana þá, byggði þar upp öll útihús og bráðabirgðaríbúð og stækkaði í stórum stíl. Emnig komu þáu upp vísi að skrúðgarði og átti Margrét sinn þátt í því. Eftir að þau Margrét pg Rútur fluttu frá Bakkaseli fór heldur að halla undan fæti með búskap þar, og árið 1960 var Bakkasel komið í eyði. En margur ferðamaðurinn kvaddi dyra í Engimýri og var þar leiddur í hús og veittur beini þó um náttmál væri. Hjálpsemi Margrétar átti sér varla takmörk. Það var líka gptt að koma til hennar með margháttuð’ vandræði sín. Jafn- vel áttu sængurkonur þar upp- reidda hvílu ef þeim lá á, og reyndist Margrét þeim sem bezta móðir. Börn þeirra Rúts og Margrét ar eru 2: Gunnþórunn og Þor- steinn, þau eru bæði búsett á Akureyri. Einn fósturson eiga þau Rútur og Margrét: Matt- hías bónda á Fossi í Suður- fjörðum. Vorið 1964 fluttu þau Rútur og Margrét frá Engimýri. Var það sökum vanheilsu þeirra beggja, er einkum stafaði frá hinni illræmdu Akureyrar- veiki, er svo margir eiga grátt að gjalda. Sonur þeirra sem þá var á þroskamótum var heldur heilsuveill, svo þeim var nauð- ugur sá einn kostur að flytja til Akureyrar, bæði til þess að vera nær læknishendi og svo ef þau fengju léttari vinnu. Dóttir þeirra var líka gift ágætum manni á Akureyri en fóstur- sonur víðsfjarri, sem fyrr segir. í í'úman aldarfjórðung hefir Margrét staðið við hlið bónda síns, hjúkrað honum sjúkum á stundum og létt undir með úti- verk sveitabúskaparins eftir því sem heilsa hennar leyfði. Þegar ekki var af neinu að taka sem heitir þrek og heilsa hjá þeim hjónum neyddust þau til að selja bú sitt og ganga frá jörð sinni í eyði. Það voru ekki létt spor, en þeim tókst að ganga að vissu leyti inn í nýjan heim og hafa nú byggt sér upp heimili á „hinni fögru Akureyri" og stunda nú vinnu í iðnfyrirtækj - um „SÍS.“ Þarna geta þau líka notið návistar barna sinna og barnabarna, það hygg ég að sé Margrétar mesta gleði. Ekki stóð Engimýri, eignarjörð þeirra, nema eitt ár í eyði. Þangað fluttu hjón með 7 börn og nýtur sú fjölskylda nú þeirra miklu umbóta sem búið var að gera á jörðinni í búskapartíð Rúts og Margrétar. Það finnst þeim ánægjulegt er þau á frí- dögum sínum aka fram Öxna- dalinn að sjá upprennandi ung- menni kvika um sína fyrrver- andi „helgu jörð.“ Það var okk- ur vinum þeirra og venzlamönn um í Öxnadal sjónarsviptir er þau hurfu brott héðan og stund um verður mér það á að líta í suðurátt og finnast ég þurfa að líta eftir smávöxnum manni á fannbreiðunni, svo ég geti sagt þér hve honum skilar vel áleið- is heim til þín Margrét mín. Þetta eru liðnir dagar en minn- ing þeirra vakir ennþá mér í huga. Þess vegna hefi ég verið að dunda við það í allan vetur að koma þessu hugarfóstri mínu á blað, því ekki er skammt milli okkar funda nú. Það er víst farið aftan að mannasiðum að skrifa afmælisgrein svo löngu eftir daginn og afmælis- fagnaðinn. Ég bið afmælisbarn- ið fyrirgefningar á því. Að endingu vil ég þakka þér allt frá liðnum árum og biðja þér og þínum allrar blessunar á komandi dögum. Skrifað á útmánuðum 1968. A. M. Sigurjónsdóttir. VIÐ VOTNIN STRONG Á ANNAÐ hundrað manns í 30 bílum fóru frá Rvík til Homa- fjarðar um páskana, svokallaða skemmtiferð eða öræfaferð. All ir bílarnir komust á leiðarenda, en lentu í misjöfnu. Einkum voru árnar óþægilegir farar- tálmar. Urðu festur miklar hjá sumum þeirra. Ferð þessi var fai'in á vegum Guðmundar Jónassonar og Ulfars Jakobsen. í Núpsvötnum valt einn jepp inn á hliðina, en menn björg- uðust og bíllinn var dreginn til lands. í Hrútá björguðu ferða- mennirnir jeppa, sem oltið hafði á hliðina við það að ísjaki rakst á hann. Bílstjórinn var rétt að skríða upp úr ánni, er Reyk- víkingana bar að, og drógu þeir bílinn úr ánni. En jeppi þessi, sem var úr Hornafirði, var nær alveg á kafi. □ Almennur fundur um bindindismál ALMENNUR FUNDUR um bindindismál verður haldinn í Borgai'bíói næstkomandi mánu dag, 22. apríl, kl. 8,30. Þar verður tekið til umræðu eitt af okkar mestu vandamál- um, hvort ekki sé kominn tími til að beita einhverjum ráðum til að draga úr hinni gífurlegu áfengisnautn, sem hér á sér stað. Á fundinum verða ekki að- eins til umræðu bindindismál, heldur fara þar fram einnig góð skemmtiatriði. Séra Sigurður Haukur Guð- jónsson flytur aðalræðuna, en hann er einn af snjöllustu ræðu mönnum þjóðarinar. Ómar Ragnarsson skemmtir með sínum snjöllu gamanþátt- Ungan reglusaman mann VANTAR HERliERGI Uppl. í síma 1-25-55. ÞRIGGJA HERB. IBUÐ til leigu frá 1. júní til 1. febrúar. Uppl. miLli kl. 7 og 9 á kvöidin í Höfðahlíð 9. Húseignin KRINGLUMÝRI 14 er til sölu. Skipti á minni íbúð kemur til greina. Upplýsingar á staðnum. íbúð mín, efri hæð BYGGÐAVEGAR 136 til sölu. Getur orðið laus í júlí næstk. Viðar Helgason, Byggðav. 136. Uppl. ekki gefnar í síma. HERBERGI VANTAR fyrir eldri rnann á rólegum stað. Algjör reglusemi. Uppl. í síma 1-14-43. ÍBÚÐ ÓSKAST til leigu, sem fyrst. Tvennt fullorðið í heimili. Uppl. í síma 1-28-46 á kvöldin. Húseignin MÖÐRUVALLA- STRÆTI 1 er til sölu Seld í einu lagi eða livor íbúð fyrir sig. Uppl. í síma 1-19-80. um, þar á meðal gamanþáttum um skíðaferðir. M.A.-kvartettinn er kunnur fyrir ágætan söng ■ og hann skemmtir þar einnig. - Akureyrartogarar (Framhald af blaðsíðu 8). 8192 sterlingspund. Átti þá 70 tonn óseld. Seldi þau í dag (17. apríl) fyrir 3696 pund. Kaldbakur landaði 265 tonn- um á Akranesi 10. apríl. Er nú á veiðum. □ MOSKVITHS til sölu Árgerð 1966. Ekin 11 jiús. km. Góðir greiðsluskil- málar. Sími 1-24-95. Fyrir sumardaginn 1. B ARN APEYSUR BARNA- GOLFTREYJUR BARNA- STRETHSBUXUR SPORTSOKKAR og LEISTAR VERZLUNIN DRÍFA Denska landsliðið í körfuknattleik sigraði Þór SL. ÞRIÐJUDAG kl. 8.15 lék danska landsliðið í körfuknatt- leik við 1. deildarlið Þórs í íþróttaskemmunni á Akureyri og fóru leikar svo að Danir sigruðu með 79:54 stigum. Danska liðið sýndi á köflum góð an leik, en leikmennirnir voru grófari en leikmenn 1. deildar- liðanna íslenzku, sem hér hafa leikið í vetur. Einar Bollason var langbeztur af leikmönnum Þórs og skoraði 22 stig í síðari hálfleik. Leikurinn var jafn framan af, og um miðjan fyrri hálfleik var staðan jöfn 14:14, en þá skoruðu Danir 10 stig án þess Þórsurum tækist að svara fyrir sig. í leik- hléi var 15 stiga munur 38:23 fyrir Dani. Þórsarar byrjuðu vel í síðari hálfleik og tókst að minnka bilið niður í 6 stig 44:38, en þá tóku Danir góðan sprett og skoruðu 8 stig án þess. Þór tækist að skora og var um tíma 27 stiga munur 69:42, en í lokin héldu Þórsarar í við Dani og lauk leiknum með 25 stiga sigri danska landsliðsins 79:54. Köflóttar vinniiskyrtur karlmamia og drengja SÍMI 21400,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.