Dagur - 26.06.1968, Side 8

Dagur - 26.06.1968, Side 8
R Frá þingi Sjálfsbjargar. Tínda þing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra SMÁTT OG STÓRT B»r FORSETAKOSNINGAR Stuðningsmetm forsetaefnanna tveggja, sem um verður kosið á sunnudagiim, hafa gefið út sín kosningablöð og frambjóðendur hafa komið fram í sjónvarpi og útvarpi. Þá hafa dagblöð birt fréttir af kynningar- eða kosn- ingafundum forsetaefnanna. Hef ur þjóðin því fylgzt vel með gangi þessara máia. Aðeins ein fréttatilkynning hefur þó Degi borizt um fundarhöld, og er hún birt á öðrum stað, ásamt mynd. KJÖRSEÐILLINN Kjörseðillinn er að þessu sinni einfaldur að gerð. Á honum stendur efst: Forsetakjör 1968, síðan eru tvær línur og nafn frambjóðenda í hverri. Skákross skal setja framan við nafn þess, sem kosinn er. ÞREKVIRKl Þótt náttúruöfiin væru bænda- gerzt, er liollt að líta til liðinnar tíðar þegar hörð ár gengu næst þjóðinni og mergsugu hana bæði efnalega og andlega. Þau hörðu ár geta komið á ný, hvað snertir náttúruöflin. Nú, á vor- dögiun, þegar sumargróðurinn kemur í stað lítiila heyja og er- lends kjarnfóðurs, hefur komið í ljós, að þrengingum bændanna er þó ekki lokið. Víða um land, t. d. í Strandasýsiu, Húnavatns- sýslum og þó einkum á norð- austurhluta landsins er kal svo stórfellt, að við fyrri kalár verð ur ekki líkt. Þar eru heil tún að mestu dauðkalin og hvít yfir að líta. Þessi hvítu tún boða stór- felldan niðurskurð í haust. VEGVÍSIR AN ORÐA Sams konar vegvísar og tækni- legar öryggisreglur fyrir farar- tæki um heim allan er mark- miðið með alþjóðlegri ráðstefnu um umferð á þjóðvegum, sem 10. ÞING Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, var haldið að Jaðri dagana 8.—10. júní sl. Svo skemmtilega vildi til, að hinn 9. júní var tíu ára afmælis dagur fyrsta Sjálfsbjargarfélags ins, en það var stofnað á Siglu- firði. . Mættir voru til þings 44 full- trúar frá níu félagsdeildum. Reykjavíkurdeildin sá um þinghald að þessu sinni og ávarpaði Sigurður Guðmunds- son formaður hennar, þingfull- trúa af því tilefni. Lýsti hann ánægju sinni yfir þeim árangri, sem náðzt hefur frá stofnun samtakanna og hvatti til áfram- haldandi samvinnu og baráttu fyrir hagsmunamálum fatlaðs fólks. Theodór Jónsson, formaður landssambandsins, bauð síðan fulltrúa velkomna til þings. Að lokinni kosningu starfs- manna þingsins var gengið til dagskrár. Formaður flutti skýrslu stjórnar og fram- kvæmdastjóra. Innan Sjálfsbjargar eru tiu félagsdeildir með 873 virkum félögum. Um þessar mundir er verið að ljúka steypuvinnu við 5. cg Lentu á húströppum Á MÁNUDAGSNÓTTINA lenti bifreið með tveimur mönnum á húströppur í Aðalstræti 13. Far þeginn kastaðist þar út. Báðir voru menn þessir fluttir í sjúkrahús en ökumaðurinn síð- an heim, er gert hafði verið að sárum hans, en hinn meiddist meira en ekki hættulega, að því er talið var. Grunur leikur á, að um ölvun hafi verið að ræða hjá öku- manni. (Frétt frá iögreglunni) TOGBÁTARNIR AFLA SÆMILEGA Ólafsfirði 25. júní. Snjór er í fjöllum og grátt niður að byggð hér í Ólafsfirði. Virðist mönn- um útlitið hið versta, sem von er. Togveiðar ganga vel en trillu bátarnir hafa aflað lítið að und- anförnu. Spretta er mjög lítil ennþá en sú er bót í máli, að tún virðast ekki mikið skemmd og getur töðufall því orðið sæmilegt, ef bregður til hlýrri veðráttu en nú er. B. S. efstu hæð fyrsta áfanga. Nú hafa alls verið lagðar kr. 13.500.000.00 í bygginguna. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur veitt samþykki sitt, til þess að úthlutað verði merkj- um, sem veita mikið fötluðum ökumönnum. undanþágu frá gildandi ákvæðum um bifreiða- stöður. Merki þessi má festa innah á rúður bifreiða. Þau verða um 12x18 cm. að stærð, með bókstafnum „P“, hvítum á bláum grurini, ásamt skrásetn- ingarnúmeri bifreiðar og nafni ökumanns, sem undanþágan gildir fyrix. Mun þetta koma til framkværrida' nú í sumar og verður merkjunum úthlutað hjá lögreglustjóra, samkvæmt til- lögum Sjálfsbjargar. Starfsemi sambandsfélaganna var víðast hvar blómleg á árinu. Húsavíkurfélagið festi fyrir nokkru kaup á húseign og hefur öll aðstaða til félagsstarfsemi batnað mikið við það. Félagið á Siglufirði hefur starfrækt vinnustofu óslitið síð- an árið 1960 og eru þar fram- leiddir vinnuvettlingar. Vinnu- stofan hefur jafnan verið rekin hallalaust. Akureyrarfélagið er um þess ar mundir að hefja rekstur plast (Framhald á blaðsíðu 5) Hólaskóla slitið FYRIR nokkru birti blaðið mynd af Hólasveinum og kenn- urum, er þeir voru í námsför að skóla loknum. Hér er nánar sagt frá skólanum. Bændaskólanum á Hólum var slitið 5. maí sl. af skólastjóran- um, Hauki Jörundssyni, og var það í 86. sinn, er skólinn lauk störfum. Síðastliðinn vetur stunduðu 35 nemendur nám í skólanum. Námi luku 22, þar af 9 eftir tveggja ára nám og 13 eftir eins árs nám. í nemendahópnum voru tveir stúdentar. Hæstu einkunn hlaut Jón Viðar Jón- mundsson frá Hrafnsstöðum í Svarfaðardal, 9.70. Hæstir og jafnir í fyrstu deild urðu Gunn laugur Tobiasson frá Geldinga- holti í Skagafirði og Gunnþór Kristinsson, Borg í Þistilfirði. Að venju voru veitt ýmis verð- laun fyrir góðan árangur. Bezt- um árangri í fóðurfræði og jarð fræði náði Jón Viðar Jónmunds son og fékk hann verðlaun frá Sambandi ísl. samvinnufélaga og bókaverðlaun frá Búnaðar- félagi íslands fyrir árangur sinn í þessum tveimur greinum. Beztum árangri í leikfimi náði Ingvar Jónsson, Sólvangi í Fnjóskadal og hlaut verðlaun fyrir það úr sjóði Tómasar Jónassonar. .Verðlaun frá Drátt arvélum h.f. hlutu: Ingvar Jóns son -og Skuii Ragnarsson. Verð laun- ;frá Kaupfélagi Skagfirð- inga, Sauðárkróki, hlaut Frið- rik Hallgrímsson, Viðarstöðum, Norður-Múlasýslu. Verðlaunin voru veitt fyrir góða umgengni og snyrtimennsku. Verðlaun frá Morgunblaðinu hlaut Eyjólfur ísólfsson, Reykjavík, en þau eru veitt fyrir tamningu hesta og reiðmennsku. Þá var í vor út- hlutað verðlaunum úr sjóði er Irma Weile Jónsson stofnaði til minningar um mann sinn, Ás- mund frá Skúfstöðum og er ætlaður til stuðnings þeim, er hyggja á nám í Noregi. Styrk- inn, sem er 1000 kr. norskar, hlaut Jón Viðar Jónmundsson. Handavinna nemenda í vetur var mikil og smíðagripirnir margir og fallegir. Á skólabúinu að Hólum voru í vetur 550 fjár, 37 í fjósi og 65 hross. Nægar heybirgðir voru á búinu og hægt að miðla öðrum nokkru af heyi. □ Hjálparbeiðni RAUÐI KROSS fslands hefur fengið áskorun frá Alþjóða Rauða krossinum um að hefja almenna fjársöfnun til aðstoðar hjálparstarfi alþjóðanefndar Rauða krossins í Biafra. En eins og kunnugt er af fréttum ríkir þar í landi hið ægilegasta neyðarástand sökum styrjaldar Biafra- og Nigeríumanna. Fé því sem safnast í þessu skyni, verður varið til kaupa á íslenzkum afurðum t. d. skreið, sem sendar verða á vegum Al- þjóða Rauða krossins til hjálpar sveitanna í Biafra. Akureyrardeild Rauða kross- ins hefur ákveðið að gangast fyrir fjársöfnun í þessu skyni, og heitir á alla að veita þessu málefni lið, þó ekki séu stórar fjárhæðir frá hverjum einum þá safnast þegar saman kemur. stéttinni erfið í ár, gekk bú- peningur vel fram. Sauðburður gekk víðast mjög vel og hvergi er þess getið, að um vanhöld af fóðurskorti hafi verið að ræða. Telja má, að það hafi verið þrek virki víða, að hungur og hor- dauði varð ekki hlutskipti fén- aðarins, að meira eða minna leyti. I heilum landshlutum var búpeningi bjargað með erlendri kornvöru. Gleðjast má yfir, að þetta var unnt að gera og að þetta var gert. En á slíkan hátt verður búskapur ekki rekinn á íslandi, nema í neyð. HVÍTU TÚNIN Hér verða ekki rakin hörmung- arár hafísa og hordauða. En til samanburðar því sem nú hefur Sameinuðu þjóðirnar efna til í Vín dagana 7. október til 8. nóvember í ár. Þátttaka hefur værið boðin 132 löndum. Til grundvallar úmræðunum liggja tvær tillögur um nýja sáttmála, önnur um umferð á þjóðvegum, hin um vegvísa, umferðarmerki og vegamerkingar. Samkvæmt tillögunum eiga tákn að koma í stað orða á öllum vegvísum, þannig að rutt verði úr vegi þeim tungumálahömlum, sem nú torvelda mjög allan akstur utan heimalandsins. 17. JÚNf Þjóðhátíðardagurinn 17. júní er fyrir löngu kominn í svo fastar skorður á Akureyri, að næstum (Framhald á blaðsíðu 7). Aldrei fyrr meiri kosningaáhugi Egilsstöðum 25. júní. Norðan og norðaustan garri, hríðarél og snjór á heiðum og fjöllum ein- kennir veðráttuna og kaldara er við sjóinn. Klaki er ekki enn farinn úr jörð og jarðvinnsla og vorverk í sveitum miklu seinna unnin en venja er. Byggð verða 9 íbúðarhús hér í kauptúninu og eitt verzlunarhús. Þá er bygg ing landsímahúss fyrirhuguð í sumar. vegna Biafra Blöð bæjarins munu veita mót- töku framlögum til söfnunar- innar. Akureyrardeild Rauða krossins. Flugvallarbyggingin nýja hef ur verið tekin í notkun og er þar alit hið vistlegasta og mikill munur á aðstöðu allri fyrir ferðafólk og starfsfólk. Við höfum fengið heimsókn beggja forsetaefnanna nú í sum ar. Fyrst kom Gunnar Thorodd- sen og hélt góðan fund með 180 —190 fundargestum. Síðan kom Kristján Eldjárn og komu 950 manns á þann fund og þótti það líka góður fundur. Áhugi manna á forsetakosningunum virðist meiri en ég man eftir í Öðrum kosningum. V. S. Baguk kemur næst út á laugardaginn, 29. júní. MINNINGALEIKUR um JAKOB Á SUNNUDAG, 30. júní, kl. 4 e. h., fer fram á íþróttavell inum á Akureyri minninga- leikur um Jakob heitinn Jakobsson, til styrktar Jakobssjóði, en sjóður sá styrkir íþróttamenn til utan- fara o. fl. — Unglingalands- liðið kemur norður og leikur við unglingalið ÍBA, en sem kimnugt er var enginn Akur eyringur valinn í unglinga- landsliðið, aldur leikmanna er 20 ára og yngri. Knatt- spyrnuunnendur ert: livattir til að fjölmenna á völlinn og sjá yngri mennina leika, þá sem taka við af þeim, er nú berjast um íslandsmeistara- titilinn, og lun leið styrkja þeir gott málefni.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.