Dagur - 14.08.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 14.08.1968, Blaðsíða 1
EFNAVERKSMIÐJAN SJOFN LI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 14. ágúst 1968 — 34. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÓSMVNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPiCRlNG Landbúnaðarsýniiig í Reykjavík f jölsótt LANDBÚNAÐARSYNINGIN í Laugardal virðist ætla að verða fjölsóttasta sýninga hér á landi. Yfir 20 þús. manns höfðu lagt þangað leið sína í fyrrakvöld og 15 þús. komið á tveirn síðustu dögum. Meðal gesta var stór hópur búfræðikennara frá Norð urlöndum, svo og blaðamenn, bæði brezkir og franskir, auk starfsbræðra þeirra frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Reykvík ingar hafa fjölmennt, eins og nærri má geta og margar hóp- ferðir víða af landsbyggðinni hafa verið farnar eða eru undir búnar. Þykir mikil reisn yfir þessari landbúnaðarsýningu og fjölbreytni margföld við það, sem áður hefur þekkzt. Margs- konar skemmtiatriði fara fram jafnhliða sýningunni. Fólk þarf að gefa sér nokkurn tíma til að sjá og glöggva sig á því, hvað hér er um að vera. Þýðing sýn- ingarinnar er eflaust mikil, en hún er fyrst og fremst kynning- arsýning fyrir famleiðendur og neytendur, á því, sem er, enn- fremur söguleg sýning um þró- un og hlutverk landbúaðar í íslenzku framleiðslu- og at- vinnulífi. Á sunnudaginn voru verðlaun veitt í búfjárdeildum, að upp- 'hæð um hálf millj. kr. Á mánu- daginn keppti ungt fólk í starfs- íþróttum. Vignir Valtýsson í Nesi varð hlutskarpastur í (Framhald á blaðsíðu 4). Ölstríðinu í Svíþjóð lýkur MIKIL og hörð barátta hefur verið háð í Svíþjóð frá síðustu áramótum eða lengur um sölu á sterku öli í landinu. Sterkt öl hefur lengi verið bruggað og selt í Svíþjóð, en eingöngu selt frá áfengiseinkasölunni, eins og annað áfengi, og á stöðum, sem fengið hafa heimild hins opin- bera til sölu eða veitingar áfengra drykkja. Fyrir rúmlega hálfu ári var gerð nokkur undanþága frá lögum og reglugerðum í þessum efnum vegna voldugrar sóknar ýmissa þeirra aðilja, sem kröfð- ust frjálsrar sölu á sterku öli. Var því óspart haldið fram, að öl væri tiltölulega meinlaus drykkur og neyzla sterkra drykkja (brennivíns) myndi minnka að miklum mun. Sú stað hæfing kemur hins vegar alger- lega í bág við reynslu Norður- landaþjóðanna, því að mörg und anfarin ár sýna opinberar skýrsl ur að neyzla sterkra drykkja hefur farið þar vaxandi, þrátt fyrir mikla ölsölu. Gildir þetta jafnt um Danmörku, Finnland, Noreg og Svíþjóð. Ölleyfið afturkallað. Undanþágan var fólgin í því, að leyft var að selja sterkt öl á frjálsum markaði í tilrauna- skyni um óákveðinn tíma í þrem ur ömtum eða lénum í Svíþjóð: Gautaborg, Bá'hus og Verma- landi. Talið er að alls hafi ölið verið selt í 2200 verzlunum í þessum þrem ömtum eða lands- höfðingjaumdæmum. Reynslan varð mjög neikvæð. Olsalan óx stórlega frá því sem hún var, eða varð samkvæmt blaðafréttum átta sinnum meiri í Gautaborg, en 15—16 sinnum meiri í Vermalandi. Hófst fljótt mikil gagnrýni á þetta hömlulausa sölufrelsi á sterka ölinu. Voru skólayfir- völdin þar í fararbroddi, en flest áhrifamestu dagblöð landsins DAGUK kemur næst út niiðvikudaginn 21. ágúst. Auglýsendur eru beðn ir að skila auglýsingahandrit- um í tæka tíð. veittu þeim öruggt brautar- gengi. í ljós kom, að drykkjuskapur barna og unglinga var að verða alvarlegt vandamál. Gekk víða svo langt, að á skólaskemmtun- um og' samkomum nemenda, var mikill hluti nemendanna ofurölvi. Gagnrýnin á þetta ölævintýri fór því stöðugt vaxandi. Þótti ríkisstjórninni að lokum mælir- inn fullur og mun hafa talið full reynt um þessa tilraun. Um mánaðamótin júní/júlí gaf hún svo út stjórnarúrskurð um mál- ið og tilkynnti, að tilrauninni um frjálsa sölu á sterku öli (Framhald á blaðsíðu 2). Þýzka skemmtiferðaskipið Regina Maris lagðist að bryggju á Akureyri um hádegi á mánudag- inn, liið fyrsta, sem hingað kemur á þessu sumri, kom liingað frá Spítsbergen og heldur bemt til Hamborgar. (Ljósm.: E. D.) Ungt fólk sáði í svartan sandinn í KELDUHVERFI hefur verið framúrskarandi sprettutíð, skúraleiðingar öðru hverju en þó hagstæð heyskapartíð, sagði Þórarinn Haraldsson í Laufási er blaðið hringdi til hans í frétta leit á mánudaginn. Þetta er bara sæmilegt hjá okkur miðað við hallærisástand hér á næstu grösum, norðan og austan. Mun hey sennilega verða eins mikið nú og það var í fyrra. Mikil ný- rækt bjargaði, því hún spratt SAMVINNUMENN KVEÐJA ÞÓRARINN KR. ELDJÁRN f DAG er kvaddur liinztu kveðju Þórarmn Kr. Eldjárn, að ættaróðali sínu, Tjörn í Svarfaðardal. Hann var „aldamótamaður“ eins og þeir stundum eru nefndir, sem ungir gengu á liönd nýjum stefnum í menning- ar- og félagsmálum, sem fóru eins og hlýr og liressandi vor- blær um huga íslenzku þjóðarinnar á fyrsta áratug aldar- innar. Þar bar merki samvinnustefnunnar hátt við heiði rísandi dags. Við hana voru bundnar bjartar vonir alþýðunnar í landinu og ekki sízt æskunnar. Þórarinn skipaði sér ungur undir merki hennar, og þar stóð liann ævilangt, óhvikull og æðrulaus. Heiðarleiki, tryggð og trúmennska var honum í blóð borið, og hugsjón sam- vinnustefnunnar, eins og mörg fleiri góð mál, naut þessara fágætu eiginleika í ríkurn mæli. Haim var um langt skeið í fararbroddi í margháttuðum menningarmálum Eyfirðinga og liafði þar, öfgalaust sagt, livers manns traust. Hann sat í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga í tvo áratugi og var formaður þess um tíu ára skeið. f stjórn Menningarsjóðs KEA var hann í aldarfjórðung og í fulltrúaráði Samvinnutrygginga og Andvöku óslitið frá 1947. Ilann var hlédrægur og sóttist lítt eftir opinberum störf- um eða mannaforráðum. En honum voru falin þau samt. Olli því gáfur hans og margliáttaðir liæfileikar og ekki sízt, að allir vissu, AÐ HONUM MÁTTI TREYSTA. Kaupfélag Eyfirðinga kveður hann að leiðarlokum með djúpri virðingu og alúðarþökk. Fjölskyldu hans sendir það lilýjar og hugheilar samúðar- kveðjur. 10. ágúst 1968. Brynjólfur Svehisson, Jakob Frímnnsson. vel er annað brást. Auðvitað eru kalskemmdir miklar, bæði stórar skellur og gi'isjun, sem arfinn leggur undir sig og gerir heyþurrkun erfiða: Marga langar á landbúnaðar- sýninguna, en fáir eiga heiman- gengt því nú standa heyskapar- annir hæst, óvíða vinnukraftur til skiptanna og hver dagur dýr mætur, sem drottinn gefur þurrk. Ég geri ráð fyrir, sagði Þórarinn ennfremur, að tveir þriðju hlutar heyvinnu séu að baki. Hér renna bílar um, hlaðnir heyi úr Eyjafirði. Ferðamanna- straumui' er mikill í sumar. Hér bar það nýlega til tíðinda, að Ungmennafélag Kelduhverf- is gekkst fyrir kaupum á 600 kg. af grasfræi og 8 tonnum af áburði, sem ungmennafélagarn- h' og margir aðrir sáðu í höfða norðan við Vesturdal og er þetta land nálægt Hljóðaklett- um. Verkstjóri var Ólafur Ás- geirsson. Formaður ungmenna- félagsins er Þórarinn Þórarins- son. Um leið og Þórarni eru þakk- aðar fréttir, ber að fagna því sérstaklega, að ráðist er á sand- inn og hann græddur af fórn- fúsum höndum. Slíkt gerist hvergi nema þar sem tápmikið og félagsþroskað fólk markar stefnuna. □ BÖIÐ AÐ VEIÐA 33894 TONN SALTAÐ HEFUR VERÍÐ í 7770 TUNNUR SÍLDVEIÐI á hinum fjarlægu miðum er enn mjög treg. Búið var sl. laugardagskvöld að afLa 33894 tonn, samkvæmt umsögn Fiskifélags íslands í gær. Saltað var í 7770 tunnur, sem er um 1134 tonn, fryst 3 tonn og brædd 29827 tonn og land- anir erlendis voru 2930 tonn. Þrír bátar, sem fengu leyfi til síldveiða syðra, bæði vegna Norðurstjörnunnar (niðursuða) og til beituöflunar, hafa frá júní byrjun aflað 698 tonn, auk þess sem áður er talið. Síldaraflinn nú, er aðeins lítill hluti þess, sem aflazt hafði á sama tíma í fyrra. □ Slær með orfi og Eylandsljánum FRÉTTARITARINN á Gunnars stöðum segir svo á mánudaginn: Ég er að slá með orfi og Ijá í dag, á Hóli. Orfið er 18 ára, kosta gripur, smíðað af hagleiks manninum Arngrími heitnum í Hvammi og gaf hann mér það, og svo hef ég Eylandsljá og dreg hann á hverfisteini. Heima fá- um við 3 kýrfóður af 25 ha. á gömlu túni og arfa sem revnt er að verka í votheyshlöðum. Svona er þetta víða. Hér eru komnir heyskapar- menn, er voru suður við Eyrar- bakka. Þar var mikið gras en votviðri mikil svo engi blotnuðu mjög svo ekki varð heyjandi. HirtÍK voru 4—500 baggar, sem hingað eru komnir eða á leið- inni. Þeir róma fyrirgreiðslu Sunnlendinga. Sem dæmi, að á verkstæði á Eyrarbakka fengu þeir ekki að borga viðgerðir, nema efni. Annað er eftir því. Veðráttan nú er lík og sum- arið 1939, 1947 og 1955, þegar þá var bezt. O. H.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.