Dagur - 01.05.1968, Side 1

Dagur - 01.05.1968, Side 1
EFNAVERKSMIOJAN SJOFN Dagur LI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 1. maí. 1968 — 18. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÓLLUN - KOPIERING Stapafell fast í ís á Raufarhöfn Í555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555Í555555555555555555555555555555555555! Raufarliöfn 30. apríl. Stapafell, sem var að losa gasolíu á Þórs- höfn en farið þaðan, hraktist undan ís hér útifyrir og kom í gær hér að bryggju, en ísinn lokar algerlega. Vír var strengd ur fyrir hafnarmynnið. Bakkafoss sneri við hjá Rauðanúpum í gær, vegna íss. fsinn virðist samfelldur langt út af Sléttu og kom upp aö landi í norðanáttinni. orðnir því sem flugvöllurinn Vegir voru næst ófærir en opinn. Sjómenn, sem byrjaðir voru að leggja hrognkelsanet, rifu þau upp í gær og máttu ekki seinni vera. í þeim var mikil veiði. Nokkur snjór er kominn síð- an byrjaði að hríða á laugar- daginn. Nú er stillt veður en hríðarkólga í norðri. H. H. 1. maí ávarp verkalýðsfélaganna NÚ EINS og jafnan áður, 'helga vinnandi menn um heim allan 1. maí baráttu sinni fyrir bætt- um kjörum og réttlátara þjóð- skipulagi. Alþýða manna og samtök hennar fagna unnum sigrum, en líta jafnframt fram á leið til hinna mörgu óleystu viðfangsefna og baráttumála komandi tíma. Helmingur af íbúum jarðar býr nú við skort brýnustu mat- væla, hungur, fáfræði og sjúk- dóma og kynþáttamisrétti fær- ist í aukana. Bilið í milli van- þróaðra ríkja og hinna þróuðu iðnaðarlanda vex, gjáin milli hinna auðugu og hinna fátæku þjóða breikkar og slík öfug- þróun ógnar friði í heiminum í æ ríkara mæli. Því rísa kröfur alþýðunnar um heim allan um MIKIL TOGVEIÐI - SALTLAUS BÆR Ólafsfirði 29. apríl. Sýning á handavinnu, teikningum, vinnu bókum og annarri vinnu nem- enda Barna- og gagnfræðaskóla Olafsfjarðar var opin hér í gær frá kl. 2—10 síðdegis. Var þar margt fallegt og eigulegt að sjá, enda sýning þessi ágætlega sótt. Veiði togbáta hefur verið ágæt undanfarið en afli neta- og línubáta rýr. Trillubátar hafa lítið róið, enda virðist fisk- ur ekki genginn á grunnmið ennþá. Þessi afli togbátanna hefur glætt atvinnuna mjög svo að segja má, að nóg atvinna hafi verið undanfarnar vikur. Nú eru sum húsin saltlaus orðin svo að Hannes Hafstein varð að landa 65 smálestum á Húsavík um helgina. Flestir bátar lágu inni um helgina vegna brælu. B. S. efnahagslegt réttlæti þjóða i milli hærra nú en nokkru sinni fyrr, um afnám kynþáttamis- réttis, um frið og allsherjar af- vopnun, um afnám allra hern- aðarbandalaga. íslenzk verka- lýðshreyfing styður þessar kröf ur hinnar alþjóðlegu hreyfing- ar og krefst þess, að fulltrúar íslands á alþjóðavettvangi geri þær að sínum. Hérlendis eru þau verkefni brýnust að tryggja atvinnu- öryggi og viðunanleg lífskjör með 40—44 stunda vinnuviku. ¥ , .. i , p , Tafarlaust yerður að útrýma Laxveioi bonnuo 1 sjo; aoems leyto 1 iersku vatni veiði í sjó, en hér er slíkt bann- TIL HÆGRI á myndinni er nýr vegur, gerður í sjó framan við gamla Timburliús KEA. Allt fyrir H-umferðina! (Ljósmynd: E. D.) Islendingar veiða árlega um 30 þús. laxa því atvinnuleysi, sem hefur ver ið viðvarandi um skeið og hefja framsýna uppbyggingarstefnu atvinnuveganna til vegs. Skýrsl ur sanna að árgangar, sem bæt- ast á vinnumarkaðinn næsta áratuginn eru fast að helmingi fjölmennari en þeir, sem bætt- ust við síðasta áratuginn. Hér þarf því stórfellst og markvisst átak að koma til, ef vá á ekki að verða fyrir dyrum á næstu tímum. Með bættu skipulagi atvinnu veganna er unnt að stytta þann (Framhald á blaðsíðu 2). Á SÍÐASTA bændaklúbbsfundi á Hótel KEA var rætt um lax- og silungsveiði og ræktun þess- ara nytjafiska. Framsögumaður fundarins var Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri. Kjarni erindis hans var þó fyrst og fremst ræktun nytjafiska í ám og vötnum í máli og myndum. Að erindinu loknu hófust langar og miklar umræður og voru fiskiræktarmálin þá tekin til umræðu í einstökum atrið-1 um. íslendingar veiða nú 25 til 30 þúsund laxa árlega og er um helmingur þessarar veiði feng- inn í net í fáum, mjög gjöfúl- um laxám. Laxinn er í háu verði innanlands og utan. Leiga á laxám er líka há. í nágranna- löndunum er mjög mikil lax- að og byggist bannið á áhuga á sem mestri laxgengd í veiði- ánum. Það er ekki fyrr en á síðari árum, að skriður komst á rann- sóknir á ræktun í fiskigengum ám og tjörnum og stöðuvötnum. (Framhald á blaðsíðu 5). Húsbruni í Grímsey Sjómenn reyndu að smygla víni Egilsstöðum 30. apríl. Skipverj- ar á Mánafossi, sem lá á Seyðis- firði um helgina, báðu síma- menn að flytja fyrir sig töskur nokkrar í jeppa sínum til Egils- staðaflugvallar, en þaðan áttu þær að fara með flugvél til Reykjavíkur. Greiðviknir síma menn tóku flutninginn, sem varð fyrir einhverju hnjaski á leiðinni. En þá gaus upp vín- þefur mikill. Þórður Benedikts son hreppstjóri var látinn vita og kyrrsetti hann varninginn og Valtýr Guðmundsson sýslu- maður skarst í málið. Það sáu menn í Egilsstaðakauptúni síð- ast til hins smyglaða varnings, allt að 100 flöskum, tárvotum augum, að hann hvarf inn í lög reglubifreið Eskifjarðar. Allur Reyðarfjörður er þak- inn íshrafli. ísinn rekur hratt suður með Austfjörðum og mun nálgast Fáski'úðsfjörð. Harðneskjulegt tíðarfar, 6—7 stiga frost í nótt. Vegir vel frosn ir, bændur eitthvað uggandi ef að líkum lætur. V. S. Grímsey 26. apríl. í fyrrinótt brann hér Sæborg, íbúðarhús Trausta Bergland, sem var einn heima og vaknaði við snark í eldi kl. 1.30. Húsið varð alelda á skammri stundu og brann ásamt mestu af húsmunum. Næsta hús, er stendur mjög nærri, tótkst að verja. Sæborg ••var tveggja hæða steinhús með innréttingum úr timbri, Fjöl- skylda Trausta var að heiman er þetta bar við og hann einn í húsinu. Hér hefur ekki orðið hús- bruni í 40 ár, en þá brann timb- urhús á þessum sama stað til ösku. íshrafl er í höfninni og öðru hverju rekur meira og minna af ís hér fram og aftur. Fiskur virð ist allmikill en vegna íssins eru trillubátarnir enn á landi en að eins skotist á sjó á árabátum. Hið sama má segja um hrogn- kelsaveiðina. Fuglinn er kom- inn í björgin og lóan er komin. Húsbruninn gerði sumarkom una heldur dapurlega hjá okk- ur og ísinn skapar kulda og truflar sjósókn. Þrátt fyrir þetta er þó hið raunverulega sumar væntanlega á næsta leyti. S. S. Væn og ræklarleg hjörð t55555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555í57555555555555555555555555555555555555: SJÁVARAFUNN SlÐUSTU 10 ÁRIN SAMKVÆMT hagskýrslum hefur fiskafli íslendinga á undanföi'num 10 áruni verið sem hér segir og allar teg- undir, sem hirtar eru í fisk- vinnslustöðum þá meðtald- ar: Áriðl958 580 þiis. tonn. Árið 1959 641 þús. tonn. Árið 1960 593 þús. tonn. Át'ið 1961 710 þús. tonn. Árið 1962 832 þús. tonn. Árið 1963 782 þús. tonn. Árið 1964 972 þús. tonn. Árið 1965 1166 þús tonn. Árið 1966 1240 þús. tonn. Árið 1967 895 þús. tonn. í þessari skýrslu er allur afli talinn „upp úr sjó“, ó- slægður með haus. Á 10 ár- um, 1958—1967, hafa borizt á land samtals 8 millj. tonn og 411 tonnum betur, og er meðalársaflmn á þeim ára- tug þá ca. 841 þús. tonn. — Ársaflinn 1967 er því 54 þús. tonnum yfir meðallag. Á árunum 1964, 1965 og 1966 varð aflinn meiri en s.l. ár. En á árunum 1958—1963 eða á sex árum, var hann minni en s.l. ár. Mesti árs- aflinn var 114% meiri en minnsti ársaflinn og aflinn 1967 var 54% meiri en minnsti ársaflinn á þessum 10 árum. □ Alolti í Þistilfirði 26. apríl. Nú er ísinn að mestu horfinn. Enn er þó fisklaust en grásleppuveiði hafin. Langur og harður vetur hef- ur kvatt eftir almanakinu. Enn er þó mikilil gaddur á láglendi og tún illa búin undii' mikil næturfrost og kalhættan vofir yfir. Fóðurbætiseyðsla er meiri en nokkru sinni fyrr. Um síðustu helgi heimsóttu okkur ráðunautarnir Jónas Jónsson og Sveinn Hallgríms- son og mættu á bændafundi á Þórshöfn, ásamt 40 bændum. Ræddu þeir um ræktunarmál, Jónas og sauðfjárrækt, Sveinn. Sveinn skoðaði allt fé í sauð- fjárræktarfélaginu Þistli, sem er elzta fjárræktarfélag lands- ins og hélt fund með félags- mönnum. Taldi hann sig ekki hafa séð, hvorki hér á landi eða í Noregi, vænni eða ræktarlegri hjörð en á Syðra-Álandi hjá þeim bræðrum Grími og Vig- fúsi Guðbjörnssonum. Leikfélag Þórshafnar sýndi sjónleikinn Þorlák þreytta fyrir viku síðan á Svalbarði við góð- ar undirtektir, og kirkjukórinn æfir af krafti undir stjórn Bjarg ar í Lóni. E. O. Baguk kemur næst út á laugardaginn, 4. maí.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.