Dagur - 03.07.1968, Síða 7

Dagur - 03.07.1968, Síða 7
Nýjar bækur Almenna bókafélagsins ALMENNA bókafélagið hefur sent frá sér nýja skáldsögu eftir Agnar Þórðarson og nefnist hún Hjartað í borði. Þetta er þriðja skáldsaga höfundarins, en hann hefur á síðari árum einkum lagt stund á leikritagerð eins og kunnugt er. Hafa þrjú af leik- ritum hans verið sýnd í Þjóð- leikhúsinu og tvö önnur í Iðnó, og eru þá ótalin framhaldsleik- Þúsundir hylltu dr. ÍCristján Á MÁNUDAGSKVÖLDIÐ lögðu þúsundir manna leið sína heim til dr. Kristjáns Eldjárns og hylltu hann. Voru þar innan stundar komin mörg þúsund manns. Varð af þessu umferðar töf á næstu götum. Þegar hjónin, dr. Kristján og Halldóra kona hans, gengu út á svalir Þjóðminjasafnsins, en þar er bústaður þjóðminjavarðar, voru þau hyllt með langvarandi lófataki og húrrahrópum. Stóðu hjónin á tröppunum í 20 mínút ur og að síðustu ávarpaði Kristj án mannfjöldann nokkrum orð- um. □ rit og önnur styttri, sem Ríkis- útvarpið hefur flutt og öll hafa aflað höfundinum vinsælda. Hjartað í borði er nútímasaga úr Reykjavík. Aðalsöguhetjan er fjárhættuspilari, sem haettir öllu fyrir vonina um skjótfeng- inn gróða, einnig heimili sínu og eiginkonu, — hjartanu, sem hann leggur í borð —, því að á hendi hans er spaðinn, litur gróðans og feigðarinnar. Þannig er líf hans orðið eins konar flótti frá veröld hins starfandi dags og þó að klukkan á barn- um slái á sínum fasta ákvörð- unartíma og minni þannig sí- felldlega á skyldurnar, sem hann hefur spilað lífshamingj- unni úr höndum sér. Þá renna honum fyrir sjónir liðnir at- burðir, þar sem draumar, minni og hugrenningar fléttast saman og vekja honum uggvænlegar spurnir. í kvöl sinni leitar hann örlagavaldsins í lífi sínu. ÉG Á MÉR DRAUM Bókin um Martin Luther King koniin út Ekki fer hjá því, að margar og miklar bækur verði skráðar um Martin Luther King, og nú þegar hefur ævisaga hans, hin fyrsta, sem samin er að honum HELZTU SAMÞYKKTIR 10. ÞINGS SJÁLFSBJARCAR í 28. tbl. var sagt frá 10. þingi Sjálfsbjargar, og hér á eftir verð ur getið helztu samþykkta þings ins. TILLÖGUR TRYGGINGAMÁLA- NEFNDAR. 1. Að endurskoðuð verði 13. gr. a Iman n a trygg ingarl aganna og leggur sérstaka áherzlu á, . að breytt verði tekjuviðmiðun greinarinnar. 2. Að örorkulífeyrisþegar með mjiig litla eða enga vinnugetu eigi rétt til örorkulífeyrisauka, sem nemi 60% af hinum al- menna örorkulífeyri. 3. Að launþegar, sem njóta ör- orkubóta og verða atvinnulaus- ir, eigi rétt á dagpeningum úr atvinnuleysistrygginga$jé)ði. 4. Að lífeyrir verði greiddur með börnum, sem eru svo fötluð, að framfærandí þurfi miklu til að kosta vegna fötlunar þeirra, þé> að um sé að ræða börn, sem :.ð öðrunr kosti njóta ekki barna- lífeyris. Einnig verði heimibð að hækka um allt að 100% barnalífeyri, þar sem ástæður eru sérstaklega slæmar. 5. Að öryrkja, sem er algjiirlega tekjulaus og dvelur á sjiikra- húsi eða dvalarheimili, verði sjálfum greitt allt að 25% ör- orkulífeyris. 6. Að beina því til Landssam- bandsstjórnar og fulltrúa Sjálfs- bjargar í Öryrkjabandalagi ís- lands að leggja áherzlu á eftir- farandi atriði í frumvarpi til laga um endurhæfingu, sem nii er unnið að á vegum Öryrkja- bandalagsins. a) Að fatlaðir fái sem bezta að- stöðu til náms og starfs- þjálfunar. b) Að tryggður verði fjárhags- legtir rekstrargrundvöllur iir- yrkjavinnustofa og endur- hæfingarstöðva. Jafnframt minnir þingið á drög að frumvarpi til laga um end- urhæfingu frá milliþinga- nefnd ,er samþykkt var á þingi Sjálfsbjargar 1964. TILLÖGUR FÉLAGSMÁLANEFNDAR. 1. Að landssambandið haldiáfram að styrkja fólk til náms í sjúkra- þjálfun og öðru því námi, er snertir endurhæfingu, enda njóti það starfskrafta þess að námi loknu eftir samkomulagi, ella verði styrkurinn endur- greiddur. 2. Að unnið verði að því, að ör- yrkjar njóti betri lánakjara til húsbygginga en nú gjörast. 3. Að leitast verði við að hafa samvinnu við arkitekta og aðra þá, er við skipulags- og bvgg- ingamál fast, um að tekið verði tillit til sérstöðu fatlaðra. TILLÖGUR FA RARTÆ KJ ANEFNDAR. 1. Að á næsta ári verði úthlutað til öryrkja 350 bifreiðum 4—5 manna, þar af 250 til endur- veitinga. 2. Þingið lcggur áherzlu á að ör- yrkjar hafi frjálst val bifreiða- tegunda og vill um leið vekja athygli á aðstöðumun leigubíl- stjóra og öryrkja. 3. Þingið leggur áherzlu á að felldir verði niður allir tollar og gjöld af bifreiðum til ör- yrkja og mælir eindregið með tillögu Norðurlandaráðs um að ríkisstjéirnir Norðurlanda gjöri samræmdar ráðstafanir um nið- urfellingu aðflutningsgjalda og annarra gjalda vegna bifreiða- kaupa öryrkja. 4. Þingið beinir þeirri óskorun til borgar- og bæjaryfirvalda, að þau hlutist lil um að á opin- berum bifreiðastæðum sé eitt stæði merkt og sérstaklega ætl- að fötluðu fólki, og sé það mun rýmra en önnur, vegna eríið- leika fatlaðs fólks við að kom- ast í og úr farartæki. í stjórn Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, fyrir næsta ár voru kjörin: Formaður, Theodór Jónsson, Rvík, varaform., Zophanías llene- diktsson, Rvík, ritari, Ólöf Rík- arðsdéíttir, Rvík, gjaldkeri, Eirík- ur Einarsson, Rvík, meðstjórnend- ur, Jón Þ. Buch, Húsavík, Ingi- bjiirg Magnúsdóttir, ísafirði, Heið- rún Steingrímsdóttir, Akureyri, Sigurður Guðmundsson, Rvík og Lára Angantýsdóttir, Sauðárkróki. Framkvæmdastjóri er Trausti Sigurlaugsson. látnum, verið gefin út í Banda- ríkjunum. Jafnframt hefur hún nær samtímis verið þýdd á fjöl- mörg tungumál og þessa dagana kemur hún einnig á íslenzkan bókamarkað. Hefur sr. Bjarni Sigurðsson á Mosfelli annazt þýðingu hennar, en útgefandinn er Almenna bókafélagið. Ég á mér draum, eins og bók- in heitir á íslenzku, er til o rðin fyrir samvinnu margra aðila, en aðalhöfundur hennar og rit- stjóri er Charles Osborne. Er þar rakin í máli og myndum ævi og barátta, sem að áhrifa- magni á sér fáar hliðstæður í veraldarsögunni, enda er vart hægt að hugsa sér, að hún láti nokkurn mann ósnortinn. Þarna hittir lesandinn söguhetjuna fyrst fyrir sér lítinn dreng, sem ekki skilur, hvers vegna honum er meinað samneyti við tvo hvíta leikbræður sína og fylg- ist síðan með honum í mennta- skóla og háskóla, þar sem hann vinnur hvert námsafrekið öðru glæsilegra, en verður jafnframt sakir mannkosta og gáfna sjálf- kjörinn foringi félaga sinna, einnig úr hópi hinna hvítu. Það eru þessir sömu eiginleikar, sem enn síðar gera hann jafn sjálfkjörinn leiðtoga hinna hrjáðu kynsystkina sinna í baráttunni fyrir mannúð og réttlæti. Fyrir þá baráttu þoldi hann sífelldlega fangelsanir og misþyrmingar, unz hún kostaði hann lífið, 39 ára gamlan. En hann hafði alltaf vitað, að hverju hann gekk. „Sá maður, sem ekki er viðbúinn að fórna lífinu, er ekki hæfur til að lifa,“ sagði hann sjálfur. THE GOLDEN ICELAND Bók Samivels komin á ensku. Þegar franski rithöfundurinn Samivel gaf út fyrir fjórum ár- um bóik sína Gull íslands (L’Or de l’Islande), þótti einsætt, að þar væri komið til sögunnar landkynningarrit, sem að list- rænni gerð lesmáls og mynda bæri verulega af flestum sam- kynja bókmenntum. Hlaut hún strax einróma lof franskra gagn rýnenda. Fljótlega eftir útkomu bókar- innar í Frakklandi leitaði Al- menna bókafélagið leyfis til að gefa hana út á ensku. Vakti það einkum fyrir félaginu að sjá íslendingum sjálfum fyrir veigamiklu og veglegu kynn- ingarriti, sem þeim væri feng- ur að geta sent vinum sinum erlendis, jafnframt því sem þjóðinni allri væri sómi gerður með því að koma bókinni sem víðast á framfæri á erlendum markaði. Tókst félaginu greið- lega að ná um þetta samning- um við höfund og útgefanda og var þá Magnús Magnússon í Edinborg ráðinn til að þýða bókina á ensku og búa hana til prentunar. Má fullyrða, að hann hafi þar leyst af hendi vandasamt verk með miklum ágætum. í heimalandi sínu er Samivel löngu kunnur sem skáld, land- könnuður og heimspekingur. Bækur hans, sem flestar fjalla um fjarlægar þjóðir eða list- ræn efni, hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og aflað honum viðurkenningar og heið ursmerkja, bæði heima og er- lendis. Þá hafa og kvikmyndir þær, sem hann hefur gert frá ferðum sínum, þai' á meðal frá íslandi, átt miklum vinsældum að fagna, og hafa þær að minnsta kosti í eitt skipti fært honum heim hin alþjóðlegu kvikmyndaverðlaun, Intema- tional Grand Prix. Bókin er á fjórða hundrað síður í stóru broti. Hún er prentuð og bundin í Frakklandi og er, einnig að öllum búningi, hinn mesti kjörgripur. MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 10.30 f. h. Sálmar: 536 — 433 — 358 — 359 — 585. B. S. FÍLADELFÍA, Lundargötu 12. Almenn samkoma verður á fimmtudag og sunnudag kl. 8.30 e. h. Gunvör Ásblon frá Grænlandi talar á þessum samkomum. Allir velkomnir. — Fíladelfía. MUNIÐ Biafrasöfnun Rauða krossins. I.O.G.T. Akurliljufélagar! Rabb fundur með kaffi í kvöld (3. júlí) á venjulegum stað og tíma. — Æ.t. I.O.G.T. st. Ísafold-Fjallkonan nr. 1. Fundur miðvikudag 3. júlí kl. 8.30 e. h. í Búnaðar- bankahúsinu uppi. Fundar- efni: Vígsla nýliða, rætt um ferðalag, kosið í fulltrúaráð. Eftir fund: Bingó. — Æ.t. MINNINGARSPJÖLD Styrktar félags Vangefinna fást í Bók- val og verzluninni Fögruhlíð. MINJASAFNIÐ er opið daglega kl. 1.30—4 e. h. Tekið á móti ferðafólki á öðrum tímum ef óskað er. Sími safnsins er 1-11-62, sími safnvarðar er 1-12-72. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ er í sumar opið daglega nema laugardaga kl. 2—3.30 síðd. NONNAHÚS er opið daglega kl. 2—4 e. h. Upplýsingar í síma 1-27-77 og 1-13-96. MATTHÍASARHÚS opið dag- lega kl. 2—4 e. h. Sími safn- varðar er 1-17-47. DAVÍÐHÚS verður opið frá 15. júní kl. 5—7 e. h. BRÚÐHJÓN. Hinn 29. júní voru gefin saman í hjónaband á Akureyri, ungfrú Margrét Skúladóttii' kennari og Hali- dór Ármannsson efnafræðing ur. Heimili þeirra verður að Sóiheimum 23, Reykjavík. —• Sama dag voru gefin saman í hjónaband í Akureyrar- kirkju, ungfrú Emma Sigur- jóna Rafnsdóttir og Páll Helgi Sturlaugsson rafvirki. Heimili þeirra verður að Austurvegi 16, ísafirði. BRÚÐHJÓN. Hinn 22. júní sl. voru gefin samán í hjónaband í Akureyrarkirkju, ungfrú Sigurlaug Anna Eggertsdótt- ir, Lyngholti 5, Akureyri og Bergsveinn Jóhanrisson, Ás- hóli, Grýtubakkahreppi. —• FILMAN, ijósmyndast., sími 1-28-07. JXmtsbÓluxSctfníð er opið alla virka daga kl. 2—7 e. h. Safnið er ekki opið á laugar- dögum. - Nokkur æviatriði nýkjörins forseta (Framhald af blaðsíðu 1). Kaupmannahöfn og lagði fyrst stund á málanám en sneri sér síðan að fornleifafræði og lauk fyrrihlutaprófi í þeim fræðum. Árið 1937 vann hann við upp- gröft og rannsóknir fornra ís- lendingabyggða á Grænlandi, ásamt dönskum fornleifafræð- ingum, síðar í Þjórsárdal. Heims styrjöldin batt enda á nám Kristjáns í Höfn. Settist hann þá á skólabekk í Háskóla ís- lands og nam íslenzk fræði og tók meistarapróf í þeim vorið 1944. En hafði þá jafnframt námi og áður en hann hóf nám í Háskólanum, stundað kennslu störf, m. a. við Menntaskólann á Akureyri í tvö ár. Árið 1945 gerðist Kristján svo starfsmaður við Þjóðminjasafn- ið og við stjórn þess tók hann formlega árið 1947 og hefur ver ið þjóðminjavörður síðan. Árið 1957 varði hann doktorsritgerð sína við Háskóla íslands. Nefnd ist ritgerðin Kuml og haugfé úr heiðnum sið á íslandi. Sem þjóðminjavörður og fræðimaður hefur Kristján Eld- járn tekið þátt í margskonar opinberum störfum, annast mót tökur tiginna gesta og mennta- manna, sett upp sýningar og er þar skemmst að minnast Græn- landssýningarinnar o. s. frv. Nokkrar bækur hefur dr. Kristján skrifað og fjölda rit- gerða um fræðileg efni þjóðar- sögunnar og fornar minjar og flutt erindi í útvarp og sjónvarp. Kona Kristjáns er Halldóra Ólafsdóttir frá ísafirði og eiga þau fjögur börn: Ólöfu, stúdent, gift Stefáni Erni Stefánssyni, Þórarinn, menntaskólanema, Sigrúnu, nemanda, og Ingóif, á barnaskólaaldri. Dr. Kristján Eldjárn hefur aldrei haslað sér völl á vett- vangi stjórnmálanna. En hann er löngu þjóðkunnur maður og hefur notið mikiilar virðingar í starfi. Yfirburðasigur dr. Kristjáns Eldjárns í forsetakosningunum 30. júní er vel fagnað af vfir- gnæfandi meirihluta þjóðarinn- ar. Og andstæðingar hans geta einnig treyst því, að forseta- embættið verður vel skipað. □ *+©->-*^<->-M'^©-i'*')'©-í'#'>'<s>-HW'í^*'^©->-*'>-<s>->*+©-*-*'H5-í-*^<2^*S'<5 § Öllum þeim, sem glödclu migá 75 ára afmceli minu, ý T 14. júní s. I., með blófnum, heillaóskum eða á annan % | hátt, þahka éginnilega. * I EGILL JÓHANNSSON, skipstjóri. f Í t | *'V©-**'><^*S'<^*'H3)->'*'>^*S'©-^*'»'©-*-*'>'©-^*'>'©-HtH'<^*'S© é ^ Innilegar þakkir til ykkar allra, sem heimsóttu mig, f ^ fcerðu mér gjafir og blóm og sendu mér skeyti á áttrœð- % £ isafmceli minu 2S. júni s. I. — Guð blessi ykkur öll. t I INGIBJORG ARNADOTTIR frá Dceli. |-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.