Dagur - 25.09.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 25.09.1968, Blaðsíða 1
EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SERVERZLUN: LJÓSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPJERING ■ ■ Dúfnaveizlan með Þorsteini 0. Sfephensen í aðalhlutverkinu LEIKFÉLAG AKUREYRAR er byrjað að æfa fyrsta verkefni sitt til að sýna á því leikári, sem nú fer í hönd. Það er Dúfna- veizlan eftir Halldór Laxness. Aðalhlutverk, pressarann, leik- ur Þorsteinn Ö. Stephensen, en fyrir leik sinn í því hlutverki hlaut hann „silfurlampann“ fyr- ir tveim eða þremur árum, syðra. Auk hans fara með veiga mikil hlutverk þau Þórhalla Þor steinsdóttir, Saga Jónsdóttir, Haraldur Sigurðsson og Olafur Axelsson. Þorsteinn Ö. Stephensen dvaldi hér nokkra daga í upp- hafi æfinganna. Leikstjóri er Ragnihildur Steingrímsdóttir. Frumsýning væntanleg síðast í október. Aðalfundur L. A. var nýlega haldinn. Stjórnina skipa: Jón Kristinsson formaður, Sæmund ur Guðvinsson gjaldkeri og Ólaf ur Axelsson ritari. Varafor- maður er Marinó Þorsteinsson. Væntanlega verður nánar sagt frá Dúfnaveizlunni áður en hún verður frumsýnd. □ BÆNDASKÓLAR FULLSKIPADIR GÓÐ aðsókn er nú að bænda- skólunum báðum, Hólum og Hvanneyri. Þeir verða fullskip- aðir og varð að vísa mörgum frá. Á Hólum verða 37 nemendur í vetur í tveim deildum og er það húsnæðið, sem takmarkar nemendafjöldann. Haraldur Árnason frá Sjávarborg er nýr kennari við skólann en Hólm- járn hættir. Hálft sjötta hundrað fjár verð ur á fóðrum í vetur, 60—70 hross og kúabú, sem miðað er við mjólkurneyzlu staðarins. Heyskapur varð mikill og góð ur á Hólum í sumar. Á Hvanneyri verða um 90 nemendur í vetur, þar af 15 í framhaldsdeild. Skólinn verður settur 15. okt. en framhalds- deildin byrjar fyrr. Hluti af nýrri skólabýggingu, heimavist, rúmar um 60 nem- endur. í búskapnum eru engar stærri breytingar, nema að holdanaut- in frá Bessastöðum 40—50 að tölu eru komin þangað. Aðrir nautgripir eru á sjötta tugnum. Sauðféð er alltaf nokkuð margt líklega á fjórða hundrað. □ !«4SÍÍÍÍ«Í4Í4ÍÍÍÍÍÍÍÍ44$Í4ÍÍÍ4ÍÍ4««55Í44«Í«ÍS44$«4«S5444SÍÍ4445ÍS«ÍÍ4Í4ÍÍ*«4Í4ÍÍ4Í4Í44444Í4ÍÍÍ544«4^^ Er stórsöltun framundan í síIdarbæjunum? í GÆR virtist töluvert líf vera að færast í síldveiðarnar. Mörg skip voru á leið til lands með góðan afla og niargar hendur biðu þess að söltun hæfist í landi. Blaðið hringdi á nokkra staði til að fá frekari fréttir af þess- um málum. SÍLDARLEITIN RAUFAR- HÖFN: Um 80 síldarskip eru nú á miðunum og fer fjölgandi. Síð asta sólarhring öfluðu 18 skip 2662 tonn. SUdin veiðist ca. 350 mílur út. Hún er ísuð um borð, sem er sjálfsagt tU að tr.vggja gæðin, þótt vegalengdirnar til lands með aflann hafi stytzt. Það lítur út næstu daga. fyrir stórsöltun Fiskur fluttur á híium frá Akureyri fii Sauðárkróks í SÍÐUSTU VIKU gripu for- ráðamenn Útgerðarfélags Akur eyringa til þess ráðs, að flytja Bændur lána ríkinu Gunnarsstöðum 24. sept. Fyrsti sláturdagurinn er á Þórshöfn í dag. Dilkanir eru ungir og gæru léttir, hvernig sem kjötvigtin verður. Lógað verður 12400 fjár í haust, 450—600 á dag. Hey eru víða úti, einkum á Langanesi því þurrka hefur SKURÐGRAFAN MISSTI OLÍUNA ÞAÐ bar til ofantil í Kaupvangs stræti í gær, litlu eftir hádegi, að skurð- eða traktorsgrafa missti olíu svo mjög, að um götu flæddi. Var götunni lokað og slökkvilið kallað á vettvang til hreingerningar. Að henni lokinni mátti sjá þann eina götu part sæmilega hreinan. En óhreinindalag liggur á öllum malbikuðum og steyptum göt- um bæjarins, öllum til leiðinda og ráðamönnum til vansæmdar. í fyrradag kviknaði í skúr á Óseyri. Skemmdist hann, nót brann og fleira, er þar var geymt. Slökkvilið kæfði eldinn. vantað. Þetta er e. t. v. ekki mjög mikil hey, sem enn eru úti, en þó töluverður hluti heyskap arins. Þistilfirðingar hafa verið að hirða sitt grænfóður, sem spratt furðanlega. Hirt er í vot- hey og notuð maurasýra í hey- ið. Þeir hlaupa undir bagga. Lagt hefur verið rafmagn á tvo bæi, Holt og Laxárdal. Bændurnir urðu að lána ríkinu fjármagn til þessara fram- kvæmda, þ. e. hlut hins opin- bera og fá það endurgreitt 1970! Ó. H. 130 tonn af frosnum fiski frá Akureyri til Sauðárkróks, til geymslu þar. Er þetta gert til að koma í veg fyrir vinnslustöðv- un í hraðfrystihúsi Ú. A., sem vantar tilfinnanlega frysti- geymslur. Fiskur þessi á að fara á Rúss- landsmarkað, en þar að lútandi sölusamningur er enn ekki frá- genginn. Ef ekki tekst mjög fljótlega að flytja út fisk frá Ú. A. munu geymsluvandræðin fljótt segja til sín á ný. Sýnist af þessu ljóst, að frysti geymslur vantar á Akureyri, ekki aðeins hjá Ú. A. heldur t. d. vegna Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar, sem unnt væri að láta starfa lengur ár hvert en nú er. Þá mætti einnig, með auknu frystirými, safna fiski frá ýmsum stöðum við Eyjafjörð, sem síðan væri lestaður á Akur eyri. □ HREINN HELGASON, Rauf- arhöfn: 1 nótt var saltað úr tveun skipum, Þorsteini, 526 tunnur úr 80 tonna farmi og Sól ey, sem kom með 20 tonn. Jón Finnsson með 130 tonn og Gísli Árni með 30Ö tonn eru á leiðinni. Saltað verður því í nótt og á morgun, hvað sem meira verður. Búið var að salta 2500 tunnur í gærkveldi. Saltað er í húsi. Lítilsháttar er að korna af fólki. Mikið fram- boð er af karlmönnum en tregar gengur að fá stúlkur til að salta. ÞORSTEINN ÞORGEIRS- SON, Vopnafirði: Hér var fyrsta síldin söltuð í nótt úr Kristjáni Valgeir, og Brettingur er á leið- inni með sjósaltaða og ísaða síld. VILHJÁLMUR SIGUR- BJÖRNSSON, Egilsstöðum: Ein söltunarstöð er í Mjóafirði og hefur hún tekið á móti 3 þús. tunnum af sjósaltaðri síld og er mikið annríki þar og von er á skipi þangað í nótt. Sex söltun- arstöðvar eru á Norðfirði og búið að salta 1500 tunnur og nokkur skip eru á Ieiðinni með síld þangað á allar stöðvarn- ar. Á Reyðarfirði eru söltunar- stöðvar og síldarbræðsla og allt tilbúið til síldarmóttöku. Marg- ar söltunarstöðvar eru á Seyðis firði. Þar er allt í fullum gangi og söltunarstúlkur leggja þang- að leið sína. Von á flugvél í dag með starfsfólk til Seyðisfjarðar og fleiri staða hér eystra. Mörg síldarskip eru á leiðinni. Það virðist fjörkippur í öllu síðustu daga. □ HÓG ER ÁD GERÁ A SIGLUFIRÐI Sigurbjörg með 1501 Ólafsfirði 23. sept. Við höfum leiðindaveður hér í dag. Menn eru í göngum og verður réttað hér fyrir vestan ósinn og á Kleifum. Aðalréttin er þó Reykjarétt og verður víst réttað þar á morgun. Sigui'björg kom snemma í nótt með um 190 lestir og er síldinni landað til söltunarstöðv anna. Síldin er að einhverju leyti ísvarin. Skipið var rúma tvo sólarhringa á leiðinni. Sölt- un stendur yfir. Á föstudaginn kom Súlan með 150 lestir, þar af saltaðar 710 tunnur. Sigurbjörg kom næst (Framhald á blaðsíðu 5). Siglufirði 23. sept. Nú skipti yfir í norðaustanátt og er grátt í miðjar hlíðar. Búið er að flytja hingað um 22 þús. tonn í bræðslu, með því sem Haförninn kom með nú í nótt. Nokkur skip hafa lagt upp sjósaltaða síld, 1500—2000 tunn- ur. Svo er verið að salta úr Erninum um 250 tonn. Og þrisv ar er búið að slta úr Víkingi, 700—800 tunnur í hvert skipti. Byrjað er að salta inni. 7 eða 8 síldarstöðvar hér, taka til skiptis á móti síldinni í þessu húsnæði, 3—4 saltendur saman, en hver þeirra hefur allt að 20 stúlkur. Ársæll er á leiðinni með 700—800 tunnur af sjósalt- aðri síld, kemur í fyrramáli. Siglfirðingur og Vonin losa hér 40—60 tonn til skiptis. Trillu bátarnir koma með 10—12 tonn á dag til viðbótar þegar gefur. íshúsið hefur því næg verkefni. Og allir hafa vinnu eins og er, enda skóJstfólk á förum. Hafliði er í slipp. Réttað er nú í dag á Steina- flötum og er þá að venju frí í barnaskólanum. Slátrun hefst á morgun og verður 1700—1800 fjár lógað. Er það fé bæjarbúa og þeirra, sem búa á Siglunesi og Sauðanesi. J. Þ. Akureýrartogararnir KALDBAKUR landaði á Akur- eyri 19. sept. 166 tonnum. Fór síðan til Reykjavíkur vegna vélaviðgerðar og fer þaðan á veiðar á morgun, þriðjudaginn 24. sept. SVALBAKUR landar á Akur eyri í dag ca. 160 tonnum. Fer í slipp og á veiðar í vikulokin. HARÐBAKUR fór á veiðar sl. fötudag 20. sept. SLÉTTBAKUR er væntan- legur af veiðum um miðja vik- una með á annað hundrað tonn fiskjar. (23. sept. 1968)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.