Dagur - 04.05.1968, Side 7
7
k að ieggja prestsembætfi niður?
(Framhald af blaðsíðu 5).
allt við þá, sem fara til heila-
aðgerða. Eru þeir ekki fáir, sem
presturinn hefur bókstaflega
tekið inn á heimili sitt, þegar
yfirvofandi raunir hafa dunið
yfir þá í framandi landi, án
þess styrks og huggunar, sem
samfélag fjölskyldu og vina
getur veitt. Veit ég, að þeir eru
ófáir, sem aldrei munu gleyma
þeirri huggun og hjálp, þeirri
hönd, sem íslenzka kirkjan rétti
þeim í þjóni sínum þar ytra
.... Teldi ég ekkert minni en
hörmulegt að hún væri svipt
þeim möguleika og þá um leið
ekki síður íslenzkir þegnar
sviptir þeirri hjálp, sem enginn
gæti látið þeim í té á neitt
svipaðan hátt ....
Þórður Möller (sign.)
yfirlæknir, Kleppi.
. . . í huga þeirra, sem þurfa
að leita af landi brott til lækn-
inga, hlýtur ætið að búa ótti og
von við komandi tíma. Skyldu
þeir fá að sjá maka, börn, for-
eldra, systkini og aðra ástvini?
Skyldu þeir fá bót meina sinna
eða verða þeir alltaf upp á aðra
komnir, sjúkir að meira eða
minna leyti?
Af eigin reynslu veit ég,
hverja þýðingu starf séra Jón-
asar Gíslasonar hefur.
Það er enginn einmana í
ókunnu landi, sem ha ns nýtur
við. Það öryggi, sem íslenzkir
sjúklingar hafa hjá honum
mega þeir ekki missa né að-
standendur þeirra.
Áhyggjur framtíðarinnar
verða léttari við að kynnast
glaðværð hans og alúð.
Allir hljóta að vita, hve and-
legt ástand sjúklinga hefur mik
ið að segja í baráttu við erfiða
sjúkdóma. Ég er búin að sjá og
reyna, hvernig séra Jónas er
ætíð boðinn og búinn til hvers
konar þjónustu, jafnvel til að
kaupa sígarettur eða hvað ann-
að, sem mann vanhagar um ....
Freydís Laxdal (sign.)
Þórunnarstræti 123,
Akureyri.
í dagblöðum í Reykjavik hafa
nokkrir áhugamenn birt ávarp
til almennings um, að ákveðið
sé að efna til almennrar fjár-
söfnunar til þess að halda prests
starfinu áfram þetta ár í trausti
þess, að embættið verði aftur
tekið upp á launaskrá ríkisins
næsta ár.
Ávarpið er m. a. undirritað
af biskupi íslands, herra Sigur-
birni Einarssyni; Þórði Möller,
yfirlækni á Kleppi; Eysteini
Jónssyni, fyrrverandi ráðherra;
Ragnhildi Helgadóttur, alþingis
manni og auk þess 5 öðrum
þekktum áhrifamönnum í
Reykjavík.
Kirkjumálaráðherra hefur
einnig lýst sig mjög fylgjandi
þessu máli.
Biskup hefur tilkynnt í dag-
blöðum, að biskupsskrifstofan,
prestarnir í Reykjavík og dag-
blöð taki á móti fjárframlögum.
Til hagræðis fyrir þá, sem
búa hér á Akureyri og í ná-
grenni og vilja veita þessu máli
lið, taka prestar bæjarins og
skrifstofur blaða á móti fjár-
framlögum og liggja þar frammi
söfnunarlistar til móttöku fram
lögunum.
Það, sem mestu máli skiptir
er, að söfnunin verði almenn,
en ekki hvað hver einstaklingur
gefur mikið. Smáupphæðir, 10
kr., 25 kr. eða 100 kr. gera stór-
upphæð, ef margir eru gefend-
urnir.
Ymsir einstaklingar hér hafa
heitið þessu málefni góðum
stuðningi nú þegar.
Við, sem undirritum þessa
blaðagrein, væntum þess, að
Akureyringar leggi sig fram um
að styrkja þetta starf, svo það
falli ekki niður.
Séra Birgir Snæbjömsson
(sign).
Séra Pétur Sigurgeirsson
(sign).
Björgvin Jörgensson
(sign).
Freydís Laxdal
(sign).
- SMÁTT OG STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8).
Blaðinu hafa borizt þær fregnir
af þeim, að þær hafi verið
mjög til fyrirmyndar, án víns
og að mestu án reykinga. Þjóð-
legur fróðleikur var þar um
hönd hafður, t. d. farið með
skennntilega sagnaþætti um
gamla atburði og ný kvæði
frumflutt. Eldri og yngri blönd-
uðu þar geði, gagnstætt því sem
algengt er nú, þegar fólk kem-
ur saman til að skemmta sér.
Öll skemmtiatriði voru heima-
fengin. — Kvöldvökurnar voru
haldnar í Sólgarði við vaxandi
aðsókn.
- Tekst að gera Hörgá
að laxveiðiá?
(Framhald af blaðsíðu 1).
Laxastigi hefur verið settur í
Selárfoss.
í stjórn félagsins eru: Þor-
steinn Þorsteinsson, Ásmundur
Jóhannsson, Halldór Ólafsson,
Jón G. Ágústsson og Guðjón
Njálsson. □
SVAVA S. ÞORSTEINSDÓTTIR, Laugalandi,
andaðist 1. maí að Elliheimilinu Skjaldarvík. — Jarð-
aríörin fer fram frá Glæsibæjarkirkju mánudaginn 6.
maí kl. 1.30 e. h.
Oddviti Glæsibæjarhrepps.
Dóttir mín og systir okkar,
ÓLAFÍA ÞORVALDSDÓTTIR, kennari,
andaðist að Laugum þann 30. apríl. — Jarðarförin fer
fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 7. maí kl.
1.30 e. h.
Elísabet Friðriksdóttir og dætur.
- Innanlandsáætlun
Flugfélags íslands
Ö o
(Framhald af blaðsíðu 8)
flugferðir alla daga. Til Sauðár
króks eru ferðir alla virka daga.
Til Patreksfjarðar verður flogið
á mánudögum miðvikudögum
og föstudögum. Til Hornafjarð-
ar verður flogið á þriðjudögum,
fimmtudögum, laugardögum og
sunnudögum. Til Fagurhóls-
mýrár á fimmtudögum og
sunnudögum.
Flugferðir frá Akureyrí.
Eins og undanfarna mánúði
verður önnur DC-3 flugvél fé-
lagsins staðsett á Akureyri og
mun hún halda uppi áætlunar-
ferðum milli staða norðanlands.
Frá Akureyri verður flogið sem
hér segir: Til Raufarhafnar og
Þórshafnar á mánudögum, mið
vikudögum og föstudögum. Til
Egilsstaða á mánudögum,
fimmtudögum, föstudögum og
sunnudögum og til ísafjarðar á
miðvikudögum. í sambandi við
áætlunarferðir Flugfélags ís-
lands innanlands eru á Vestur-
og Austurlandi, svo og að
nokkru á Norðurlandi áætlun-
arbílferðir til kaupstaða í ná-
grenni viðkomandi flugvalla.
Þessari starfsemi hefur verið
komið á með góðri samvinnu
Póstmálastjórnarinnar, viðkom
andi flutningafyrirtækja á hin-
um ýmsu stöðum og Flugfélags
íslands. Þessar bifreiðasamgöng
ur í sambandi við flugferðir
Flugfélagsins hafa gefið góða
raun, en allar upplýsingar um
þær veita skrifstofur og um-
boðsmenn Flugfélags íslands.
(Fréttatilkynning)
Sigtryggur Símonar-
son mjólkurbílstjóri
(Framhald af blaðsíðu 5).
stálinu. Ég þóttist greina, þegar
þetta fór fram hjá mér, án þess
ég fyndi annað en magnleysið
og að þetta hyrfi út. Á samri
stundu jafnaði ég mig. Um
myrkfælni var ekki að ræða.
Rétt á eftir kom kunningi minn
í tóftina til mín.
Og draumum afneitar þú
alveg?
Nei, mann dreymir hitt og
þetta eins og gengur. En fæst
af því virðist markvert. Þó
minnist ég þess að mig dreymdi
eina nótt þann draum, að ég
þóttist staddur í kirkjugarði og
sá opna gröf. Var sá draumur
undra skýr. Ég sagði föður mín-
um drauminn. Hann sagði mér
þá, að sig hefði dreymt svipað-
an draum sömu nóttina. Mun-
urinn var sá, að gröfin var ekki
fulltekin og upp úr henni kom
málmplata, þakin letri, sem
hann ekki gat lesið. Hann lét
svo ummælt, að við yrðum þess
eflaust varir þegar 'þessir
draumar rættust. Faðir minn
varð bráðkvaddur tveim eða
þrem dögum síðar.
Nokkuð að siðustu, Sigtrygg-
ur, um lífið og tilveruna?
Aðfluttur maður einn, langt
að kominn, í okkar sveit undr-
aðist það, að bændur réttu hvor
öðrum hjálparhönd í stað þess
að eiga önnur og misjöfn skipti.
Við erum rólyndir, Eyfirðing-
arnir, og njótum þess flestir að
lifa í sátt og samlyndi. Ég held
að fátt sé manni meiri gæfa en
lifa í sátt við umhverfi sitt og
samferðafólk. Þá ætti að vera
meiri von til þess, að mönnum
lærist að meta og njóta hinna
miklu gjafa lífsins í miklu rik-
ara mæli en margir annars gefa
sér tíma til, segir Sigtryggur
Símonarson að lokum, og þakka
ég svör hans. E. D.
SJÓNARHÆÐ. Verið velkomin
á samkomu okkar n. k. sunnu
dag kl. 5. — Ræðumaður:
Jögvan Purkhús.
FRÁ HJALPRÆÐIS-
HERNUM. Sunnudag-
inn kl. 8,30 e. h. verð-
ur kveðju-samköma
fyxir kaptein Ingrid Olsen. —
Sunnudagaskóli kl. 2 e. h.
Heimilissamband mánudag-
inn kl. 4 e. h. -— Velkomin. —
Hj álpræðisherinn.
ST. GEORGS - GILDIÐ.
Fundurinn er í Hvammi
mánudaginn 6. maí, kl.
8,30 e. h. — Nýir félagar vel-
komnir. — Stjórnin.
Leikfélag Akureyrar
ÓVÆNT
HEIMSÓKN
eftir J. B. PRIESTLEY
Leikstjóri:
GÍSLI HALLDÓRSSON
Sýningar laugardag og
sunnudaa;.
Aðgöngumiðasala dag-
lega kl. 2—5 e. h.
TIL SOLU:
LANDROVER diesel,
árgerð 1963.
Ekinn 94.500 km.
Birgir Jónasson,
Laugum.
Sími um Breiðumýri.
TIL SÖLU:
Chevrolet vörubifreið,
árgerð 1953.
Jóhannes Kristjánsson,
Helgamagrastræti 44
Sími 1-24-09
TIL SÖLU:
10 hjóla GMC trukkur,
árg. 1948
Ford F—100 pic-up 1959
Hy-Mas traktorsgrafa,
árgerð 1965
Uppl. í síma 2-11-31.
VERÐ FJARVERANDI maí —
ágúst. Staðgengill í maí og
júní: Brynjólfur Ingvarsson.
Viðtalstími á stofu minni kl.
13—14.30, nema laugardaga í
maí 13—13.30. Sími utan við-
talstíma 11041. — Staðgengill
í júlí og ágúst: Guðmundur T.
Magnússon. Til viðtals á stofu
minni í mínum venjulega við-
talstíma. Heimasími 21363. —•
Halldór Halldórsson.
MINJASAFNIÐ á Akureyri
verður opið fyrst um sinn á
sunnudögum kl. 2—4 e. h. Á
öðrum tímum tekið á móti
skóla- og áhugafólki ef óskað
er. Sími safnsins er 1-11-62
og sími safnvarðar 1-12-72.
ÓVÆNT HEIMSÓKN. — Sjón-
ur með þessu nafni var frum-
sýndur á fimmtudaginn var í
leikhúsi Akureyrar. Umsögn
bíður næsta blaðs.
Höfum til sölu flestar ár-
gerðir af nýlegum bílum.
VW. ’61, ’62, ’63, ’64, ’65
Cortina ’64, ’65, ’66
Moskv. ’60, ’61, ’62, ’63,
’64, ’65, ’66
Taunus ’62, ’63, ’65, ’66
Skoda ’60, ’61, ’62, ’63,
’64, ’65, ’66
Opel ’60, ’62, ’64, ’65, ’66
Opið 3-6.
Kennaratalið,
Bréfabók Guðbrands
biskups,
Árferði á íslandi í 1000 ár
Tímaritið Perlur I—II,
Sunnudagsblað Tímans
I—V, óinnb. og innb.
VERZL. FAGRAHLÍÐ
Sími 1-23-31
BÁTUR TIL SÖLU
18 feta.
Upplýsingar hjá
Sverri Leóssyni,
sími 1-28-41.
Sendisveinn óskast
Helzt eins árs ráðning.
ÞÓRSHAMAR H.F. - Varalilutaverzlun
FÁNASTENGUR
fyrirligg jandi, 6 m. langar, verð kr. 1350,00
ODDI H.F. - Sími 2-1244