Dagur - 24.04.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 24.04.1968, Blaðsíða 1
EFNAVERKSMIÐJAN SJOFN Dagur LI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 24. apríl 1968 — 17. tölublað FIUMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÓSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING HAFISNEFND KOSIN í VIKUNNI sem leið kaus Alþingi fimm manna hafís- nefnd, sem áður hafði verið samþykkt að kjósa, eftir til- lögu fjórtán þingmanna af Norður- og Austurlandi og af Vestfjörðum. Nefndin á að gera tillögur um ráðstaf- anir vegna hættu, sem á því er að siglingar teppist vegna ísa. í nefndinni eru alþingis- mennirnir: Stefán Valgeirs- son, Bragi Sigurjónsson, Pálmi Jónsson og Ólafur Björnsson, sem gert er ráð fyrir að verði formaður og Jóhannes Stefánsson í Nes- kaupstað. Formlegan fund hefur nefndin ekki enn hald ið, en nefndarmenn munu þó hafa komið saman til skrafs og ráðagerða. □ H-DAGURINN ER 26. MAl Nauðsynlegt að fólk kynni sér breytingarnar H-DAGURINN svonefndi er 26. maí n. k. Lögreglustjórar og sýslumenn á hverjum stað sjá um framkvæmd þess máls, en undii'búningur er í höndum fleiri aðila, svo sem umferðar- nefndar í þéttbýli, þar sem þær eru til en þeirra störf beinast, hvað H-daginn snertir, sérstak- lega að ýmsum nauðsynlegum umferðarbreytingum til að auð velda almenna umferð, auk þeirra breytinga, sem lögboðnar eru og gildi taka 26. maí. Búið er, hér á Akureyri, að ákveða ýmsar breytingar, sem mikils undirbúnings hafa kraf- izt, svo sem tenging Glerárgötu framhjá miðbænum, við höfn- ina. En sú umferðaræð léttir mjög á annarri umferð í stórum hluta bæjarins. Reglugerð um umferðarmál hefur þegar verið samþykkt fyrir Akureyrarkaup stað og uppdrættir af helztu umferðaræðum, og umferð eftir breytinguna, hafa verið til sýnis á áberandi stöðum í bænum. Blaðið ræddi þessi mál við Gísla Ólafsson yfiiiögergluþjón í fyrradag. En hann er formað- ur umferðaröryggisnefndar fyr- & t é t «- «& Gleðilegt I t f t i suman ir Akureyri og nokkrar nær- liggjandi sveitir. Þessar sveitir, sagði hann, eru stofnaðar á vegum Slysavarna- félags íslands og eiga að vera einskonar tengiliður milli al- mennings og valdhafanna og bæjar- og sveitarstjórna, ráð- gefandi nefnd, án valds eða launa. Hálshreppur, Svalbarðs- strandarhreppur, Grýtubakka- hreppur hafa sínar sérnefndir og með Dalvík er Svarfaðardal- ur, Árskógsströnd og Hrísey. En önnur svæði við Eyjafjörð heyra undir nefndina, sem hér stanfar. Hins vegar er bæjar- fógeti og bæjarverkfræðingur í umferðarnefnd bæjarins. Rétt er að geta þess, sagði yfirlögregluþjónninn, að um- ferðarkennsla í skólum, varð- andi H-daginn, er algerlega í höndum fræðslumálastjórnar- innar, en umferðaröryggisnefnd hefur komið á fundarhöldum í héraðinu, þar sem erindrekar H-umferðarinnar hafa haldið fræðsluerindi um umferðarmál. Aðspurður sagðist Gísli búast við því að 50—70 umferðar- verðir yrðu hér í bænum til að leiðbeina, einkum gangandi fólki í umferðinni og eitthvað yrði fjölgað í lögreglunni líka. Haldið verður uppi löggæzlu í öllu umdæminu, með hjálp aukinnar lögreglu, einnig úr sveitum og bifreiðaeftirlits- manna og lögreglumanna frá Dalvík. Senn kemur sumaryndi og graeir liagar á norðlægum slóðum. Gufuvirkjun í Bjarnarflagi í sumar í SÍÐUSTU VIKU voru hér á ferð Valgarð Thoroddsen raf- magnsveitustjóri, Ottó Valde- marsson verkfræðingur og Ólaf ur Eiríksson tæknifræðingur og fóru, ásamt Ingólfi Árnasyni raf veitustjóra, austur í Náma- skarð. Þessi ferð er liður í at- hugun Rafmagnsveitna ríkisins á gufuvirkjun í Námaskarði. Ef af virkjun verður, yrði þetta fyrsta virkjun sinnar teg- undar á landinu. Fyrirhuguð stærð er 2—3000 kw. og hlut- verk slíkrar virkjunar yrði tví- þætt: í fyrsta lagi að fá reynslu af rekstri slíks mannvirkis hér á landi, og í öðru lagi er full þörf á viðbótarafli hér á Norð- urlandi, þar til stækkun Laxár- virkjunar er komin í not. Virkjunina er fyrirhugað að byggja án eimsvala, þannig að gufan er tekin beint inn á hverf ilinn og er hleypt út í andrúms- loftið. Gufunotkun er mikil við þessa tilhögun, en til muna ódýrari í stofnkostnaði. Fregnir af áðurnefndri ferð sunnanmanna til Mývatnssveit- ar og fyrirhuguðum fram- kvæmdum Rafmagnsveitna rík isins þar eystra, fékk blaðið staðfestar hjá Ingólfi Árnasyni rafveitustjóra. Hin sívaxandi raforkuþörf landsmanna kallar stöðugt á auknar virkjanir fallvatna, sem landið á svo mikið af og hafa gefið góða raun, sem orkugjafi til iðnaðar og margra fram- kvæmda og til að hita og lýsa heimili manna og vinnustaði. Fyrir löngu byrjuðu einnig at- huganir á jarðhita til raforku- framleiðslu, og nú mun um aldarfjórðungur liðinn síðan ákveðið var að virkja jarðhita í Krísuvík á þann hátt, en af framkvæmdum þar varð ekki, né heldur á öðrum stöðum. í Bjarnarflagi í Mývatnssveit, nálægt Kísiliðjunni og í Náma- skarði, er jarðhitinn gífurlega (Framhald á blaðsíðu 4) Búféð er veigamesti þátfur landbúnaðarsýningarinnar LANDBÚNAÐARSÝNINGIN í Laugardal 1968 verður 9.—18. ágúst. Sýndar verða 12 úrvals kýr í tveim flokkum og 4 úrvals kyn'bótanaut, tvö þeirra ásamt nokkrum dætrum, ennfremur holdanautablendingar. Sauðfé af svæðinu milli Hvít- VIÐ ÞINGLAUSNIR ALÞINGI var slitið á laugar- daginn var. Forseti lýðveldis- ins, herra Ásgeir Ásgeirsson, vék að því í stuttri ræðu við þingslitin, að hann fram- kvæmdi þá athöfn í síðasta sinn. En þótt lýðveldisforset- inn undirritaði bréf um þing- slit og tilkynnti þau síðan í heyranda hljóði, er það ekki hann, sem í raun og veru ákveður þingslit. Það gerir for sætisráðherrann. Það er hann, sem leggur dóm á það, hvort þingið sé búið að afgreiða þau mál, sem nauðsyn ber til að afgreiða hverju sinni. Sá dóm ur getur orkað tvímælis. Og í útvarpsumræðunum sagði einn af alþingismönnunum, að þinginu væri slitið þennan dag af því þrír ráðherranna ætluðu til útlanda um þá helgi. Fyrir ríkissjóð skiptir það víst ekki miklu máli hvort þinginu er slitið vikunni fyrr eða síðar, því þingmenn hafa fast árskaup og sama er að segja um ráðherrana. Veru- legur hluti af starfsmönnum þingsins f/innur líka allt árið á föstu kaupi. En mörg voru málin óafgreidd í þinglokin, sem fyrir þingið höfðu verið lögð, og síðustu dagana var flaustrað af málum, sem full þörf var að athuga betur. Slík afgreiðsla mála er raunar ekki ný bóla og er skammt að minn ast skólakostnaðarlaganna nýju, sem knúin voru gegn um þingið í fyrra, rétt fyrir þingslit. Niðurstaðan er sú, að þessi lög eru ekki nema að sáralitlu leyti komin til fram- kvæmda, og sagt er, að sumir kaflar þeirra séu óframkvæm anlegir, að áliti stjórnarvalda. Bændum landsins mun þykja það hart, að lhin miklu vandamál landbúnaðarins um þessar mundir fengust ekki tekin fyrir, þó að óskað væri, en haldið fast við að slíta þing inu án tillits til þeirra. Af- leiðingin kemur nú m. a. fram í hinu nýálagða verðjöfnunar- gjaldi. Á þessu þingi, sem nú er ný lokið, var á ný flutt tillaga um, að ljúka þeirri endurskoð un stjórnarskrárinnar, sem boðuð var við stofnun lýðveld isins fyrir aldaríjórðungi. Enn situr það mál í sama f'arinu, og helzt var svo að heyra á forsætisráðherra, að endur- skoðunar væri ekki þörf. Átta þingmenn fluttu á þing inu tillögu um að vegamála- (Framhald á blaðsíðu 4). ár og Þjórsár verður sýnt, enn- fremur geitfé. Kynbótahross og gæðingar af öllu landinu verða sýnd, m. a. 18 stóðhestar. Veitt verða ofurlítil verðlaun fyrir framúrskarandi gripi t. d. 50 þús. kr. fyrir bezta stóðhest- inn og er áherzla lögð á þessa búgrein, alveg sérstaklega — á þessari sýningu. Beiðni um þátttöku í sýning- unni sendist Búnaðarfélagi ís- lands fyrir 15. maí n. k. Flutn- ing að og frá sýningu annast eigendur og greiði þátttöku- gjald. Búfjársýningin verður einn veigamesti þáttur landbúnaðar- sýningarinnar og þar virðast hrossin eiga að skipa öndvegi. ASIUINFLUENSAN ASÍUINFLÚENSAN hefur náð mjög að breiðast út í Reykjavík eftir páska. Ekki er að fullu vitað, hvort hér er um sömu inflúensu að ræða, og hér var áður víða um land. Veikinni fylgir hár hiti og þá er alltaf hætt við fylgikvillum, ef ekki er mjög varlega farið. Hún breiðist nú um Suðumes. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.