Dagur - 30.08.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 30.08.1968, Blaðsíða 1
EFNAVERKSMIÐJAN SJOFN Dagur LI. árg. — Akureyri, föstudaginn 30. ágúst 1968 — 36. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SERVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKOLLUN r KOPIERING Lík ungu mannanna rekin við Siglunes Siglufirði 28. ágúst. Á laugar- daginn var jarðsettur hér í Siglu firði elzti borgari kaupstaðarins, nær 90 ára, Kristrún Hallgríms- dóttir. Hún var kona Boga Jó- hannessonar fyn-um bóndp á Minni-Þverá í Fljótum. Þau hjón eignuðust 10 börn og eru þau öll á lífi. Afkomendur þeirra hér á staðnum skipta mörgum tugum. Kristrún heitin KJORDÆMISÞINGÍÐ KJÖRDÆMISÞING Framsókn- armanna hér í kjördæminu hefst kl. 10 árdegis á Laugum í dag, 30. ágúst, og lýkur annað kvöld. Að þingi loknu liefst sumarhátíð Framsóknarmanna á sama stað. Þar flytja ræður: Gísli Guðmundsson og Björn Teitsson og margt annað verður til skemmtunar en að lokum stíginn dans. □ var blind rúmlega sex síðustu æviár sín. Hinn 28. ágúst fór fram jarðar för Helga Valdimars Jónssonar og Sigurðar Helgasonar, en þeir fórust á litlum trillubáti, Njáli, í fiskiróðri 12. júní í sumar. Mikil og víðtæk leit var þá gerð en án árangurs. Lík þeirra rak fyrir nokkrum dögum á Siglu- nesfjörum. Þykir af því ljóst, að bátur þeirra hafi farizt út af Siglufirði. Helgi var nýfluttur til Siglufjarðar frá Keflavík, 22 ára, en Sigurður var fæddur og uppalinn hér, 21 árs. Báðir voru þeir kvæntir og áttu tvö börn hvor. Heldur hefur tregðazt afli tog veiðiskipanna en handfæraafli er ennþá góður þegar gefur. Hafliði landaði fyrir nokkrum dögum 100 tonnum af fiski. Sigl firðingur og Vonin koma hingað á 2—3 daga fresti með afla. Næg (Framhald á blaðsíðu 2). Hlaðnir heyflutningahílar á leið til Bakkafjarðar frá Héraði. (Ljósm.: E. D.) Nokkrar jarðabylfingar í Kinn í sumar LÍTIÐ AF UNGSILUNGIILAXÁ Kasthvammi 22. ágúst. Heyskap ur byrjaði ekki fyrr en um og rétt fyrir síðustu júlíhelgina, en þá var spretta orðin sæmileg og er nú allsstaðar oi'ðin ágæt, þar sem á annað borð getur sprottið. Tún og ábornar engjar við Laxá sem verst voru farin af kali og grjótáburði, hafa þó ekki náð sér eins og ég vonanði í júní. Vikan frá 29. júlí til 3. ágúst var skúrasöm, það rigndi alla dagana til skemmda og eyði- lagði suma en það var hlýtt, og spratt með ótrúlegum hraða. Frá 4. ágúst til 14. voru þurrkar nema 8. og 9. og rigndi mikið þann 8. Nú síðastliðna 8 daga hefur verið úrkoma á hverjum degi, en vonahdi koma nú þurrk ar aftur, og ef sæmileg hey- skapartíð verður hér eftir, ætti heyfengur að verða viðunandi. Veiði í Laxá hefur verið frek- ar lítil í sumar, og er áberandi hvað lítið er af ungum silungi, sem menn hér kenna aðgerðum við Mývatnsósa, ásamt miklu álagi á ána á efstu veiðijörðum, og er stofnun veiðifélags á þessu veiðisvæði mjög nauðsynleg fyr ir alla aðila. Það sem ég hefi séð af lömb- um spáir ekki góðu með væn- leikann í haust. G. Tr. G. Ófeigsstöðum 28. ágúst. Hey- skapur varð stórum meiri í mínu nágrenni en vonir stóðu til fyrr í sumar. Sermilega verða hey ekki minni en í fyrra þótt víða kunni heyskapur að verða neðan við meðallag. Man ég aldrei eftir öðru eins krafta- verki í náttúrunni og í sumar. Forsjónin deildi okkur ríkuleg- um hluta af góðviðri og gróðri, þegar loks hlýnaði. Fyrst var jörðin vökvuð og síðan yljuð af sól og hlýju regni og svo komu einmuna þurrkar. Heyskapur var að mestu tekinn á einum mánuði. Á þriðjudaginn kom til okkar Gísli Guðmundsson alþingis- maður og flutti yfirgripsmikið erindi um atvinnumál á fundi með áhugamönnum hér í sveit. Fundurinn var haldinn í ný- reistu félagsheimili, sem enn hefur ekki hlotið nafn. Á eftir urðu fjörugar umrseður um Fjöruþjófar á ferð á Langanesi Gunnarsstöðum, Þistilfirði, 29. ágúst. Á sunnudaginn, 25. ágúst, var Björn Kristjánsson vitavörð ur í Skoruvík á Langanesi að fylgja skemmtiferðafólki út að vita. Þegar komið var tvo km. út fyrir bæinn, sást skip skammt frá landi og menn frá því á litl- um báti í landi. Voru sjómenn- irnir að hirða úr rekanum belgi og kúlur og stóra trollbauju úr plasti. Björn vildi hafa tal af mönnum þessum, en þeir réru þá frá landi, svöruðu skætingi og höfðu baujuna í togi. Þeirra orðaskiptum lauk þó svo, að þeir réru uppundir land og slepptu baujunni, sem vegna HVEHÆR KEMUR SJÓNVARPSÐ? UNDANFARNAR vikur hafa menn verið að kaupa sjónvarps- tæki á Akureyri, en þau eru Karl á Fljótsbakka opnar sýningu Einar Karl Sigvaldason. EINAR Karl Sigvaldason, rosk- inn bóndi á Fljótsbakka í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, opnar mál- verkasýningu í Landsbankasaln um á Akureyri á morgun, laug- ardaginn 31. ágúst, kl. 2 e. h. og stendur hún í 9 daga. Á sýn- ingunni verða um 40 málverk, auk vatnslitamynda og teikn- inga, eftir 'því sem húsnæði í sýningarsal leyfir. Þetta er fyrsta málverkasýning Karls á Fljótsbakka. En hann hefur mál að og teiknað í frístundum frá bernsku. Og á fullorðinsárum bjó hann sér málarastofu heima hjá sér, þar sem hann helgar sig málaralistinni þegar hlé er á önnum. Eflaust koma margir á málverkasýningu Einars Karls Sigvaldssonar. □ seld í 11—12 verzlunum og mun fleiri tegundir á boðstólum. Á skrifstofu félags áhuga-sjón- varpsmanna hefur verið mikið að gera að undanförnu. Áhugi fólks á sjónvarpsmálum hér um slóðir og á þessum tíma stafar af því, að samkvæmt áætlunum eiga sjónvarpssendingar að hefj ast seint í nóvembermánuði í þessum landshluta. Blaðið leitaði frétta af fram- kvæmdum sjónvarpsins og var tjáð, að þær gengju samkvæmt áætlun og jafnvel betur. Endur- varpsstöðvar fyrir sjónvarp verða á Skipalóni, Hálsi í Saur- bæjarhreppi og hjá Hóli við Dal vík. Ennfremur í Hegranesi í Skagafirði og e. t. v. víðar. Ráðgert var að fara nú að senda út stillimyndir en einhver dráttur verður á því. Allar líkur benda til þess, að Norðlendingar verði búnir að fá sjónvarp fyrir jól í vetur, þótt eitthvað kynni að bregða út af því, sem ráðgert hefur verið og engu verður um spáð hér. □ vindstöðunnar rak frá landi. Sögðust sjómenn þá vera búnir að „skila af sér,“ þökkuðu við- skiptin og fóru. Ferðafólkið sá hvaða skip hér var á ferð. Það var frá Siglufirði. Björn vita- vörður kvartar um, að allt fé- mætt sé hreinsað úr fjörum og séu þar sjómenn að verki. En þjófnað þann, sem hér um ræð- ir ætlar hann að kæra eða héfur þegar kært. Einnig bar það til í Skoruvík fyrir skömmu, að börn, sem voru að leik niðri í bakkanum við sjóinn, komu heim með sér- kennilegt bein. Læknir í hópi áðurnefnds skemmtiferðafólks sagði, að hér væri hægri lær- leggur úr manni. Bein þetta stóð út úr jarðvegssári og plokkuðu börnin það út. Um síðustu helgi fóru geita- eigendur, Lúðvík bóndi og Björn lögreglustjóri í leit að geitum þeim, sem áður hefur (Framhald á blaðsíðu 2). stjórnmál og héraðsmál, en eng ar ályktanir gerðar. f vor urðu jarðabyltingar í Kinn, eins og fyrrum var kallað. í Fellsenda bjó Haraldur Sig- urðsson en hann brá búi og flutti að Selfossi. En jörðina tók til ábúðar Gunnar Þórólfsson frá Stórutungu. í vor flutti á hluta úr Landamóti Hermann Sigurðsson frá Ingjaldsstöðum, ásamt konu sinni. Ófluttur er frá Hnjúki Bjöm Sigurðsson en hefur ákveðið að flytja burt í haust. Þangað mun ungur bóndi flytja en ekki hefur enn verið gengið frá samningum. Á sumum stöðum er berja- spretta að verða nokkur. Lax er með minna móti í Skjálfanda- fljóti en að sögn hefur veiðzt (Framhald á blaðsíðu 2). Guðmundur Frímann. Guðmundur Frímann heiðraður Á 100 ÁRA afmæli Akureyrar- kaupstaðar 1962 var stofnaður Menningarsjóður Akureyrar. Auk listaverka, sem bærinn hef ur eignazt með hjálp sjóðs þessa, var Helgi Valtýsson rit- höfundur heiðraður 1964 með 50 þús. kr. gjöf eða launum úr sjóðnum vegna- ritstarfa og fram lags til menningarmála á langri ævi. í gærkveldi, á sama tíma og blaðið fer að venju í prentun, ætlaði sjóðstjórnin, en formað- ur hennar er Bragi Sigurjóns- son forseti bæjarstjórnar, að ■heiðra Guðmund Frímann rit- höfund fyrir skáldskap í bundnu og óbundnu máli. Hann el' vel að þeim heiðri kominn. En afmælisdagur kaupstaðarins er 29. ágúst. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.