Dagur - 21.08.1968, Side 1

Dagur - 21.08.1968, Side 1
FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sírni 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Frostastöðiim 2. ágúst. Þótt kals og brigðullar grassprettu gæti efalaust minna í Skagafirði en ýmsum héruðum öðrum þá árar þar þó misjafnlega, eins og ann- arsstaðar. Eru það einkum út- nesjajarðir og þær, sem hátt iiggja yfir sjó, sem þá verða fyrir þeim áföllum öðrum frem- ur. Skagfirzkir bændur hafa nokkuð velt því fyrir sér, hvern ig við þessu skuli brugðizt og hvaða aðgerðir séu vænlegastar til þess, að tryggja fóðuröflun í héraðinu betur en nú er. Hefur helzt verið staðnæmst við þá hugmynd, að koma á fót félags- ræktun einhversstaðar þar frammi í héraðinu, sem unnt reyndist að ná eignarhaldi á nægilega stóru, samfelldu og álitlegu ræktunarlandi. Er norð vesturhluti Vallhólmsins nú einkum undir smásjánni í þessu augnamiði. Fyrir nokkru kom stjórn Bún (Framhald á blaðsíðu 2). Margt manna horfir jafnan á knattspyrnukappleiki á Akureyri. (Ljósm.: E. D.) GRÓÐUR ER GULLI BETRI LANDBUNAÐARSYNINGIN I LAUGARDAL YFIR 80 þúsund manns komu á landbúnaðarsýninguna í Laúg- NÖ ÆTLA MARGIR AÐ KAUPA SJÓNVARPSTÆKI FÉLAG sjónvarpsáhugamanna á Akureyri og í nágrenni var til þess stofnað að gæta hagsmuna hinna mörgu, sem væntanlega kaupa sjónvarp á þessu ári. En gert er ráð fyrir, að sjónvarp LAX í EYJAFJARÐ- ARÁ OG HÖRGÁ LANGT er síðan reynt var að gera Eyjafjarðará að,, laxá. Og nú hin síðari ár hefur miklu af seiðum verið sleppt í hana. í fyrra veiddist þar ofurlítið af laxi og nú í sumar hafa veiðzt þar 12—15 laxar. En veiðimenn eru stundum seinir að gefa veiði skýrslur, sem er þó alveg nauð- synlegt. Ennfremur er þess ákveðið óskað, að þeir vigti hvem lax, mæli lengd hans og taki af honum hreistur-sýnis- horn. í Hörgá hafa nú veiðzt 4 eða 5 laxar. Átta þús. gönguseiðum hefur verið sleppt þar tvö síð- ustu ár. Vænta menn þess, að árangur verði góður í þessum ám báðum, enda til mikils að vinna. □ nái hingað síðar á þessu ári. Félagið hefur sett á stofn skrif stofu í Búnaðarbankahúsinu uppi. Þar eru mjög mörg sjón- varpstæki til sýnis, frá þeim, sem óskað hafa að eiga viðskipti við sjónvarpsnotendur. Þar fá félagsmenn einnig i hendur spurningaseðil um fyrirhuguð kaup. Þetta er gert til þess að unnt sé að semja um magnaf- slátt við seljendur og er það að sjálfsögðu þýðingarmikið atriði. Þá eru þarna innheimt félags- gjöld og afgreidd félagsskírteini. Fólk þarf að skila spurninga- listunum sem fyrst, til að auð- velda innkaup bæði sjónvarps- tækja og sjónvarpsloftneta. Leiðbeinandi á skrifstofu fé- lagsins er Jónatan Klausen út- varpsvirki. □ SMYRILL FEKK HEILAHRISTING IJM verzlunarmannahelg- ina lenti smyrill á bíl og hefur víst fengið heiia- hristing, svo dasaður var hann og ósjálfbjarga. Veg farendur tóku hann, settu í kassa og afhentu hann Jóni Sigurjónssyni smið á Akureyri. í gær var fugl- inn við beztu heilsu, gæddi sér á hrefnukjöti og settist svo á hendi Jóns. (Ljósm.: E. D.) Heyskapur langt kominn í Skagafirði ardal, sem opin var í tíu daga og lauk 18. ágúst. Sýnendur voru 80 talsins. Þessi sýning er hin mesta, er haldin hefur ver- ið hér á landi. Fullyrði má, að hún hafi verið bændastéttinni og öðrum, sem þátt tóku í henni, til gagns og sóma. Og ef- laust hefur hún í meginatriðum náð þeim tilgangi sínum, að sýna þéttbýlisfólki stöðu land- búnaðarins og bændastéttarinn ar í þjóðfélaginu og að kynna bændum nýjungar. Einkunnarorð sýningarinnar voru: Gróður er gulli betri. Verndari sýningarinnar var for- seti íslands, dr. Kristján Eld- járn. Framkvæmdastjórar sýn- ingarinnar voru Agnar Guðna- son ráðunautur og Kristján Karlsson erindreki, formaður sýningarráðs Þorsteinn Sigurðs son formaður B. í., en formaður sýningarstjórnar var Sveinn Tryggvason. Undir hinu mikla stein-hvolf þaki Laugardalshallar voru sýn ingardeildirnar hlið við hlið. Uti var stórt svæði með vélum og verkfærum hinna ýmsu inn- flytjenda. Búfénaður var í nýj- um húsum, sem sjálf voru sýn- ingarhús. Kynningarrit, kvik- myndir og litskuggamyndir sýndu og sögðu staðreyndir um mörg efni landbúnaðar, auk sýningarskrárinnar. Skemmti- atriði fóru fram dag hvern. Næst síðasta sýningardag var t. d. Eyfirðingavaka, þar sem búnaðarhættir Eyjafjarðar voru kynntir og héraðið í stuttum erindum Ævars Hjartarsonar ráðunauts og Hjartar E. Þór- arinssonar bónda á Tjörn. En fyrst á þeirri vöku flutti Ár- mann Dalmannsson formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar kynningarorð. Þar sungu Jó- hann Daníelsson, Eiríkur Stef- ánsson og Jóhann Konráðsson við undirleik Guðrúnar Krist- insdóttur og þar var ennfremur (Framhald á blaðsíðu 4). Allir Spánverjarnir fundnir lieilir á liúfi SJÖ SPÁNVERJAR, sem óttast var uni á Vatnajökli síðan á föstudag, sáust úr Ieitarflu-gvél Bjöms Pálssonar á sunnudag, var vísað til vegar og kastað til þeirra matföngum. Þeir höfðu ekki haft samband við byggð í 5 daga. Leitarflokkar frá Aust- urlandi, Mývatnssveit og Akur- eyri hófu leit. Á sunnudags- kvöldið, um kl. 12 mætti 8 Hólum í Hjaltadal 19. ágúst. Nú lítur skár út með heyskapinn en fyrr í sumar. Spretta varð á endanum góð á ræktuðu landi, sem óskemmt var. En í Hegra- nesi og í vestanverðum Skaga- firði voru túnaköl á mörgum bæjum tilfinnanleg. Þeir, sem fyrstir hófu slátt, lentu í óþurrkakafla en síðan hefur hey hirðing gengið með ágætum og er heyskapur víðast langt kom- inn. Hér á Hólum verða mun meiri hey en í fyrra og er þá gott að geta miðlað þeim, sem helzt þurfa á viðbótarheyi að á sig komnir og konan í hópnum var göngugarpur. Eftir þetta var haldið í Gæsadal og kornið þang að kl. 7 að morgni og hvílst í sæluhúsi þar. En þar sem fund- um leitarmanna og Spánverj- anna bar saman er staður einn norðaustur af Þorbergsvatni norður af Kverkfjöllum. Spánverjarnir gistu á Gríms- stöðum í fyrrinótt og ætluðu til þeir munu verða þó manna leitarflokkur að austan Mývatnssveitar í gær. halda en nokkrir. Töluvert hefur verið um ferða fólk í sumar og gestamóttaka var í húsakynnum skólans eins og undanfarin sumur. Skólinn er fullskipaður og varð það fyrir löngu. H. J. og úr Mývatnssveit, í þeim hópi einnig Sveinn Vilhjálms- son í Möðrudal, er blaðið ræddi við í gær, en fararstjóri var Sverrir Tryggvason, Spánverj- unum. Hópamir fóru á mis í fyrstu. Spánverjarnir voru vel BAGUR kemur næst út föstudaginn 30. ágúst. FÆRÐU FORSETANUM SKEIFU Dalvík 20. ágúst. Frystihúsið er nú á ný farið að taka á móti fiski. Unnið er látlaust við höfnina og langt komið að setja stálþil innan á syðri hafnargarðinn. Síðan verður bryggjugólf steypt. Heyskapur ætlar að verða með betra móti. En margir bændur eru nú syðra, fóru á landbúnaðarsýninguna og ferð- uðust um Suðurland, munu og hafa heimsótt gamlan sveitunga sinn á Bessastöðum, forseta ís- lands. Að sögn færðu þeir hon- um skeifu undan gamla reið- hestinum hans, Hring, sem var ágætur hestur og varð hesta elztur. Unnið er nú í fyrsta sinn að varanlegri gatnagerð á Dalvík. Skíðabraut og Hafnarbraut verða fyrstu steyptu eða mal- bikuðu göturnar á staðnum. Væntanlega verður í sumar borað eftir heitu vatni í Hamars landi. Sú jörð er í Svarfaðar- dalshreppi en Dalvíkurhreppur fékk leyfi til að leita þarna jarð hita til nýtingar ef fyndist. Sæmilega lítur út um kartöflu sprettu. Silungsveiði í Svarfað- ardalsá hefur verið sæmileg en lax hefur enn ekki veiðzt og var hans þó von. J. H. Félagsræklun í Skagafirði

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.