Dagur - 10.07.1968, Blaðsíða 4

Dagur - 10.07.1968, Blaðsíða 4
4 S Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Daft í hjóffarið MÖNNUM varð tíðrætt um hinar sögulegu forsetakosningar. Sjálfar tóku þær af allan efa um fylgi þjóð- arinnar við forsetaefnin, en hvers vegna hlaut dr. Kristján Eldjám 65. af hundraði atkvæða en dr. Gunnar Thoroddsen 35 af hundraði? Undan- farin þrjú ár eða lengur hefur nafn Gunnars Thoroddsens legið í loft- inu, tengt umræðum um val nýs for- seta, og opinberu umtali þar um, ekki verið mótmælt. En sjálfur gekk hann fremstur í flokki árið 1952 um að hafna leiðsögn tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins í forseta- kosningum. I vetur lýstu allir stjóm- málaflokkar því yfir, að ekkert for- setaframboð færi fram á þeirra veg- um og að þeir tækju ekki afstöðu til forsetaframboðs. Þetta tvennt lá ljóst fyrir, ásamt markvissum undirbún- ingi Gunnars og stuðningsmanna hans strax í vetur. En undirbúningur að framboði hans vakti enga hrifningu og þær raddir urðu æ háværari, sem töldu bæði ástæðulaust og enda óæskilegt að láta hann verða sjálfkjörinn. Þjóð- in vildi sjálf velja forseta, í almenn- um kosningum eins og 1952, en án afskipta pólitísku flokkanna. Sam- kvæmt því var leitað að manni utan forystusveita þeirra sem væri vel til þjóðhöfðingja fallinn sakir vits- muna, menntunar og drengskapar, væri vammlaus og virðulegur full- trúi þjóðar sinnar út á við en jx') fyrst og fremst liið rnikla sameining- artákn stríðandi stétta og flokka inn á við, sem allir gætu treyst. Þessi maður fannst og þann sama dag og framboð hans var gert kunnugt, hafði hann sigrað í forsetakosning- unum. Þessi maður var dr. Kristján Eldjárn. Almenningur í landinu treysti honum betur en snjöllum stjórnmálaforingja og hafnaði með öllu opinberum bænum og áskorun- um fjögurra núverandi ráðherra um að kjósa hinn æfða stjórnmálamann. Almenningur hafnaði einnig leið- sögn stærsta stjórnmálablaðs lands- ins, sem í lok kosningabaráttunnar lýsti opinberum stuðningi við stjóm málamanninn. Ráðherramir, Morg- unblaðið og Gunnar Thoroddsen sjálfur hröktust niður í gamla póli- tíska hjólfarið sitt í munnlegum og prentuðum áróðri og sátu fastir. Þeim var líkt farið og tröllunum í þjóðsögunum, sem ekki komust leið- ar sinnar fyrr en dagur rann. Fólkið sá venju fremur vel hina steinrunnu nátttröllsmynd, sem nú einkennir um of starfsemi hinna pólisísku flokka í landinu. Og j>að er vonandi, að flokksforingjamir, ekki síður en (Framhald á blaðsíðu 6). Forsetabúið á f MORGUNBLAÐINU 11. apríl birtiist ræða, er forsætisráð- herra Bjarni Benediktsson hafði flutt í Sameinuðu Alþingi föstu daginn 5. april, um endurskoðun st]órnarskrárinnar o. fl. þar að lútandi. Sem vænta mátti er ræðan greinagóð til yfirlits, en einn kafli í-æðunnar snart mig illa og kemur mjer undarlega fyrir sjónir. Nefnir blaðið þann kafla: Kostnaður við forseta- enrbættið. Þar segir meðal ann- ars svo: „Og jeg vil skjóta því hjer inn, að hugmyndir þær, sem menn hafa um kostnaðinn við forsetaembættið eru fjarstæða. Sumir kenna t. d. forsetanum það, að hallarekstur er á búinu á Bessastöðum. Það er rjett að þar er hallarekstur, en sá bú- skapur kemur forsetanum ekk- ert við. Hann hefir fyrir löngu beðið sig undan allri ábyrgð á þeim búrekstri. Búrekstur þar, var að jeg hygg, fyrst settur upp í samráði við Svein heitinn Björnsson en hanp fjekk fljótt nóg af honum, og síðan hefur þetta verið rekið sem sjálfstætt bú. Fyrir 2—3 ár- um fjekk jeg samþykki ríkis- stjórnarinnar til þess, að þrír ágætir menn kæmu betri skipan á þennan búskap. Þetta voru framúrskarandi hæfir menn, hver á sínu sviði og það var far- ið eftir þeirra tillögum og þar kom hvorki pólitík nje greiða- semi við nokkurn mann til álita. . Tapið á þessum búrekstri hefur aldrei verið meira en eftir að þessar tillögur náðu fram að ganga. Og nú nýlega hefur ver- ið ákveðið að leggja búið á Bessastöðum niður, og flytja þaðan burt allar skepnur, sem ríkið á þar og hverfa frá þess- ari tilraun, sem forsetaembætt- inu hefur verið óviðkomandi og aðrir hafa borið ábyrgð á en for seti íslands.“ — Svo mörg eru þau orð. Þegar litið er nánar á þessi ummæli kemur í ljós: Að sumt af því sem hjer er sagt er ekki rjett með öllu. Hlýt ur það að stafa af því, að for- sætisráðherrann hefir ekki feng ið nógu góðar og rjettar upp- lýsingar um hlutina, því eigi efast jeg um, að ráðherrann vilji segja það eitt, er hann telur rjett vera. Hins vegar má engan veginn ætlast til þess, að for- sætisráðherra hafi ástæður og tíma til að setja sig milliliða- laust inn í ýmislegt er varðar búskapinn á Bessastöðum fyrr og síðar, eftir að jörðin varð forsetasetur. Að annað í ummælunum er þess eðlis, að það getur verið og er álitamál og skoðanaatriði hvað sje rjett og ráðlegt. Er fljót sagt, að um sumt af því sem for sætisráðherra segir, er jeg hon- um algerlega ósammála, en vafa laust lít jeg á sumt, er þessu viðvíkur, frá nokkuð öðrum sjónarhóli en forsætisráðherr- ann, en jeg tel hiklaust, að bún- aðarsjónarmið komi hjer mjög til greina. Loks er fleira í ummælum ráð herrans augljós sannleikur, sem mjer er ljúft að taka undir með honum. Nú er mjög fjarri sanni, að mig langi til að mótmæla B. B. forsætisráðherra, en jeg tel að ekki verði hjá því komist, og jeg treysti svo vel víðsýni hans, að honum sje það ekki í óþökk, þótt fram komi aðrar skoðanir en þær sem komu í ljós, í hin- um umræddu ummælum hans á Alþingi. Jeg geri mjer jafnvel von um, að í einstaka atriðum muni B. B. forsætisráðherra breyta um álit, er málin skýrast. Því miður get jeg ekki gert því sem hjer kemur til umræðu nein skil nerna í nokkuð löngu máli, og þó væri þörf að gera betur en jeg get gert. Vík nú að þessu í áföngum, sem búnaðar- máli fyrst og fremst. Uppliaf búreksturs á forseta- setrinu. — Vitanlega er það rjett, að bú- rekstur á Bessastöðum, í sam- bandi við búsetu forseta íslands á staðnum, var „fyrst settur upp í samráði við Svein heitinn Björnsson11, er hann settist þar að. En þess er um leið að geta, að þegar það var ákveðið að gera Bessastaði að forsetasetri mun engum, það jeg til veit, hafa komið annað til hugar, en að þar yrði að vera búskapur við hæfi. Jörðin Bessastaðir yrði að vera nýtt, og á henni f . ..............—T\ EFTIR ÁRNA G. EYLANDS 1 ==/ Svo sem sjá má, er grein þessi rituð snemma í júní, eða nokkru fjrir forsetakosningarnar. r ■ ..............-.....— FYRRIHLUTI v. —..-.-í búið sem forseta-búgarði, á þann hátt og með þeim sóma að jörð og bú væri lifandi og samræmd umgjörð um búsetu forsetans á staðnum. Þannig var þetta hugsað, ekki einungis af Sveini Björnssyni, heldur einn- ig af Pjetri Magnússyni ráð- herra, sem hafði með þessi mál að gera, bæði sem fjármálaráð- herra og búnaðarráðherra um skeið, og meðan bezt fór um forsetabúskapinn á Bessastöð- um. Forsetasetrið Bessastaðir er ekki bara Bessastaðastofa og það sem við hana hefir verið byggt, svo og kirkjan, en engan hefi jeg heyrt halda því fram, að hún sje forsetasetrinu óvið- komandi. Forsetasetrið Bessa- staðir er bújörðin Bessastaðir, með öllum sínum gögnum og gæðum, landi og húsum, skemmtilega sjerstæð jörð, ekki aðeins um sögu allt frá dögum Snorra Sturlusonar, heldur einnig og jafnvel fremur um land og legu. „Kóngsgarður“ út af fyrir sig og þó í þjettbýli og nálægð höfuðstaðarins. Þannig var það ekkert „sjer- vizku“-uppátæki Sveins heitins Björnssonar, er ríkið setti sam- an forsetabú á Bessastöðum skjótlega eftir að forsetinn sett- ist að á staðnum. Það var sjálf- sagður hlutur. Það er staðreynd, að í sam- ræmi við þetta leit Sveinn Björnsson á sig sem bóndann á Bessastöðum, forsetasetrinu og forsetabúinu. Því fór víðsfjarri, að Sveinn forseti liti þannig á, að „sá búskapur“ — kæmi — „forsetanum ekkert við“. Og um leið er það alger misskiln- ingur og leið missögn, að hann fengi „fljótt nóg af honum“, þ. e. búskapnum á Bessastöðum. Sveinn Björnsson hafði, af borg arbúa og embættismanni að vera, ótrúlega mikla þekkingu og áhuga á búskap, svo að það Bessastöðum var óblandin ánægja að tala við hann um þá hluti, það reyndi jeg margsinnis. Hann fjekk aldrei „nóg af“ búskapnum á Bessastöðum, um það er mjer vel kunnugt. Áhugi Sveins á bú skapnum var þrotlaus allt til hins síðasta, þótt auðvitað yrði honum eins og öðrum bændum ekki allt vonbrigðalaust í bú- skap sínum. Bar þar mjög til, hve háar hugmyndir hann gerði sjer um íslenzkan búskap, og tók sjer blátt áfram nærri það sem honum fannst úrskeiðis ganga í búskap og búnaðarmál- um, á landi hjer. Er til þess kemur, að „sumir kenna forsetanum það, að halla rekstur er á búinu á Bessastöð- um“, er fljótsagt, að jeg tel slíkt ábyrgðarlaust óvitahjal, engu betra en hina fjarstæðuna, að sá búskapur komi „forsetanum ekkert við“. Forseta íslands hef ir verið valin búseta á bújörð- inni Bessastöðum, fagurri og hægri en ekki stórri jörð. Það er svo bein og óumflýjanleg af- leiðing þeirrar búsetu, að bú- skapur, góður og snyrtilegur, verður að vera á Bessastöðum, sem mikilsverð umgjörð og bak grunnur búsetu forsetans á staðnum. Um leið hlýtur og verður búskapurinn á forseta- setrinu að koma forsetanum við, allt annað er óeðlilegt, — og jafnvel ósæmandi. Um þetta hljóta að gilda óskráð lög, sem ber að virða. Hitt er svo annað mál, að það er alger fjarstæða að láta sjer um munn fara, að forsetinn beri (fjarhagslega) ábyrgð á búskapnum á Bessa- stöðum. Auðvitað ber forsetinn ekki ábyrgð á búskapnum, í þess orðs venjulegu merkingu, fremur en t. d. á því hver kostn aður verður árlega við bílakost forsetaembættisins, engum kem ur slíkt til hugar. „Ábyrgðin" á búskapnum á Bessastöðum, ef um slíkt á að ræða, hvílir að sjálfsögðu að nokkru leyti á bústjóranum á forsetabúinu, en þó að lokum á ríkisstjórninni, eða rjettara sagt ráðuneyti því sem ræður yfir búinu, og ræður forsetanum, sem húsbónda á Bessastöðum, bústjóra, til að fara með búsfor- ráð. Þótt allir þessir aðilar vilji vel og geri vel getur svo farið að tap verði á búskapnum, alveg EINS og getið hefur verið í fréttum blaða og útvarps efndu tryggingafélögin til getraunar í sambandi við umferðarbreyting una 26. maí sl. Um 15000 lausnir bárust og dregið var úr réttum svörum 10. júní sl. Verðlaunin hlaut bifreiðastjóri frá Olafs- firði, Sigurður Ringsted Ingi- mundarson. eins og slíkt kemur fyrir hjá mörgum bónda, þótt góður sje, í einstaka árum, og getur margt valdið, verður eigandi búsins að taka því. Af því sem nú er sagt má ljóst vera, að ef tap verður á bú- skapnum á Bessastöðum, er það, að fullum og rjettum skilningi hluti af heildarkostnaðinum við forsetaembættið. Á sama hátt, ef hagnaður verður á búrekstri þessum þá minnkar sá hagnaður kostnað ríkisins við forseta- embættið. Afkoma búsins á Bessastöðum. Búið á Bessastöðum kemur í fyrsta sinn fram í ríkisr. 1942. Niðurstöðutölurnar á rekstrar- reikningi búsins hafa verið þess ar, talið í heilum krónum: Kr. 1942 (15/6 ’41 — 31/12 ’42) rekstrarhagn. 20.549.00 1943 — — 11.090.00 1944 — — 7.034.00 1945 rekstrarhalli 23.663.00 1946 — — 15.452.00 1947 — — 27.415.00 1948 rekstrarhagn. 1.114.00 1949 — — 8.026.00 1950 — — 22.578.00 1951 — — 1.877.00 1952 — — 953.00 1953 rekstrai’halli 6.528.00 1954 rekstrarhagn. 145.00 1955 rekstrarhalli 9.117.00 1956 — — 97.627.00 1957 rekstrarhagn. 813.00 1958 — — 636.00 1959 — — 12.100.00 1960 rekstrarhalli 71.731.00 1961 — — 172.405.00 1962 — — 218.230.00 1963 — — 310.023.00 1964 — — 279.230.00 1965 — — 553.756.00 1966 — — 828.135.00 1967 — — 309.952.00 Fyrstu árin, til og með 1945 er ekki lögð veruleg áherzla á búskapinn á Bessastöðum að hefja hann til vegs. Vorið 1946 er ráðinn nýr bústjóri að búinu beinlínis með það fyrir augum að koma búskapnum í það horf, að hann hæfi forsetasetrinu. Var það vilji og ákvörðun þáver- andi ráðherra Pjeturs Magnús- sonar, sem fór bæði með land- búnaðarmál og fjármál, svo að þar fór saman karl og kýll. Ráð herra og forseti voru algerlega Mynd þessi var tekin er full- trúar tryggingafélaganna af- hentu verðlaunin. Talið frá vinstri: Jóhann Björnsson, fram kvæmdastjóri hjá Ábyrgð h.f., eiginkona Sigurðar, Sigurður Ringsted og Björn Vilmundar- son, deildarstjóri hjá Samvinnu tryggingum. □ sammála og samhentir um það, að ræktun og bú á Bessastöðum yrði að vera hluti af sæmd stað- arins. Fróðlegt er að líta á tölur ár- anna 1946—1955, en-til hliðsjón- ar verður að athuga, að á þeim árum er unnið mjög mikið til umbóta á búinu, kúabúið auk- ið og bætt, hlynnt að varpinu, hænsnarækt tekin upp með góð um árangri og gerð stórátök um ræktun. Um 40 ha. af túnum úr órækt. Þegar þess er gætt, að öll þessi nýræktun kemur bú- inu til gjalda, verður ekki ann- að með sanni sagt, en að afkoma búsins hafi verið allgóð og jafn- vel meira en það. Öll árin 1948 —1952 er t. d. nokkur rekstrar- hagnaður. Um búskapinn á Bessastöðum á þessum árum, segir Vilhjálm- ur Þ. Gíslason, í bók sinni Bessa staðir: „Forsetinn hefur látið sjer annt um þennan búrekstur, og sjálfur lagt þar sumt til mála um tilhögun á búinu og tilraun- ir þær, sem gera skyldi.------ Á Bessastöðum hefur mikið ver ið ræktað síðan þar var sett ríkistjóra — og forsetasetur. — — — Tún og grasfletir hafa verið græddir upp kringum hús in, til prýðis og nytja, auk þeirra túna, sem áður voru þar. -----------Það er mjög guni- legt til fróðleiks að skoða Bessa staðabúið og fylgjast með störf- um þar. Margar framkvæmdir þar eru athyglisverðar og skemmtilegar. Markvist virðist vera unnið að því, að þar geti orðið fyrirmyndarbú á sínum sviðum. Hreinlæti og snyrti- mennska í umgengni og vinnu- brögðum er þar til fyrirmyndar. Ymsar tilraunir, sem þar eru gerðar, hafa þegar sýnt athyglis verðan árangur. Enn er þar að vísu margt ógert, eða ekki kom ið í það horf, teem því er ætlað að vera. En landið er óðum að fríkka og skipta um svip, og hvít húsin með rauðum þökum rísa upp úr grænum ökrum og túnum.“ Hjer kemur fram greinilega, að V. Þ. G. er Ijós nauðsyn þess, að búskapurinn á Bessastöðum sje með sæmdarbrag, og að það er snar þáttur í búsetu forsetans á þessum stað. Árin líða, það verða breyting- ar á Bessastöðum, sumum ræð- ur forsjónin, aðrar eru mann- anna verk. Árið 1948 er búið á Bessastöð um tekið úr yfirumsjá landbún- aðarráðuneytisins og sett undir || ráðuneyti forsætisráðherra, svo J sem annað er viðkemur forseta- embættinu. Árið 1952 verða for- | setaskipti, svo sem kunnugt er, g| og loks verða bústjóraskipti vor ið 1956. Ekkert af þessu hefði átt að breyta neinu um aðstöðu og afkomu búsins á Bessastöð- um, og ekkert skal fullyrða um að svo hafi verið. Lítið sem ekk ert mun hafa verið unnið að nýrækt á Bessastöðum eftir 1955, enda má segja að þess væri ekki brýn þörf. Ræktun á jörðinni var orðin mikil miðað við húsakost búsins og bústofn. Kostnaður við ræktunarfram- kvæmdir hefir því ekki íþyngt búinu hin síðustu 10—12 árin. — En fleira bar til. Fljótlega eftir 1952 fór að brydda á því, að aðrir og fleiri aðilar en Bessástaðabúið hefðu búpening á staðnum. Fyrst var það forsetinn sjálfur, en brátt komu fleiri aðilar til. Sumt má gott um þetta segja, t. d. að æðsti maður þjóðarinnar er enn þeim böndiun bundin við gaml- ar og nýjar íslenzkar venjur og æskuminningar, að hann hefir ánægju af því að hafa eigin kindur í kofa. Allir þændur (Framhald á blaðsíðu 2). Verðlaunin í getrauninni afhent Við verönd eins nýja liússins. Björn Jónsson, Hreinn Óskarsson eftirlitsmaður með byggingum, Rósberg G. Snædal og Jón Ingi- marsson. (Ljósm.: E. D.) - Orlofslieimilin ... (Framhald af blaðsíðu 1). sem átti lægsta tilboð, þegar hús in voru boðin út, smíðar þessi hús. Byggingameistarar eru Sveinn Jónsson, Kálfsskinni og Ingólfur Jónsson, Dalvík og eru húsin að mestu smíðuð á verk- stæði en síðan flutt á byggingar stað. Einir h.f. á Akureyri smíð- aði húsgögn. Húsin eru að grunnfleti 58 fermetrar. í því eru þrjú svefn- herbergi, eldhús, dagstofa og snyrting, ennfremur rúmgóð verönd. Þeir, sem taka húsin á leigu til dvalar, viku í senn, greiða 1200 króna gjald. En fjölskyla- ur eiga ekki að þurfa að flvtja annað með sér til þeirrar dvalar en matvæli, jafnvel uppbúin rúmin bíða, eldavél og ísskápur, hvað þá heldur meira. Orlofsheimilin á Illugastöðum eru 13 lrm. frá Skógum. Vegur um dalinn er góður og fljótfar- inn. Ekki ættu dvalargestir að afkristnast því enn stendur Illugastaðakirkja. Starfsfólk við orlofsheimilin nota íbúðarhús jarðarinnar, því hvorki er þar bóndi né bú. Gegnt Illugastöðum blasir Þeir cpp á BÚNAÐARSAMBAND N,- Þingeyjarsýslu kaus 2 menn úr sínum hópi til að ganga á fund landbúnaðarráðherra og ræða við hann um þau viðhorf í land- búnaðinum, sem þar hafa skap- azt vegna kalskemmda á rækt- uðu landi. Eru þær skemmdir svo stórkostlegar að við ekkert annað verður jafnað á því sviði, sem þekkt er hér á landi. En talið er að kalið sé stórkostleg- ast frá Brunná í Axarfirði að Hafralónsá í Þistilfirði. Á því svæði er ekki viðunandi kúa- hagi á túnum og taða gefin með þar sem hún er enn til frá síð- asta vetri. Sendimenn þeir, sem kjörnir voru til suðurgöngunnar voru þeir Sigtryggur Þorláksson hreppstjóri á Svalbarði og Grím ur Jónsson ráðunautur í Ær- lækjarseli. Þeir komu af fundi ráðherra í gær og verður nú haldinn fundur með oddvitum sýslunnar, út af þessu máli. (Samkvæmt viðtali við Óla Hall dórsson á Gunnarsstöðum). Þessu til viðbótar verður það að teljast lágmarkskrafa til land Þórðarstaðaskógur við og ný- lega byggð brú er þar yfir Fnjóská. Leikvellir verða gerðir á sléttum árbökkunum. En heima verður komið upp að- stöðu fyrir yngstu börnin. Áformað er að byggja sundlaug og sérstakt hús til sameiginlegra nota. Sérstakt eigendafélag sér um rekstur húsanna og kaus það sér þessa menn til að annast hann fyrir sína hönd: Rósberg G. Snædal, Jón Ingimarsson og Björn Þorkelsson. Eftirlitsmað- ur á staðnum er Rósberg G. Snædal. Þorvaldur Kristmundsson arkitekt teiknaði hús og hús- gögn, Jón Rögnvaldsson skipu- leggur lóðir og Baldur Jónsson í Fjósatmigu hefur eftirlit með ýmsum verklegum framkvæmd um utanhúss. Mjög gestkvæmt hefur verið að Illugastöðum síðustu daga. Kemur víst flestum saman um, að heimilin séu hin vistlegustu og að þar muni gott að búa. — Dagur óskar Alþýðusambandi Norðurlands og verkalýðsfélög- unum til hamingju með hin nýju dvalarheimili. □ ráiierrafynd búnaðarráðherra, að hann sjálf- ur komi á mesta kalsvæði norð- austanlands og alveg furðulegt tómlæti, að hann skuli ekki hafa gert það fyrir nokkru. □ HANS SIF LIGGUR Á RAUFARHÖFN DANSKA flutningaskipið Hans Sif liggur við bryggju á Raufar- höfn, sagði Hreinn Helgason fréttaritari Dags í gær. Dælurn- ar eru settar í gang öðru hvoru því skipið er ekki alveg þétt. En það er undrunarefni, að það skuli ekki ónýtt orðið á strand- stað í stórgrýti. Bráðlega verð- ur skipinu siglt til Reykjavíkur til viðgerðar. Siglingatæki höfðu áður verið flutt burtu. Búið er að losa síldarmjölsfarm skips- ins að fullu og að þurrka það mjöl, sem blotnað hafði. Ég bjóst ekki við að sjá þetta skip aftur hér í höfninni og sízt af öllu svona vel útlítandi, sagði fréttaritari. □ HöskuEdur Markússon NOKKUR MINNINGARORÐ GYÐINGAR hafa lifað tvístraðir, hraktir og ofsóttir um víða veröld í tvö þúsund ár. En þjóðarbrotin létu aldrei bugast og trúðu stöð- ugt á mikilvægt hlutverk sitt. Fyr- ir 20 árum eignuðust þ.eir loks sitt eigið föðurland og stofnsettu ísra- elsríki, sem víðfrægt er. Það voru Gyðingar hinir fornu, sent ólu spá- menn og spekinga Gamla testa- méntisins, einnig Jesúnt Krist. Og þeir einir þjóða veraldar nota Gamla testamentið sem kennslu- bók í eigin sögu. Rúmum áratug áður en Gyðing- ar stofnuðu eigið ríki og sönnuðu, að enn væri tími kraftaverkanna ekki liðinn, kom til íslands þýzk- ur Gyðingur að nafni I-Iarry Ros- enthal, í heimsókn til aldraðrar móður sinnar í Reykjavík. Hann hafði 17 daga lcyfi og þeir dagar liðu fljótt. Þá voru Gyðingaóf- sóknir Hitlers byrjaðar, þær er leiddu til útrýmingar sex milljóna Gyðinga í Þýzkalandi. Harry Rosenthal sneri ekki aft- ur heim til Þýzkalapds, heldur settist að hér á landi, þótt ágæt- lega launað starf hjá traustu fyrir- tæki í heimalandinu, ættlaríd ög ástvinir toguðu í harin. Og- víst mátti hann haþpi hrósa, því ætt- menn hans, svo sem bróð.ir og hans fjölskylda enduðu líf sitt í gasklefunum. Skörtlmuisíðar liomst svo unnusta Rosenthals, Hilde- gard Hcller, til íslands.-Þau urðu íslenzkir ríkisborgarar, fluttust til Akureyrar árið 1P38 og frá. 1946 vann svo Harry hjá iyrirtækinu Amaro, sem skrifstoíustjóíi. Hann varð bráðkvaddur 25. júni á í- þróttavellinum 73 ára, á meðan knattspyrnukappleikur stóð þar yfir. En á þann stað lét hann sig aldrei vanta er slíkir kappleikir fóru fram. Sjálfur var hann al- þjóðlegur knattspyrnudómari og sannur ráðgjafi knattspyrnu- manna á Akureyri um áratugi. — Útlörin var gerð frá Akureyrar- kirkju að viðstöddu ljölmenni 29. júní. Harry Rosenthal þurfti að skipta um nafn, er hann gerðist íslenzk- ur þegn og nefndi sig þá Höskuld Markússon og var þekktur undir því nafni, sem hinn nýtasti þegn bæjarins, mikilhæfur starfsmaður og góður Islendingur. Eftir stríðið stóð honum til boða ágæt staða hjá fyrirtæki þvi, sem hann áður vann hjá í Þýzkalandi. Hann haínaði boðinu, þótt frami stæði honum opinn á sviði við- skiptanna, því liann hafði skotið rótum í íslenzkri mold, var orð- inn íslenzkur maður, senr harm- aði ekkert nema gamla nafnið sitt. Það var gæfa Höskuldar Mark- ússonar að eignast og elska nýtt föðurland, mitt í ægilegum lrörm- ungum ættbræðra sinna og að lifa. hér á landi starfsama og giftu- drjúga ævi meðal fólks, sem aldrei hefur þjáðzt af útrýniingarhug- sjónum, og naut verka hans og vináttu. Bæði er ljúft og skylt að þakka samferðamanninum Höskuldi Markússyni að leiðarlokum. E. D. Tíunda söngmót Hekiu TÍUNDA söngmót Söngfélágs- ins Heklu — sambands norð- lenzkra karlakóra, var haldið dagana 22. og 23. júní sl. í söngmótinu tóku þátt 9 af 11 karlakórum, sem í samband- inu eru: Karlakór Bólstaðar- hlíðarhrepps, söngstjórar Jón Tryggvason og Gestur Guð- mundsson, Karlakórinn Feykir, söngstjóri Árni Ingimundarson, Karlakór Akureyrar, söngstjÓri Guðmundur Jóhannsson, Karla kór Dalvíkur, söngstjóri Gestur Hjörleifsson, Karlakórinn Geys ir, söngstjóri Jan Kisa, Karla- kórinn Heimir, söngstjóri Jón Björnsson, Karlakór Mývátns- sveitar, söngstjóri Örn Friðriks son, Karlakór Reykdæla, söng- stjóri Þóroddur Jónasson og Karlakórinn Þrymur, söng- stjóri Sigurður Sigurjónsson. Söngmenn í þátttökukórun- um eru samtals um 330. Mótinu stjórnaði Áskell Jónsson söng- keimari, Akureyri, sem er for- maður Söngfélagsins Heklu. Söngmótið hófst með samsöng í Félagsheimilinu á Húsavík kl. 14, laugardaginn 22. júní. Að samsöngnum loknum var öllum söngmönnum innan Vaðlaheið- ar boðið til kvöldverðar á heim ilum söngbræðra sinna á Húsa- vík, í Reykjadal og Mývatns- sveit. Kl. 21 um kvöldið var svo samsöngur að Skjólbrekku í Mývatnssveit. Að honum lokn- um héldu allir söngmenn til síns heima. Á sunnudaginn 23. júní hófst mótið að nýju kl. 16, með kaffi- samsæti fyrir söngmenn og kon ur þeirra í félagsheimilinu Mið- garði í Skagafh’ði, í boði skag- firzku kóranna Heimis og Feyk is. Sátu hófið hátt á fjórða hundrað manns. Kl. 21 um kvöldið var síðan samsöngur að Miðgarði. Á hverjum hinna þriggja sarrt söngva söng hver af þátttöku- kórunum nokkur lög undh stjórn söngstjóra sinna, og tvö lög allir sameiginlega, eða sam- tals yfir 300 manns, undir stjóm Jónasar Helgasonar, Jóns Björnssonar og Páls H. Jóns- sonar. Auk þess söng sameinað- ur kór Karlakórs Mývatnssveit ar, Reykdæla og Þryms þrjú lög' undir stjórn Þórodds Jónasson- ar og Sigurðar Sigurjónssonar, við undirleik séra Arnar Frið- rikssonar. Hver samsöngur tók nálega tvo og hálfan kl.tíma. Heiðurssöngstjórar mótsins voru Jónas Helgason og séra Friðrik A. Friðriksson, sem ekki gat mætt vegna anna. Aðsókn að samsöngvunum var mjög góð, og munu hafa sótt þá alla nokkuð á annað þúsund áheyrendur alls. Söngn- um var alls staðar mjög vel fagnað. Að morgni fyrra mótsdagsins var alhvít jörð um allt Norður- land, og á sunnudaginn snjóaði í Skagafirði allan daginn, þótt ekki festi fyrr en um kvöldið. Söngfélagið Hekla var stofnað árið 1934 og var þetta 10. söng- mót félagsins. Auk söngmót- anna hefur Hekla beitt sér fyrh söngkennslu á félagssvæðinu, sem er Norðlendingafjórðung- ur hinn forni. Þá sungu félags- kórarnir inn á plötu sem Hljóm plötuútgáfa Fálkans gaf út 1966 í tilefni af 30 ára afmæli Heklu. Núverandi stjórn Söngfélags- ins Heklu skipa: Áskell Jónssors formaður, Þráinn Þórisson rit- ari, Árni Jóhannesson gjaldkeri og meðstjórnendur Guðmundur Gunnarsson, Jón Tryggvasor.; og Páll H. Jónsson. (Frá stjórn SöngfélagsinH Heklu.) )

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.