Dagur - 30.08.1968, Blaðsíða 4

Dagur - 30.08.1968, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. „Við erum sælir r £ ,iVl r f f ut ¥10 IS í HVERT SINN er fréttir berast úm kúgun þjóða eða skerðing sjálfsagðra mannréttinda með ofbeldi, fer hroll- ur um okkur fslendinga og alla þá, sem unna lýðfrelsi og skilja þýðingu þess. Svo var nú, þegar Rússar gerðu innrás í ríki Tékka. Við erum sælir út við ís "/ og eiga hæli í friði, var kveðið fyrir rúmlega hálfri öld. Enn getum við telcið und- ir þessi orð þó að lega landsins dugi minna til vamar og friðar en áður. Lýðfrelsi okkar og lýðræði — óháð vopnavaldi — er dýrmætasta eignin, sem okkur ber að varðveita sem f jör- egg. Um leið og aðrar þjóðir treysta á vopnavald sitt og auðmagn, þurf- um við að geta sett traust okkar á lýðræðislegt samstöðuafl okkar. Þess vegna er okkur nauðsynlegt að rækta það hið innra og með skipulagi þjóð- félags okkar. Fljót, sem fellur dreift, verður ekki virkjað nema leiða það í einn farveg. Afl þess hagnýtist ekki með öðru móti og er raunar ekki fyr- ir hendi annars. Segja má, að hið sama gildi um lýðræðið og fljótið. Ef lýðræðið hefur ekki skynsamlegt pg formlegt aðhald, dreifist það út í kraftlitlar kvíslar. Það þarf að finná lýðræðinu viturlegt form til átaka. Kjördæmaskipun og kosningaregl- ur þær, sem við búum við, eru mið- aðar við það óraunsæi, að lýðræði sé því fullkomnara, sem menn geti auð veldlegar skipað sér í stríðandi hópa. Með því móti verður til í síjómmál- um landsins sú sundmng, sem eyðir kröftum og gerir þjóðina eins og fljótið, sem ekki er virkjunarhæft. Löggjafarsamkoman er skipuð dreifikröftum, sem eru þangað komn ir að allmiklum hluta fyrir annar- legar tilviljanir, en ekki fyrir raun- vemlega lýðhylli og almenna tiltrú kjósenda. Skerpa þarf stjórnmálaáhugann og stjómmálastarfsemi með einfaldari og beinni kosningareglum og stytta „handabandsleiðina“ milli kjósenda og þingmanns. Til þess virðist liggja beinast við að skipta landinu öllu í einmenningskjördæmi. Jafnframt þarf að auka vald hinna einstöku landsfjórðunga í sérmálum. Friðarhæli okkar út við ísinn skapar okkur góð skilyrði til farsæld- ar því „Vort lán býr í oss sjálfum — ef vit er nóg“. Um leið og við fyll- umst samúð með þjóð, sem verið er að svipta frelsi og mannréttindum og vítum árásaraðila, ber okkur að meta lýðfrelsi okkar að verðleikum og treysta það af fremsta megni. □ Valgeir Árnason og Valgeir Sfefánsson FRÁ AUÐBREKKU - MINNINGARORÐ i. GÁTA lífs og dauða mun víst flestum torráðin. Margir hafa spreytt sig á að leysa hana, en mér vitanlega hefur engum tek- izt það til fullnustu. Frammi fyr ir dómi og kalli dauðans standa a. m. k. allir jafnir. Sjaldan hafa þau sannindi birzt skýrar en á þessu heiða sumri norðanlands. Fráfall tveggja góðra vina, ann- ars ungs manns og hins öldungs, Valgeirs Stefánssonar og Val- geirs Árnasonar, hefur minnt á hið fornkveðna, að enginn ræð- ur sínum næturstað. Valgeh- Árnason í Auðbrekku var aldraður maður og farinn að likamshreysti. Hann hafði lokið ævistarfi sínu og gat glaðzt yfir því að fá að njóta hvíldar. En Valgeir Stefánsson var á þeim aldri, sem allir vildu á vera, tvítugur maður, stæltur á líkama og sterkur til sálar, óvenju hugþekkur og drengi- legur piltur, sem tengdar voru við miklar vonir. Þessir tveir menn, nafnar og nánir frændur, áttu allt það sameiginlegt, sem góðir menn eiga, runnir af sömu rót, fæddir á sama stað og tengd ir. ástvinaböndum slikum sem nánust verða. En þó finnst okk- ur jarðarbörnum sem nokkurr- ar skýringar sé vant, þegar þess ir tveir vinir okkar fá skapa- dóm sinn nær samstundis. Þrátt fyrir allt það, sem þá tengdi, var þó aldursmunurinn, kyn- slóðabilið, nokkuð, sem fjar- lægði þá í tíma. Annar hafði runnið langt æviskeið á enda, hinn var við upphaf ævibrautar. II. Valgeir Ámason var fæddur í Auðbrekku 10. des. 1884, sonur Áma, bónda í Auðbrekku, Jóna tanssonar og konu hans, Guð- rúnar Jónsdóttur, hreppstjóra í Auðbrekku, Snorrasonar frá Böggvisstöðum. Valgeir ól allan áldur sinn í Auðbrekku í bók- staflegum skilningi þess orðs. Þar óx hann úr grasi í fjölmenn um systkinahópi, vann foreldr- um sínum á yngri árum, tók við búsforráðum síðar og bjó þar búi sínu, þar til synir hans sett- ust að búi fyrir allmörgum ár- um. Valgeir lézt að heimili sínu í Auðbrekku 9. þ. m., og var jarðsunginn frá Möðruvalla- kirkju að viðstöddu fjölmenni. Kona Valgeirs eftirlifandi er Anna Einarsdóttir frá Borgar- firði eystra, framtakssöm dugn- aðarkona, sem á efri árum sín- um verður að þola heilsubrest og sáran ástvinamissi. Hjóna- band þeirra hafði staðið fulla hálfa öld, þegar Valgeir féll frá. Synir þeirra hjóna eru fjórir: 1. Stefán, f. 20/11 1918, alþingis maður og bóndi í Auðbrekku, kv. Fjólu Guðmundsdóttur. 2. Þorsteinn, f. 25/3 1921, starfs- maður hjá verzluninni Hagkaup í Reykjavfk. 3. Þórir, f. 20/6 1922, kv. Höllu Halldórsdóttur, bóndi í Auðbrekku. 4. Guðmund ur, í 11/11 1923, kv. Jónu Peder sen, nú starfandi í Reykjavík. Fimmti sonur Valgeirs, fæddur fyrir hjónaband, er Hermann, bóndi í Lönguhlíð, f. 16/10 1912. Kvæntur er Hermann Valgeirs son Þuríði Pétursdóttur búfræð ings og bónda á Gautlönndum, Jónssonar frá Reykjahlíð Péturs sonar. Er Þuríður því dóttur- dóttur Péturs ráðherra Jóns- sonar. Valgeir Ámason var kurteis maður og dagfarsprúður og sótt ist ekki eftir metorðum eða mannvirðingum svonefndum. í eðli sínu var hann meira hneigð ur til andlegra starfa og bús- umstangs. Hann mun hafa þráð að ganga menntaveg, sem kall- að er, þegar hann var ungur, en aðstæður hömluðu því. Varð þess þó ekki vart, að hann harm aði hlutskipti sitt í lífinu, nema síður væri. Valgeir Árnason var húmoristi, annað orð lýsir hon- um ekki betur, og slíkum mönn um er ekki andlega hætt, þótt eitthvað fari á annan veg en óskir standa til. Vel var hann hagmæltur sem frændur hans fleiri (Baldvin skáld var föður- bróðir hans), en hafði ekki hátt um þessa gáfu sína. — Valgeir Árnason skilur eftir sig hlýja minningu hjá þeim, sem honum kynntust. III. Valgeir Stefánsson var fædd- ur í Auðbrekku 10. júní 1948, sonur hjónanna Stefáns alþm. Valgeirssonar og Fjólu Guð- mundsdóttur frá Böðmóðsstöð- um í Laugardal. Var hann elzt- ur 6 barna þeirra hjóna. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum ýmist í Keflavík, þar sem faðir hans starfaði um skeið, eða í Auðbrekku, sem kalla mætti ÉG TEK nú fast að eldast, enda hverfa nú gamlir vinir og kunn ingjar sem óðast yfir móðuna miklu, sem skilur lifendur og dána. Nú síðast er það Valgeir Ámason í Auðbrekku, sem verð ur lagður til hinztu hvíldar í dag. Dauðinn lætur nú skammt stórra höggva á milli á því heim ili, því fyrir aðeins fám vikum fórst sonarsonur og nafni Val- geirs í flugslysi, sem mörgum mun minnisstætt. Andlát Val- geirs Árnasonar kemur þó ekki á óvart. Hann var orðinn gamall maður, fæddur 10. des. 1884 og hafði verið lengi veikur, m. á. legið lengi á sjúkrahúsi. Leiðir okkar Valgeirs lágu töluvert saman á h'fsleiðinni, einkum þegar við báðir vorum ungir menn. Þá starfaði í Skriðu hreppi hinum forna (Skriðu- og Oxnadalshreppar nú) fjölmennt ungmennafélag og vórum við báðir starfandi í því. Ég var og í 8 vikur við kennslu á heimili hans, fyrsta kennaraár mitt. Tókst með okkur vinátta sem ættarjörð nú orðið, því að þar vex nú upp fjórði ættliður mann fram af manni frá Jóni hrepp- stjóra Snorrasyni, sem í Auð- brekku bjó fyrir u. þ. b. 100 árum. Valgeir yngri stundaði nám í Gagnfræðaskóla Akureyrar og lauk þaðan gagnfræðaprófi vor ið 1966. Hann hafði ákveðið ævi starf sitt og bjó sig undir það af starkri kostgæfni. Ætlun hans var að gerast atvinnuflugmaður, og hafði hann, er hann féll frá, lokið bóklegu námi og blind- aldrei rofnaði, þó fundum fækk aði. Við vorum og skoðanabræð ur í stjómmálum og hann jafn- an eindreginn stuðningsmaður minn í kosningum á meðan ég var í kjöri til þings. Það varð og einnig kona hans og synir þeirra, þegar þeir höfðu aldur til. Kona Valgeirs var Anna Ein- arsdóttir, ættuð af Austurlandi. Hún Hfir mann sinn. Hún er ágætiskona, vel gefin, listræn að eðh og mikilhæf. Hún hefur lagt mikla stund á blóma- og trjá- rækt og ber umhverfi Auð- brekku þess vott. Þau hjónin eignuðust 4 syni og eru þeir: Stefán alþingismaður í Auð- brekku, Þorsteinn að ég hygg 'búsettur í Reykjavík, Þórir bóndi í Auðbrekku og Guð- mundur bifreiðavirki. Bama- börnin eru og orðin mörg, þó ekki verði hér talin. Valgeir var vel gefinn maður og bezti drengur. Hann mun hafa verið fremur hlédrægur og hafði sig lítt í frammi. Samt varð hann að gegna nokkrum trúnaðarstörfum. Hann átti t. d. sæti í hreppsnefnd Skriðu- hrepps um tíma og fleiri trún- aðarstörfum gegndi hann, var t. d. mjkill áhugamaður um bindindismál og starfaði í þeirra þágu. Ég sendi konu Valgeirs, son- um þeirra, tengdadætrum og bamabömum mína innilegustu samúðarkveðju í nafni okkar hjónanna beggja. Ég þakka Val- geiri ágæt kynni og vináttu frá fyrstu samverustundum okkar til leiðarlokanna og kveð hann hinztu kveðju með söknuði, en þó fyrst og fremst þökk. Akureyri, 17. ágúst 1968. Bemharð Stefánsson. MINNING Yalgeir Arnason Auðbrekku 5 Mót votta Jehóva á Akureyri í GÆR hófst fjögurra daga mót votta Jehóva hér í bæ. Mótið er haldið að Bjargi. Fyrr í sumar hafa samskonar mót verið hald- in á hinum Norðurlöndunum. Dagskráin er sögð vera fróðleg og aðaláherzlan er lögð á frum- reglur Biblíunnar og hag- kvæmni þeirra á okkar dögum. Aðalfyrirlestur mótsins verður fluttur á sunnudaginn kl. 16 og heitir hann: Stjórn manna mun bráðum víkja fyrir stjórn Guðs. Það eru um hundrað gestir að sunnan, sem hafa fengið gist- ingu á einkaheimilum og skól- um. Flestir ræðumenn eru að sunnan, en margir úr söfnuði votta Jehóva hér á Akureyri taka þátt í dagskránni og flytja erindi. Þá eru einnig sýni- kennsla fl. atriði og stutt leik- rit. Það eru mjög margir ungling ar, sem eru á þessu móti og þeir munu einnig ganga í hús og bjóða á mótið. Almenningur er velkominn á allar samkomur. Það verða atriði á dagskránni alla dagana bæði eftir hádegi og að kvöldi til. (Aðsent) Hýsinæ8raskóii ará Löngumfri skóla. Nemendur annast sjálfir kvöldvökur. Að sjálfsögðu skap ast kynni við unga fólkið í sveit unum í kring og eru því leyfðar heimsóknir í skólann viss kvöld í viku hverri. Hefur það fyrir- komulag gefist mjög vel. Lágmarksaldur nemenda er 17 ár. (Einstaka undanþágur hafa verið gerðar). Kennslugreinar eru: Verk- legt: Matreiðsla, þvottur og ræst ing, fatasaumur, útsaumur, prjón og vefnaður. — Bóklegt: Kristin fræði, íslenzka, uppeldis fræði, næringarfræði og vöru- þekking, áhaldafræði, híbýla- fræði, heilsufræði, félagsfræði og heimilishagfræði. Nauðsynlegur útbúnaður er: Sæng, koddi, sænguríatnaður til skiptanna, handklæði, bláir vinnusloppar, hvítar og mislitar svuhtur, hvitir kappar, stórir og góðir pottalappar, þægilegir vinnuskór. Einnig Biblía og sálmabók. Allur farangur skal vera greinilega merktui'. Vegna óstöðugs verðlags er erfitt að áætla kostnað næsta skólaárs. Kostnaður síðasta skólaárs var um tuttugu þúsund krónur (kr. 20.000.00). Skólatími er frá byrjim októ- ber til maíloka. Umsóknir um skólavist send- ist skólastjóra fyrir 30. apríl ár hvert. Allar nánari upplýsingar eru fúslega veittar í síma. Simi um Varmahlíð. (Frétt frá Húsmæðraskóla kirkjunnar, Löngumýri). SKÓLINN var stofnaður árið 1944. Frk. Ingibjörg Jóhanns- dóttir stofnaði skólarín’ á föður- leifð sinni, Löngumýri, Seylu- hreppi í Skagafirði og rak haíin sem einkaskóla til ársins 1962, er hún gaf skólann íslenzku kirkjunni. Frk. Ingibjörg stjþrn aði skólanum til vorsins .1967, en þá tók við störfum hennar frk. Hólmfríður Pétursdóttir, húsmæðrakennari. Að loknu námi í Húsmæðrakennaraskóla íslands, var hún einn vetur við nám í skóla, ér sænska kirkjan rekur í Sigtuna fyrir fólk, sem starfar að æskulýðsmálum kirkj unnar. Löngumýrarskóli rúmar 24 nemendur í heimavist. Húsa- kynni eru þar rúmgóð og vist- leg. í sumar hafa farið fram gagngerðar endurbætur á þeim og er aðstaða til skólastarfsihs nú hin ákjósanlegasta. Venjulegur húsmæðraskóli. Skóhnn starfar eftir námsskrá húsmæðraskólanna, að því við- bættu að þar-gru kennd kristin fræði. Einnig sameinast kennar- ar og nemendur til morgun- og kvöldbæna dag hvern og farið er reglulega til kirkju. Hús- mæðraskóli kirkjunnar er því algerlega vepjulegur húsmæðra skóli, en vill leitast við að efla trú og kirkjumeðvitund nern- enda sinna. Heimsóknir leyfðar. Félagslíf nemenda hefur ver- ið gott. Gagnkvæmar skólaheim sóknir eru við Bændaskólann á Hólum og nálæga húsmæðra- flugsprófi, en átti eftir að ávinna sþr tilskilda flugtíma, til þess að öðlast atvinnuflugmannsrétt- indi. Naut Valgeir mikils álits sem flugmannsefni, enda gædd- ur þeim kostum, sem prýða mega mann í svo ábyrgðarmik- illi og vandasamri stöðu, mjög reglusamur í lífemi, m. a. alger bindindismaður á vín og tóbak, aðgætinn og greindur, einstakt prúðmenni og laginn í meðferð hvers kyns véla og tækja. Kom það m. a. fram í leikni hans í Stjórn vinnuvéla, sem greinileg- ast birtist í því, að hann hlaut verðlaun fyrir starfsíþróttir á landsmótum ungmennafélag- anna. Hann var einnig á fleiri sviðum vel íþróttum búinn, einkum góður glímumaður og tók þátt í kappglímum heima í héraði og víðar. Eftirlifandi eiginkona Val- geirs Stefánssonar er Sólrún Hafsteinsdóttir frá Reykjum í Fnjóskadal. Þau eignuðust eina dóttur, Gunnhildi Fjólu, sem áðeins er fárra mánaða gömul. Af fréttum útvarps og blaða þekkir almenningur tildrög hins skyndilega fráfalls Valgeirs Stefánssonar. Hörmulegt flug- slys batt enda á ævi fjögurra ungmenna. Dauðinn hafði höggvið stórt skarð í æsku- blóma fámennrar þjóðar, hrifs- að til sín herfeng, sem ekki verð ur endurheimt. Með nokkrum hætti þekkti ég til allra þeirra, sem þarna fórust, öll báru þau æsku íslands fagurt vitni og sönnuðu á stuttri ævi, að ísland á sem fyrr mannvænlega syni og dætur. — Valgeir Stefánsson frá Auðbrekku stóð framarlega í fríðri sveit íslenzkra æsku- manna. Ævi hans og lífsviðhorf voru til eftirbreytni. — Blessuð sé minning hans og afa hans, Valgeirs Árnasonar. Akureyri 27. ágúst 1968 Ingvar Gíslason. Afmœliskveðja MÉR leizt ekki meir en svo á Brynjólf Sveinsson, þegar ég sá hann fyrst. Mér fannst hann mjór og krangalegur, svo var hann skjálgur á öðru auga. Það gerði hann dálítið óútreikan- legan á svipinn, fannst mér. Honum fylgdi það orð, að það kæmust engir upp með nein ærsl eða spekálur hjá honum og það þýddi ekkert að reyna að „bjarga sér á svindli“ í skrif- legum æfingum hans, því að hann þekkti allar slíkar brellur út í æsar, hann sæi auk heldur svo ótrúlega vel út undan sér, og svo ætti hann það til að vera svo eitur- meinlegur í orðum, ef honum mislíkaði við ein- hvem; þess vegna yrðu allir, nauðugir, viljugir, að reyna að komast vel af við hann. — Þetta var haustið 1933. Ég var nýliði Yalgeir Árnason Auðbrekku Þú aldamót lifðir með æskunni rísandi öruggri fram á við, þjóðinni vísandi, fumlaust að sjálfstæði og fullveldi sækjandi fegurstu og helgustu skyldurnar rækjandi. Þér rættist draumur, um byltingu í búnaði bændastétt vaxandi að skilningi og trúnaði, ræktað í töðuvöll mýrar og móana margblásnu holtin og óræktarflóana. Þú ortir Ijóð, sem að lifa í sveitinni lífgaðir neistann í kulnandi glóðinni, Jhvattir til þess, sem var háleitt og hækkandi en liarmaðir það, sem var staðnað og lækkandi. Farðu heill Valgeir á vængjunum svífandi í veröld, sem full er af blómunum skinandi, þar munu vinirnir brosliíru bíðandi bjóða þig velkomhm, kærleiksrödd hlíðandi. Þökk fyrir ótöldu ánægjustundimar ungum, þú veittir mér heilráðar bendingar, Ég veit að ég finn þig á landinu lifandi Ijóðin og bráðsnjöllu vísurnar flytjandi. Kveðja frá sveiturtga. Harma innrásina í Tékkóslóvakíu Á FUNÐI Framsóknarfélags Akureyrar 21. ágúst sl., var éftirfar- andi ályktun vegna hinna óhugnanlegu atburða í Tékkóslóvakiu, samþykkt samhljóða: Framsóknarfélag Akureyrar lýsir yfir hryggð sinni.og fordæm- ingu á innrás fimm ríkja Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvákíu og lætur í ljósi einhuga samúð með tékknesku þjóðinni, sem verður að þola vopnaða íhlutun erlends stórveldis og leppa þess ám innan- landsmál. Þessir atburðir hljóta að veikja stórlega vonir manna um batnandi sambúð þjóða austurs og vesturs og 'betri friðar- horfur í heiminum. □ í skólanum, og hann átti að kenna rmér íslenzku í III. bekk. En það skipti ekki löngum togum, að hann varð eftirlætis- kennarinn okkar allra í bekkn- um. Það var ævinlega gaman í tímum hans. Hann kenndi okk- ur leiðir til að skilja, hvemig orð væru hugsuð, og gaf þeim þar með líf og lit í hugum okk- ar og munni, og hann kenndi okkur stafróf þeirrar listar að lesa skáldskap af skilningi, kenndi okkur að ganga undir hönd skáldsins og sjá með aug- um þess, en skynja í okkur sjálf um lifandi fólkið á leikvangi sögunnar, skynja dulin viðbrögð þess og að sjá, hvernig þau birt- ust í orðum þess og athöfnum. — Enginn kennaranna kunni jafnvel og hann að taka gáska okkar og ærslum, það var um- fram allt af því, held ég, að það var svo mikill strákur í honum sjálfum. — Oftast voru áflog á ganginum í fríminútum. Mig minnir, að dr. Broddi Jóhannes- son ætti jafnan góðan hlut að því að koma þeim af stað. Og þegar verulegt líf var komið í tuskumar, skyldi það varla bregðast, að Brynjólfur kæmi til að horfa á, og ef einhverjar glettingar gerðust, sem oft bar við, spurði hann okkur gjarnan grannt út úr um þau efni og viðhafði þá föðurleg varnaðar- orð til okkar í því sambandi, en við fundum, hvernig ískraði í honum strákurinn, ef hrekkur- inn var snjall og græskulaus og hafði heppnazt vel. Brynjólfur Sveinsson er mik- ill mannkostamaður, enda hefur hann verið kvaddur til marg- víslegra trúnaðarstarfa, en þau verða ekki talin upp hér. Hann er mikill verklundarmaður, af- kastamikill og velvirkur, svo að af ber. Skýrleiki hans, hagsýni Afmæliskveðja og vöndugleiki eru slík, að hon um getur ekki farið verk nema vel úr hendi. En honum lætur bezt að starfa í kyrrþey. Met- orðagirnd er jafnfjarri honum og trúmennska er honum eigin- leg. Þótt Brynjólfur hafi lagt gjörva hönd á margt, hefur aðal starf hans alla tíð verið við Menntaskólann á Akureyri. Hann og Þórarinn heitinn Bjömsson voru í hópi þeirra, sem fyrstir námu til stúdents- prófs hér, fóru aðeins suður til að ljúka sjálfu prófinu við Menntaskólann í Reykjavík, og stóðust það með miklum ágæt- um. Síðan hefur löngum verið komizt svo að orði, að þeir hafi sótt skólanum menntaskólarétt- indi í þeirri ferð. En Brynjólfur lét sér það ekki nægja. Þegar veturinn eftir hóf hann að kenna við skólann og hefur gegnt þvi starfi síðan óslitið við miklar vinsældir. Hann hefur verið ein styrkasta máttarstoð skólans og hægri hönd skóla- meistaranna hvers eftir annan. Þannig hefur hann lagt drjúgan skerf til þess, að skólinn mætti valda þeim réttindum með sóma, sem hann sjálfur átti þátt í að afla honum í upphafi. Á síðkastið höfum við Brynj- ólfur verið samkennarar, nú um 16 ára skeið. Ég finn ríka ástæðu til að þakka honum fyr- ir þær samvistir. Ég þakka hon um, hvað hann tók mér vel, þeg ar ég kom að skólanum í upp- hafi, og ég þakka honum allt okkar karp og glettingar í öll þessi ár, Það stendur alltaf hressandi glaðværðargustur af honum á kennarastofunni, öll- um öðrum fremur. Hann hefur gaman af ýmsum kappleikum, s. s. spilum og skák. Ég get fyrir gefið honum það. Hann hefur það ekki vegna vinnings, heldur nýtur hann þess að beita sér að viðfangsefni. Þannig er líka í gamandeilum okkar. — Þegar við hittumst næst, mun ég leit- ast við, með skírskotun til at- burðanna í Tékkóslóvakíu, að sannfæra hann um, að innrás skagfirzks riddaraliðs í Þing- eyjarsýslu, sem hann hefur ver ið að skipuleggja síðastliðin 16 ár, sé gjörsamlega vonlaus. — Hvort mér tekst það, er önnur saga. — Við rífumst að vísu stundum. Eitt sinn deildum við venju fremur hart í alvöru. Ég sparði ekki af, eftir þvi sem ég gat, og vorum báðir heitir. En þegar frímínútunum lauk, kom hann til mín brosandi og þakk- aði mér fyrir brýnuna, það væri svo hressandi að rífast ærlega öðru hvoru. Nú er hann orðinn sjötugur. Ég sendi honum og fjölskyldu 'hans innilegar afmælisóskir og þakkir fyrir liðin ár og vona, að við eigum eftir að glettast lengi enn á kennarastofunni. Ámi Kristjánsson. Sjónvörp og loftnet EINS og auglýsingin í blaðinu frá Radióval ber með sér, er nýtt fyrirtæki hér í bæ tekið til starfa sem anhast uppsetningu loftneta fyrir væntanlegt sjón- varp, og 'hefir það umboð fyrir heimsþekkt hollenzkt fyrirtæki. Er Radíóval þegar byrjað að setja upp loftnet bæði í bænum og sömuleiðis á ýmsum sveita- bæjum. Óðum líður að hausti, (Fréttatilkynning) Að starfi í eldhúsinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.