Dagur - 18.09.1968, Page 5

Dagur - 18.09.1968, Page 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. HVAÐ ER AÐ GER- AST SYÐRA? ÞEGAR alþingismenn voru kvaddir suður til að ræða efnaliagsvandamál- in, að frumkvæði forsætisráðherra, gerðu margir ráð fyrir, að reynt yrði að fá flokkana til að taka höndum saman um að stýra þjóðarskútunni yfir það hættusvæði, sem hún nú er á. Þá nefndu ýmsir þjóðstjóm. Þeir, sem þannig hugsuðu, töldu líklegt, að flokkunum yrði boðið að tilnefna menn til að gera bráðabirgðaúttekt á núverandi ástandi og leggja síðan skýrslu sína fyrir þingið og þjóðina. Aðrir álitu, að tilburðir forsætisráð- herra væri fyrirsláttur einn. Það mun hafa verið þriðja sept. sl. sem fulltrúar þingflokkanna, tveir frá hverjum, hófu viðræður og til- kynntu að viðræðum yrði haldið áfram. Síðan hafa verið haldnir tveir viðræðufundir en af þeim fara engar sögur. í vikunni sem leið mætti Bj. Ben. forsætisráðlierra á fundi full- trúa Sjálfstæðismanna í Reykjavík og flutti framsöguræðu um nauðsyn þjóðareiningar. Morgunblaðið birti ekki boðskap Bjarna. En á Reykja- víkurbréfi blaðsins sl. sunnudag er svo að sjá, að höfundi þess hafi kom- ið mjög á óvart að nokkmm skuli detta í hug stjómarskipti, eða sú þjóðareining, sem í þeim kynni að felast. Afsögn ríkisstjómarinnar til að greiða fyrir myndun annarrar leggur höfundur til jafns við stjóm- leysi! Ríkisstjóm sú, sem nú situr, hefur verið reykul í ráði og stundum talið það snjaliræði, sem hún fyrr taldi glapræði. Vera má, að hún eigi örð- ugt með að gera það upp við sig hvort styðja eigi þjóðareiningu með þjóðstjóm, gefa þjóöinni kost á að velja nýtt þing eða sitja sem fastast unz innviðimir bresta í stjómarher- búðunum. Eftir tvær eða þrjár vikur þarf f jármálaráðherra að hafa lokið við að semja fjárlagafmmvarp sitt fyrir næsta ár. Honum og samstarfsmönn- um hans í fjármálaráðuneytinu mun varla dyljast hinar döpru staðreynd- ir efnahagsmálanna: Að ríkissjóð skortir fé í ár. Að undirstöðuatvinnu vegimir verjast í vök. Að atvinna er á hverfanda hveli. Að gjaldgetan minnkar. Að meðalafli og nteðalverð á heimsmarkaðinum nægir ekki í landi, sem ekki tekst að hafa stjórn á verðbólgu. Að greiðsluhalli í utan- ríkisviðskiptum fer enn vaxandi og þar með skuldimar við útlönd og greiðslubyrði þjóðarinnar í erlend- um gjaldeyri. Að þjóðin flytur inn erlenda vinnu fyrir hundruð millj- óna með þeim afleiðingum að vinnu- afl ltennar sjálfrar er ónotað og hún (Framhald á blaðsíðu 2). Þjóðiii verður að breyta liugsuiiarliættinum - segir dr. Halldór Pálsson búnaðarmálast jóri FJÓRÐI hver vinnandi maður starfaði á einhvern hátt að land búnaði fyrir 20 árum en nú að- eins hálft ellefta þósund manns eða 12.7% af heildar manneifla. Þrátt fyrir þessa fækkun í land- ibúnaði hefur framleiðslan í þess ari grein aukizt stórlega vegna aukinnar ræktunar lands, kyn- bóta búpenings og vélvæðingar- innar í ræktunar- og heyskapar störfum. Heildarverðmæti land- búnaðarframleiðslunnar er talið 2500 millj. kr. og er það mjög mikið miðað við það vinnuafl, sem landbúnaðurinn notar. Enn má stóitfjölga starfandi fólki við Dr. Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri. hverskonar iðnað landbúnaðar- vara og auka verðmæti búvara á þann hátt til útflutnings og g j áld eyr issköpunar. Og auk þess geta íslendingar fagnað því, að eiga ónumið land, ef það má orða svo, þ. e. gífur- lega mikið af óræktuðu landi, sem auk sjálfrar gróðurmoldar- innar býr yfir öðrum landsins gæðum, svo sem jarðhita, ám og vÖtnum til virkjunar og fisk- ræktar. íslenzka þjóðin hefur verið bændaþjóð í meira en þúsund ár og flestir íslendingar eru af bændum komnir. Bókmenntim- ar og annar menningararfur okkar er frá bændum runninn og nútímamenning sú, sem mest er um vert, er af sama toga. En víkjum nú aftur að bú- skapnum. Árið 1965 var hey- skapur bænda 3.7 millj. hest- burðir (100 kg.), mest af rækt- uðu landi. Búfjártegundir hafa lengzt af verið þrjár, þ. e. sauð- fé, nautgripir og hross og hafa þær allar verið þjóðinni jafn nauðsynlegar fram til síðustu áratuga er bændur fóru að geta búið hestlausir. Nautgripir voru á síðasta ári 54.5 þús. Vetrarfóðraðar kindur munu í ár hafa verið um 850 þúsundir. Hross eru talin vera 35—36 þúsundir. Svína- og ali- fuglarækt hefur löngum verið lítil hér á landi. Hér litu inn fyrir nokkrum dögum dr. Halldór Pálsson bún aðarmálastjóri og Einar Ólafs- son bóndi í Lækjarhvammi, sem ásamt Jóni L. Arnalds deildar- stjóra í atvinnuráðuneytinu voru á ferð um Norðurland. Þessir menn eru í Harðæris- nefnd og er Jón formaður. Blaðið lagði nokkrar spum- ingar fyrir búnaðarmálastjór- ann, dr. Halldór Pálsson og svar aði hann þeim um hæl. Hve mörgu fé verður lógað í sláturliúsum landsins nú í haust? Á níunda þús. ef af líkum lætur. Hve mikið verður flutt út af kindakjöti? Á fimmta þúsund tonn vænt- anlega, mest til Bretlands. Verð á kjöti er lágt erlendis, miðað við hinn mikla og stöðugt vax- andi framleiðslukostnað hér. Hins vegar er markaður ágætur á hinum ýmsu innýflum kind- arinnar, svo sem á ’hjörtum, lifr um, sumum kirtlum o. fl. Það er 'því mikilvægt að nýta allt og hirða innan úr kindinni og vanda vel verkun þess og með- ferð. Þetta allt er margra milljóna verðmæti. Skortur á vinnuafli til þeirra hluta er bábilja. í hverju er sláturliúsum helzt ábótavant? Sláturhúsin hér á landi eru afarmörg úrelt orðin og full- nægja ekki þeim kröfum, sem erlendir kaupendur kindakjöts gera til þeirra. Hitt er einnig athugunarvert, að í þessum gömlu húsum er ekki hægt að koma við þeirri hagkvæmni í vinnubrögðum, sem nauðsynleg er. Slátrunarkostnaður er m. a. þess vegna allt og mikill og verður að lækka hann með öllu hugsanlegu móti. En það er fyrst og fremst hægt með betra skipulagi og skynsamlegri verk stjórn í góðu húsnæði. Er líklegt, að breytingar bú- hátta verði miklar að sinni? Búskapurinn er alltaf að breytast, en ég býst ekki við að breyting verði á búfjárhaldi að þessu sinni. Sennilega verður álíka mikill bústofn settur á vetur nú í haust og áður. Þó má búast við einhverri búfjárfjölg- un ef sláttulokin verða sæmileg. Hvernig er heyfengurinn að þessu sinni? Heyfengur landsmanna mun nú vera meiri en sl. ár, ef þau hey nást inn, sem enn eru úti. En heyin eru lakari en í fyrra á Suðvesturlandi. Á kalsvæðun um er heyskapurinn víða mjög lítill. Mikil heymiðlun fer nú fram milli héraða og landshluta. Er líklegt, að eins mikið verði notað af kjamfóðri og sl. vetur? Kjarnfóðurnotkun sl. ár var óhemju mikil. Menn munu reyna að komast af með miklu minna af erlendu kjamfóðri en þá. Búskapurinn verður að byggjast á heyöfluninni og ástæðulaust, nema í undantekn ingum, að framleiða meira af bú vöru til útflutnings en gert er, með erlendu kjarnfóðri. Það er hagkvæmast að afla fóðursins innanlands. Síðustu árin hefur kjarnfóðurnotkunin aukizt yfir 50%. Og nú standa göngur yfir og slátrun er að hefjast. í því sambandi vil ég sérstak- lega taka fram, að bændur gera sér skaða með því að beita án- um á fóðurkálið og hána, eins og margir gera. Sláturfénaðinn einan á að fita á þessum ágæta gróðri. Ær og líflömb geta víð- ast verið á sæmilegum úthaga þangað til slátrun er lokið. Grænfóðrið er alltof dýrt handa ém og líflömbum, sennilega eins dýrt og kjamfóður. Hvemig eru kjötmarkaðir nú yfirleitt? Bretland er aðal kindakjöts- markaður okkar. Markaðir fyrir nautakjöt eru rýmri og fleiri. En verð á nautakjöti er lágt, miðað við framleiðslukostnað hér. Ég held að bændum mundi finnast þeÍT fá of lítið verð fyrir holdanautakjöt. En eflaust er hægt að finna því markað, eink um ef hægt væri að framleiða mikið og bjóða „standardvöru". Telur þú aukna stóðeign æski lega? Því fer fjarri. Stóðinu ber að fækka. Þó þarf stóð til að við- halda reiðhestastofninum og einnig nokkuð til útflutnings. En með þetta fyrir augum mundi einnig fallast til hrossa- kjöt til að mæta eftirspurn. Hrossin eta allt það bezta af gróðrinum frá sauðfénu, og enda þótt stóðbændum finnist kostnaður við stóðeignina lítill, dregur hún verulega úr afurð- um sauðfjárins í sumum byggð- arlögum. Eigendur hrossa eru í mikilli hættu í hörðum vetrum, því þá er fóðurþörfin mjög mikil, en of fáir stóðbændur ætla hrossum nægilegt fóður í hörðum árum. Bændum finnst nokkuð hart í ári nú? Já, réttilega. Hag bænda hef- ur hrakað síðustu árin, m. a. vegna mjög aukins tilkostnaðar við framleiðsluna og vegna harð æris og kemur þetta harðast niður á þeim, sem minni búin hafa. Um störf Harðærisnefndar vísa ég til nefndarformanns. Um verðlagsmálin hefur verið skrif- að mikið og birtur sá rökstuðn- ingur bændanna, sem þeir byggja á kröfur sínar um verð- lag búvara. Skal ekki um það fjölyrt að sinni. En benda vil ég á, að á undanförnum árum hafa kröfur til hækkana á öllum svið um verið einkennandi í þjóð- lífinu. Bændur hafa komið þar ALBIN JOHANSSON, fyrrver- andi aðalframkvæmdastjóri sænska samvinnusambandsins (KF) lézt hinn 28. ágúst sl., 82 ára að aldri. Hann fæddist í Stokkhólmi og hóf starfsferil sinn þar sem sendill. Árið 1903 réðst hann sem afgreiðslumaður í kaup- félagsverzlun eina í Stokkhólmi og allt frá því helgaði hann líf sinn samvinnufélagsskapnum. Hann var aðal hvatamaður að stofnun Kaupfélags Stokkhólms 1916 og fyrsti framkvæmdastjóri þess. 1920 varð hann fram- kvæmdastjóri hjá ssenska sam- vinnusambandinu (KF) og ár- in 1924—57 aðal forstjóri þess. Auk þess var hann stjórnarfor- maður í þeim dótturfyrirtækj- um, sem sambandið átti að öllu leyti, en hann gekkst fyrir stofn un fjölda þeirra til þess að tryggja hag neytendanna og rjúfa einokunaraðstöðu einka- aðila. Að frumkvæði Albin Johansson var stofnað sam- vinnufélag (OK) árið 1945, sem annast kaup á olíum og benzíni og dreifingu þess um alla Sví- þjóð. Formaður þess öfluga fé- lags var hann til 1959. Albin Johansson hafði næma tilfinningu fyrir nauðsyn sam- keppninnar á sviði verzlunar, síðastir. Nú þai'f að breyta um hugsunarhátt. Það er alveg þjóð arnauðsyn að lækka framleiðslu kostnaðinn verulega og víða er það hægt. Bæði ytri ástæður og heimatilbúnir örðugleikar krefj ast breyttra viðhorfa á þessu sviði, segir búnaðarmálastjórinn að lokum og þakkar Dagur við- talið. E. D. - Síld til Rauf arhafnar (Framhald af blaðsíðu 1). menn á handfæri. Ekkert starf- andi frystihús er hér og er fisk- urinn saltaður. Kaupfélag Raufaihafnar, sem árið 1959 var stofnað út úr Kaupfélagi N.-Þingeyinga á Kópaskeri, hefur lokað verzlun sinni um sinn og hefur leigt kaupfélaginu á Kópaskeri hús- næði til að verzla með mat- vörur. H. H. - Síld til Dalvíkur (Framliald af blaðsíðu 1). Snævarr. Á fundinum flutti séra Kristján Róbertsson ræðu um stöðu þjóðkirkju og frí- kirkju í þjóðfélaginu. Á árinu voru 385 guðsþjón- ustur í prófastdæminu, 345 börn voru fermd og 828 manns gengu til altaris. Hverjum góðviðrisdegi er fagnað og margir hlakka til gangnanna og munu ætla á Tungurétt þartn 23. sept. og aðrar fjárréttir. J. H. sem bezt lýsti sér í áhuga hans fyrir alþjóða viðskiptum og fjár hagslegri samvinnu landa milli. Innan hinnar alþjóðlegu sam- vinnuhreyfingar gat hann í mörgum tilfellum gert þessa hugsjón sína um nánari sam- skipti þjóða að veruleika, ekki aðeins í ræðu og riti heldur einn ig í raunvei'ulegum verzlunar- samningum — hann leit á hin frjálsu vöruskipti landa á milli sem lið í baráttunni fyrir heims- friði. Albin Johansson var sístarf- andi að fjölda verkefna. Hann var t. d. formaður félags sænskra uppfinningarmanna ár in 1940—-60, hann var stjórnar- meðlimur í vísindaakademíu verkfræðinga, 1956 varð hann formaður fyrir hinum nýstofn- aða alþjóða samvinnubanka í Basel, formaður stjórnar Óper- unnar árin 1933—40 og árið 1956 var hann tilnefndur heið- ursdoktor við Verzlunarháskól- ann í Stokkhólmi. Hinn látni skildi eftir sig mikil ritverk, sem einkum fjölluðu um fjármál, sem hann tók og til meðferðar í tímaritum samvinnusambands ins og í fjölda bóka. Tage Erlander, forsætisráð- 'herra Svíþjóðar, sagði m. a. í minningargrein um Albin Johansson: „Það var mjög heill- andi að hlusta á Albin Johans- son, vegna þess að hann réðst oft að hinum fjárhagslegu vanda málum frá nýjum og að sumu leyti óvæntum hliðum, á þann hátt sem oftast bar góðan ávöxt.“ Albin Johansson hafði oft komið til íslands og var einlæg- ur íslandsvinur, hann dáði land og þjóð. Hér átti hann einnig marga aðdáendur og einlæga vini, sem nú kveðja hinn mikil- hæfa samvinnuleiðtoga með söknuði og vh'ðingu. P Albin Johansson er lálinn 5 Þessi mynd er táknræn um hjálparstörf við fatlaða, ■ >>.««•: «;# : : *>> ? <.^ I »v. Plðstsfeypuvél Sjállsbjargar á Akureyri SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra á Akureyri og nágrenni, var stofnað haustið 1958 og er því senn 10 ára að aldri. Alla tíð frá stofnun félagsins hefur það ver- ið eitt helzta áhugamál að koma á fót atvinnurekstri, er gerði unnt að veita einhverju af því fatlaða fólki, sem ekki á kost á vinnu á hinum almenna vinnu- markaði, tækifæri til að nýta starfskrafta sína því sjálfu og þjóðfélaginu til hagsbóta. Strax á fyrsta starfsári félags- ins var hafist handa um bygg- ingu fyrsta áfanga að félags- og vinnuheimili, og var sá áfangi fullbyggður á tæpu ári. Nefnist húsið Bjarg og stendur við Hvannavelli á Akureyri. Þar hefur siðan verið miðstöð félags starfs Sjálfsbjargar á Akureyri, fundahöld, skemmtanir og fönd urStarfsemi. Ýmsar athuganir hafa farið fram á því, hvaða rekstur hent- ugast væri að hefja þarna, og varð niðurstaðan sú að stofn- setja verksmiðju, er framleiddi ýmsa hluti úr plasti, en það ryð- ur sér nú æ meira til rúms og kemur í stöðugt ríkara mæli í stað málma og fleiri efna. Fyrst í stað verður höfuðáherzla lögð á framleiðslu tengidósa fyrir raf lagnir, bæði í loft og veggi, og sem flestra þeirra plasthluta, sem til raflagna eru notaðir. Plaststeypuvélin, sem er aðal vél verksmiðjunnar, var keypt frá Austur-Þýzkalandi og er af nýjustu gerð slíkra véla, mjög sjálfvirk og afkastamikil. Er hægt að steypa í henni hina margvíslegustu hluti í þar til gerðum mótum. Sem kunnugt er, eru nokkrar plaststeypuvél- ar þegar til í landinu, en þessi er sú fyrsta, sem kemur til Akureyrar. Fyrirtækið verður rekið und- ir nafninu Plastverksmiðjan Bjarg. Framkvæmdastjóri hef- ur verið ráðinn ungur rafvéla- virki frá Akureyri, Gunnar Helgason. Dvaldist hann sl. vet- ur í Noregi og Þýzkalandi og kynnti sér rekstur sambæri- Framleiðsla tengidósa hófst í byrjun ágústmánaðar, og eru þær komnar á markað allvíða um landið, einnig plaströr til legra verksmiðja og meðferð plaststeypuvéla. raflagna, sem fyrirtækið flytur inn frá Noregi. Er það skoðun rafvirkja, sem reynt hafa, að mun léttara og skemmtilegra sé að nota plastið við raflagnir en járndósir og rör, eins og verið hefur, og einnig vinnusparnaður í sumum tilfellum. Einnig má á það benda, að með notkun plastsins fæst tvöföld einangrun og hætta á útleiðslu er hverf- andi lítil. Þá eru plastdósirnar sízt dýrari en járndósir og verð röranna aðeins helmingur á móti verði venjulegra járnröra, en þriðjungur af verði húðaðra járnröra. Með notkun plastefn- anna til raflagna sparast þannig umtalsvert fé og fæst aukið öryggi. Við uppbyggingu verksmiðj- unnar hefur Sjálfsbjörg notið tækniaðstoðar ýmissa aðila og góðrar fyrirgreiðslu lánastofn- ana. | I I AKUREYRI Góði og göfugi höfuðstaður Norðurlands f 1 f Á ÞESSU HAUSTI, 1968, eru það rjett 60 ár síðan að jeg rjeðist sem starfsmaður hingað til hins fagra höfuðstaðar Norðurlands. — AUa tíð síðan ann jeg staðnum og íbúum hans. — Þakka ágæta samvinnu við íbúana þessi mörgu ár. þ Dáist að hinum fagra bæ við norðurhöf og óska bænum og + íbúum hans allrar blessunar um ókomin ár. Þessi 60 ár hef .t jeg átt hjer heima, í nágrenninu, eða verið viðurloða vegna ^ starfa minna. t. Heill sje þjer. ,í, Halldóra Bjarnadóttir. ^ .t <3 f Og altaf þykir mjer vænst um þig, Akureyri. * Merkja- og blaðsölu- dagur Sjálfsbjargar MERKJA- og blaðasöludagur Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, er á sunnudaginn kem ur, 22. september. Félagsmenn eru nú hátt á níunda hundrað í 10 félagsr deildum víðsvegar um landið. Eitt af þeim málum, sem hæst hefur borið undanfarið er bygg ing Vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar við Hátún 12 í Reykjavík. í júlimánuði síðast- liðnum var lokið við að steypa 5. og efstu hæð fyrsta áfanga. Þar verður, eins og mörgum er kunnugt, dvalarheimili fyrir fatlaða með 45 einstaklingsher- bergjum, ásamt öðru húsrými, sem fylgir slíku heimili. Þarna er einnig fyrirhuguð æfingastöð, húsnæði fyrir gervilimasmið og skósmið. Fjölmargar fyrirspurnir um dvöl á vistheimili Sjálfsbjargar hafa þegar borizt skrifstofui landssambandsins. í bygginguna hafa nú verið lagðar kr. 17.500.000.00. Kostn- aðaráætlun fyrsta áfanga var fyrir gengisfellingu 50 milljónir króna og má því gjöra ráð fyrir talsverðri hækkun. Mikið átak er því ennþá framundan við öfl- un fjár til áframhaldandi fram- kvæmda, en það er von þeirra, sem að þessum málum vinna, að Dvalarheimili Sjálfsbjargar standi fullbúið árið 1971, eins og upphaflega var áætlað. Tímaritið Sjálfsbjörg kemur nú út í 10. sinn. Efni þess er fjölbreytt, en að sjálfsögðu mest helgað málefnum fatlaðs fólks. Verð tímaritsins er að þessu sinni kr. 40.00, en merkið verð- ur selt á kr. 25.00. ■ ■') (Fréttatilkynning) SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). arinnar að leggja 20% aðflutn- ingsgjald á allar innfluttar vör- ur, er talin hafa í för með sér allt að 15% hækkun verðs á mat vælum og fleiri nauðsynjum. Var þó ekki á verðbólgueldinn bætandi. Því miður hækka lífs- nauðsynjavörur meira en hátoll uðu vörurnar vegna hins nýja aðflutningsgjalds. NÝR ÞJÓÐMINJAVÖRÐUR Þór Magnússon liefur verið sétt ur þjóðminjavörður í stað dr. Kristjáns Eldjárns. Björgvin Bjamasyni var veitt bæjarfógetaembættið á ísafirði, en hann var áður sýslumaðúr í Strandasýslu. FJÖLBREYTT ER MANNLÍFIÐ Borgarblöð sögðu nýlega frá dularfullum ópum úr hvíldar- stað dáinna. Meira en tugur lög reglumanna rannsakaði kirkju- garðinn án árangurs. Helzta skýring blaðanna var ástarsöng ur katta. Önnur óp yfirgnæfa einnig stundum borgardyninn. En skýring á þeim hefur fund- izt og eru frá konum komin, er karlmenn þreyta fangbrögð við á síðkvöldum, undir berum himni. Heyrzt hefur, að á hrein dýraslóðum liafi skyttur undr- azt það, er þeir skoðuðu fallna hreintarfa, að þeir voru með beizli. Aðrar hreindýraskyttur töpuðu hrossum. FANGELSI — SJÚKRAHÚS Vaxandi hópur ungs fólks á Norðurlöndum neytir eiturlyfja, þrátt fyrir aukið eftirlit hins opinbera með eiturlyfjasmyglur um. Hluti Vestre-fangelsins í Kaupmannahöfn hefur verið gerður að sjúkrastofum handa eiturlyfjaneytendum, með smit- andi gulu, segir í BT í Kaup- mannahöfn. ! A HÁSKABRAUT Yfirlæknir fangelsins sagði, að 1965 hefðu 10 slík eiturlyfja- vandamál komið til kasta barna vcrndar cn árið 1966 voru þau mál 50 og 1967 voru þau 250. Læknir þessi, Torben Jarsild, gerði að tillögu sinni, að hmir ungö ógæfuunglingar yrðu flutt ir á kyrrláta eyju til lækninga, svo sem gert væri með góðum árangri í Bandaríkjunum. Hér yrði ekki um fangavist að ræða, lieldur heilsuhæli, sem forðað gæti mörgum frá fangelsi. Ferðamálaráðstefnan á Akureyri 1968 - Orð og efndir HVERT STEFNIR? f DAG er 11. september, 1968, — og er nú rúmlega hálft ár lið ið síðan ráðstefna um ferðamál var kvödd saman hér á Akur- eyri, að frumkvæði Akureyrar- bæjar. Var ráðstefnan fjölsótt og ýmsar ágætar ályktanir gerð ar eftir fjörugar umræður, og loks þótti höfðingsráð að endur- vekja Ferðamálafélag Akureyr. ar, sem sofið hafði sætt um hríð. Þótti félagið vel til þess fallið að vinna að ýmsu, sem varðar ferðamál í heild hér í bæ, stunda útbreiðslustarfsemi, gang ast fyrir menntun starfsfólks þeirra aðila, sem annast mót- töku ferðamanna o. s. frv. Bæjarstjóri var mjög jákvæð- ur gagnvart tillögum framkomn um á ráðstefnunni, fundarmenn voru allir fullir áhuga, — og í ráðstefnulok var því lýst yfir, að Ferðamálafélagið yrði endur vakið og aðalfundur boðaður innan skamms. Fram til þessa dags hefir ekk ert gerzt. Engin þeirra ályktana, sem samþykktar voru á ráðstefn unni hafa neinn árangur borið. Ferðamálafélagið er jafndautt og áður, — sem sagt: við stönd- urn í nákvæmlega sömu sporum og 22. febrúar sL, en þann dag var ráðstefnan um ferðamál haldin. Nú er orðið áliðið sumars og vertíð senn á enda — og ekki má seinna vera, að hugsað sé til starfseminnar á næsta ári og nú þarf að hefjast handa við aug- lýsingastarfsemi. Akureyrar- kort það, sem Akureyrarbær og Umferðaröryggisnefnd Akureyr ar gáfu út í sameiningu var ágæt byrjun, en til þess að um verulega auglýsingu sé að ræða, þarf nú þegar að hefjast handa um útgáfu á veglegum mynd- skreyttum bæklingi, sem hefir að geyma upplýsingar um Akur eyri ásamt upplýsingum um möguleika til ferðalaga um ná- grenni hennar og Norðurland í heild. Bæklingur, sem þessi, þyrfti að vera vel úr garði gerð- ur, prentaður í litum, — og myndi kosta allmikið fé. Er eðli legt að ætla, að aðilar þeir, sem ferðamönnum sinna, myndu vilja taka þátt í útgáfu sem þess ari og kosta að hluta, og myndi þá Akureyrarbær vafalaust fáan legur til þess að leggja eitthvað af mörkum til þess að útgáfan geti orðið sem veglegust. Síðan mætti ræða hvort bæri að endur nýja útgáfuna árlega, eða annað hvort ár og mætti láta sér detta ýmislegt í hug í því sambandi. Auðvelt væri að dreifa bækl- ingi sem þessum um allan heim með aðstoð ísl. flugfélaganna, SAS, Pan American o. s. frv. Sofandahátturinn varðandi þessa framtíðarnauðsyn akur- eyrskra ferðamála er orðinn til stórrar vansæmdar. Vil ég því leggja til, að ekki sé beðið leng- ur eftir því, að Ferðamálafélag- ið sé vakið af værum blundi, heldur að aðilar þeir, sem hlut eiga að máli, leggist nú á eitt, haldi með sér fund og leggi drög að útgáfu bæklings svo sem drepið hefir verið á hér að framan. Því fyrr því betra. Að endingu vil ég svo minna á, að útgáfa bæklings um Akur- eyri er engin endanleg ráðstbf- un varðandi ferðamál hér, — aðeins einn liður í viðleitni til þess að gera Akureyri að ferða- mannabæ. Athuga þarf gaum- gæfilega hvað gera megi til þess að stöðva ferðamanninn hér í bænum — það er óleyst verk- efni, sem krefst hugmyndaflugs. Mættu bæjarbúar gjarna leggja höfuðin í bleyti og koma tillög- um sínum á framfæri. ! Pétur Jósefsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.