Dagur - 24.04.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 24.04.1968, Blaðsíða 8
8 Aflabrögð með eindæmum góð Eskifirði 23. aprí!. íshröngl er enn hér á firðinum Qg út Reyð- arfjörð. En skipum er vel fært. i HAFLIÐILANDAR 28« TONNUM Siglufirði 23. apríl. Hafliði land- ar hér 280 tonnum og Sigl- firðingur 50 tonnum á Húsavík. Afli togbátanna er ágætur en nær ördeyða á línu. Fiskurinn er úttroðinn af átu og lítur ekki við beitu. Hrognkelsaveiði er sæmileg. Landleiðin í vestur er lokuð nema jeppum. Snjór er minni í fjöllum en á sama tima í fyrra. J. Þ. Aflabrögð eru með eindæm- um góð og mikil atvinna. Um 1800 tonn fiskjar eru hingað komin af fjórum heimabátum, Jóni Kjartanssyni, Krossanesi, Hólmanesi og Guðrúnu Þorkels dóttur. Ennfremur hefur Sigur björg ÓF lagt hér upp sínum afla. Aflinn.er'sóttur suður fyr- ir land, allt vestur að Ingólfs- höfða. Fiskurinn fer í frystingu og salt. Allif vegir eru sundurskornir og illfærir. Verið er að aefa Pilt og stúlku. Leikstjóri er 'Erlendur Svavars son, Réykjavík. Unnið er af kappi við undirbúning lands- móts UMFÍ, sem haldið verður á Eiðum fyrsta sunnudag júlí- mánaðar. K. I. ■■ —-----A GARÐYRKJUSKÓLI Á AKUREYRI INGVAR Gíslason og Stefán Valgeirsson fluttu á Alþingi, sem nú er nýlokið, frumvarp til laga um stofnun garð- yrkjuskóla á Akureyri. Þing menn úr Norðurlandskjör- dæmi eystra hreyfðu þessu máli fyrir 2—3 árum á Al- þingi og fengu samþykkta áskorun til stjórnarinnar að vinna að lagasetningu um skólann. Nefnd hefur starf- að hér nyrðra og skilaði hún tillögum til ráðuneytisins. Vonandi verður þetta frum- varp til þess, að skriður kom ist á málið. □ Fyrsli áfangi félagsheimilis á Húsavík SMÁTT OG STÓRT LANGLÍFI — SKAMMLÍFI Nú er aldur manna 70—80 ár í hæst þróuðu lönduniun (enn hærri á sumuni stöðum, þar sem fólk er hvað fjarlægast „þróun“ nútímans). Sennilegt er, að 100 ár verði eðlilegt ævi- skeið, áður en langt líður, segir í áliti starfsmanns í WHO. Kon- ur lifa 5 árum lengur í iðnaðar- löndum. Fyrrum var meðalald- ur 20—40 ár, segir í sömu frétt. PLATON VARÐ ATTRÆÐUR Skýrslur vantar þó uin langlífi manna eða skammlífi á fyrri öldum. Sagan getur aðeins um aldur einstöku manna. Platon varð áttræður, Cicero 64 ára. Ovidius 60 ára og Pyþagoras náði 82 ára aldri. Víst er, að meðalaldur víða um lönd hefur hækkað síðustu áratugi. Vísindi fregnir af því, að lóan væri kom in, stelkurinn, grágæsin, álftin og tjaldurinn, en aðeins fáa fugla hverrar tegundar höfðu menn þá séð. Auðnutittlings- hreiðri með sex eggjum var blaðinu sagt frá í gær, og þrest- irnir eru líka byrjaðir á hreiður gerð. SAUÐNAUT Norðmenn ætla að flytja nokkra tugi af grænlenzkum sauðnauta kálfum til síns heimalands á þessu ári. Mun eiga að hafa þá fyrst um sinn í eyju einni. Hvert kíló af sauðnautaull er 80 þús. kr. virði, að því er fregn ir herma. Kjötið er einnig mikið og ljúffengt. Sauðnaut þau, sem Norðmenn ætla að flytja inn og síðan fjölga, eiga að vera hús- dýr. Húsavík 17. apríl. í gær var tek inn í notkun fyrsti áfangi félags heimilis Húsavíkur, 335 ferm. dans- og fundarsalur, fimm her bergi aðildarfélaga, setustofa og eldhús, svo og tilheyrandi snyrt ingar, fatageymslur og gangar. Þessi áfangi, sem er félagaað- staða heimilisins, var formlega opnaður og afhentur til notkun ar. á hátíðarfundi, sem fram- kvæmdastjórn byggingarinnar efndi til í gær með forráðamönn um aðildarfélaganna og nokkr- um gestum. Síðar um daginn kom fjöldi manns, til að .skoða húsakynnin, sem eru eins og smekklegasta heimili getur bezt verið. Heimilinu bárust í tilefni dagsins tvær góðar gjafir, mál- verk frá Benedikt Jónssyni list málara og 25.000.00 krónur frá Einari M. Jóhannessyni verk- smiðjustjóra. Smíði félagsheimilisins hófst árið 1962, er Áskell Einarsson, þáverandi bæjarstjóri á Húsa- vík stakk upp fyrstu skóflu- stunguna. Ákveðið var, að bygg ingin skyldi vera þrjár álmur og byggð í áföngum. Búið er að steypa tvær álmurnar, félaga- aðstöðuna og aðalsamkomusal- inn og eftir er að steypa álmu fyrir kvikmynda- og leiksýn- ingar. Nú er ennfremur búið að ákveða að gera gistihús við fé- lagsheimilið. Teiknistofa arki- tektanna, Gísla Halldórssonar og Jósefs Reynis að Ármúla 6, Reykjavík hefur gert teikning- ar að húsinu. Framkvæmda- stjóri byggingarinnar hefur ver ið Einar M. Jóhannesson og for maður framkvæmdastjórnar Sigurjón Jóhannesson skóla- stjóri. Rekstur félagsheimilisins er þegar hafinn og var fyrsti dans- leikurinn haldinn í því í gær- kveldi. Framkvæmdastjóm þess skipa: Björn Friðfinnsson bæj- Ágætur fundur HIN ýmsu bindindissamtök á Akureyri héldu opinberan fund um bindindismál í Varðborg í FRÁ SKÁKÞINGINU STAÐAN á Skákþingi Akur- eyrar fyrir síðustu umferð í meistarafilokki er nú þessi: Efstir og jafnir eru þeir Jó- hann Snorrason og Olafur Kristjánsson með 6 vinninga og næstur er Jón Torfason með 4já vinning og biðskák. Síðasta umferðin verður tefld n. k. mánudagskvöld í Landsbanka- salnum. □ arstjóri, Freyr Bjarnason múr- ari og Grímur Leifsson rafvirki. Framkvæmdastjóri þess er Sig- tryggur Albertsson veitinga- maður. Gamla samkomuhús Húsa- víkur verður nú notað fyrir leik sýningar og kvikmyndasýning- ar. Framkvæmdastjóri þess er Jóhannes Haraldsson. Á því hafa verið gerðar miklar um- bætur, komið fyrir föstum sæt- um á höllu gólfi og góMin teppa lögð. Leikfélag Húsavíkur æfir nú sjónleikinn „Hjónaspil“, sem er gamanleikur og munu sýningar hefjast innan skamms. Þ. J. geta næstum í einu vettfangi lengt líf manna að mun, eins og áður hefur gerzt. AÐ BÚA TIL FRÆKNA MENN Þá er í þessu sambandi rétt að benda á þær mörgu raddir, sem telja sjálfsagt, að stjórna við- ERLENDAR SKULDIR 1958-68 SAMKVÆMT skýrslum Seðlabankans hafa skuldir íslands erlendis (opinberra aðila og eikaaðila) verið sem hér segir í árslok: Ár 1958 — 1999 millj. kr. Ár 1959 — 2635 millj. kr. Ár 1960 — 2987 millj. kr. Ár 1961 — 2620 millj. kr. Ár 1962 — 2038 millj. kr. Ár 1963 — 2352 millj. kr. Ár 1964 — 2515 millj. kr. Ár 1965 — 2584 millj. kr. Ár 1966 — 3271 millj. kr. Ár 1967 — 4891 millj. kr. Þessar tölur sýna nettó- skuldir, þegar búið er að draga frá brúttóskuldum inn eignir bankanna í reikning- um erlendis þ. e. hinn svo- nefnda gjaldeyrisvarasjóð. Upphæðin er öll árin reikn- uð á sama gengi þ. e. því, sem skráð var í október- mánuði 1967. □ komu mannkynsins, á þann veg að fá fram ofurmenni, blátt áfram með vísindalegum manna kynbótum. Er þar átt við tækni frjófgun, þar sem afburðamenn gætu skilað erfðaeiginleikum sínum til mikils fjölda niðja. V AR AHLUTIR Þótt framanskráðar hugmyndir eigi enn ekki nógu marga fylgj- endur til framkvæmda í stórum stíl, eru víst flestir sanunála um nauðsyn á framleiðslu gervi- varahluta í mannslíkamann og eru miklar vonir bundnar hraðri þróun á því sviði. Ágæfur alli hjá logbáfum Lítill afli á línu, þótt beitt sé nýrri loðnu Dalvík 23. apríl. Ágætur afli hefur verið hjá togbátum og varð að landa 100 tonnum á Húsavík og í Hrísey af því frystihúsið hér hafði ekki und- an. En fiskurinn er smár og seinunninn. Á línu fæst lítið þótt beitt sé nýrri loðnu. Æði- margir stunda hrognkelsaveiði en afli er ennþá fremur lítill. Vegir eru mjög veikir, færir að kalla, þó er Múlavegur nær um bindindismál ófær vegna aurbleytu skammt norðan Dalvíkur. í gær fór héðan mjög hlaðinn bíll til Akureyrar og skar sund- ur veginn á sumum stöðum, svo ljótt var á að horfa. J. H. Kynningarkvöld GÍDEONFÉLAG var stofnað á Akureyri á hvítasunnu 1965, og heldur nú sína árlegu kynning- arsamkomu miðvikudaginn 24. apríl, (síðasta vetrardag) kl. 8.30 í Kristniboðshúsinu Zion. SÁLMURINN Kona ein benti blaðinu á þá mis sögn Morgunbl. 11. apríl sl. að sálmurinn: „Á kross var lagður lausnari vor forðum“, væri eftir Einar H. Kvaran. Sálmurinn er þýddur af honum en höfundur- inn er Chr. Ricard, danskur maður. LÓAN ER KOMIN Hinn 17. þ. m. bárust blaðinu Biblíum og Nýja testamentum. Gídeonfélagið hefur það að markmiði að útbreiða Biblíuna og aðal verkefni þess hefur ver ið að gefa öllum 12 ára börnum Nýja testamenti. fyrrakvöld. Honum stjórnaði Stefán Ág. Kristjánsson. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson flutti aðalræðu kvöldsins og þotti hún vera hin sköruleg- asta.. ÁVÖrP fluttu Arnfinnur ArnfinnSson, Jónas Jónsson frá Brekknakoti óg Pálmi Matthías son. Ómar Ragnarsson skemmti og Blandaður MA-kvartett söng. Samkomusalurinn var troð- fullur af áhugasömum áheyr- endum og komst margt af fólk- inu ekki í sæti. Aðgangur var ókeypis. Þessi fundur var til mikils sóma. □ Þar mun verða flutt erindi um starf og gagnsemi félagsins og þá verður einnig hugvekja og kórsöngur. Tekið verður á móti frjálsum framlögum til kaupa á í FYRRADAG varð barn fyrir bíl við Hafnarstræti 28 og sama dag varð annað barn fyrir bíl við Hafnarstræti 63. Bæði börn in voru flutt í sjúkrahús og gert þar að sárum þeirra, en að því búnu heim til sín. Félagsmenn treysta á skiln- ing Akureyringa fyrir starfi Gídeonsfélagsins og vænta þess að margir komi á samkomuna. Eldur varð laus í beinakvörn í Krossanesverksmiðju í gær- morgun. Slökkvilið var kallað á staðinn en starfsmenn höfðu slökkt áður en það kom. Skemmdir voru ekki að fullu kannaðar. □ TVÖ BÖRN URÐU FYRIR BlLUM EXPO — 70 EXPO — 70 á liún að heita næsta heimssýning, sem haldin verður 1970 í Osaka í Japan, sem er önnur stærsta borg í því landi. Fjölmargar þjóðir hafa tilkynnt þátttöku sína, en ekki er vitað, að Norðurlönd séu meðal þeirra, ennþá a. m. k. En líklegt, að þau sameinist um sýningarskála ef þau verða með. Gert er ráð fyrir 30 milljónum sýningargesta. 100 ÁR f NÚTÍMANUM Japanir óskuðu að hafa sýningu þessa í sínu landi til að minnast þess, að 100 ár Ýæru liðin síðan þjóðin fór að tileinka sér mikil- væga þætti nútíma þjóðfélags. Osaka eru einskonar Feneyjar Asíu, með óteljandi síkjum og skurðum, og brúm, og telur á fjórðu milljón íbúa. Á NORÐURPÓLNUM Robert Peary aðmíráll komst til Norðurpólsins, landleiðina, 1909. En sl. föstudag náði sex manna leiðangur, undir stjóm Ralp Plaisted, þangað, og er þar um Kanadamenn að ræða. Þeir ferð uðust á snjóbílum og notuðu trefjaplastsleða, í stað hunda, sem notaðir voru 1909. Leiðang ur Plaisted lagði upp frá eyju einni í Norður-Kanada, en það var 760 km. leið til Norðurpóls- ins. „ALLIR VEGIR AÐ VERÐA ÓFÆRIR“ BJÖRN Brynjólfsson hjá Vega- gerðinni tjáði blaðinu í gær, að allir vegir væru að verða ófær- ir, ef svo héldi sem nú horfði. Orðið er ófært til Dalvíkur á fólksbílum, einnig til Húsavík- ur og fyrir Múlann. Suðurleiðin er enn opin og vegir innan héraðs, aðrir en Dalvíkurvegur, enn slarkfærir flestum eða öll- um bílum. Pyttir væru þó að koma hér og þar í vegina. Um Vaðlaheiði og Fljótsheiði er bönnuð umferð nema á jeppum. Sjö tonna öxulþunga-takmörk- un er á veginum Akureyri — Reykjavík, en 5 tonna þungi á öðrum vegum hér um slóðir. □ t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.