Dagur - 30.08.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 30.08.1968, Blaðsíða 8
8 Djúp sund, eyjar og sker auðvelda liaínargerð í Vopnafirði. (Ljósni.: E. D.) SMÁTT OG STÓRT MÖRG VORU TÆKIN Á landbúnaðarsýningunni voru tæki og vélar, allt frá klippum á stærð við skæri saumakvenna upp í stórar jarðýtur. Vélvæð- ing landbúnaðarins er stórkost- leg og hefur gert bændum kleift að breyta búskap sínum úr frum stæðum atvinnuvegi til nýtízku búskapar, er byggist á mikilli ræktun og margfaldri fram- leiðslu á hvern vinnandi land- búnaðarmann, miðað við það sem áður var. VILDI HELDUR HUND EN GÆÐING Mönnum varð tíðrætt um gæð- nú, þótt þeir hafi e. t. v. aldrei skilið það fyrr, hvers virði góð- ir fjárhundar eru sauðfjár- bændum. AÐ REYKJA EKKI Hjón ein á Akureyri ákváðu fyrir þremur árum og nokkrum mánuðum betur, að leggja mán- aðarlega til hliðar 1000 krónur, eða sem svarar andvirði eins sígarettupakka á dag. En hvor- ugt þeirra eyðir teljandi fjár- mimum í tókbak. Nú eru hjónin nýlega komin heim úr skemmti ferð til Mallorca, sem þau greiddu með þessum „tóbaks- peningum.“ En sjóðurinn var Skýfall í Selárdal í Yopnafirði Vopnafirði 28. ágúst. f Vopna- fjarðarkauptúni var mikið at- vinuleysi í vor og fram á sum- ar. En þar hefur verið mikið athafnalíf, enda margt aðkomu- fólk undanfarin sumur. Þar er nýleg síldarbræðsla og söltunar stöðvar. Nú í sumar hefur lítil síld borizt eða aðeins eitt skip komið með bræðslusíld og nokk ur hundruð tunnur af saltsíld. Frystihúsið hefur ekki tekið á móti fiski í sumar, og enginn aðili keypt fisk af sjómönnum, nema eitthvað til saltfiskverk- unnar í Bakkafirði. Nú ætlar nýstofnað hlutafélag að hefja fiskmóttöku í hraðfrystihúsi staðarins, sem það mun taka á leigu og ætlunin er að verka saltfisk í húsakynnum síldar- verksmiðjunnar. Ákveðið mun vera, að Brettingur leggi í vet- ur upp afla sínum á Vopnafirði. Fer nú væntanlega að aukast sjósókn á staðnum, ef fiskurinn bíður þess enn í sjónum, að verða veiddur. Unnið er að hafn arframkvæmdum. Verður mik- ill sjóvarnargarður gerður í sumar, úr nærtæku stórgrýti, sem Norðurverk er byrjað vinnu við. En aðstaða til að gera trygga og góða höfn í Vopna- firði, er frá uáttúrunnar hendi óvenjuleg og góð. Þar eru djúp sund milli eyja og hólma. Heyskap er að ljúka. Verk- unin er ágæt, heymagnið mis- jafnt. Á nokkrum bæjmn voru tún stórkostlega kalin. Enn hafa þó aðeins þrír bílfarmar heys verið keyptir í sveitina. Tíminn fram að réttum verður af mörg- um notaður til að heyja á engj- um, þar sem tök eru á og unnt er að koma vélum við. í gær kom skýfall í Selárdal, þar sem fólk vann að heyskap á eyðijörð, en hitar höfðu áður gengið, jafnvel yfir 20 stig. Laxveiði er treg þetta sumar í veiðiánum þremur, sem um byggðina falla. Laxastigi var byggður við Selárfoss og mun laxfiskum hafa þótt vænkast sinn hagur, enda varð áin lax- geng 29 km. í stað 8 km. áður, Geymsluvandræðin okkar síöðuui höfuðverkur segir Björn Ólafsson frystiliússtjóri á Húsavík BLAÐIÐ hafði símasamband við Björn Olafsson framkv.stj. Fiskiðjusamlags Húsavíkur í fyrradag (vegna fjarveru frétta ritara) og spurði hann frétta af fiskvinnslumálum kaupstaðar- ins. Hann sagði, að minni hand- færafiskur væri nú en áður, enn fremur minni línufiskur. Fisk- iðjusamlagið gæti alls ekki tek- ið á móti neinum kola að STALU TUTTUGU OG FÍMM ÞÚS, SKOTUM UM SÍÐUSTU HELGI var stol- ið 25 þús. riffilskotum úr geymslu KEA á Oddeyri. Voru skotin í fimm pökkum eða köss um, fimm þús. skot í hverjum, 22ja cal. og minni. Rúða hafði verið brotin og kassarnir teknir þar út. Töluvert hefur verið um ölv- un og nokkrir bifreiðaárekstrar orðið. Löggerlan er nú flutt í hin nýju og miklu húsakynni við Þórunnarstræti og hefur þar hina beztu starfsaðstöðu. Gamla lögreglustöðin er nú notuð sem skýli verkamanna hjá bænum og kaffistofa vissra starfshópa. og hafa þegar veiðzt 9 laxar, sem gengu á hinar nýju laxa- slóðir. Laxastiginn er mikið mannvirki og sýnist þjóna sínu hlutverki. Magnús Stefánsson læknir flutti héðan í vor en við starfi hans tók Guðmundur Jón- mundsson og verður fram á haustið. í Vopnafirði er mjög myndarlegur læknisbústaður. Ibúar eru á níunda hundrað, karlar 54 fleiri en konur. Bílfært er orðið yfir Hellis- heiði og eru þar 18 km. milli byggða, frá Eyvindarstöðum í Vopnafirði til Ketilsstaða í Jökulsárhlíð. En vegur þessi er allbrattur, Vopnafjarðarmegin, og ekki fullgerður. Þ. Þ. inga þá, sem sýndir voru á land búnaðarsýningunni, bæði kyn- bótaliesta og geldinga, er hesta- menn létu ganga fagurlega rnn völlinn. Góðir reiðhestar eru dýrar skepnum, 20—30 þúsund króna virði. Bændur ræddu sín í milli um tiltekinn gæðing, sem báðir lofuðu og nefndu 30 þús. kr. verð. Eigandinn var þó ekki viðstaddur og ekki vitað hvort gæðingurinn væri til sölu. Sagði þá annar bóndinn: Og þó vildi ég heldur eiga hund frá Kleif- um. Mun það ekki í fyrsta sinn, sem það heyrist, að hundur sé metinn til jafns við gæðing og meira þó? En þeir, sem sáu skozku fjárhundana á sýning- unni vinna, ættu að skilja það óbreyttu, því allar geymslur samlagsiris væru sneisafullar af fiski. Þess utan hefði Kaupfélag Þingeyinga lánað frystirúm bæði í gamla kjötfrystihúsinu og þ.ví nýja. Þar væri m. aiTieil- frysttir koli og beitusíld. Nú hæfist slátrun um miðjan sept- ember og þá yrði að vera búið að rýma þetta húsnæði K. Þ. Hins vegar væri þess lítil eða engin von, að afskipun fisks og fiskafurða yrði fyrr en á sama tíma og slátrun ætti að hefjast, og ætti þá eftir að búa húsin undir ný vei-kefni og rækist þetta illa á. Bolfisk, sagði fram- kv.stj., að samlagið tæki á móti. í sumar liefði óhemju mikill afli borizt á land. En hinn mikli afli, lágt sumarvérð á fiski og von um hærra verð síðar á árinu væru hinar samverkandi ástæð ur fyrir hinum miklu geymslu- vandræðum Fiskiðjusamlagsins nú í sumar. En þau væru hinn stöðugi höfuðverkur á Húsavík í sumar og sæi ekki enn fyrir endann á honum. Náttfari kom nýlega til Húsa- víkur með 830 tunnur af síld, saltaðri á miðunum og Ljósfari með 550 tunnur og reyndist þessi síld mjög góð vara. □ Myndarlegur laxastigi í Selá í Vopnafirði auðveldar göngufiski 20 km. lengri leið upp ána en áður. (Ljósin.: E. D.) orðinn 45 þús. krónur. Spöruðu þau hvergi í ferðinni og eiga þó afgang. — Gott til athugunar fyrir þá, sem reykja —. MIKH) BRÚÐKAUP í gær héldu Sonja Haraldsen og Haraldur ríkisarfi Norðmanna brúðkaup sitt. Forseti íslends, dr. Kristján Eldjám og frú fóru utan í opinbera heimsókn til að vera viðstödd hið norska brúð- kaup. FORSETAEFNI VALIÐ Hubert Humphrey var í fyrri- nótt valinn forsetaefni demo- krata á flokksþingi þeirra í Bandaríkjunum, eftir harða og tvísýna baráttu í hinum ýmsu sambandsríkjum og svo nú á þingi flokksins. SAMEIGINLEG BÓKHLAÐA Á 150 ára afmæli Landsbóka- safns íslands tilkynnti mennta- málaráðherra, að safninu og Háskólanum hefði verið valinn sameiginlegur byggingastaður í nágrenni Háskólans. Á þar að rísa mikil bókhlaða er leysi hús næðismál beggja stofnananna hvað bókasöfn þeirra snertir. SJÓÐANDI SJÓR í nýgerðri borholu nálægt Reykjanesvita hefur komið upp mikið magn af sjóðandi og söltu vatni. Saltmagnið eitt áætlað 30 þús. tonn á ári, auk annarra verðmætra efna. Unnið er að því að „kæfa“ borholuna og bora svo dýpra. Með þessu er sjóefnavinnsla undirbúin. Þakkir til Helga á Hrafnkelsstöðum Ófeigsstöðum 28. ágúst. Það, sem mest er um talað nú síðustu daga í mínu nágrenni er tvískipt grein Helga Haraldssonar á Hrafnkelsstöðum, sem birtist í Tímanum og fjallar um náttúru nafnakenningu o. fl. Þetta er ein af stórkostlegustu greinum, sem ég hef lesið í dagblöðum lands- ins um árabil. Ég álít þéssa grein geta heyrt undir íslenzkt Ijóð- form, eins og það er af sumum túlkað, að öðru en því, að hún er rammíslenzkari að málfari. Legg ég til við úthlutunarnefnd lista- mannalauna, að Helgi hljóti sæti í efsta flokki skáld-rithöf- unda á þessu ári. Stói'þakkir fyrir greinina, Helgi á Hrafnkelsstöðum. B. B.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.