Dagur - 11.09.1968, Page 2

Dagur - 11.09.1968, Page 2
2 Sfjónumarfélsg fyrir Horðurland FYRIR nokkrum mánuðum kom Atvinnumálanefnd Akur- eyrarbæjar saman með ráða- imönnum Stjórnunarfélags ís- 'lands, til þess að ræða um stofn un stjórnunarfélags fyrir Norð- urland og varð það úr, að skip- uð var þriggja manna nefnd til undirbúnings. Nefndina skipa, Bjarni Einarsson, bæjarstjóri, 'Valur Arnþórsson, fulltrúi kaup félagsstjóra KEA, og ívar Bald- vinsson, hagræðingarráðunaut- •ur hjá Verkalýðsfélögunum á Norðurlandi. Nú hefur verið ákveðið að fara af stað með ráð- Réftir verða í Þistiifirði 21. sepfember Gunnarsstöðum Þistilfirði 9. sept. Réttardagurinn mun verða 21. september. Aðalskilarétt hér er Garðsrétt, en hinar, Hvamms :rétt, Dalsrétt, Syðriálandsrétt og Svalbarðsselsrétt, auk Kolla víkurréttar. Svo hagar til hér um slóðir, að ár skipta leitarsvæðum að mestu leyti. Skeð getur, að á einhverju svæðanna verði göng um frestað. Slátrun hefst á Þórshöfn 24. rseptember og verður lógað '12427 kindum, sem er um þús- und færra en í fyrra. En búum r’ækkar heldur og stafar fækk- unin fyrst og fremst af því. Ágætur þurrkur er hér í dag og allir sem geta, harnast við heyskapinn. Harðærisnefnd er íiér á fundi í dag. Ó. H. FLÓKADALSRÉTT OG STÍFLURÉTT Haganesvík 9. sept. Hér eru göngur stuttar — farið að norgni og féð rekið til réttar sama dag. 'Stíflurétt er 24. sept. en Flókadalsrétt 23. sept. Strax nr göngum hefst svo slátrun og /erður lógað 4500—5000 fjár í Saganesvík. Bændur eru nú að ljúka hey- ;jkap sínum og eru orðnir vel lueyjaðir að þessu sinni. E. Á. » KÆLITURNINN (Framhald af blaðsíðu 1). og þótti mesta nýjungin á sýn- ngunni. Fyrsti kæliturninn var smíð- aður á Reykjalundi, af uppfynn ingamanninum sjálfum og not- aður þar með góðum árangri. Fyrir tveim árum tókustu samn ingar milli Jóns Þórðarsonar og aorska verkfræðifyrirtækisins Alfsen og Gunderson h.f. um að ’yrirtækið framleiddi kæliturn- ana. 1 einni stærstu plastverk- amiðju Noregs hefur kæliturn- ínn verið notaður eitt og hálft ár. Áður en turninn var settur app var stjórn verksmiðjunnar ánægð ef afköstin ykjust um 20%. Árangurinn varð 50% auknirtg og trúlegt að hægt sé að auka afköstin um 100%. Þessi nýja aðferð eykur ekki aðeins afköstin, heldur er einnig (hægt að hafa plastdúkinn jafn- ari að þykkt og sterkari. í nýrri verksmiðju Alfsen og Gunderson í Moss er nú hafin framleiðsla kæliturna og liggja þegar fyrir pantanir frá Banda- ríkjunum í 30 turna á þessu ári. Á næsta ári er áætlað að selja hin nýju tæki til Bandaríkjanna fyrir um 14 millj. ísl. kr. Jón Þórðarson er ættaður úr Ólafsfirði, sonur Þórðar Jóns- sonar fyrrum bónda á Þórodds- stöðum. . . ......□ stefnu, um stjórnunarmál at- vinnufyrirtækja, dagana 27. og 28. september. Ennfremur verð- ur þá stofnað Stjórnunarfélag Norðurlands. Markmið félagsins er að efla áhuga og stuðla að kerfisbundinni stjórnun, hag- ræðingu og almennri hagsýslu í hvers konar rekstri einstakl- inga, félaga og hins opinbera og vinna að samvinnu þeirra, sem áhuga hafa á slíku. Með því vill félagið stuðla a'ð bættum at- vinnuháttum og aukiimi fram- leiðni með þróun verklegrar mémlingar" og„ með vaxandi al- menna velmegun fyrir augum. Einstaklingar, félög, fyrirtæki og stofnanir, sem stuðla vilja að framgangi þess, sem Stjórnunar félagið mun hafa á stefnuskrá sinni, geta orðið félagar þess. Áhugasamir geta snúið sér til einhverra hinna þriggja nefndar manna. Dagskrá verður auglýst síðar. Akureyri, 6. september 1968. (Fréttatilkynning ) Nýtt kaupfélag á Raufarhöfn FYRIR síðustu helgi opnaði Kaupfélag Norður-Þingeyinga á Kópaskeri matvöruverzlun í húsakynnum kaupfélagsins á Raufarhöfn, sem hætt hefur rekstri sínum um sinn. Verzl- unarstjóri er Gunnar Skúlason. Sævar Gunnarsson. Coca-Cola keppnin DAGANA 6., 7. og 8. sept. var háð Coca Cola keppni Golf- klúbbs Akureyrar. Leiknar voru 72 holur, með og án for- gjafar. Leikið var þannig, að á föstudag og laugardag voru leiknar 18 holur hvorn dag en á sunnudag leiknar 36 holur. Voru margir þreyttir en ánægð ir eftir erfiða keppni. Úrslit urðu þessi án forgjafar: Sævar Gunnarsson 309 ’högg Hafliði Guðmundsson 322 högg Svavar Haraldsson 326 högg Ragnar Steinbergsson 331 högg Páll Halldórsson 338 högg Úrslit með forgjöf: Hafliði Guðmundsson 278 högg Sveinn Sigurgeirsson 278 högg Sævar Gunnarsson 281 högg Svavar Haraldsson 282 högg Ragnar Steinbergsson 283 högg Hafliði og Sveinn þurfa að leika 18 holur til úrslita um 1.—2. sætið með forgjöf. ______________ X 31,.. - Úr Svarfaðardal (Framhald af blaðsíðu 1). urnar og því allt á tjá og tundri, en sumum götum auðvitað lok- að. Um síðustu helgi var slægju- dansleikur á Grund og sótti hann fjöldi yngri og eldri manna og kvenna og skemmtu allir sér hið bezta. Um næstu helgi mun farið í göngur og réttað í Tungurétt 23. september. Slátrun hefst svo á Dalvík 25. sept. Líklega verður slátrað um 9 þúsund fjár eða um 10% færra en í fyrrahaust. Mun það stafa að því, að færra var um tvílembur í vor og eins hitt, að sennilega verða fieiri lömb sett á vetur. Tveir laxar veiddust í Svarf- aðardalsá um síðustu helgi, fjögra og fimm og hálfs punds. Var það laxaræktarmönnum mikið gleðiefni. J. H. - Erlendu skuldirnar (Framhald á blaðsíðu 4). gjaldeyrisvarasjóðnum um síð- ustu áramót, en hvort sem það er gert eða ekki, verður að gera ráð fyrir áframhaldandi skulda- söfnun á þessu ári og þar með vaxandi „greiðslubyrði“. Verð- ur þá án efa tilefni til að gera sér grein fyrir því, hvort hin fyrri möt á því, hver greiðslu- byrðin megi vera, skuli óbreytt standa. Að sögn Fjármálatíðinda Var gjaldeyrisvarasjóðurinn um maílok sl. kominn niður í 527 millj. kr. á nýja genginu eða rúmlega 400 millj. kr., ef miðað er við gengi áður en krónan var lækkuð í nóvember sl., eins og gert hefir verið hér að framan. (Grein þessi er skrifuð snemma í ágústmánuði sl.) G. G. ÖKUKENNSLA. Kenni á Volkswagen. Árni Júl. Árnason. Sími 1-15-61. Þar sem LJÓSMYNBASTOFA GUÐMUNDAR TRJÁMANNSSONAR er að hætta, er fólk beðið að sækja myndir sínar sem fyrst, annars verða þær eyðilagðar. FÆÐI ÓSKAST! Tvær skólastúlkur óska eftir fæði á Akureyri í vetur, — Helzt á Syðri- Brekkunni. Uppl. þessa viku í síma 1-15-41 frá kl. 9-12 f. h. HEIMILISAÐSTOÐ! Kona óskast strax til að veita forstöðu heim- ili liér í bæ. Tvennt full- orðið í heimili. Herbergi fylgir. Upplýsingar í símum 2-14-66 og 1-18-58. 100 1 stál þvottapottur með rofa og lítil Hoover þvottavél, sem sýður og er með rafknúinni vindu. 4 herbergja íbúð til leigu frá 1. okt. fyrir barnlaust fólk. Uppl. í síma 1-21-84, eftir kl. 7 á kvöldin. Lógað 52 þúsund fjár á Héraði í haust Egilsstöðum 9. sept. Sauðfjár- slátrun hefst hjá Kaupfélagi Héraðsbúa 19. september. Slátur hús félagsins eru á Egilsstöðum, Fossvöllum, Reyðarfirði og Borgarfirði. Sláturfjártala er rúmlega 52 þús. Talið er, að tölu vert verði sett á af líflömbum nú í haust, því heyfengur er meiri nú og verður að teljast mjög sæmilegur. V. S. MWMMM BÓKAMARKAÐUR að Lönguhlíð 2, Glerár- hverfi, 12. til 22. septem- ber, að báðum dögum meðtöldum. Opið l’rá kl. 18-22 öll kvöldin. VERZLUNIN FAGRAHLÍÐ. ELDRI DANSA KLÚBBURINN Iteldur dansleik í Alþýðu- húsinu laugardaginn 14. september n. k.. — Hefst kl. 9 e. h. — Húsið opnað fyrir miðasölu kl. 8. Stjórnin. KAUPUM TÓMAR BJÓRFLÖSKUR. Stjörnu Apótek. SKÓLARITVÉL óskast til kaups. Sími 1-26-95. VIL KAUPA NOTAÐA ELDAVÉL. Sími 1-24-63. SEL FÆÐI. Get tekið nokkra menn í fæði frá 1. október n. k. Uppl. í Hafnarstræti 25, efri hæð. Alda Ólfjörð. TIL SÖLU: Ég vil selja tíu ungar ær, einhverjum, sem færi vel með þær. Ég lreld það væri mikil happakaup í harðærinu, það er ekkert raup. Daniel Kristinsson, Kringlumýri 14. TIL SÖLU: Nýleg Vaskebjöm ÞVOTTAVÉL, nýlegt kvenreiðhjól og rafmagnsgítar. Uppl. í Bandagerði I. TIL SÖLU: RAFHA ÞVOTTA- POTTUR, stærri gerð. Uppl. í síma 1-12-40. VANTAR VETRARSTÚLKUR OG RÁÐSKONUR á sveitabæi, með eða án barna. Upplýsingar á V innumiðlunarskrifstof u Akureyrar Símar 1-11-69 og 1-12-14. HERBERGI ÓSKAST til leigu í vetur. — Helzt nálægt Sjúkrahúsinu. Uppl. í síina 6-12-82 á Dalvík. EITT HERBERGI OG ELDHÚS óskast til leigu. Uppl. í síma 1-23-34. TVEGGJA HERBERGJA ÍBÚÐ í blokk til sölu. — Lítil útborgun. Uppl. í síma 1-28-77. Reglusöm menntaskóla- stúlka óskar eftir HERBERGI NÆSTA VETUR. Tilboð leggist inn í afgr. Dags, merkt „Herbergi“. ÍBÚÐ ÖSKAST! Tveggja herbergja íbúð óskast til leigu. Uppl. í síma 1-14-48. Tvö til þrjú HERBERGI OG ELD- HÚS ÓSKAST til leigu nú þegar eða 1. október. Uppl. í síma 1-21-70. Til sölu er ÞRIGGJA HER- BERGJA ÍBÚÐ. Uppl. í síma 1-27-74. LÍTIL ÍBÚÐ ÓSKAST TIL LEIGU hjá reglusömu, helzt eldra fólki. Uppl. í síma 1-18-37. TVÖ HERBERGI TIL LEIGU OG FÆÐI á sama stað. Reglusemi áskilin. Uppl. í síma 2-11-96, eftir kl. 7 e. h. ÓDÝRIR JEPPAR! Willy’s 1947, lengdur, gott hús og karfa. Verð kr. 25.000,00. Úrval af margs konar BÍLUM með greiðsluskilmálum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.