Dagur - 30.08.1968, Blaðsíða 2

Dagur - 30.08.1968, Blaðsíða 2
2 Akureyrarmófi í borðlennis nýlega lokið FYRSTA Akureyrarmótið í iborðtennis og jafnframt fyrsta opinbera mótið í þessari íþrótta grein hér á landi, fór fram á þriðjudagskvöldið í íþrótta- skemmunni á Gleráreyrum. Keppendur voru 14 frá íþrótta- félögum bæjarins, en úrslit urðu þau, að Akureyrarmeístari 1968 varð Níels Jónsson úr KA en næstir honum urðu Birgir Svavarsson og Örn Gíslason úr sama félagi og fjórði varð Sig- urður Pálmason úr Þór. í úrslita leik sigraði Níels Birgir með 2—0 (21—16, 21—19) og Öm Sigurð í úrslitaleik um þriðja sæti með 2—1 (21—7, 21—23, 23—21). Á Norðurlandsmeistaramótinu 1968 í frjálsíþróttum sem fram fór um síðustu helgi á Laugum, •setti sveit KA nýtt Akureyrar- met í 4x100 m. boðhlaupi ikvenna. Hljóp sveitin á 57.3 sek. í sveitinni voru: Ingunn Einars- dóttir, Barbara Geirsdóttir, Soffía Sævarsdóttir og Ingibjörg Sigtryggsdóttir. Á sama móti Níels Jónsson hlaut fagran bikar fyrir sigurinn, sem útibú Landsbanka íslands á Akureyri hafði gefið til mótsins. Akureyrarmótið fór fram á vegum íþróttabandalags Akur- eyrar, en mótsstjóri var Hreiðar Jónsson. Þetta fyrsta Akureyrarmót í borðtennis fór í alla staði vel fram og vakti hrifningu meðal keppenda og áhorfenda og á vafalaust eftir að auka vinsæld- ir þessarar íþróttagreinar á Akureyri og víðar á Iandinu. Hafa akureyrzkir borðtennis- leikarar í hyggju að efna til annars móts síðar á þessu ári og þá athuga möguleika á þátttöku stökk Ingibjörg Sigtryggsdóttir 4.92 m. í langstökki sem er 21 cm. betra en gildandi Akureyr- armen. Þetta afrek Ingibjargar getur hins vegar ekki hlotið viðurkenningu þar sem of mik- ill meðvindur var þegar lang- stökkskeppnin fór fram. (Aðsent) borðtennisleikara annarsstaðar af landinu. (Aðsent) FIRMAKEPPNIN í KNATTSPYRNIJ ÚRSLIT í fyrstu umferð: 1. RIÐILL: Starfsmenn bæjarfógeta — Starfsmenn POB 5:0. Verksmiðjur SÍS — Starfs- menn Tryggva Sæmundss. 2:0. 2. RIÐILL: Valbjörk — KEA 0:2. Vatnsveita Ak. — Slippstöð- in 0:3. 3. RIÐILL: Verktakar MA — Bankastarfs menn 6:0. Póstur og sími — Útgerðar- félag Ak. 1:7. 4. RIÐILL: Oddi og Marz — Starfsmenn Ak.bæjar 1:4. Rafveita Ak. — Old boys (gestir) 1:1. (Aðsent) AKUREYRARMET í B0ÐHL4UPI KVENNA GUNNÁR SÓLNES GOLFMEISIÁRI AKUREYRAR Akureyrarmeistaramót í golfi er ný afstaðið. Leiknar voru 72 íhohrr án forgjafar. Leikið var í fjórum flokkum. Akureyrarmeistari varð Gunn ar Sólnes, og Sigraði hann með nokkrum yfirburðum, lék 72 holur á 308 höggum. Úrslít urðu annars sem hér segir. högg Gunnar Sólnes 308 Sævar Gunnarsson 314 Gunnar Konráðsson 326 Jóhann Þorkelsson 326 Gunnar og Jóhann urðu að leika til úrslita um 3. sætið og hafði Gunnar þá betur. f fyrsta flokki urðu úrslit þessi: högg Hörður Steinbergsson 348 Frímann Gunnlaugsson 362 í 2. flokki urðu úrsilt þessi. Reynir Adólfsson 367 Rafn Gíslason 368 Júlíus Fossberg 374 í unglingaflokki urðu úrslit þessi. högg Gunar Þórðarson 335 Björgvin Þorsteinsson 344 Þengill Valdimarsson 350 Keppnin var jafn tvísýn frá upphafi og skiptust menn um að taka forustu dag frá degi. í fyrsta flokki kepptu aðeins tveir vegna forfalla. Þátttaka var annars mjög góð. X 31 KIRKJULEG VAKNING OG ENDURREISN Hólahátíðin er f jölmennari með hverju árinu Frostastöðum 6. ágúst. Sunnu- iaginn 4. ágúst sl. var hinn ár- legi Hóladagur haldinn að Hól- um í Hjaltadal. Samdægurs var haldinn aðalfundur Hólafélags- ins og hófst hann kl. 11 f. h. Fóru þar fram venjuleg aðal- rundarstörf. Úr stjórn félagsins gengu að þessu sinni sr. Þórir Stephensen, Sauðárkróki, Jón Kjartansson, forstjórí, Reykja- vík og Magnús H. Gíslason, Frostastöðum. í stað þeirra voru kosnir: sr. Jón ísfeld, Ból- stað og var hann jafnframt kos- inn formaður félagsins, Pálmi Jónsson, alþingismaður, Akri og Björn Egilsson, oddviti, Sveins- stöðum. Kl. 2 hófst svo Hólahátíðin með því, að biskup íslands og prestar gengu skrúðgöngu heim an frá skólahúsinu og að kirkju turni. Fór þar fram vígsla hinna nýju kirkjuklukkna, er þjóðin hefur gefið Hóladómkirkju og komið hefur verið fyrir í tum- inum og nú hljómuðu í fyrsta sinn yfir Hólastað. Kirkjumála- ráðherra, Jóhann Hafstein,..af- henti klukkurnar' með ræðu en biskupinn yfir fslandi, hr. Sigur björn Einarsson, flutti síðan vígsluræðu. Var þá gengið til kirkju og þar prédikaði biskup en fyrir altari þjónuðu prestarn ir sr. Ingþór Indriðason í Ólafs- firði og sr; Sigfús J. Árnason, Miklábæ. Kirkjukór Ólafsfjarð- arkirkju annaðist kirkjusöng undir stjórn og við undirleik Magnúsar Magnússonar organ- ista. Ólafur Þ. Jónsson, óperu- söngvari, söng við messugerðina stólvers, við undirleik Ragnars Björnssonar, dómkirkjuorgan- ista. Að guðsþjónustu lokinni var gefið kaffihlé en síðan var á ný gengið til kirkju. Þar flutti sr. Þórir Steþhensen ávarp en sr. Kristján Róbertsson á Siglu- firði flutti erindi um „kitkju- lega vakningu og kirkjulega endurreisn." Að lokum flutti sr. Jón ísfeld, hinn nýkjörni formaður Hóla- félagsins, ritningarorð og bæn en kirkjugestir sungu sálminn Kirkjan er oss kristnum móðir. Milli þess sem hi.$_.talaða orð var flutt, söng Ólafur Þ. Jóns- son, óperusöngvari, kirkjuleg lög við undirleik Ragnars Björns sonar, sem einnig lék einleik á orgel Hóladómkirkju. Meðal þeirra laga, sem Ólafur söng, var nýtt lag eftir Jón Björns- son, bónda á Hafsteinsstöðum, sem samið var við ljóð, er frú Emma Hansen á Hólum orti í tilefni af vígslu hinrrar nýju kirkjuklukkna. Jafnhliða þessari athöfn í kirkjunni var barnasamkoma í íþróttahúsi skólans og sá sr. Pétur Sigurgeirsson á Akureyri um hana. Fjölmenni var á þessari Hóla- hátíð, sem fór hið bezta fram, enda veður með þeim hætti, að á betra varð varla kosið. Fer þeim sífjölgandi, sem telja, að hinum árlega Hóladegi verði ekki betur varið á annan hátt en þann, að sækja Hóla heim og er raunar engum þeim undr- unarefni, sem þessar samkomur 'hefur sótt undanfarið. mhg — - Frá Siglufirði (Framhald af blaðsíðu 1). vinna er í íshúsinu. Heyskapur varð góður. Berja spretta virðist vera allmikil. Vætutíð hefur verið um sinn og svolítið haustlegt. J. 1». Akureyrartogararnir KALDBAKUR landaði á Akur- eyri 21. ágúst 172 tonnum. Fór á veiðar 22. sama mán. Væntan- legur 2. sept. og mun síðan tek- inn í slipp á Akureyri. SVALBAKUR landaði 19. ágúst 135 tonnum. Fór síðan í lestarhreinsun en hélt á veiðar 23. ágúst. Væntanlegur 4.—5. sept. HARÐBAKUR landaði 147 tonnum sl. mánudag. Er í lestar hreinsun. Fer væntanlega á veiðar 31. ágúst. SLÉTTBAKUR landaði 157 tonnum 28. ágúst og er kominn á veiðar. □ Aðalfundur ÆSK LAUGARDAGINN 7. septem- ber kl. 4 síðdegis verður aðal- fundur Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti settur í Barnaskólanum í Ólafsfirði. Aðalmál fundarins verður: Þátt taka æskunnar í starfi kirkj- unnar. Þennan aðalfund sækja prest ar og unglingar í söfnuðum á Norðurlandi. - FJÖRUÞJÓFARNIR (Framhald af blaðsíðu 1). hér vex-ið sagt frá. Fundust fjórar og urðu þær ekki hand- samaðar. Hafur sá hinn horna- mikli, sem áður hafði sézt, fannst ekki að þessu sinni. Geit ur þessar tíndust og lifðu af kalda vetur. Heyskapartíð hefur verið afar stirð síðan 14. ágúst og rignt alla daga nema tvo. Spretta í úthaga er langt yfir meðallag. Með útheysslægjum hefði verið hægt að di-ýgja heyin, ef tíð hefði verið hagstæð til heyskap- ar. Laxár hafa brugðizt hér í sumar. O. H. - JARÐBYLTINGAR (Framhald af blaðsíðu 1). vel í Laxá, eftir að laxinn gekk í ána. Menn vona að fé verði vænt í haust, því allsstaðar var það vel fram gengið í vor, en hefur e. t. v. verið sleppt of snemma. Stórkostlegir heyflutningar eiga sér nú stað og fara hey- bílarnir hér daglega um, allir með stór heyhlöss á austurleið. B. B. ÁHEIT Á DALVÍKUR- KIRKJU 1968 Þ. A. kr. 500, J. Á. kr. 250, Pál- rún Antonsdóttir kr. 300, Jón E. Stefánsson kr. 2.000, N. N. kr. I. 700, A. A. kr. 500, S. J. kr. 400, J. J. kr. 1.000, Ó. J. kr. 1.000, Á. S. kr. 1.000, Hafsteinn Páls- son kr. 1.500, Guðrún Hallgríms dóttir kr. 1.000, Aðalbjörg Jó- hannesdóttir kr. 100, Steinunn Jóhannesdóttir kr. 200. — Sam- tals kr. 11.450.00. Akureyri, 23. ágúst 1968. Stefán J. T. Kristinsson. •JjJ hentar í öll eldhús - gömul og ný ^ er framleitt í stödludum einingum er metí plasthúd utan og innan ýfi er íslehzkur idnadur er ódýrf VOLKSWAGEN 1964 til sölu. Vel með farinn. Upplýsingar hjá Tryggva Jónssyni á Baug. HERBERGI TIL LEIGU í Stekkjargerði 6. HERBERGI, sem næst Miðbænnm, óskast til leigu 1. okt. Ferðaskrifstofan Saga, Sími 1-29-50. HERBERGI óskast í vetur, sem næst Menntaskólanum. Uppl. í síma 1-16-42. TII. LF.IGU ERU TVÖ HERBERGI á Ytri-Brekkunni. — Til valin fyrir skólafólk. Uppl í síma 2-15-52. EIN STOFA OG ELDHÚS til leigu. Uppl. í síma 1-12-86. TIL SÖLU: vel með farin BARNAKERRA. Uppl. í síma 1-21-62. TIL SÖLU: SÆNSK (BRÍÓ) BARNAKERRA. Vel með farin. Uppl. í Norðurgötu 40, niðri. BARNAVAGN, nýlegur, til sölu í Ægisgötu 4. RABARBARI! NÝ UPPSKERA! Pantið sem fyrst — með eins dags fyrirvara. GÍSLI GUÐMANN, Sími 1-12-91. TIL SÖLU: Vel með farinn BARNAVAGN. Uppl. í síma 2-15-58, TIL SÖLU: NÍU VETRA REIÐHESTUR. Uppl. í síma 1-28-05 milli kl. 10 og 12 f. h. Mjög vandaður SKÚR TIL SÖLU. 10 ferm. að stærð. Auð- veldur í flutningi. , Upplýsingar í símum 1-22-15 og 2-11-55.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.